Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 IMAGNUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 ertir lokun simi 40381 T ' Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LBTLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldL Sfmi 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörabúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bDastæði). Fjaðrir fjaðrablöð hljóðkútar púsrtrör o. fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 Sími 24180 I—IWIIIlllWIHMl——WMMaiíliailliWri'—'lfclllll'lill ^Qallett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti ■^r Margir litir ■jlr Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bieikir, hvítir Táskór Ballet-töskur ^Qallettíúðin .VERZLUNIN „Frændur eru frændum verstir“, segir máltækið, og nú sýnist sem íslendingar og Fær- eyingar séu farnir að rífast um það, hvorir fari verr með skepnur. „Færeysk húsmóðir í Árbæj- arhverfi“ skrifar: „Kæri Velvakandi! „Það er víst vani að menn skrifi þér, þegar þeir eru yfir sig reiðir eða hneykslaðir, svo að ég ætla að hafa þann hátt- inn líka“ ...... Svona skrifar húsmóðir í Vesturbænum, undir fyrirsögn- inni „Sláturaðferðir Færey- inga“. Já, ég er bæði reið og hneyksluð, svo að það er víst bezt, að ég sikrifi þér einnig bréf, ágæti Velvakandi. Hverju skrökvar þú að börn- um þínum, þegar sjónvarpið sýnir glæpi og morð, kæra húsmóðir? Og hverju skrökvar þú að börnunum, þegar þú ferð- ast um sveitirnar hér og sérð skepnur (og stundum fólk einnig) stíað samen í þröng- um, dimmjum húsakynnum? Þótt þetta sé orðið sjaldgæf sjón nú, eins og bindingin á kindum er sjaldgæf nú í Fær- eyjum. Ég hef sjálf ferðazt töluvert um ísland, og ég hef séð kind- ur standa við afréttargirðingar í marga daga, þar sem ekki var stingandi strá að sjá til að bíta, og kindurnar því í algeru svelti. Nei, ekki held ég, að fslend- ingar þurfi að fara yfir land- steinana til að leita að villi- mennsku. Það er nóg af henni hér! Af norrænu bergi ertu brotin, lengst mót norðri, og blá hljóta augun þín að vera, og varla hefur þú fundið upp púðrið. — Færeysk húsmóðir í Ár- bæjarhverfi“. ■+C Dagsbrún og Hlíf Guðm. Guðjónsson skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Ég vil hér með þessum línum þakka Hermanni Guðmunds- syni, formanni Hlífar í Hafnar- firði, fyrir pistil þann, sem hann skrifaði í Morgunblaðið 19. þessa mánaðar, og ber yfir- skriftina „Athugsasemd frá for- manni Hlífar". I pistli sínum ber hann mér á brýn að hafa haft í frammi ósæmileg ummæli í garð Dags- brúnarleiðtoganna Guðmundar J. og Eðvarðs. Hafi ég eitíhvað sagt, sem snertir viðkvæma strengi hjá þeim félögum, er tæplega um annað að ræða en það, sem sannleikanum er samkvæmt. í framhaldi af því, sem áður er skrifað, vil ég bæta því við, að þetta stærsta verkalýðsfélag landsins hefur um langan tíma verið pólitískt verkfæri í hönd- um kommúnista, en ekiki mál- svari þeirra manna, er það sam- anstendur af. Blíðmæli Her- manns Guðmundssonar við Dagsbrúnarforingjana réttlæta ekki málstað hans, enda skín hvarvetna í úlfshárin undan sauðargærunni. Ég lét orð að því liggja um Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur laugardaginn 30. september kl. 4 eftir hádegi. Nauðsynlegt er að nemendur taki með sér stundaskrár sínar úr öðrum skólum. SKÓLASTJÓRI. Trillubátur 5 tonna Til sölu er 5 tonna trillubátur með 21 ha. Lister dieselvél og línuspili, báturinn er yfirbyggður að framan. Tækifærisverð. Uppl. í símum 92-1167 og 92-1149. Hitunartæki fyrir vinnusali Höfum til sölu 4 stykki af nýjum sænskum hita- blásurum. Má tengja við hitaveitu, eða annað vatns kerfi. Mjög vönduð tegund, með hita- og rakastill- um. Upplýsingar í síma 22466 eða hjá Hitatæki h.f., Skipholti 70, sími 30200. daginn, að talsvert margir Hafnfirðingar ynnu í Reykja- vík. Ég hygg, að það hafi ekki verið ofmælt, að tæplega mundi Hafnarfjörður græða á því að útiloka sig frá nágrönnum sín- um í atvinnumálum. Guöm. Guðjónsson". Er tuttugasta öld- in orðin sextug? „Tvítugur“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Margt er skrítið að sjá á prenti í dagblöðum og heyra í útvarpinu. Mér finnst ósann- gjarnt að atyrða ykkur blaða- mennina eingöngu, þegar út- varpsmenn eru engu betri. Þeir hafa bara betri aðstöðu. Ykk- ar vitlausu orð standa á prenti, — og hægt er að vitna í þau„ — meðan vitleysurnar í útvarps- mönnunum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Má ég spyrja um eitt? Hvern- ig stendur á því, að bæði út- varp og blöð titla menn „£öður“ og „bróður", þegar átt er við „séra“ og „munk“? Þráfald- lega er talað um föður Jón og Pierre bróður, þegar átt er við séra Jón og Pétur munk. Þetta hélt ég, að væri svo einfalt i þýðingu, að ekki þyrfti um að tala. Eins er einkennilegt að sjá og heyra í barnasögum talað um Jón föðurbróður, þeg- ar einfaldlega er átt við Jón frænda, eða Jón gamla. „Onkel“ þýðir í þessum dæm- um bara „gamli“, stundum „frændi“, yfirleitt aldrei „föð- urbróðir". Alþýðublaðið „sló samt öll met“ um daginn, eins og sagt ei nú orðið, þegar það sagði: „Hann vann í Kreml á fertug- asta áratug þessarai aldar“ . , . Eru þá þúsund ár í öldinni? ■+C Andheiraar Sennilegt er þetta þýð- ing á „in the forties", sem þýðir á íslenzku „á fimmta áratugi aldarinnar". En má ég spyrja um eitt? Hvað kemur til þess, að ís- ienzkir blaða- og útvarpsmenn nefna ýmsa hluti eingöngu á ensku eða dönsku (jafnvel á norsku, að því er mér sýnist), en hvorki á frummálinu né ís*- lenzku? Ég tek dæmi: Daghlað eitt sagði, að rússneskt skáld hefði lesið upp verik sitt, „Anti- Worlds" í „New Moscow The- ater“. Hvers vegna ekki að segja, að skáldið hefði lesið upp „Andheima" í „Nýja Moskvu-leikhúsinu“? Eða segja þetta allt saman á rússnesku? Annað hvort á að skýra frá nöfnunum í góðri þýðingu á máli lesandans eða á frum- málinu; ekki á máli annarra. Sama máli gegnir raunar um stafsetningu staðanafna um víða veröld. Nöfnin eru yfir- leitt stafsett með enskum rit- 'hætti eða dönskum, mjög sjald an íslenzkum eða í samræmi við stafsetningu staðarbúa. Hvað veldur? Tvítugur“. — Bréf „Tvítugs“ var le-ngra, en ekki verður birt meira af því að sinni „Líkur Júðonum“ Frá Akureyri er skrifað: „Velvakandi góður! í dálkum þínum í Morgun- blaðinu þ. 16. sept. síðastliðinn spyr „Víðförull“ um hÖfund vísu, sem hann reyndar fer ekki alveg rétt með. Um þetta, get ég gefið eftirfarandi upp- lýsingar: Vísan er um ónafn- greindan, þáverandi Akureyr- ing, sem þótti heldur skreyt- inn, en það bar einu sinni við, að sá hinn sami sagði satt, og var honum þá ekki trúað. Höf- undi vísunnar, sem er Gestur Ólafsson, kennari á Akureyri, varð þá að orði: Liðugt gegnum lífið smaug ’ann líikur Júðonum einu sinni ekki laug ’ann enginn trúð’ ’onum. Með beztu kveðju Gunnar Jónsson“. Tilboð óskast í fólksbifreiðar er verða sýndar að Giensásvegi 9, miðvikudaginn 4. október kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Ungur verzlunarstjóri óskast í sérverzlun, í nágrenni Reykjavíkur nú þegar. Tilboð merkt: „661“ sendist Mbl. Sendisveinn Óskum eftir að ráða sendisvein fyrir hádegi. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. \ * '/,//, SÍMI 1-30-76 ii,i n i ;n n 111 i i iii 111111111111 ■ n i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.