Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 8
r 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 f Nýr kantor útskrifast frá Tdnskdla Þjdðkirkjunnar NÍLEGA lauk ungur maður, Njáll Sigurðsson að nafni, kant- oraprófi frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar, sem dr. Róbert Abraham Ottósson söngmálastjóri, veitir forstöðu. Njáll er annar kantorinn, sem skólinn útskrifar — hinn fyrsti var Jón Stefánsson, er lauk próf- ínu á sl. ári. Hann hélt síðan til framhaldsnáms við tónlistarhá- skólann í Miinchen, þar sem aðal kennari hans var hinn víðfrægi organleikari og kórstjórnandi Karl Richter. Jón er nú kominn heim og starfar sem organleikari hjá Langholtssókn. Kantoranám er sú mesta menntun, sem organ istar eiga kost á í þessari grein hér á landi. Nýi kantorinn hyggur einnig á frekari nám — mun- stunda tón- listarkennslufræði, með sérstöku ‘íilliti til barnafræðslu, við Orff- dejld Mozartheum-skólans í Sals- burg í Austurríki. Njáll Sigurðsson er 23 ára að aldri, fæddur í Vík í Mýrdal og uppalinn í Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hann lauk stúdents- prófi frá stærðfræðideild Mennta skólans í Reykjavík vorið 1964 og prófi frá söngkennaradeild Tónlistarskólans sl. vor. Kennar- ar hans í Tónskólanum auk dr. Róberts A. Ottóssonar, voru þeir dr. Páll ísólfsson og Haukur Guðlaugsson, sem kenndu hon- um orgelleik. Kantoraprófið fór fram í tveim Ur hlutum. Fyrri hlutinn var tek- inn í Kristskirkju í Landakoti, þar sem Njáll lék orgelverk eftir Buxtehude, Bach, Max Reger og César Franck — og seinni hlut- inn í húsakynnum Tónskól- ans, þar sem hann þreytti próf í litúrgiskum organleik, messu og sólmasöngsfræðum, óbóleik, söng og fleiru. Prófdómari var Páll Kr. Pálsson, organleikari í Hafn- arfirði, formaður félags íslenzkra organleikara. Þess má geta áð meðfram nám- inu í vetur starfaði Njáll Sigurðs son sem organleikari hjá Óháða söfnuðinum í Reykjavík. Auk þess að búa menn undir kantoraprófið hefur Tónskólinn í Reykjavík með höndum ýmsa aðra fræðslu. Meðal annars veitir hann fræðslu og þjálfun starf- andi og tilvonandi organleikur- um hinna ýmsu söfnuða um landið allt. Fá þeir þá fræðslu ef — og þegar — þeir óska þess, þeim að kostnaðarlausu. Þó þurfa þeir að hafa me'ðmæli sóknar- prests og sóknarnefnda eða um- sögn um, að þeir hafi áhuga og vilja til að starfa sem slikir. Dr. Róbert A. Ottósson hefur veitt Tónskólanum forstöðu í fimm ár. Á þeim tíma hefur hann ferðazt víða um landið og kynnt sér ástandið í kirkjusöng- málum. Hann hefur og haft æf- ingar með organistum og kirkju- kórum og setið fundi með prest- um og sóknarnefndum til þess að kanna hvernig þessum málum verði betur skipað. Þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli sem snöggvast á dögunum, sagði hann, að sér væri það áhugamál, að betur yrði búið að organistum landsins í framtíðinni og meira gert til þess að vekja áhuga þeirra á starfinu. Mjög væri það misjafnt hvernig að þeim væri búið. Sums staðar væri þeim greitt eitthvað fyrir áð leika við messur, en ann- arstaðar tíðkaðist enn, að þeir Mynd þessi var tekin er Njáll Sigurðsson hafði fengið profskirteini sitt í hendur. Talið fra v.: Dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, organleikari, Njáll Sigurðsson, kantor, dr. Páll Isólfsson, organleikari og tónskáld, og Páll Kr. Pálsson, organleikari. fengju greiddar u.þ.b. 500—1000 krónur á Sri og væri það varla fyrir benzínkostnaði til og frá messustað. Æfingar væru sjaldan eða aldrei greiddar. Með þessu móti væri harla ólíklegt, að menn fengjust til þess að stuðla að framförum í kirkjusöngmál- um safnaðanna, eða auka við þekkingu sína á þessu svfði. „Til þess þurfa þeir að hafa geysileg- an áhuga og ósérhlífni til að bera", sagði dr. Róbert. Að lok- um kvaðst hann vonast til — og búast við — náinni samvinnu við Félag íslenzkra organleikara til þess að framfarir gætu orðið sem mestar í þessum efnum. Grjótkjafti stolið STOLIÐ var nýlega grjót- kjafti í Örfirisey. Grjótkjaftur- inn var við gamla Slysavarna- skýlið og er hann í eigu Reykja- vík’urhaifnar. Á grjótkjaftinum eru tvær tennur öðrum megin en aðeins ein hinum megin. Önnur tannanna tveggja hafði brotnað og verið soðin saman og þá um leið soðið styrktarjárn á tennuxn ar báðar. Grjótkjafturinn er af Wellmangerð. Rannsóknarlög- reglan biður þá, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um þjófn- aðinn, að hafa samband við sig sem fyrst. Stokkhólmi, 27. sept. NTB. Leiðtogi sænskra kommúnista, C. H. Hermannsson, hefur sent Jafnaðarmannaflokknum bréf, þar sem hann fer þess á leit, að tillaga hans um kosningasam- vinnu milli jafnaðarmanna og kommúnista í kosninguunm 1968 verði tekin til athugunar. í bréfinu kveðst hann gera sér grein fyrir vandkvæðum á slíkri samvinnu, en bendir á hættuna á því, að borgaraflokk- arnir fá hreinan þingmeirihluta í kosningunum. . í DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Skólagjöld óbreytt. t—» dansskóli HBRMANNS RAGNARS „MIÐBÆR" Háaleitisbraut 58—60. Síðustu innritunardagar ■ síma 8-21-22 og 3-32-22 Vetnusturf KFUM og K nð hefjost MARGÞÆTT deildastarf KFUM og K hefst áð nýju nú um þessa helgi. Eins og áður fer það fram í þeim fjórum félagsheimilum, sem félögin hafa komið sér upp hér í borg, en auk þess hafa þau starfsemi í leiguhúsnæði í Kópa- vogskaupstað og í Digranesskóla. Sunnudagskólinn við Amt- mannsstíg er elzta barnadeildin og er á sunnudagsmorgnum kl. 10,30. Drengja- og stúlknadeildir eru í húsum félaganna við Amt- mannsstíg, Holtaveg, Kirkjuteig 33 og Langagerði 1. Þær eru fyrir drengi og telpur á aldrinum 9— 12 ára. Smádrengjadeild er við Amtmannsstíg fyrir drengi 6—8 ára, og sumar deildir KFUK hafa starf fyrir sama aldur. Allar þessar deildir hef ja starf- semi sína nú um mánaðamótin. Yngri deildir KFUK við Holta- veg og Langagerði þó ekki fyrr en nk laugardag, en deild félags- ins við Amtmannsstíg á morgun og Laugarnesdeild á mánudag. Fyrstu unglingadeildir hefja fundi sama dag. Yngri deildar fundir KFUM eru á mjög mismunandi tímum eins og sjá má af auglýsingu annars staðar í blaðinu. Aðai deildarfundir hefjast í næstu viku og verða nánar aug- lýstir í blöðunum. Almennar samkomur á sunnudagskvöldum hefur félagið allt árið. Þá er og ráðgert að hefja drengjastarf í Árbæjarhverfi, en enn hefur ekki rætzt úr með samkomustað, þótt von sé um, að það verði bráð- lega. Lágmarksverð á hráefni 7s OBAKSVERZL UN OMASAR- IAUOAVEG/ 62 - S/Mt /3776 - G.B.D. pípur og munnstykki til mjölvinnslu ákveðið Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, 27. sept. sl. voru ákveðin eftirfarandi lág- marksverð á fiskbeinum, fisk- slógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu tímabilið frá 1. október til 31. desember 1967: Fiskbein og heill fiskur, ann- að en síld, karfi og s.teinbítur, hvert kg. kr. 0.34. Karfábein og heill karfi, hvert kg. kr. 0.38. Steinibítsibein og heill stein- bítur, hvert kg. kr. 0.21. Fiskslóg, hvert kg. kr. 0.15. Verðin eru miðuð við að selj- endur skili framangreindu hrá- efni í verksmiðjuþró. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæð- urn seljenda í nefndinni. í yfirnefndinni áttu sæti: Pétur Eiríksson, fulltrúi í Efna- hagsstofnuninni, sem var odda- maður nefndarinnar, Guðmund- ur Kr. Jónsson, framkv.stj. og Valgarð J. Ólafsson, framkv.stj. tilnefndir af fulltrúum kaup- enda í Verðlagsráði og Helgi Þórarinsson, framkv.stj. og Kristján Ragnarsson, fulltrúi tilnefndir af fulltrúum seljenda í VerðlagsráðL (Frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins). - 19. ÞING Framih. af bls. 18 Stjórn A.S.V er nú þannig skipuð: Bjiöngvin SighvatS'S'On, foræti, Kriistinn D. Guðxnundsison, gjaildkeri, Pétur Sigurðsson, rit- ari. Björigvin Sighvafsson hefir jafnframt verið s'tainfsmaður sambandsins siíðian 1950. Auk þesis eiiga miðstjó.rnar- menn Alþýðusiamlbandis íslanids á Vestifjörðum sæti í sitjórn A.S.V (Fréttat'iIkynning frá ASV).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.