Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALIÍ1ANNAVARNIR Geislavirkt úrfall Geislun dvínar sem næst því, sem línuritið sýnir. Eftir Jóhann Jakobsson, forstöðumann Almannavarna Hvað er geislun? GEISLUN af því tagi, sem hér um ræðir, er. að eðli til ekki ný í mannheimi. Einstaklingurinn og umhverfið verður stöðugt fyrir utanaðkomandi og innri geislun. Utan úr geimnum berast svo- nefndir geimgeislar og frá efnum jarðarinnar og andrúmsloftsins stafar einnig geislun. Næring okkar og efnin, sem við að stað- aldri meðhöndlum, gefa frá sér geisla og í líffærum okkar finn- ast geislavirk efni. Allt þetta er þó í svo smáum stíl, að þa'ð veld- tu- okkur ekki tjóni. Við beitum geislum (röntgengeislum) við sjúkdómsgreiningu og til lækn- inga. Slíkum aðgerðum er haldið innan þeirra marka, að það valdi ekki líffræðilegum skaða. Radí- um og síðar önnur sterk geisla- virk efni eru notuð í vaxandi mæli við lækningu meina í ýms- um líkamshlutum. Hver er þessi geislun efnanna? Bygging efnis- ins er margslungin. Þungamiðj- an er kjarni frumeindanna (atom anna), sem er samsettur af mis- munandi fjölda agna, annars veg- ar hlöðnum jákvæðu rafmagni (próteinum) og hins vegar ó- hlöðnum (nevtrónum). Á braut- um umhverfis kjarnann sveima rafeindir (elektrónur) hla'ðnar neikvæðu rafmagni mismunandi margar fyrir hin ýmsu efni. Byggingu frumeindanna má líkja við byggingu sólkerfisins. Smæð agnanna er þó slík, að erfitt er að gera grein fyrir svo óendan- lega smárri einingu. Kjarnar sömu efna geta verið stöðugir eða óstöðugir, og þá geislavirkir. Fjöl mörg slík efni finnast í náttúr- unni. Geislavirkt kolefni, kalíum, strontíum, radíum og úraníum, svo nokkur séu nefnd, finnast sem slík, önnur eru gerð óstöðug og geislavirk með því að láta þau verða fyrir sterkum utanaðkom- andi áhrifum efnisagna (nev- tróna) eða sterkra orkuskammta, sem ná til kjarna frumeindanna. Kjami, sem kemst úr jafnvægi við klofnun e'ða samruna verður geislavirkur, þar til nýju jafn- vægi er náð. Kjarninn geislar frá sér efnisögnum og/eða orku- skömmtum. Við fáum geislun „þungra“ agna, Alfageislun, „léttra" agna (rafeinda), Beta- geislun, og orkuskammta í formi hátíðnigeisla, röntgen- og gammageisla. Myndun geislavirks úrfalls Kjarnorkusprengjur nútímans eru ýmist klofnunarsprengjur (fission) eða klofnunar- og sam- runasprengjur (fission-fusion). Hvort tveggja klofnun og sam- runi mynda fjölda nýrra efna, sem hafa óstóðugan kjarna, eru geislavirk. Efni þessi dreifast út frá sprengistað, þau berast í eld- kúlunni, frá sprengingunni, upp í háloftin og dreifast þaðan með háloftsvindum jafnframt því, sem þau falla til jarðar. Þetta er geislavirkt úrfall. Ef kjarnorku- spreng'ja springur hátt yfir jörðu, þannig að eldkúlan snerti ekki yfirborð jarðar, veldur sprengingin litlu úrfalli (við sprenginguna i Hirosima mynd- aðist áðeins lítið úrfall). Ef sprengjan verður við yfirborð jarðar rótar hún upp þúsundum tonna af jarðefnum, sem sogast upp með eldkúlunni. Geislavirkt efni frá sprengingunni blandast jarðefnunum, sem síðan dreifast með vindum og falla til jarðar tiltölulega fljótt í næsta nágrenni sprengingar, þar sem grófustu kornin falla. Úrfallið getur bor- ist hundruð kílómetra vegalengd og skapað lífshættu á þúsundum ferkílómetra svæði. Stefna úrfallssvæðis frá sprengistað er há'ð stefnu hálofta- vinda, í 60—80 þús. feta hæð, fremur en vindstefnu í lægri loftlögum eða á jörðu niðri. Ur- fallssvæði verður gjarnar sem tungulaga slóð. Ef vindar í neðri loftíögum trufla ekki verulega gæti lögun og stærð úrfallssvæðis ins eftir klofnunarsprengju, sem væri 1 megatonn að stærð (1 megatonn samsvarar 1 milljón tonna af TNT-sprengiefní) og springi við yfirborð jarðar, litið út eins og me'ðfylgjandi mynd sýnir. • Geislunarstyrkleiki úrfallsins er svo mikill, að geislunin væri lífshættuleg mönnum og skepn- um tugi eða hundruð kílómetra frá sprengistað, ef skýling, sem skapaði vernd gegn áhrifum hennar, væri ekki fyrir hendi. Geislun dvínar Þegar klofnur.arsprengja (fissi- on) springur myndast um 80 geislavirk efni. Geislun þessara efna dvínar, sumra mjög ört, annarra mjög hægt. Mælikvarði á dvínun geislunar er helminga- tími, þ.e. sá tími, sem geislun dvínar um helming. Helminga- tími sumra þessara efna er þann- ig aðeins sekúndur eða mínútur, önnur hafa langan helmingatíma eða áratugi (strontíum og cesí- 2. grein um) og árþúsundir (kolefni C14). Heildarbreyting úrfallsgeislunar verður þó sem meðaltal tiltölu- lega ör. Miðað við geislunar- styrk 1 klst. eftir sprengingu minnkar geislun 10-falt á hverj- um 7 klst. Ef geislun væri 1000 R/klst. (röntgen mælieining) á ákveðn- um stað úrfallssvæðisins væri geislun 100 R eftir 7 klst. 10 R eftir 7x7, þ.e. 49 klst. og 1 R eftir 7x7x7 klst., þ.e. 344 klst. e'ða 14 daga. Geislun á úrfallssvæði, frá grófu úrfalli, í næsta nágrenni sprengingar, gæti numið nokkr- um þúsundum R (röntgen) á klst. Því fjær sem dregur frá sprengistað verður úrfallið minna og fínkornóttara. Líkist það ryki eða eldfjallaösku. Það hefur sveimað lengur í loftögn- um en hið fyrrtalda og geislun þess dvínar verulega á þeim tíma. Samkvæmt því, sem sagt er hér að ofan, má almennt gera ráð fyrir, að íbúar úrfallssvæðis gætu án lífshættu sinnt takmörkuðum störfum á svæðinu um 14 dögum eftir sprengingu. Með ö'ðrum orð- um, íbúar úrfallssvæðis yrðu að dveljast í skýlum, þ.e. sérstök- um þar til búnum byrgjum, kjöll urum húsa eða öðrum vistaver- um, sem skýla gegn geislum, í allt að 14 daga, án þess að geta athafnað sig utan dyra. Skýling gegn geislun er þannig möguleg. Varnaraðgerðir eru því hvar- vetna miðaðar við að kanna skýl- ingarhæfni bygginga og að tryggja, að slík skýli séu ger'ð í nýjum byggingum. Skýling gegn úrfallsgeislun skapar einnig vernd gegn áhrifum kjarnorku- sprengingar, þ.e. gegn höggi, hita og frumgeislun. Lífshættuleg á- hrif úrfallsgeislunar stafa fyrst og fremst af hátíðnigeislun, gammageislun. Alpha- og Beta- geislun nær mjög skammt og á- hrifanna gætir aðeins, ef úrfalls- agnimar komast í snertingu við líkamann eða berast með vatni, fæðu eða öndun til innri líffæra. Matvæli verða ekki géislavirk þó þau verði fyrir áhrifum geisiun- ar, ef tryggt er, að geislavirkar rykagnir loði ekki við þau. Yfir- borðsvatn eða vatn í opnum ílát- um á úrfallssvæði er ekki tryggt til neyzlu, þar sem geislavirk efm leysast að nokkru upp í því. Innöndun geislavirkra rykagna er hættuleg. Skýli ver'ður því að búa sérstökum loftsíunarbúnaði eða tryggja á annan hátt að ryk berist ekki í skýlið. Utan dyra yrði að nota ryk- eða gasgrímur. í næstu grein verður fjallað um skýlingarhæfni bygginga. V/RKUA V/N0UKM/ 0S- XH, * MSr. * gr r~ m o 3 50 71 » 0 So >öo /So Zoo ZSo 3oo 3So */oo /SO SOO SSO Soo 6So ?Oo Úrfallsskýið berst með háloftav indum hundruð kílómetra frá sprengistaðníum. UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR o Bergur Lárusson, forstjori við hinn nýja Hanomag sendibii árgerð 1968. Mý gerð af Hanomag RHEINSTAHL Hanomag wru einar stærstni verfcsmiðjur f<am- steypur Þýzkalands. Einsi og kunnugt er hafa Hanomag Verk- smiðjumiar am langt ftkeáð gstað- ið fraitnarleiga í bifreiðaiðmaðlni- um o* hafa í seánni tíð einbeStt sér að simíði seindibila og Jminini vörubifreiða. Margir Hanamag bílar hafa verið fluttir hingað til lands en nú er komin á markaðinn ár- gerð 1968 og hafa margar breyt ingar verið gerðar frá eldr-i gerðum. Sendilbílanir eru með burðarmagni 1 tonn, 1,3, 1,6 og 1,75 tn. Vélar er-u tvens konar, 60 hp. benzínvél og 55 hp. diesel. Stærri bílarnir eru frá 2—4% tonn með dieselvélum frá 72 til 110 SAE hp. Breytingar frá e-ldri g-erðum eru m-argvíslegar og á-litnar til mikilla bóta eink- urn fyrir staðhætti hér. Stærri gerðirnar eru búnar- framöx-lum og löngum fjöðrum, sem gerir þær mjög þíðar á hol- óttum veguim. Gólfskipting er á öLlum gerðum. Útlitslbreytingar eru nú einnig mik-lar eins og sjá má af myn-dinni. Er bíllinn allur hinn- nýtízku'l-egasti að ytra útliti. Fyrsti bíllinn af árgerð 1968 í beiðruiðiu bl-a-ði yða-r í gær gefur gagnrýnandi blaðsins í skyn að ég haifi í áva-rpi til hinna erlendu g-esta á norræna tón- li-starmóitinui niýlega- v-erið að veitast að norrænu-m tónsikáld- um. Þetita er hin-n mesti m-iis- skilni-n-gur. Alkunn-ugt er að norræn tónskiáld 'haifa ýms á -þessari öld hlotið a-llþjióð'lega viðurikenininigu og útbreiðsilu, én- þa-u búa í heima-landi síniu ekki við jafngóðan jarðv-eg og tón- skáld flest-ra annarra tónmenmtai- landa í siín-um- löndu-m. Það eru ekki nema- n-oklkurir ára-tugir síð- an Grieg só-titi hljómsveit alfla leið til Holia-ndis til að fiytja er nýkoim-inn til landsins og er a-f gerðinni F-20 og ber 1 tonn. Verðið er u-m fcrónur 200 þús- und miðað við hærri tollflokk. Umboðsmenn á íslandi eru Bergur Lárusson h.f. Ármúla 14, Reykjavík. norsba tónlis-t í Nor-egi, og honi- um hefir jaifnvel eikki ennþá ver ið ‘fy-rirge'fið að fullu í föð-ur- landi sín-u. Það er ekki fyrr en á a-llra- seinustu áratuigum að túlikun tónlis-tar h-efir á Norður- löndum náð fuililu-m þrœka-. En vér á íslandi erum lanigt á eftir í þessum efnum. Það má þykja eðliliegt ef þeir, s-em ábyrgi-r eru fyrir viðva-n- inigslegri uppbyggi-nigu ísdenzk-s tónlistarlifs, r-eyna að neifa því að ísila-nd sé enmþá vaniþró-að la-nd í tónlistairlegu-m efnum. En -upphaf a-llra framfara er að við- urkennia vankantana, Reykjavík, 28. s-ept. 1967. Jón Leifs. VANÞRÓAÐ TÓNLISTARLÍF HERRA ritstjó-ri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.