Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 11 SLYSIN Á GANGBRAUTDNDM BLAÐIÐ tekur nú aftur upp þráðinn, þar sem frá var horfið fyrir síðustu helgi varðandi birtingu á teikning- um af umferðaslysum á gang- brautum ásamt skýringar- texta á slysunum. Engin gangbrautaslys hafa þó orðið nú um nokkurt skeið, og ástæða er til að vona að svo verði enn um sinn, en ekki má sofna á verðinum. Vert er að minna gangandi FYRSTA MYND: Slys þetta varð hinn 13. september á gangbrautinni Hringbrautinni á móts við Lauíásveg. Varð slysið með þeim hætti, að bif- reið var ekið vestur Hring- braut, og þegar kom að gang- brautinni veitti ökumaður hennar því athygli, að maður stóð við gangbrautina og beið færis að komast yfir. Stöðvaði ökumaður bifreið sína á hægri akrein, og gekk maðurinn þá út á gangbraut- tna. Þegar hann var kominn út á vinstri akrein, kom önn- ur bifreið akandi í sama mund, og skipti engum tog- um, að maðurinn varð fyrir bifreiðinni. Var bifreiðin á allmikilli ferð, og mældust hemlaförin 16 metrar. Einnig er vert að geta þess, að öku- maður hinnar kyrrstæðu bif- reiðar telur hinn gangandi mann hafa hikað áður en hann gekk út á vinstri ak- rein, og ekki gert slíkt, fyrr en ökumaður rétti út hönd- ina til að aðvara bíla, sem kæmu aðvífandi á vinstri akrein. vegfarendur á, að þeir ættu ekki að ganga rakleitt út á merkta gangbraut, þannig að bifreið þurfi að nauðhemla til að forða slysi. Annars var í síðasta þætti vikið að gang- andi vegfarendum; að þeir sýndu fyllstu gættni, þegar kæmi út á merkta gangbraut og huguðu að ökutækjum, þegar komið væri út á braut- ina. Á báðum meðfylgjandi teikningum eru ökumenn í ótvíræðum órétti eins og og reyndar í nær öllum gang- brautaslysunum. Sýndu þeir ekki aðgát þá, sem þeim bar, þegar kom að gangbraut- inni. Skulu nú teikningar skýrðar: Önnur mynd: Slys þetta varð á Lækjargötu á gang- brautinni móts við Mennta- skólann laust fyrir klukkan níu. Varð slysið með mjög áþekkum hætti og hið fyrra — bifreið stöðvaði á hægri ak- rein eystri akbrautar Lækjar- götu til að hleypa konu yfir á gangbrautinni. Þegar hún var komin fram með hinni kyrrstæðu bifreið, varð hún fyrir bifreið er ekið var yfir gangbrautina á vinstri akrein. Sýndi ökumaður þarna, sem í fyrra tilfellinu mikla óað- gætni, þegar að gangbraut- inni kom. Ekkert nýtt frá sjó- prófum Straumness EKKERT nýtt hefur komið fram í sjóprófunum vegna m.b. Straumness, sem sökk á Breiða- firði sl. laugardag, að þvi er Jón Magnússon, fulltrúi sýslu- manns Snæfells- og dnappadals sýslu tjáði Mbl. í gær. Búið er að yfirheyra mennina þrjá, sem voru á bátnum, en skýrsla 1 Landhelgisgæzlunnar er enn ókomin. Samkvæmt framburði báts-! verja virðist eldurinn hafa kviknað í þeim hluta vélarrúma ins, þar sem ræsirinn var, en þar voru geymdir rafgeymar. Bátsverjar tæmdu tiltæk slökkvi tæki niður í v'éarrúmið, en ófært reyndist að fara þangað niður vegna reykst og elds. Þegar sprenging varð svo í vél- arhúsinu þorðu bátsverjar ekki annað en að yfirgefa bétinn. Varðskipsmaður beinir slöngunni yflr að StraumnesL Glögg- Iega sést á myndinni, hvar eldurinn stendur npp úr vélar- hnsfanu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.