Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías J.ohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintákið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. STAÐA A TVINNUVEGANNA ¥ sambandi við þær efnahags aðgerðir, sem ríkisstjórn- in hefur þegar komið í fram- kvæmd, eða óskaða lagaheim- ildar til, hefur sú spurning eðlilega vaknað, hvað verði um atvinnuvegina, sem við erfiðleika eiga að stríða vegna verðfallsins og aflabrests. Það er auðvitað ljóst, að atvinnuvegirnir hafa þegar orðið fyrir þefrri kjaraskerð- ingu, sem nú er talið óhjá- kvæmilegt að nái til allra landsmanna. Verðfallið hófst á miðju s.l. ári, og það hefur smátt og smátt verið að leggj ast með vaxandi þunga á at- vinnuvegina og að auki hef- ur svo komið aflabrestur á vetrarvertíð og erfið síldar- vertíð að þessu sinni. Nauðsynlegt er hins vegar að menn geri sér ljóst, að enn sem komið er liggja ekki fyr- ir upplýsingar og gögn, sem nauðsynleg eru til þess að meta stöðu atvinnuveganna. Það liggur enn ekki fyrir, hver útkoman verður á síld- veiðunum á þessu ári, þær hafa síðustu vikur verið að örfast og síldin er komin nær landi. Óvíst er einnig um verðlagið á þýðingarmiklum útflutningsvörum okkar, þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir, hver raun- veruleg staða atvinnuveg- anna er fyrr en þetta liggur fyrir. Á þessu vakti forsætis- ráðherra athygli í framsögu- ræðu sinni fyrir efnahags- málafrumvarpi ríkisstjórnar- innar og upplýsti jafnframt, að ýtarleg athugun færi nú fram á afkomu sjávarútvegs- ins og þá ekki sízt frystihús- anna og viðræður væru hafn- ar milli fulltrúa ríkisstjómar- innar og Landssambands ísl. útvegsmanna. Það er þess vegna engin röksemd gegn tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum nú að spyrja hvað verði um mál at- vinnuveganna. Það liggur al- veg Ijóst fyrir, að kjaraskerð- ing er óhjákvæmileg. Ríkis- stjórnin hefur lagt fram sínar tillögur um það, með hverj- um hætti sú kjaraskerðing skuli verða og viðræður standa nú yfir við launþega- samtökin um það, hvort aðr- ar leiðir séu vænlegri til þess að ná sömu markmiðum. Það mun svo koma í ljós á sínum tíma, hver staða at- vinnuveganna raunverulega er og hverra aðgerða er þörf þeirra vegna, en auðvitað er það fullkomið ábyrgðarleysi að gera ekki nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög og til þess að hin stór- kostlega minnkun á útflutn- ingstekjum landsmanna dreif ist meðal allra. ÍSRAEL OG ARABARÍKIN í standið í Austurlöndum nær er enn mjög ískyggi- legt, það sýna atburðir síð- ustu daga einkar glögglega. Fyrir nokkrum dögum sökktu Egyptar stóru herskipi fyrir ísraelsmönnum og ísraels- menn hafa nú komið fram hefndum, með því að eyði- leggja olíustöðvar sem vinna um 80% þess magns af brennsluolíu og benzíni, sem notað er í Egyptalandi. Sovétríkin hafa á síðustu mánuðum sent Egyptum mik- ið magn af hergögnum, þann- ig að ísraelsmenn halda því nú fram, að Egyptum hafi að verulegu leyti verið bætt upp það tjón, sem þeir urðu fyrir í hinni stuttu styrjöld í vor. Allar tilraunir til þess að koma á samningaviðræðum milli þessara aðila hafa reynzt árangurslausar til þessa, en þó bendir margt til þess að Arabaríkin séu nú sveigjanlegri en áður í af- stöðu sinni til ísraels, og hafa þau látið í það skína, að þau séu reiðubúin til samninga- viðræðna undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna. ísraels- menn halda hins vegar fast við það að tvíhliða viðræður milli ísrael og Arabaríkjanna séu eina leiðin til þess að leysa vandamál þessara ríkja. Þeir, sem samúð hafa haft með ísraelsmönnum í átök- um þeirra við Arabaríkin, munu fastlega vona, að samn- ingaviðræður strandi ekki á því, að ísraelsmenn vilji ekki hlýta leiðsögn Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Það er einmitt tilgangurinn með starfi Sameinuðu þjóð- anna m. a. að setja niður slíkar deilur og þótt stórveld- in hafi oft á tíðum neitað af- skiptum Sameinuðu þjóðanna af málum sínum, ættu smærri ríki eins og ísrael og Arabía ríkin vissulega að ganga á undan með góðu fordæmi í þeim efnum. HEIMILDAR- KVIKMYND UM STRÍÐSÁRIN ¥nnan skamms verður frum- *■ sýnd hér á landi kvik- Eftirmaöur Schweitzers í Lambarene ANDI Alberts Sdhweitzer svífur enn yfir vötnum í sjúkrahúsinu sem hairn stofn setti og rak í Vestur-Afríku. En margt hefui breytzt síðan hann lézt og forgöngu um þær breytingar befur ungur svissneskur skurðlæknir haft. Þessi tvö ár, sem liðin eru síðan Schweitzer andaðist hefur hinn ungi Svisslend- ingur hafizt handa um samn- ingu og framkvæmd tíu ára áætlunar, sem felur meðal annars í sér: að þjálfa og leiðbeina ungum Afríkumönn um í almennu hreinlæti og heilsuvernd, aukin berkla- varnarþjónusta, bygging nýrr ar heilsuverndarstöðivar. Flestum venjulegum mönn um hlyti að vaxa í augum að feta í fótspor Nóbelsverð- launahafans, tónlistarmanns- ins, læknisins, mannvinarins og spekingsins Alberts Sch-w eitzer. En svo er ekki með dr. Walter Munz. Sjálfur lít ur hann heldur ekki á sig sem nýjan Schweitzer. En hann hefur tekið við því starfi, sem Schweitzer hafði helgað krafta sína í Lamb- arene og unnið við í 53 ár ævi sinnar. „Skylda okkar er að halda áfram mannúðar- og líknar- störfum hans, en reyna jafn- framt að endurnýja sjúkra- húsið og læknistæki, svo það standist kröfur tímans", seg- ir hinn 34 ára gamli læknir. Nú þegar hefur nýtt skolp leiðslukerfi verið lagt í sjúkrahúsið, rafmagnskerfi endurbætt og margt fleira í undirbúningi. Og dr. Munz segir, að þetta sé aðeins byrj- unin. Hann vill, að nýja heilsu- verndarstöðin standi ekki að baki slíkum læknamiðstöðv- um eins og þær gerast bezt- ar í stórborgum. Á nýja sjúkrahúsinu skulu vera tvær vel búnar skurðstofur, röntgendeild og slysavarð- stofa og fleira. Hvort Dr. Schw'eitzer hefði samþykkt þetta, er vafasamt. Meðan hann lifði og einkum seinni ár hans, sætti hann oft gagnrýni fyrir það, að sjúkra húsið hans fullnægði engan veginn nútímakröfum. Að- ferðir. sem þar tíðkuðust vant. Úr mörgu var ekki hægt að bæta. En sumt átti rót sína að rtkja til þeirrar erfiðast hafi verið að finna hinn gullna meðalveg. Finna það góða í hinu gamla og það góða í hinu nýja og sam- ræma þetta tvennt. Dr. Munz hefur verið að- dáandi dr. Schweitzer síðan hann var ungur drengur. en hann telur fáránlegt að hefja Dr. Schwei'tzer í helgra manna tölu eins og margir hafa tilihneigingu til. Hann var okkur jafn nálægur, raun Albert Sheweitzer væru úreltar og stundum beiniínis varasamar og að hreinlæti væri stórlega ábóta föstu sannfæringar dr. Schweitzer um, að margar tillögur, sem fram komu um umbætur, væru óraunhæfar og óframkvæmanlegar á þessum stað, og einnig kæmi til frumstæðir lifnaðarhættir sjúklinga hans, sem kæmu í veg fyrir nokkrar breyting- ar. Dr. Munz hefur barizt við marga fordóma og mörg ljón orðið á vegi hans, síðam hann varð yfirlæknir sjúkrahúss- ins í febrúar, eða sjö mán- uðum áður en dr. Schweitz- er lézt. Dr. Munz segir, að verulegur og mannlegur eins og hver lifandi vera, hann var enginn dýrlkigur né guð, og hanin leit alidrei á sig sem slíkan.“ Margar af venjum og regl- um Schweitzers eru í heiðri hafðar í sjúkrahúsinu, til dæmis er tónlist jafnan í há vegum höfð. En dr. Munz segir: „Við vinnuim ekki störf okkar hér vegna þess að hann gerði það, held ur vegna þess gildis, sem stönfin sjálf hafa.“ Dr. Walter Munz kveðst munu starfa áfr.am við súkrahúsið í Lamb erene, að minnsta kosti með- an það þarf á kröftum hans að halda og hann unir sér vel þar. Samsæri kommúnista mynd sem gerð hefur verið um hernámsárin 1940—1945 og er þetta heimildarkvik- mynd, sem sett hefur verið saman úr kvikmyndum, sem Bretar, Þjóðverjar, Kanada- menn og Bandaríkjamenn tóku hér á landi á stríðsárun- um. Þessi kvikmynd mun vafalaust verða mjög fróð- leg, ekki sízt unga fólkinu, sem ekki man hernámsárin, nema mjög óljóst, eða af af- spurn og hún ætti jafnframt að verða til þess að gera mönnum enn frekari grein fyrir nauðsyn þess að jafnan séu varnir á íslandi. Það var nánast tilviljun ein að Bretar urðu fyrri til en Þjóðverjar að hernema ísland, en ef hinir síðar- nefndu hefðu komið hingað til lands áður, er Ijóst að saga okkar á stríðsárunum hefði orðið önnur og verri en varð. London, 24. okt. (NTB). HAROLD Wilson skýrði frá því í Neðri málstofu brezka þingsins í dag að hann hefði sannanir fyrir þvi að kommúnistar stæðu að samsæri er miðaði að þvi að ryðja stoðunum undan efnahag Bretlands. Kom þetta fram í svari forsætisráðherrans við fyrirspurn um það hvort hann styddi ummæli Raymonds Gunt- hers verkamálaráðherra frá því í fyrri viku varðandi fyrirætl- anir kommúnista um að efna til fjölda ólöglega verkfalla. Gunther verkamálaráðherra nýtur fulls stuðnings míns varð- andi ummælin, svaraði Wilson. Aðspurður hvort hann hefði sannanir, svaraði Wilson aðeins: „já“, en gaf engar frekari skýr- ingar. Gunther sagði í fyrri viku að kommúnistar hefðu tekið upp samstarf við róttæk vinstri öfl innan brezku verkalýðssamtak- anna í því skyni að gera að engu vonir Breta um bætta efnahagsaðstöðu. Tekið er sem dæmi yfirstandandi verkfall hafnarverkamanna sem nú hef- ur staðið í fimm vikur. í Lon- don og Liverpooi eru 15 þúsund hafnarverkamenn í verkfalli, og útflutningsvörur fyrir margar milljónir sterlingspunda bíða t höfnunum. Tregur ofli í Hrísey Hrísey, 24. okt. TÍÐ hefur verið stirð hér und- anfarið og gæfti- stopular og aifli tregur, þegar á sjó hefur gefið. Áfram er unnið að hafnargerð inni og eru lýkur á því, ef veður hamlar ekki, að lokið verði við skjólgarðinn í byrjun næsta mánaðar. _ Hér hatfa verið saltað 1900 tunnur á plani Guðmundar Jör- undssonar. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.