Morgunblaðið - 26.10.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 26.10.1967, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1987 Daníel Fjeidsted læknir — Minning I dag fer fram frá Dómkirkj- unni útför Daníels Fjeldsteds læknis. Hann varð brá'ðkvaddur á heimili sínu hinn 20. þ. m., þá hátt á 73. aldursári. Hafði hann verið heilsutæpur síðustu árin, en þó jafnan haft ferilsvist. Með Daníel lækni er fallinn frá góður læknir, mætur maður og vinsæll. Daníel var Borgfirðingur að ætt. Fæddur hinn 6. nóv. 1894 að Ferjukoti, sonur hjónanna Vernharðs bónda í Ferjukoti Daníelssonar Fjeidsteds bónda að Hvítárósi, bróður Andrésar bónda á Hvitárvöllum, — og Vig dísar dóttir Péturs bónda að Grund í Skorradal, Þorsteinsson- ar. Árið 1899 flutti Daníel með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Hann stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og Háskól- anum og lauk prófi í læknis- fræði hinn 21. júní 1921. Stund- aði Daníel framhaldsnám er- lendis um nærri eins árs skeið. Næstu tvö árin var hann ýmist aðstoðarlæknir eða staðgöngu- maður ýmsra héraðslækna. Hér- aðslæknir á Patreksfirði var hann um eins árs skeið 1923 til 1924. Gegndi síðan læknis- störfum í Reykjavík og um tíma í Hafnarfirði. Frá ársbyrjun 1927 gegndi hann læknisstörfum með styrk úr ríkissjóði í Reykjavík- urhéraði utan kaupstaðarins, ásamt Mosfellssveit, Kjalamesi og Kjós, unz hann var skipaður héraðslæknir í Álafosshéraði ár- ið 1941, sem þá var gert að sérstöku umdæmi, og náði það til fyrrgreindra sveita. Daníel var héraðslæknir í Ála- t Gróa Einarsdóttir V estmannaeyjum lézt 16. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Krosskirkju, Austur-Landeyj- um, laugardaginn 28. okt. kl. 2 síðdegis. Vandameim. t Útför eiginmanns míns Guðmundar Sveinssonar fulltrúa, Suðurgötu 6, Sauðárkróki, er lézt fimmtudaginn 19. þ. m. fer fram frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna. Dýrleif Amadóttir. t Jarðarför Margrétar Hallgrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal, Otrateig 5, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. þ. m. kl. 10.30 og verður útvarpað. Hilmar Valdimarsson, Asta Sölvadóttir, Helga Sigurðardóttir, Daníel Óskarsson, Theódóra Hallgrímsdóttir, Guðjón Hailgrimsson, Aðalheiður HaUgrimsdóttir. fosshéraði með búsetu í Reykja- vík þar til árið 1960, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann var farsæll og röggsam- ur í læknisstarfi sínu. Nokkru fyrir heimsstyrjöldina síðari var Daníels vitjað til ungrar stúlku í Þemey á Kolla- firði, sem fengið hafði útbrot á hendur og handleggi. Gekk Daníel úr skugga um, að útbrot þessi stöfúðu af því, að stúlkan hafði mjólkað kú af erlendu kyni, sem var meðal nautgripa, sem hafðir vom í sóttkví í Þem- ey áður en þeir skyldu flytjast í land. Hlutaðist Daníel til um það, að gripir þessir vom felld- ir, svo þeir ollu ekki frekari skaða. Þarna gat verið ný pest á ferðinni, skaðvænleg fyrir ís- lenzkan landbúnað, hliðstæð fjárpestum, ef ekki hefði tekizt að stemma á að ósi fyrir rögg- semi Daníels. Það sannaðist á Daníel „að römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til“, því að hann leitaði á sumrin til föðurtún- anna í Borgarfirði á unglings- ámnum og gerðist þá þegar mik- ill lax- og siltmgsveiðimaður eins og forfeður hans og frænd- ur. Entist honum sú íþrótt til s.l. sumars. Einnig hafði Daníel mikið yndi af ræktun landsins, einkum skógrækt. Hann og Fjóla fyrri kona hans, tóku á leigu erfðafestuland í Fossvogi og komu þar upp í frístundum sín- um fögrum skógarlundi með garðhúsi og garðrækt. Þá gaf Daníel til Skógræktar ríkisins eignarhluta sinn 1/10 af Sand- ey í Þingvallavatni. Bræður Daníels á lífi em Þor- steinn bóndi að Vatnshömrum í Andakíl og Sigurjón pípulagn- ingameistari í Reykjavík, en systkini hans Petrína Kristín og Matthías em látin. Lézt hún liðlega tvítug, en hann á fyrsta aldursári. Daníel var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Fjóla matreiðslu- kennari Stefánsdóttir, systir Þór- arins heitins bóksala á Húsavík og þeirra systkina, en fóstur- systir og frænka Benedikts föð- ur míns og þeirra bræðra. Gengu þau í hjónaband 30. ágúst 1930. Fjóla andaðist 20. febr. 1949. Þau Daníel áttu kjördóttur, Kristjönu sem gift er í Florida í Banda- ríkjunum. Daníel kvæntist seinni konu sinni, Margréti, 4. des. 1952. Hún er dóttir Bessa Gíslasonar hreppstjóra í Kýrholti, Viðvíkur hreppi, Skagafirði og lifir mann sinn. Þeim var einnar dóttur auð ið, Ragnheiðar, hinnar efnileg- ustu stúlku, sem verður 12 ára í næsta mánuði. Á heimili Daníels ríkti ætíð hinn mesti myndarbragur og gestrisni, sem mjög margir nutu góðs af. Eiginkonur hans báðar voru hinar beztu húsmæður. Þá var Daníel sjálfur eigi síður au- fúsugestur, hvar sem hann kom. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð við andlát og jarðar- för. Hólmfríðar Sigurðardóttur, Helga Lárusdóttir, Jóhannes V. Jensen, Sigurður Lárusson, Asthildur Magnúsdóttir, Sigríður Lárusdóttir Sigurður Gíslason . Hann kunni frá mörgu að segja, en stillti þó allri frásögn í hóf og var hinn bezti félagi. Er það að vonum að margir vinir og kunningjar Daníels Fjeldsteds sakna nú vinar í stað, þegar hann hefur svo skyndilega haldið til ókunnra heima. Samstarfsmennimir þakka samfylgdina og kveðja hann með söknuði um leið og þeir votta konu hans og dætrum innilega samú'ð sína. Sveinn Benediktsson. t Kveðja úr læknishéraðinu. DANIEL FJELDSTED var lækn ir okkar í Kjósarsýslu nær 40 ár, var settur t£l að gegna þar 1927, en sat í Reykjavík eins og hann gerði al'la tíð. En þó Daniei læknir hætti sem hér- aðslæknir fyrir nokikrum árum þá voru fjölda margir úr hér- aðinu s-em leituðu til hans og var hann ^eirra laeknir til síð- ustu stundar. Daniel var mjög lítið þekktuæ þar um slóðir áðux en hann kom, og það varð nokkur að- dragandi að fólkið kynntist hon um atoiennt. Hann sat aldrei í héraðinu eins og áður segir Ihafði þess vegna litil samskipti við héraðsbúa nema í gegn um læknisstarf sitt. Héraðið hafði verið um nokkurra ára skeið efri hreppum Kjósarsýslu^ næst um læiknislaust, frá því Þórður Edilonsson fluttist úr Kjósinni til Hafnarfjarðar. Var þá o£t rneir leitað til lækna sem hver og einn þekkti í Reykjavík. Þórður Edilonsson var vinsæll og talinn góður læknir, en það þótti erfitt að sækja hann á hestum til Hafnarfjarðar með- an svo var því hann var manna stærsbur og þyngstur. En nú var 'kominn læknir sem skyld- ur var að gegna þessu héraði og vísað var á það geta orðið náin kynni á skömmum tíma við lækninn. Oftast er það á alvöru- stundum sem læknis er vitjað að framkoma hans var fólkinu mikils virðL Danel Fjeldsted var ekki sérleiga ffljóttekinn, hann var mikill alvöru maður, talaði lítið fullyrti ekki nema að hann væiri viss þegar um sjúkdóma var að ræða, gaf ekki lofórð eða sagði sem hann var ekki viss um að geta efnt. Danáel læknir var mikill drengskapanmaður og hjálplegur þegar á reyndi og þá ekki eftirgangssamur með greiðsluir til sín, hafði næman skilning um hag og á- stæður annarra og allra manna tryggastur. Nærgætni hans við minnimáttaírfól'k t.d. börn og gamalmenni var eftirtektar- verð. Allir þessir eiginleikar hans urðui til þess að hann eignaðist marga vini í læknis- héraði sínu sem leituðu til hans löngu eftir að hann var hætt- ur sitörfum sem héraðslæknir. Fyrstu 1'5 árin sem Daníel gegndi í Kjósarsýslu var hann settuir. Þegar héraðið var svo veitt og til greina kom að öðr- um læknir en Daníel Fieldsted yrði veitt það. Þá sendi yfir- gnæfandi meirihluti af hérðs- mönnum áskorun til landlæknis um að veita honum héraðið sem var þá líka gert. Sást þá bezt hvað hann átti mikil ítök í fólkinui- hvað það kunni vel að meta hann, hvað festa og trygglyndi á vel við fólkið, þótit lítið sé sagt og engin fyrirfram loforð sem geta brugðist. Nú þegar Daníel Fjeldstied e.r horfinn akkur fyrir fuilt og allt, vil ég kveðja hann fyrir minn hlut og míns heimilis og þakka honum fyrir löng kynni og vináttu frá því við þekkt- umst fyrst, og ég hygg að ég mæli þar fyrir munn margra í héraðinu. Jónas Magnússon. MÉR datt sízt í hug, er vinur minn og náinn og stöðugur sam- ferðamaðusr um margra ára- tuga skeið, Daníel Fjeldsted læknir, heimsótti mig sem oft- ar að kveldi hins 19. þ.m. yrði horfinn yfir landamæri lifs og dauða um hádegi næsta dag. Að vísu vissi ég að hann hafði um skeið þjáðst af sjúkdómL er búast mátti við að leidxii hann til bana þá og þegar, en mér var svo eiginlegt að sjá hann lifandi í návist minni, að mér datt ekki bráður dauði í hug í sambandi við samvistir okkar. Mér varð því mjög hverft við, er mér var skýrt frá því í síma að vinuT minn Daníel væri látinn og víst er að mér finnst og mun finast stórt skarð fyrir skildi vegna brottfarar hans. Daníel var einum degi yngri en ég. Við höfðum uimgengist mikið, aöt frá fyrstu árum okk- ar í menntaskóla, jafna verið mjög góðir vinir og að ég held, skilið vel hvor annan. Ég minnist þess ekki að akkur hafi nokkurn tíma sinnast. Við höfðum og góðan trúnað hvor annars og leituðu'm jafnan ráða hvor hjá öðrurn ,er við töldum okkur góðra ráða vant. Hann var t.d. læknir minn, frá því að hann lauik læknaprófi og reynd- ist mér og fjölskyldu minni jafna hinn trau'stasti í þeim efnurn. Það væri ekki að hans skapi, að ég færi að þylja lof um á hann og mér finnst það að ein- hverju leyti andstætt mér að rita um hann látinn. Á hinn bóginn er mér þörf á að senda honum nokku'r kveðjuerð ag þakka honum fyrir löng og á- gæt kynni og sérstaklega er minningin um hann mjög rík I huga mér og mun að sjálf- sögðu vara, meðan ég dvel hér, hvort sem það verður langt eða skammt. Daníel var að mínu viti vitur, tilgerðarlaus, sannur og góður maður og mjög traustur vinur vina sinna. Ég tei mig geta votb- að um þessa kosti hans eftir langa reynzlu af honum. Daníel unni mjög skógrækt og féfckst talsvert við hana. Hann átti t.d. fallegan skógar- lund í FossvogL er hann stund- aði, meðan hann naut heilsu. Hann átti einnig nokkrum hluta af Sandey í Þingvalla- vatni og sýndi áþreifanlega. að þar getur vaxið skógur. HQuta sinn í Sandey gaf hann Skóg- ræktarfélagi fslands fyrir nokkr um árum, þar sem hann taldi að á þann háiit tryggði hann bezt framtíð skógræfctar þar. Ég hygg að hann hefði helzt viljað að sfcógur yxi hvar- vetna úr sporum hans. Hann gróðursetti víða skógarplöntur, er hann fór um, t.d. í Ferj u- koti í BorgarfirðL þar sem hann drvaldi odBt hjá frændum og vinum, frá æsku og æfina út. Daníel var tvígiftur og hlaut í bæði skiptin ágætár eigin- konur, frú Fjólu Sfefánsdóttur og frú Margréti Bessadóttur, er lifir mann sinn. Hann eignaðist og tvær dætur, Kristjönu, er var kjördóttir og býr nú í Ameriku og Ragnheiði, sem er nú 12 ára og býr hjá móður sinnL frú Margréti. Báðar eru dæturnar hinar mannvænleg- ustu og var Daníel því ham- ingjuimaður í einkalífi sinu. Ég vil að lokum fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar þaikka honum fyrir löng og góð kynni og vona að við eiigum etftir að hittast aftur. Eiirnig sendi ég ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur og óska þekn góðrar framtið- ar. Sveinbjörn Jónsson. Aflabrögð ágæt til þessa hjá Húsavikurbátum MBL. hafffi í gær samband viff Björn Ólafsson, framkvæmda- stjóra Fiskiffjusamlags Húsavík- ur og sagffi bann, aff aflabrögff hefíVu veriff ágæt allt til þessa, en nú hefði brugðið til ógæfta og væri lítill sem enginn fisk- ur í Flóanucm. Fiskiffjusamlagið hefur tekiff á móti um 4600 tonn um í ár, sem er 600 tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. — Frá Húsavík stunda tveir bátar dragnótaveiðar og hefur afli þeirra verið sæmilegur. Fisk iðjusamlagið hefur tekið við þeim kola, sem þeir hafa veitt, og hefur hann einungis verið flakaður. Afskipanir á kola hafa gengið mjög vel, en hann er seldur á Englandsmarkað. Smæstu stærðarflokkarnir hafa þó ekki selzt eins vel og þeir stærri. Sinfóníutónleikar í kvöld ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands á þessu nýbyrjaða starfsári verða haldn ir á fimmtudagton kemur (26. október). Á efnisskrá eru Oberon forleikurinn eftir Web- er, síðan fiðlukonsert Sibeliusar og loks ballettsvítan „Eldfugl- inn‘ eftir Stravinsky. Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er einn frægasti hljómsveitar- stjórinn á Norðurlöndum, finnski hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas. Jalas er nú aðal- stjórnandi finnsku óperunnar, auk þess sem hann stjórnar reglulega utan Finnlands. Hann kom hér einu srr.ni áður, fyrir 17 árum, og stjórnaði sérstök- um Sibeliusar-tónleikum hér í Reykjavík. Einleikarinn er hins vegar iítið þekktur hér. Hann heitir Ruben Varga, ur.gur fíðluleik- ari, sem fæddist í Tel-Aviv, en stundaði nám við Franz Lászt Akademíuna i Búdapest og Juilliard skólann í New York. Ruben Varga er búsettur 1 Bandaríkjunum og skiptir störf- um sínum jafnt milli kennslu og tónleikahalds. Hann kennir við Lighthouse tónlistarskólann í New York og Columbia háskól ann. Hann hefur haldið tánleika í Norður- og Suður-Ameríkiu, ísrael og víða í Evrópu. Auk þessa hefur Varga samið tölu- vert af tónsmíðum. Innilegar þakkir til allra ættingja og vina, sem auð- sýndu mér vináttu á 70 ára afmælinu 20. október s.L Eggert Guffmundsson, Bjargi, BorgarnesL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.