Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 19«7 Valgarð Thoroddsen: LEIÐAR ERJUR EINN gamall kunningi minn hef leikbróður. ur tekið upp þann sið, á undan- förnum þremur árum, að skrifa við og við miður vinsamlegar greinar um mig í vikublöð borg arinnar. Sumt af þessu er senni lega rétt, annað rangt, en ég hef ekki talið ástæðu til að leggja í ritdeilu út af slíku, því það myndi enn espa hann og vonað hef ég, að bikar synda minna væri brátt tæmdur í botn. Svo var þó ekki aldeilis, því um sl. helgi ber hann á mig þjófnað. Maður er nefndur Kjartan og er Pétursson, sonur fyrrverandi siökkviliðsstjóra í Reykjavík. Hann ólst upp í andrúmslofti slökkviliðsmála og tók fljótt þá stefnu að helga sig þeim mál- ium. Hann starfaði £ slökkvistöð inni í Reykjavík, var í Banda- ríkjunum til að fullnuma sig í starfinu, var um tíma slökkviliðs stjóri Reykjavíkurflugvallar og gegndi ýmsum ráðunautastörfum á svið br.unamála. Kjartan var vel fær í sínu starfi, duglegur, hugmyndaríkur og með sjálfs- traust í betra lagi. Einhver brest ur er þó á skaphöfn hans, sem veldur því, að hann á erfitt um samstarf við aðra. Við Kjartan vorum leikbræð- ur í barnæsku og ég minnist þó ekki annars en að vel hafi á með okkur farið. Svo gerðist það árið 1964, að slökkviliðsstjóri Reykjavíkur fell ur frá og ráða skal nýjan. Ég mun þá hafa verið eini verk- fræðingurinn í þjónustu Reykja víkurborgar, sem eitthvað hafði fengizt við slík störf, en áður hafði ég verið slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði í um 10 ár, sam- hliða rafveitustjórastarfi. Það varð því að ráði, að ég gegndi þessu starfí fyrst um sinn. Kjartan var þá, sem oftar, á lausum kili og bauð hann mér aðstoð sína sem einskonar þjálf- ari slökkviliðsins. Að athuguðu máli þótti þó ekki rétt að stofna slikt nýtt embætti hjá Reykja- víkurborg. Kjartani mun hafa fallið þetta mjög þungt, og væntanlega búizt við sterkari stuðningi síns gamla JOHniS - mILLE glerullareinanpnin Sárindi hans komu fram í á- deilum á mig í vikublöðum, að jafnaðí eftir hver stórtíðindi 1 brunamálum borgarinnar. Nú er ég hættur fyrir rúmu ári síðan en enn heldur Kjartan áfram að minnast mín, þegar bruna ber að höndum, og svo nú um sl. helgi i einu blaðanna. Nú skal ég hafa stolið gang- stéttarhellum frá slökkvistöð- inni, til að nota í sumarbústað mínum, og auk þess greitt til- lag til Rauða-krossins með ein- hverju sem hann nefnir brenni- vínsvixla. ' Ríkidæmi Kjartans að hug- myndum er mér ráðgáta. Eitt er það, að ég á engan. né nokkur ítök í sumarbústað. Ann að er það, að gömlum gangstétt- arhellum í heimagarði mínum henti ég fyrir rúmu ári og setti tréþrep í staðinn og í þriðja lagi verð ég að viðurkenna, þótt skömm sé frá að segja, að ég hef aldrei stutt Rauða-krossinn með öðru en merkjakaupum. Þegar ég hripa þetta niður, eru tveir litlir hnokkar að leika sér hér fyrir utan gluggann. Þeir eru á harðahlaupum fyrir hús- horn, í eltingáleik. Hvernig verða þeir eftir 50 ár? Boranii hjá Þingeyri gefa vonir BORAÐ hefur verið eftir köldu vatni í landi Hvamms í Dýra- firði á vegum Þingeyrarhrepps, að tilvísun Jóns Jónssonar jarð- fræðings. Boraðiar voru tvær hol ur, 14 metra djúpar, og gefur bor unin góðar vonir um, að nægilegt vatn fáist á þessum stað. Vatnsveita sú, sem við not- umst við nú, er yfirborðsvatn úr Hvammsá og var byggð 1953. Þó að vatnið sé nægilegt, hefur það reynzt illa. bæði hvað snertir truflanir á rennsli vegna breyti- legs veðurfars og einnig sökum óhreininda. Vonandi rætist úr þessum vatnsmálum Þingeyr- inga; ef nægilegt vatn fæst úr SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2V\” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loítsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. KÓPAV OGSBÍÓ: Læðurnar (Kattorna) Sænsk mynd, gerð eftir sam nefndu leikriti finnska leikrita- skáldsins, Walentin Chorells, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1964. Framleiðandi: Lorens Marmstedt. Leikstjóri: Henning Carlsen. Nú um þessar mundir eru sýnd- ar tvær kvikmyndir í kvik- myndahúsum Stór-Reykjavíkur, sem áður hafa verið sýndar í leikritsformi í Þjóðleikhúsinu. Það eru myndirnar ”Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ sem Austurbæjarbíó sýnir, svo og ofannefnd kvikmynd, sem Kópavogsbíó hefur tekið upp á sína arma. Það hefði verið nógu gaman að sjá Læðurnar þegar þær beruðu tennurnar hér í Þjóð leikhúsinu og hafa þannig saman burð við kvikmyndina, en því er ekki að fagna með undirritaðan. Ég veit því ekki, hvort eða, að hve miklu leyti framleiðandi kvikmyndarinnar kann að hafa brugðið út af efni og framgangi leikritsins. Og er þá auðvitað ó- kunnugt um, hvort breytingar, ef einhverjar eru, hafa orðið til bóta. Hitt fer ekki á milli mála, að hér er um kvikmynd að ræða, sköpunartilþrifum og dramatízk ari efnismeðferð en venjulegt er. Hér er stofnað til meiri sálrænna átaka og reynt að kafa dýpra í undirdjúp mannlegrar vitundar en algengast er í kvikmyndum. Annað mál er svo það, hvort höfundur gerir nokkrar nýjar uppgötvanir á sálfræðilegum vettvangi. Hann fjallar um svið mannlegs lífs, sem lengi mun hafa sætt nokkuð hefðbundinni, lítt breytilegri meðhöndlun. Og varla verður sagt, að í þessari kvikmynd komi fram nein bylt- ing í viðhorfi til þess efnis, sem um er fjallað. En hæfileiki höf- undar til að skapa dramatíska spennu er hinsvegar augljós, og gefur það myndinni mest gildi og það jafnt fyrir því, þótt driffjaðr ir spennunnar og eftirvænting arinnar séu ekki gerðar úr nýj- um efnum. Ég spurði mann, kunnan hög- um Kópavogsbíós, hvort mynd þessi hefði ekki verið mikið sótt. Nei, svaraði hann. Röskur ng ábyggilegur ungur maður óskar eftir at- vinnu hálfan daginn. Margt kemur til greina. Hefur stúd- entsmenntun. UppL í síma 51134 eftir kl. 7 á kvöldin. HÖRDUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur (enska). Austurstr. 14 - Sími 10332 og 35673. Og hvers vegna ekki? Fólk vill fá klám, svaraði hann. Ég á bágt með að trúa því á landa mína, að þeir séu upp til hópa orðnir svo forfallnir í þess- um sökum sem ofangreint viðtal gæti gefið til kynna. Auk þess má benda á að þótt kvikmynd þessi veiti kannski litla innsýn í kynferðislíf í beinu myndrænu formi — þó ekki örgrannt — þá er þar um ekkert meira spjall að en ást, afvegaleidda ást eða ást, sem talin er hrærast í eðli- legum skorðum. — Vérum ekki of kröfuharðir í þessum efnum, Eva Dahlherg leikur Mörtu for stöðukonu af mikilli snilld, en það er stærsta og erfiðasta hlut- verk myndarinnar. Mér er sagt, að Guðbjörg Þorbjarnardóttur hafi farið með það hlutverk í Þjóðleikhúsinu um árið við góð- an orðstír. Rike er leikinn af Gio Petré, einnig mikið og vandasamt hlutverk. Yfirleitt er leikur góð ur í helztu hlutverkum, þótt af beri leikur Dahlberg. — Mynd- in er með dönskum skýringar- textum. — Einstætt er fyrir þá, sem sáu ”Læðurnar“ í Þjóðleikhúsinu, að minnsta kosti, að nota síðustu tækifærin til að sjá þessa mynd. Ný gluggatjaída verzlun opnuð FYRIR nokkru tók til starfa ný verzlun í nýju verzlunarhúsnæði að Skipholti 17A, Er hér um að ræða verzlun, sem sérhæfir sig í húsgagnaáklæðum og gluggatjaldaefnum, en auk þess munu verða á boðstólum hand- klæði, baðmottuteppi, borðdnk- ar, svo að eitthvað sé nefnt. Eigandi og fra:nk.væmdastjóri verzlunarinnar Óli M. Metúsa- lemsson, tjáði fréttamönnum að kappkostað myndi verða að hafa sem fjölbreyttast úrval af hús- gagnaklæði bæði úr ull og ýmsum gerviefnum, svo sem nylon, dralon, terylene og fleiru, ásamt snúrum og leggingum til- heyrandi. Ennfremur hvers kon- ar gluggatjaldaeíni, bæði ytri og innri gluggatjöld þunn og þykk. Áherzla mun einnig verða Afli Grinda- víkurbáta rýr TVEIR bátar eru byrjaðir á línu, Hrafn Sveinbjarnarson H. og Þorbjörn. Aflinn er heldur rýr og uppistaðan í honum langa og keila, sem eru verðlitlar fisk- tegundir. Hrafn Sveinbjamarson II. hef- ur farið 17 róðra og er meðal- talsaflinn 4.800 kg í róðri. Þor- björn hefur róið tvisvar og er aflinn svipaður. Auk þess hafa tveir aðkomubátar róið hérna síðasta hálfa mánuðinn og hefur aflinn verið heldur rýrari hjá þeim. Allmargir bátar eru á botn- vörpu og hefur afli yfirleitt ver- ið heldur tregur, utan eina og eina nótt. Aflinn er unninn allur hér heima og fer ýmist í frystingu, salt eða herzlu. Sjö bátar héðan eru á síldveið um fyrir austan og hefur gengið sæmilega, síðan síldin fór að fær ast nær landinu, en þeir fóru ekki austur fyrr en í ágúst og september. lögð á að hafa tii íslenzkt efni. Verzlunin hefur eigin sambönd víða um heim og leggur áherzlu á fjölbreytt vörurúval og hag- stætt verð. borholunum, en borun þessi er fyrsti áfanginn í þeim fram- kvæmdum. — Hulda. - MINNING Framhald af bls. 23 traustan lífsförunaut, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem bjó manni sínum notalégt heimili á Loka- stíg 6, og þangað var gott að koma. Þau eignuðust tólf börn, og eru tíu þeirra á lífi, allt mannvænlegt fólk. Góð kona og barnalán. Skyldi það ekki hafa verið Tryggva Gunnarssyni fagnaðarefni, er riddarinn á hin- um bleika jó kvaddi dyra hjá honum fimmtudaginn 19. þ.m.? Hann hafði þá tvo um sjötugt. Við setningu glímuþings fyrir nokkrum dögum minntist for- maður Glímusambands íslands, Kjartan Bergmann Guðjónsson, Tryggva með þessum orðum: „Tryggvi Gunnarsson, fyrrver- andi glímukappi, lézt í Reykja- vík 19. október sl. 72 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykja vík 10. júní 1895, sonur Gunnars Gunnarssonar trésmiðs og konu hans Salvarar Guðmundsdóttur bónda að Staðarhóli í Andakíl Runólfssonar. Tryggvi var afburða íþrótta- maður og mjög fjölhæfur, en þekktastur var hann fyrir afrek sín í glímunni. Hann var glímu- kappi íslands árin 1919 og 1920 og skjaldarhafi Ármanhs 1921. Það, sem einkenndi kappglímur hans sérstaklega, var, hversu stuttar þær voru. Þar kom til bæði snarleiki hans, mýkt og kraftar. Tryggvi var sérstaklega fallega vaxinn og vel limaður, og á allan hátt hinn frækilegasti“. f alla staði fer vel á því, að með þessum ummælum for- manns Glímusambands íslands ljúki fátæklegum minningarorð- um um Tryggva Gunnarsson. Konu hans, börnum og öðrum ástvinum færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Thorolf Smith. - SJONVARP Framhald af bls. 14 staðizt. Svarið' virðist augljós- lega vera að þar sé sjónvarpinu sjálfu um að kenna, eða ráða- mönnum þess. í fyrsta lagi er augljóst, að tekjurnar hafa verið áætlaðar alltof háar, og þá m.a. vegna þess að vegna ráða erlends sér- fræðings var kostnaðinum við sjónvarpsauglýsingar hald- ið alltof háum í upphafi vega, og hafður samanburð- ur af dagblöðunum, hin- um rótgrónu miðlurum auglýs- inga kaupsýslumanna á íslandi. Sá kostnaður var að vísu lækkað ur eitthvað, þegar sýnt þótti að hveriu stefndi, en hann var ekki lækkaður nóg. Sjónvarpið ætti að vita, að kostnaður við að framleiða einn- ar mínútu auglýsingamynd er miklu hærri en myndamót í heil síðuauglýsingu í dagblaði. Þar við bætist, áð hugmyndin um sjónvarpsauglýsingar eru algjör- lega ný hér; kaupsýslumenn þekkja enn lítt til áhrifa þeirra. Enn má nefna, að mér vitanlega veitir sjónvarpið sjálft enga að- stoð við gerð slíkra auglýsinga- kvikmynda. Það sem gera þarf í þessu sam- bandi að mínum dómi, er að hlúa miklu betur að auglýsingadeild sjónvarpsins, sem óneitanlega er annað af tveimur fjöreggjum þess. Ég get ekki skilið að það gæti talizt léleg fjárfesting að leggja fram peninga til þess að bætá starfsemi þeirrar deildar, sem standa á undir miklum hluta kostnáðarins við sjón- varpið í heild. Það þarf að koma upp aðstöðu til þjónustu við kaupsýslumenn varðandi gerð auglýsingakvikmynda og að mín- um dómi þarf auglýsingadeildin að ráéa góðan SÖLUMANN til þess að kynna kosti sjónvarps- auglýsinga fyrir kaupsýslu- mönnum, leiðbeina þeim varð- andi gerð þeirra etc. En slíkan mann væri tilgangslaust a’ð ráða nema því aðeins, að hann gæti veitt þjónustu, sem í dag virð- ist því miður ekki vera fyrir hendi. Ég er sannfærður um, að þang- að til að einhverjar slíkar ráð- stafanir verða gerðar, mun sjón- varpið áfram búa að því, að aug- lýsingatími þess sé ekki hálffyllt- ur kvöld hvert, til stórtaps fyrir það sjálft, sem á einhverju stigi málsins verður síðan velt yfir á bök okkar aumra sjón- varpsglápenda. Annað atriði, sem ég vildi minnast á í lok þessa spjalls, eru þriðjudagssendingar sjónvarps- ins. Ég tel það ákaflega óheilla- vænlega stefnu að fylla heilt kvöld með „fræðslumyndum", um stærðfræði etc. Flestöll eru þessi „fræðsluprógröm" ágæt, þótt ég að vísu sé ekki alveg viss um hvaða tilgangi almanna- varnaþátturinn sl. þriðjudags- kvöld þjónaði. En vel má vera að almenningur hafi gagn af því að vita hvernig slökkviliðsmenn eiga að rúlla saman brunaslöng- um sínum. Ég held að heppilegra væri a'ð dreifa þessum fræðsluprógröm- um meira um dagskrána. Þau eru ágæt mörg, hvert um sig, en saman mynda þau heldur þurra og leiðinlega heild. Og þá dettur mér í hug endur- sýningin á laugardagsmyndinni á miðvikudagskvöldi. Uppistaða sendingarinnar á laugardags- kvöldum er löng kvikmynd, sem aftur verður uppistaða miðviku- dagskvöldsins! Ágætt er að end- ursýna kvikmyndir, en mætti ekki t.d. gera það síðdegis á laugardögum eða sunnudögum? Að lokum má geta þess, að á næstunni mun Ragnar Magnús- son, rita pistla um sjónvarpið hér í Mbl., og munu þeir fyrst og fremst fjalla um einstök dag- skráratiríSi hverju sinnL __ hh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.