Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 1967 3 Á MORGUN, sunnudag, efnir Kvennadetld Rauða Krossins í Reykjavík til glæsilegrar hlutaveltu í Listamannaskál- anum. Sérstök fjáröflunar- nefnd var kosin til að vinna að undirbúningi og hefur hún safnað munum á hlutaveltuna undra vel ágengt. Kvenna- síðustu tvær vikur og orðið deildin var stofnuð í dasem- ber í fytrra, fédagar eru nú ir fólkið, annast ýmiis konar útréttingar og fleira þar að lútandi. Tvær deildarkvenna, Sigríður Thoroddsen og Björg Ellingsen fóru út til Svíþjóð- J ar til að kynna sér þessa starf semi þar í landi. Þær dvöldu nokknar vikur í Gautaobrg og kynntu sér eftir föngum ihvernig starfið er skipulagt. en það er mjög þróað í Sví- þjóð. Á hlutaveltunni í Lista- mannaskálan.um á morgun, sem hefst klukkan 2 eftir há- degi, eru um tíu þúsund mun- ir. Mbl. gafst tækifæri til að skoða nokkurn hluta þeirra og eru þeir sérlega girnilegir. Konurnar báðu fy>rir þakklæti tid allra sem stutt hafa þær með rausnarlegum gjöfum á 'hlutaveltuna, enda mætti full yrða, að vandaðri varningur hefði ekki sézt á hlutaveltu. Hver miði kostar 10 krónur og engin núll eru, svo að allir fá eitthvað fyrir peningana. Þar er f.iöldi merkra og vand- aðra bóka, málverk, leikföng, spilaborð, matvæli, skraut- munir og margt annað, sem of langt yrði upp að telja. Óhætt er að hvetja Reyk- víkinga til að leggja leið sína í Listamannaskáilann á morg- un. Með því fá þeir tækifæri til að eignast ágæta muni og styrkja þanft og gott málefni. ( Hér er Jóna Hansen, sem á sæti í fjáröflunarnefnd kvennadeildarinnar, innan um ýmsan varning sem á hlutaveltunni verða. Glæsileg hlutavelta í Listamannaskálanum um 160 talsins, og formaður Sigríður Thoroddsen. Formað- ur fjáröflunarnefndarinnar er Björg Ellingsen og með henni í nefndinni þær Biryndís Jak- obsdóttir, Jóna Hansen, Klara Stephensen, Guðrún Jónsdótt- ir, Gerður Hjörleifsdóttir, og Ragna Ragnars. Starfsemi kvennadeildarinn ar ihefur farið vel af stað og þegar borið nokkurn ávöxt. þar sem er opnun sölu.búðar hennar í Landakotsskóla. Að- albarátt.umál deildarinnar er að koma í kring skipulagðri sjúkravinaþjónustu. Þar í felst að deildarkonur munu heimsækja sjúklinga, eiinkum langlegusjúklinga, bæði í heimahúsum og á spítölum. Konurna'r hafa mikinn álhuga á að vitja aldraðs fólks og mun hver kona hafa 2—3 sjúkilinga, sem ihún heimsækir reglulega. Þær m.uhu lesa fyr — á vegum Kvennadeildar RKÍ Margvísilegar vefnaðarvörur eru m.a. á hlutaveltunni. Fjáröflunardagur Geðverndarfélagsins: Þriöjí hver maður íær einhvern tíman geörænan kvilla STJÓRN Geðverndarfélags ís- lands boðaði blaðamenn til fund- ar sl. fimmtudag og skýrði frá starfsemi félagsins. Þá var og getið um merkjasölu og fjáröfl- un, sem félagið hefur á morgun, sunnudaginn 5. nóvember. Kjart- an J. Jóhannsson formaður fé- lagsins og Tómas Helgason, pró- fessor, ritari, sögðu frá ástandi því, sem ríkir í þessum málum hér. hversu röggsamlega var tekið á berklavarnarstarfinu. Nú væri nauðsyn að gera samiskonar átak; en að þessu sinni þyrfti það að beinast að geðverndaT- málum. Kostnaður hins opinbera vegna geðsjúkdóma væri tæpar 38 milljónir og væri þá ekki tal- ið með vinnutap sjúklinganna, sem aftur kæmi fram í minnk- andi þjóðarframleiðslu. Eins og frá hefði verið sagt væru nú þrjú smáhús í byggingu við Reykjalund, sem Geðverndar- félagið hygðist fullgera fyrir næsta haust, en samkvæmt samn ingum félagsins við SÍBS tœki hið síðarnefnda við húsunum fullibúnuim og annaðist rekstur. Kjartan J. Jóihannsson sagði, að því væri ekki að leyna, að fé- laginu væri mjög fjárvant, bæði til að halda áætlun um by-gg- ingarframkvæmdir þessar og einnig til allra annarra fram- kvæmda, er stuðlað gætu að bættum skilyrðum geðsjúklinga. Nú á sunnudaginn 5. nóvemiber verður merkjasöludagur félags- ins, og sjá nemar úr Mennta- skólanum í Reykjavík, Kennara- skólanum og nokkrir Háskóla- stúdentar um skipulagningu. Þá hafa verið gerð sérstök álímingarmerki, sem send verða út til dreifingar og œtlast til að menn iími þau á sendibréf til að minna á Geðverndarfélagið. Þá hefur félagið nokkrar tekjur af frímerkjum, sem það fær gef- ins. Sjúklingar líma merkin snyrtilega á þar til gerð spjöld og fást spjöld þessi á nokkrum stöðum. Er það Sverrir Sigurðs- son hjá verzlun Magnúsar Benja mínssonar & Co, sem veitir frí- merkjum viðtöku. Ennfremur er í undirtbúningi, að félagið fái að auglýsa á eld.spýtuöskj um og mun það væntanlega gefa af sér drjúgar tekjur. Ekki hefur verið gengið fullkomlega frá því enn. Framhald á bls. 14 STAKSTtllMAR Samstarf við verka- lýðshreyfinguna Því mun ekki á móti mælt, að á síðastliðnum fjórum árum hefur tekizt betri samvinna milli verkalýðsisamtakanna og rikis- valdsins en áður var. Árangur þeirrar samvinnu er m.a. sá, að frá þvi i des. 1963 heifur ekki komið til almennra verkfal|Ia hér á landi og hefur það að sjálf sögðu haft jákvæð áhrif á efna- hagsafkomu landsmanna og af- komu atvinnuveganna. Þeir kjarasamningar, se<m gerðir hafa verið á þeasu tímabili, hafa ver- ið með öðrum hætti en áður var, verkalýðshreyfingin hefur ekki lagt sömu áherzlu á að knýja fram óraunhæfar kaup- hækkanir. Árangurinn er líka sá, að lífskjör launþega hafa batnað mun meir en á þeim ár- um, þegar óraunhæfar kaup- hækkunarkröfur voru megin- stefna verkalýðshreyfingarinn- ar. Samningavið- ræður nú í samræmi við þann góða sam- starfsanda, sem rikt hefur með verkalýðshreyfingunni og ríkis- valdinu um nær fjögurra ára skeið, bauð ríkisstjórnin verka- Iýðshreyfingunni til viðræðna um þær efnahagsaðgerðir, sem hún lagði fram í byrjun þings, og tjáði sig fúsa til þess að ræða aðrar leiðir til að ná sömu mark miðum í efnahagsmálum og til- lögum hennar er ætlað. Verka- lýðshreyfingin tók þessu boði og þesssar viðræður hafa staðið síð- an. Fram til þessa hefur ekkert komið fram, sem bendir til þess, að þessar viðræður muni bera jákvæðan árangur. Verði svo ekki, er það í fyrsta skipti á nær fjórum árum, sem slíkar viðræður verkalýðshreyfingar og ríkisvalds reynast árangurs- lausar og mun allur almenning- ur harma það, ef svo verður. Hlutverk ríkisstjórnar og Alþingis Með tilboði sínu um viðræður við verkalýðshreyfinguna hefur ríkisstjórnin sýnt sama siveigj- anleik og sainningsvilja og kom fram hjá henni í gerð kjara- samninganna 1964 og 1965. Það Iiggur hins vegar ljóst fyrir, að ef samkomulag næst ekki, hlýt- ur það að vera skylda ríkis- stjórnar og meirihluta Alþingis að taka nauðsynlegar ákvarðan- ir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slikt er stjórnarfarsiegt hlut- verk þeirra og undan því verk- efni geta þessir aðilar engan veginn skotið sér. Furðulegt er, að kommúnistablaðið sikuli tala um „valdahroka" í því sambandi. Hér er heldur ekki um að ræða „hótanir um beitingu á meiri- hlutavaldi Alþingis gegn verka- lýðshreyfingunni“ heldur aðeins stjórnarfarslega skýldu ríkis- KjaTtan J. Jóhannsson sagði, að félagið hefði verið stofnað 1949 og markmiðið væri að auka skilning manna á geðisjúkdóm- um, fyrirbyggja þá og svo til enduhhæfingar fyrrverandi geð- sjúklinga. Hann sagði, að ódýr- ara væri að fiyrirbyggju sjúk- dómana en lækna þá og því væri mikils átaks þörf, þar sem ástandið væri mjög bágborðið. Hann minnti á það umifangsmikla berklaivarnastarf, sem unnið hefði verið, og borið þann ár- angur, að berklar væru nú til- tölulega fátíður sjúkdómur. Eng- inn vafi væri á því, að það hefði fjárhagslega margtoorgað sig, Framkvæmdir eru hafnar við 3 smáhús, sem reist verða í landi Reykjalundar. stjórnarinnar og meirihluta Al- þingis í samræmi við hefðbundn- ar venjur lýðræðis og þingræðis. Ríkisstjórnin hyggur ekki á „stríð við verkalýðshreyfing- una“ eins og kommúnistablaðið kemst að orði. Hún miðar störf sín við að leysa úr þeim alvar- legu efnahagsvandamálum, sem að þjóðinni steðja, hún leitar samstarfs við verkalýðshreyfing- una um lausn þeirra vandamála, ef það samstarf reynist árang- urslaust hlýtur hún óhjákvæmi- lega að taka sínar ákvarðanir. »v « 4 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.