Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 1967 IVIACIMtJSAf? skiphoiti21 símar21190 eftir lokun sími 40381 SIM11-44-44 mfíiFioifí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstraeti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundaugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. L5*\/i@7/z>y RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. AU-ÐVITAÐ ALLTAF * GUÐMUNDSSON í Fleetwood Kristján Júlíusson, loft- skeytamaður, skrifar: „íslendingur, Chris (Krist- ján?) Guðmundsson, gerðist togarasjómaður á brezkum togurum í lok fyrri heimsstyrj- aldar. Hann settist að í Fleet- wood, og með brezkri konu sinni eignaðist hann þrjár dætur og einn son, Douglas, sem er skipasmiður þar í borg. Dóttir Douglas, Clare, sem er 11 ára, hefur skrifað til ís- lands og óskar eftir pennavini. Hún valdi sér það stílaverk- efni í skólanum að skrifa um ísland, byggðu á upplýsingum úr gömlum ferðamannapjesum, sem íslenzkur vinur pabba hennar hafði sent honum skömmu etftir seinni heims- styrjöldina, en núna biður hún um að komast í bréfasamband við jafnaldra sína hér á landi. Chris Guðmundsson ( venju- lega kallaður Faero Chris í FLeetwood andaðist fyrir um 30 árum, en ef tii vill lesa ein- hverjir ættingjar hans þessar línur, og eru þeir vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við Kristján Júlíusson, Kvisthaga 18 í Reykjavík, eða stofna beint til bréfaskipta við son hans Douglas eða sonardóttur Clare Guðmundsson, en þau eiga heima að Oxford Road 5, Fieetwood, Lancasthire, Eng- landi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Kristján Júlíusson loftskeytamður." + Skógræktin á Stálpastöðum „Kaeri Velvakandi! Ég var ein af þeim mörgu, sem lögðu leið sína í sumar inn hinn fagra Skorradal, sem Þonsteinn Erlingsson krvað svo um, að Fljótshlíðin mætti vara sig á honum, hvað fegurð snertir, en Fljótshlíðin var í augum skáldsins það fegursta af fögru. Skrautlegur skógarlundur er norðanvert í dalnum, rétt áður en komið er að Háafelli, en ungmennatfélagar munu hafa gróðursett hann fyrir all-löngu. En svo er allt Stálpastaðaland að skrýðast skógi fyrir atbeina Skógræktarfélags íslands, og eru þar geysifagrar breiður af rauðgreni, furu, lerki, og sitka- greni, svo að unaður er á að líta. Þarna eru líka sérstakir lundir, sem auðkenndir eru með eins konar „bautastein- um", þar á meðal ,bautasteinn“ ríks Norðmanns, sem mun hafa látið nokkrar krónur af hendi rakna til skógraektar í dalnum og hefur með því sýnt hlýhug til íslendinga, sem vissulega er þakkarverður. En mér varð á að fara að svipast um eftir fleiri „bauta- steinum. Það kom upp í hug irvér, hvort það hefði ekki verið einn fslendingur, sem á sín- um tíma hefði gefið Skógrækt- inni allt laindið, sem lundirnir og hinn nýi fagri skógur er gróðursettur í. Og ég fór að hugsa um, að þe&si langa strandlengja, Stálpastaðaland við Skorradalsvatn, hefði ef til vill eins getað orðið sumarbú- staðahverfi. Dalurinn hefði þá að vísu ekki orðið hinn sami, en eigandi landsins eflaust milljónum ríkari, eins og nú er boðið í slíkar lendur. Hefur ekki Skógræktin gleymt að reisa gefanda Stálpa staða viðeigandi „bautastein“? Með beztu kveðju. Dísa í Dalakofanum.". ■fc Kvenmannshjálp af Hopper-gerð „Kæri Velvakandi! Ég varð fyrir því óhappd, að reiðhjólinu mínu var stolið síðastliðinn mánudag (23. okt.) Og verð ég að segja, að mér ofbýður stundum, hve sumum vorra samborgara getur verið i-a us höndin á annarra eigur. Mundi ef til vill einhverjum, fyrrverandi fingralöngum, ekki bregða í brún, ef stolið væri af honum skónum, þegar hann væri að stíga upp í strætó á Lækjartorgi, og ætii sá hinn sami færi ekki, við slíkar að- stæður, að líta í eigin barm og hugsa um að bæta sitt eigið hugarfar? Síðastliðið mánudagskvöld skrapp ég suður í Ljósheima milli klukkan hálfátta og átta og skildi hjólið mitt eftir við girðingu að framhlið blokkar, númer 8—12, meðan ég skrapp inn en varð að á að gleyma að læsa því, með þeim atfleið- ingum, að þegar ég kom út, rúmum 20 mínútum síðar, var það horfið. Þetta var kvenmanns-reið- hjól af stærstu gerð, svart að lit, tegund: HOPPER. Ef þú værir svo elskulegur að birta þetta, Velvakandi minn góður, mæltist ég til, að sá, sem hefur orðið á sá mis- brestur að taka hjólið, skili því á Kambsveg 25 eða hringi í sima 8 20 14. Með fyrirfram þakklæti. Ein, sem syrgir hjólið sitt. (Rut J. Hansen). Heilbrigt kynlíf og kvikmyndir Ekki alls fyrir löngu mátti lesa í dálkum þínum brétf frá tveimur ungum mönnum, sem farið höfðu suður í Fjörð til að sjá eina kynóramynd. En vonsviknir komu þeir til baka og sögðu að allt gamanið hetfði venð kiippt biirtu, og fannst þeim að þeir hefðu ver- ið sviknir alliiia. Ungu menn- irnir vildu kenna kvikmynda- gagnrýni blaðsins um hvernig komið væri fyrir kvikmynd þeasa/ri, sem mun vera með þeim sóðalegri sem borizt hafa frá Danmörku og Svíþjóð síð- ari ár, en sómi hefði verið að, ef hún hefði aldrei borizt hingað. Kvikmyndaeftirlit ætti að sjá um, að hingað berist ekki lélegar sorpmyndir, sem tál þess eru fallnar að brjóta niður störf sem aðrir reyna að byggja upp. Siðgæði okkar, með öllum lausaleiksbörnun- um þolir varla mikinn gust án þessað víðtækari félags- fræði og kynlífsfræðsla komi í stað villtra vinda frá ná- grannaþjóðum okkar. Kennsla í þessum efnum í unglingaskól- um landsins muna vera veru- lega fábrotin og lítt skiljanlegt, hve heilbrigð fræðsla í þessum efnum hefur verið vanrækt. í stað þess að læra um þessi efni í skólunum, afla fróðleiks- fúsir unglingar sér bóka og mynda hjá bókabúðum og forn- bókasölum, oft á erlendum málum, lítt lesanlegum, miðað við tungumálaþekkingu þeirra og misjafnlega til þess fallið að vera heppileg fræðsla handa unglingum. Aukin kennsla í fe lagsfræðd og um kynlífið, í skól unum myndi vafalaust skapa vaxandi unglingum heilbrigð- ara og hamingjusamara lítf í framtíðinni. Að lokum vil ég mega þakka þeim, sem skrifa um kvikmynd ir að staðaldri í blaðið, fyrir margar góðar myndir, sem ég hef séð fyrir tilstuðlan lestrar skrifa þeirra og athugasemda. Bíógestur". Skrifstofustúlka Óskum að ráða vana skrifstofustúlku til starfa á skrifstofu okkar. Urn fjölbreytt og sjálfstætt starf er að ræða. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Bindindi áskilið. Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 7. nóvember n.k. H r ABYRGÐ TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 — Reykjavík. F.U.S. Stefnir HafnarfirÖi Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 13. nóv. 1967 í Sjálfstæðis- húsinu og hefst kl. 20.30. Dragskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNTN. Fólk óskast til blaðdreifingar í Kópavog í eftirtalin hverfi: Víghólastígshvei-fi — Álfhólsvegshverfi II Talið við afgreiðsluna í síma 40748.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.