Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 1967 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi: Þorbjörn Guðmimdsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. STAÐREYNDIR UM VERÐSTÖÐ VUNINA jlleð hliðsjón af því, að Framsóknarblaðið reynir dag eftir dag að sannfæra lesendur sína um, að ríkis- stjórnin hafi blekkt landslýð- inn með stefnu sinni í efna- hags- og verðlagsmálum s.l. ár er rétt að rifja nokkuð upp gang mála. Þegar verðstöðvunin var gerð í fyrra var ákveðið að hún skyldi gilda til 1. nóv. nú í ár. Var það gert til þess að hver sú stjóm, sem með völd færi eftir kosningarnar í júní, hefði gott svigrúm til að undirbúa og marka stefnu sína í efnahags- og viðskipta- málum. Ef um kosninga- brellu hefði verið að ræða, eins og Framsóknarforingj- arnir vilja vera láta, hefði að sjálfsögðu verið nægilegt að ákveða verðstöðvunina til 1. júlí og þeirri ríkisstjórn, sem þá yrði við völd, látið eftir að glíma við vandann, enda vissi enginn fyrir ári hvaða stjórn yrði að afloknum kosningum og að minnsta kosti gerðu stjórnarandstæð- ingar ráð fyrir, að það yrði ekki núverandi ríkisstjórn. Þegar verðstöðvunin var ákveðin, var ljóst, að veru- legt verðfall var orðið á ís- lenzkum afurðum, en hins vegar átti það eftir að aukast stórum á þessu ári, og gat enginn séð það fyrir. En fjár- hagur ríkissjóðs var þá með þeim hætti, að unnt var að standa undir niðurgreiðslum til að halda verðlaginu í skefj um. Verðstöðvuninni var vel tekið af landsmönnum og fróðlegt væri að vita, jafnvel nú eftir á, hvaða ráð önnur en verðstöðvunina stjórnar- andstæðingar hefðu talið heppilegri. Bezti dómurinn um verðstöðvunina er sá, að áreiðanlega munu flestir menn, jafnvel nú eftir á, sjá að hún var og er rétt stefna. En er stjórnarandstæðingar vilja halda öðru fram, þá verða þeir líka að segja hvað þeir hefðu fremur viljað. Hinu er ekki að leyna, að fyrir einu ári vissi enginn maður, að erfiðleikar ís- lenzku þjóðarinnar vegna aflabrests og verðfalls mundu verða svo miklir, sem raun hefur á orðið. Auðvitað gat mönnum ekki til hugar kom- ið, að engin branda síldar kæmi upp að landinu fyrr en seint á haustmánuðum, og fáir munu hafa talið, að verð- fall afurðanna mundi verða jafn mikið og raun varð á. En vegna verðstöðvunar- innar tókst að halda í horf- inu, atvinnufyrirtækin gengu og atvinna var nægileg, og hjálpuðu þar til stórfram- kvæmdir við Búrfell og Straumsvík. Hins vegar fær auðvitað enginn mannlegur máttur við það ráðið, að kjör þjóðar- heildarinnar hljóti að versna, þegar útflutningsverðmæti minnkar um fjórðung eða jafnvel þriðjung á einu ári. Það skilur hvert mannsbarn, og þess vegna gat ríkissjóður ekki staðið undir sömu gjöld- um og áður til að halda verð- lagi niðri og treysta atvinnu- vegina, svo að ekki yrði erfið- leikaástand á vinnumarkaðn- um. Núverandi ríkisstjórn hef- ur á hverjum tíma tekizt á við þau vandamál, sem að steðjuðu. Hún hefur leyst hvern vanda svo, að aldrei hefur efnahagsástand íslend- inga verið betra og framfarir aldrei meiri en á undangengn um árum. Stjórnin er stað- ráðin í að leysa líka þann mikla vanda, sem við íslend- ingar stöndum nú frammi fyrir, og til þess nýtur hún almenns stuðnings og mikils trausts. BREZKU KOSNINGARNAR k ukakosningarnar, sem fram fóru í þremur kjör- dæmum í Englandi og Skot- landi s.l. fimmtudag hafa vakið mikla athygli. Öll voru þessi kjördæmi örugg kjördæmi Verkamannaflokks ins áður, en í kosningunum tapaði flokkurinn tveimur þeirra og hélt því þriðja með naumindum. í kosningabaráttunni beind ist athygli manna fyrst og fremst að kjördæmi því, sem Winston S. Churchill, sonar- sonur Sir Winstons Churchill bauð sig fram í, en það hefur lengi verið öruggt Verka- mannaflokkskjördæmi og í síðustu kosningum sigraði Verkamannaflokkurinn þar með rúmum 8000 atkvæða meirihluta. Churchill náði ekki kjöri, en meirihluti Verkamannaflokksins er nú aðeins rúmlega 500 atkvæði og er það í sjálfu sér mikill sigur fyrir hinn unga Chur- chill. Þau úrslit, sem mesta at- hygli munu vekja í Bretlandi og víðar eru stórsigur skozkra þjóðernissinna í kjördæmi einu nálægt Glasgow, en þar náði frambjóðandi skozkra Barnabók veldur deilum í Svíþjóö ÞAÐ gerist ekki oft, að menn ómaki sig til að gera veður út af barna/bókum. Sinnuleysi íslendinga um barnabók- menntir er alræmit. Sömu sögu er að segja um mörg önnur lönd, að lítið er fylgzt með þeim bókum, sem börn- um er boðið til lestrar. Á það jafnt við góðar og þrosk- andi barnabækur sem og hin- ar af lakara taginu. Nú hef- ur það gerzt í Svíþjóð, að deilur hafa risið vegna út- komu bókar eftir sænsku skáldkonuna Stina Hammer og nokkur bókasöfn íhafa neit að að setja bókina á útiána- lista sinn. Bókin heitir „Upp með hendur“ og er nýlega komin út í Svfþjóð. Barnabókasafn- ið í Lundi hefur riðið á vað- ið og neitað að hafa bókina til útlána. Forráðamenn safns ins færa þau rök fyrir afstöðu sinni, að bókin sé srvo léleg, að satfnið telji sig ekki geta roælt með henni við hina ungu viðskiptavini sína. Mikl ar umræður hafa orðið um gildi bókarinnar eftir þessi viðbrögð þeirra í Lundi, og búizt er við að reglur safns- ins verði teknar til endur- skoðunaT. Leitað hefur verið álits hjá ýnosum þekktum höfundum og þeir beðnir að láta í Ljósi skoðun sína á bókinni. Skáldkonan Gunnel Lindé segir: „Mér finnst bókin stór- merkileg og óskiljanleg sú ráðstöfun að hafa hana ekki á bókasafninu. Ég er hrædd um, að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt“. B arnabókag agn rýnandinn Margareta Strömstedt sagði, að næsta furðulegt mætti telj ast, að bókasafnið skylidi allt í einu taka upp á því að banna þessa einu bók. Hingað til hefði ekki verið vandað ýkja mikið til vals á þeim bókum, sem safnið hefur til útlána. „Upp með hendur" fjallar um árásarhneigð og stríðs- leiki hjá börnum og reynt að tengja gerðir barnanna í sögunni við þá atburði, sem eru að gerast í heiminum. Skáldkonan Stina Hammar fékk í fyrra verðlaun úr sér- stökum barnabókasjóði fyrir barnabókina „Tveir úr fjöl- skyldunni". Bókasafnsfélagið AB, sem er þjónustufyrirtæki, velur úr bókum, sem gefinar eru út í landinu og lætur síðan binda þær inn í sérstakt bóka safnsband. Eru vdðkomandi bækur síðan seldar bókasötfn- um með hagstæðum kjörurn, Að sjálfsögðu eru bókasöfn- in ekki skuldbundin til að taka við öllum bókuim, sem fyrirtoekið býður fram, og þau hafia sömuleiðis frjálsar hendur til að kaupa aðrar bækur til safnanna. Margir hafa látið í Ijós hneykslun á þessu framtaki safnsins í Lundi og farið hörðum orðurn um þessa ráð- stöfun. Harriet Alfons, ristjóri, sagði: — Við höfum sérhætft okk- ur í útgátfu fyrsta flokks barnabóka og við höfum allt- af getað verið vdss um, að flestar ef ekki allar okkar bækur kæmust á barnabóka- söfn til útlána fyrir yngri les endurna. Útgáfan að „Upp með hendur" var vandlega undirbúin, við ráðfærðum okkur meira að segja við barnasálfræðinga og báðum þá að segja álit sitt á bók- inni. Allir voru þeir sam- mála um verðleika hennar og bókin væri ágætt verk verð- launaihafans Stina Hammer og tæki tfram bók hennar, sem hún hlaut verðlaun fyrir á sl. ári og almenna viðurkenn- ingu. Á bókasafninu í Luindi hvika menn ekki frá afstöðu sinni. Lillemor Aldén sagði að safnið hefði fengið tveim- ur lektorum bókina í hendur til ytfirlesturs. Báðir lögðust eindregið gegn bókinni. „Eft- ir ósk frá bókaútgáfiunni feng um við þriðija lektorinn til að lesa „Upp með hendur“ og tók hann hiklaust í sarna streng. Vítavert væri að gefa bókina út og því fráleitt að hafa hana á safni, þar sem börn hefðíU aðgang að henni“. þjóðernissinna kosningu. Er þetta í annað skipti, sem skozkur þjóðernissinni tekur sæti í brezka þinginu, hið fyrra skiptið var á árinu 1945 en sá sem þá var kjör- inn sat aðeins nokkra mán- uði á þingi. Þessi sigur skozkra þjóð- ernissinna mun vafalaust leiða til mikilla umræðna um það hvort skozka þjóðernis- sinnahreyfingin sé að fá byr undir báða vængi. Um það getur raunverulega enginn sagt, og vert er að minnast þess, að frjálslyndi flokkur- inn vann frægan sigur í kosn- ingum í Orpington fyrir nokkrum árum, sem talin var vísbending um, að Frjáls- lyndi flokkurinn værj á ný að hefjast til vegs í brezkum stjórnmálum, en reyndin hef- ur orðið önnur. Þess vegna hljóta menn að taka með fyllstu varúð vangaveltum um afleiðingar af sigri hinna skozku þjóðernissinna. Sú megin ályktun, sem draga verður af úrslitunum í þessum aukakosningum er sú, að Verkamannaflokkurinn standi nú mjög höllum fæti meðal brezkra kjósenda og að íhaldsflokkurinn sé í stór- sókn. í þriðja kjördæminu sem aukakosningar fóru fram í, vann íhaldsflokkurinn stór- an sigur og þótt Winston S. Churchill hafi ekki náð kjöri, verður með engu móti sagt, að þar hafi ekki einnig verið um verulegan sigur íhalds- flokksins að ræða. Margt mun stuðla að hinni lélegu stöðu brezka Verka- mannaflokksins nú, efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa ekki reynzt vin- sælar, en einnig verður að hafa í huga, að traust manna á Bretlandseyjum til Wil- sons, forsætisráðherra, hefur mjög rýrnað og hefur það ekki síður átt sinn þátt í kosn ingaósigri Verkamannaflokks ins. — Þriðji hver Framhald af bls. 3 Formaðurinn sagði, að rá'ðlegg ingar- og upplýsingaþjónusta sú, sem félagið rekur í Veltusundi 3, hefði gengið vel og aðsókn verið góð. Er það Kristín Gúst- afsdóttir, félagsráðgjatfi, með sér- menntun á sviði geð.sjúkdóma, sem annast þá þjónustu. Hún sagði Mbl., að þangað leituðu bæði fyrrverandi sjúklingar, að- standendur sjúkra og ýmisir fleiri, sem við örðugleika ættu að etja. Verksvið hennar væri, eins og nafnið benti til fyrst og fremst, að ráðleggja og leiðbeina fólkinu, og greiða fyrir því með alls kon.ar hagnýtum upplýsing- um. Tómas Helgason, prófessor sagði nokkur orð og lagði álherzlu á það, hve geðsjúkdómar og ýmsir fylgikvillar þeirra væru þjóðinni dýrir. Ekki væri fráleitt að ætla, að geðsjúkdómar kost- uðu okkar því sem næst hálfa milljón á degi hverjum, ef allt væri talið með, reksturskostnað- ur þeirra fáu sjúkra-húsa, sem fyrir hendi eru, vinnutap sjúkl- inganna og ótal margt fl-eira, í því samibandi. Prótf. Tóinas s&gði, að til að fullnægja þörflnni þyrftu 350 ný sjúkrarúm að bæt- ast við. Hins vegar vœri þes-s einnig að gæta, að ekki dygði það eitt, heldur væri skorbur á sérmenntuðu starfsfólki tilfinn- anlegur. -Hann bætti við, að það væri verðugt verkefni fyrir ungt og áhugasaimt fólk að leggja fyr- ir sig einhverjar þeirra greina, sem hér um ræddL Próf. Tóm- as minntist lítiilega á, að sem betur færi hafi viðhorf almenn- ings til geðsjúk'dóma beytzt mjög síðustu ár, fólk væri ekki lengur eins feimið og hlédrægt og leitar sér lækninga, enda talið að þriðji hver maður þuirfi ein- hvern tíma á lífsleiðinni á að- stoð að halda vegna geðrænna kvilla. Nú færi miiklu fleiri sjukl- ingar um sjúkrahúsin á ári hiverju en fyrr, flestia' væru skamma-n tíma á sjúkrahúsun- um þar sem mörg ómetanieg lyf hefðu komið á markaðinn og orðið til mikillar hjálpar í baráttunni við sjúkdó-ma þess-a. Hinu væri ekki að leyna, að enn væru nokkrir geðsjúkdóm- ar, sem læknarnir réðu ekki við og því bættust að sjálfsögðu nokkrir langlegusjúklingar við á hverju ári. Að lokum sagði Sveinn R. Hau'ksson, menntaskólanemi, frá starfsemi „Tengla“. Upphafið að hreyfing.u þessa-ri hefði orðið haustið 1005, er nokkrir mennta skólanemar hefðu farið að vinna á Kleppi eftir viðræður við Tómas Helgason og fleiri ráða- menn þessara mála. Þetta hefði í byrjun verið hópstartf, nem- endur hefðu farið inn að Kleppi, talað við sjúklinga og tekið þátt í kv-öldvökum hjá þeim. Síð-an hefði þetta smám saman þróazt í einstaklingssta'rf. Segj-a mœtti, að Tenglar séu hreytfing ungs fólks, sem hefur þá hugsjón að vinna að þjóðfélagsábyrgð. Þeirn hefði fundizt þörfin brýn- ust þar sem geðverndarmál voru og hefðu því sinnt þeim einvörð- ungu hingað tiL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.