Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 1967 Jóh annes Þórð arson — Minningarorð f DAG verðuT til grafar borinn , frá Akraneskirkju Jóhannes Kr. Þórðarson, háskerL Hann var fædidur á Akranesi 10. janúar 164-1. Foreldrar hans | voru hjónin Þórður Guornunds- son, sjómaður, og Jófríðoir Jó- hannesdóttir, Skólabraut 35, Akranesi. Jóhannes andaðist í Sjúkra- húsi Akraness 31. október sl. eft ir langt sjúkdómsstríð, aðeins 26 ára að aldri. Þrátt fyrir það þó alduTÍnn yrði ekki meiri, varð hann þekkt ur fyrir hæfileika sína sem góð- ) Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Einar Pétursson Þórólfsgótu 1, Hafnarfirði, andaðist að Landakotsspítala 2. þ. m. Guðbjörg Júlíusdóttir og börn hins látna. Pétur Stefánsson frá Ytri-Reykjum, Óðinsgötu 6, andaðist að Reykjalundi 3. nóvember. Margrét Stefánsdóttír. I Móðir okkar og tengdamó'ðir, Guðrún Eiríksdóttir Blönduhlíð 11 andaðist að Borgarspítalanum aðfaranótt 2. nóv. s.L Börn og tengdabörn. nnilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okk- iur samúð og vinarhug vfð andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar Tómassonar, Bergsstöðum, Vestmannaeyjum Klin Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn 'og faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, Hannes Thorarensen "verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 6. þ. m. kl. 3 síðdegis. Inga Bryde Thorarensen, Henrik Eyþór Thorarensen, Eyþóra og Henrik Thorarensen, Louise Ema og Hulda Thorarensen, Karen og Claus Bryde. ur íþróítamaður. Hann var einn af þeim sem skipuðu hina fræknu sveit knattspyrnumanna á AkranesL sem nefnt hefur ver ið Gullaldarliðið. Þegar Akranes vann síðast titilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands" árið 1967, var hann einn þar á með- al. Ennfremur í II. aldursflokki það sama ár. Hann skipaði jafnan stöðu hægri útherja. Þótti hann skipa þá vandasömu stöðu veL Hafði hann góða knattmeðferð og gott auga fyrir samleik og skoraði falleg mörk. Síðast en ekki sízt þótti hann sérlega drengilegur í leik sínum. Það var það sem einkenndi lif hans allt Við sem þekktum hann minn- umst hans sem góðs drengs, sem ávallt var glaður og öllum vel- viljaoAir. Það er bjart yfir minningu hans í okkar huga. Blessuð sé minning hans. G. Árnason. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Daníels V. Fjeldsted læknis. Fyrir mína hönd, dætra og annarra vandamanna Margrét B. Fjeldsted. Minningarathöfn um mó'ður okkar Jónínu Þorbjorgu Erlendsdóttur frá Kirkjubóli, Stöðvarfirði fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. nóv. kl. 10.30. F.h. vandamanna, Ásta Jónsdóttir, Björn Jónsson. Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu, með blómum, krönsum og samúðarskeytum vi'ð andlát og útför sonar okkar, unn- usta, föður og bróður, Níls Þorkels Axelssonar Kletti við Kleppsveg. Jónína Hansen, Axel Þorkelsson, Guðrún Jóna ívarsdóttir og sonur, Jóhanna M. Axelsdóttir, Axel Axelsson, Garðar Axelsson, Valdimar S. Axelsson, Tryggvi Axelsson. Steindór Eiríksson bóndi í Ási - Minning Að tigna hið staðlausa: hispur og hjóm, það hjörtun æ gerir svo snauð og tóm, en eilífðar hugsjón, sem eygist í trú býr andanum huggun, og sæil verður þú. Stgr. Thorst. ÞESSAR látlausu ljóðlínur góð- skáldsins komu miér í hug við andlát frænda míns, merkisbónd ans og heiðursmannsins Stein- dórs Eiríkssonar í Ási. Austur víið Stóru-lLaxá, af- skekkt og fremur einangruð liggur jörðin Sólheimar í Hruna mannahreppi. Það hefur lengst af verið talin ein mesta kosta- jörð í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Slægjur góðar haga- sælt á vetrum, landrými mikið og laxveiði í ánni. Þar fæddist Steindór hinn 2. júní 1884 og voru foreldrar hans hjónin, Ei- ríkur Jónsson, bóndi, og síðari kona hans Guðrún Sigurðardótt- ir frá Gelti í Grímsnesi. Að hon- um stóðu traustar ættir í báða liði. Faðir hans mun hafa verið fæddur og uppaiinn á Sólheim- um og kann ég ekki hans ættir lengra að rekja. Hann var þrí- giftur og eignaðist 17 börn. Fað- ir Guðrúnar, móður Steindórs, var Sigurður Einarsson, bóndi í Gelti í Grímsnesi. Var hann rómaður á sinni tíð fyrir dugnað, höfðingsskap og hjálpseml Hann var fæddur í Bryðjuholti í Hrepp sonur hjónanna Einars Bjarnasonar og Guðrúnar Kol- beinsdóttur. Ungur að árum fluttist hann út í Grímsnes og breytti niðurníddri jörð í höfuð- ból þeirra tíma þar sem aldrei varð þurrð í búi hvorki á heyi né tvistum og þaðan enginn hjálparþurfi látinn fara synjandi frá garði. Guðrún var tvígift, hét fyrri maður hennar Þor- kell og bjuggu þau í Hverakoti í Grímsnesi. Hún eignaðist 18 börn með tveimur mönnum. Þetta sýnir, að mikill og stór Við þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför frú Lovísu Halldórsson, Kópavogsbraut 62 Helgi Halldórsson, Kkl.i Helgadóttir. Kært Þakklæti Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Ásgeirs J. Sigurgeirssonar, yfirkennara, Melabraut 47, Seltjarnarnesi Margrét Hallsdóttir og dætur. ættleggur er frá þeim Sólheima- hjóraum kominn, sem á eftir að vaxa og miargfaldast á komandi tímum. Á Sólheimuim átti Steindór sín bernskuspor og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi fram um ferming- araldur. Um það leyti missti hann föður sinn og varð þá Guð- rúnu móður hans um megn að framfleyta svo stóru heimili ein síns liðs. Fluttist hún þá að Fjalli á Skeiðum til sonar síns er þar bjó og fylgdi Steindór henni þangað. En atvikin hög- uðu því þannig til, að jörðin Sól- heimar gekk þeim úr greipum yfir til vandalausra og harmaði Steindór það síðan alla ævL 16 ára gamall fluttist svo Stein- dór til Stefáns bónda í ÁsL og gerðist þar vinnumaður. FLjót- lega drógust hugir hans og Guð- rúnar, einkadóttur hjónanna í Ási, saman og trúlofuðust þau. Árið 1913 tóku þau við jörð- inni og hófu búskap. Höfðu þau þá eignast tvö börn, Telja má, að búskapur hjónanna í Ási hafi verið löng , farsæl og áfallalaus búskaparsaga. Fyrsta árið þeirra voru harðindi mikil, eitt versta harðindaár á þessari öld. Þá hrundi fénaður víða niður um vorið (1914), en lítið bar á því í Ási, enda höfðu þar ætíð næg- ar heybirgðir verið. Þau Áahjón eignuðust 12 börn; komust 10 þeirra til fullorðins ára og enn eru öl'l á lífi. Það verður kannski ekki sagt að þau hjónin hafi byrjað búskap með tvær henduT tómar, þvi að Stefán í Ási var talinn bjargálna bóndi að þeirr- ar tíðar mælikvarða, en þau hafa ávaxtað pund sitt vel. Að koma upp svo stórum barnahópi á fremur Mtilli jörð, skulda ekki og vera bjargálna gegnum alla krepiputíma, má teljast mikið afrek. f 54 ár bjuggu þau hjón Steindór og Guðrún í ÁsL eða þar til síðastl'iðið vor, að Eirík- ur sonur þeirra tók við jörð- inni og hóf búskap. Dvelur Guð- rún nni hjá honurn og tengdadótt urinnL sem er pólsk að þjóð- erni. Hinn 5. sept, síðastliðinn, er sumri hallaði og haiustfölivinn senn færðist yfir jörðina, kvaddi Steindór Eiríksson þetta jarð- líf. Lengst af hafði hann ekki heilsuihrauistur verið, fór á barns Kært þakklæti til allrar skipshafnarinnar á Brúarfossi s.l. júlí. Sérstak- lega til skipstjórans Margeirs Sigurðssonar fyrir góða við- kynningu, einnig til Roy, fyrsta stýrimanns, Ásgeirs Sigurjónssonar fyrsta vél- stjóra, brytans Halldórs Júlí- ussonar, mareiðslumannsins, Erlendar Haukssonar. Sömu- leiðis til allra þjónustustúlkn- Með kærri kveðju. Ari Jónsson, Árborg, Manitoba, Canada. Við þökkum af alhug alla þá samúð, sem okkur var auðsýnd við andlát og við minningarathöfn um LÁRUS GUÐMUNDARSON, flugnema, Álfheimum 52. Sérstakar þakkir viljum við færa öllum þeim fjölda, sem leitaði hans, stjórnendum leitarinnar og öðrum þeim, er veittu aðstoð sína. Guð blessi ykkur öll. Regína L. Rist, Guðmundur Jóhannsson, Óttar Guðmundsson, Gíslunn Jóhannsdóttir, Kristín G. ísfeld, Haukur ísfeld. aldri til læknisaðgerðar í annað hérað , fékk þar nokkra bót, en komst svo síðar að fullu yfir þau veikindi. Seinustu árin var hann farinn að heilsu og gat ekki aðstaðið vinnu. Var elju- semin slík, að hann sá ekki fyrir þegar ellin færðist yfir, að vinnulúnar hendur hans gátu ekki lyft því, sem þœr áður gerðu. Á unglingsárum mun Steindór jafnvel hafa hugsað sér annað lífsstarf en að verða bóndi. Hann langaði til að læra siwíðar. Þarf vart að efa, að hann hefði kom- ið sér áfram á þeim vettvangL því að menn með hans skap- gerð verða jafnan farsælir í starfL hvað svo sem þeir taka sér fyrir hendur. Bóndastaða Steindórs í Ási varð honum til sóma. Það varð líka bændastétt- inni til heilla, að hann skyldi skipa sér í raðir hennar. Hnn er sem dæmigerður fulltrúi þeirra manna á hverri öld fyrir sig, sem með dugnaði og fyrir- hyggju bjuggu svo um, að þeir gátu miætt nærri hvaða óáran sem var og staðið jafnréttir eftir. Slíkir menn voru með réttu nefndir hornsteinar þjóðfél'ags- ins. Eitt var það í búskapar- háttum Steindórs, sem sérstak- lega af bar, en það var snyrti- mennskan. Hver sá, sem heim að Ási kom, tók strax eftír því, að þar lágu ekki hlutir hingað og þangað, hvergi ónýtar vélar eða spýtnarusl í námunda við bæ eða útihús, öllu var ætlað sinn ákveðni staður og því engin óregla eða hirðuleysi liðið. Mætti það verða mörgum til fyr irmyndar, eggi sízt þar sem sagt er, að enn skorti íslenzka bænd- ur verulega á í umgengnismenn- ingu miðað við erlenda stéttar- bræður sína. En Steindór var meira en góð ur fulltrúi sinnar stéttar; hann hafði þá persónu til að toera, sem ekki gleymdist þeim er þekktu, Tilsvör hans voru mörg sér- stæð og mergjuð. Hirti hann þá ekki um leið fjöldans, heldur það, sem honum fannst rétt vera. Höfðingi var hann heim að sækja og tryggur vinum sín- um. En hann hafði heldur ekki Framhald á bls. 20 Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyt um á áttræðisafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðni Þorleifsson, Suðureyri, Súgandafirði. Innilegar þakkir faeri ég 611- um þeim, sem heiðruðu mig á einn eða annan hátt á 75 ára afmæli mínu 23. okt Steinn Ingvarsson, Múla, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.