Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NOV. 1987 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA bréf til Maud, sem var nýkom- ið. Hann hleypti brúnum að bláa umslaginu. — Hvenær kom þetta? spurði hann. — Með síðdegispóstinum. — Er mamma búin að sjá það? — Nei, ekki enn, — Þá skal hún ekki sjá það, sagði hann og stakk því í vasa sinn. Ég hreyfði einhverjum mót mælum, en hann var ósveigjan- legur. — Sjáðu nú til, elskan, sagði hann, — þú skalt ekki skipta þér af því, sem þig varðar ekki um. Ef þú segir Maud frá þessu, skal ég bíta a-nnað fallega eyrað af þér. Og mér er alvara. Síðan fór hann út og ég heyrði hann faTa af stað í bílnum sín- um. Hann ók nú alltaf hratt, en þennan dag fannst mér eins og honum hefði verið hleypt úr byssu. Hann var ókominn aftur þegar Maud kom. Ég var niðri í for- salnum að aðgreina músíkræmur í orgelið, þegar ég heyrði hana koma akandi. Annar þjónninn, hann Thomas, var við dyrnar þegar hún kom, og þegar ég leit upp, var Gus, aðalbílstjórinn, &S hjálpa henni út. Eg leit sem snöggvast framan í hana, og rétt i því bili, hélt ég, að hún væri að deyja. Hún var náföl og Gus hélt í handilegginn á henni, eins og hann væri hræddur um, að hún ætlaði að detta. Ég hljóp til og tók undir hinn handlegg- inn á henni. — Ertu veik? sagði ég. Hún svaraði engu hristi höfuð- ið máttleysislega. — Komdu mér inn, sagði hún. — Og kallaðu á Hildu. Við komum henni inn í forsal- inn, en þá kom Tony utan úr bíl- skúrnum og sá hana. Hann var þreytuilegur á svipinn. — Hvað er að, eiskan? sagði hann. Hann féll á kné hjá henni og neri fallegu hendurnar hennar. Af einhverjum ástæðum halda karlmenn alltaf, að eitthvert gagn sé í því. En andlitssvipur- inn á honum lýsti jafnt ást sem ótta, og mér líkaði betur við hann nú en mér hafði áður gert. Gus hafði elt okkur inn og nú sneri Tony sér að honum. — Lentirðu í einíhverjum árekstri? sagði hann. — Nei. Hún var alveg heil- brigð fyrir svo sem klukkutíma. Við vorum komin út úr borg- inni og þá vildi svo til, að ég leit í spegilinn. Þá vai hún hálf- samanfallin í sætinu, svo að ég stanzaði og spurði hana, hvort ég ætti að ná í lækni. Hún af- þakkaði það, en bað mig bara að aka sér heim. Meðan á þessu stóð sat Maud kyrr — þessi káta Maud okkar, sat þarna eins og hún vissi ekki af neinum kringum sig, og hvorki hlustaði né heyrði. Hilda kom með eitthvert sterkt amm- óníak, og hún gleypti það orða- laust. Ég þreifaði á slagæðinni, og hún var frekar veik, en jöfn. Svo virtist sem forsalurjnn væri orðinn fullur af fólki, þegar hér var komið. Þarna voru Reynolds og þjónarnir, Thomas og Stev- ens, Hilda og frú Partridge, sem neri saman höndum, og svo Tony og ég. Ég reyndi að hafa stjórn á þessu eins og ég bezt gat, sendi Hildu til að taka af rúminu henn ar, Reynolds að lyftunni og Tony til að hringja í Bill Sterling. En þá var Maud tekin að jafna sig. Hún reyndi að standa upp og laga á sér hattinn. — Ég vil engan lækni, sagði 9 hún. — Þetta var bara hitjnn. Ég er orðin alveg góð aftur. Og loksins varð þetta allt sam- an að skrípaleik, því að svo vildi til, að lyftan sat föst milli tveggja hæða. Sem betur fór var sæti í henni, og ég lét hana sitja þar, meðan Tony öskraði skammir til allra, sem mál hans máttu heyra. Það leið heil klukkustund áður en rafvirki staðarins var kominn, og klukku stund áður en Bill Stertling for að æpa skipanir sínar að neð- an og Tony studdi á hnappana, milli þess að hann aðgætti móð- ur sína. Þegar við loks vorum komin niður í forsalinn aftur, var Maud talsvert tekið að skána. Nú fyrst virtist hún verða vör við okk- ur, sem vorum kring um hana. — Guð minn góður, en það umstang! sagði hún. — Vertu Meðeigandi óskast Sá sem hefði áhuga á að gerast hluthafi i heild- sölufyrirtæki með góð viðskipti og bankasambönd og gæti lagt fram 400-—600 þúsund krónur, vinsam- lega sendi tilboð til blaðsins merkt: „Arðbært — 311". veitingahúsið RSKUR BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJTJKIJNGA ROAST BEEF GLÖÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAMBORGARA Gleðjið frúna — fjölskjlduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heitna í stofuyðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leigubíl með réttina heim tiljðar. K S KU K matreidir fyrir yður alla daga vikimnar SuðurJandsbraut lJj simi 38550 ekki með þennan áhyggjusvip, Tony. Hún tók ofan hattinn og renndi fingrinum gegn um hár- ið á sér. — Ég lít víst fallega út. Ég held ég verði að fara í rúmið. Hvar er hún Hilda? Hún afþakkaði lyftuna í þetta sinn og gekk hægt upp stigann. Bill gekk við hlið hennar og Tony hinumegin. Á miðri leið- inni upp, reyndi hún að hrista þá af sér. — Ég kemst þetta ein, sagði hún óþolinmóðlega. — Ég þarf ekki annað en kaldan dúk um höfuðið og svo að fá að vera í friði. Hún fékk hvorttveggja. Hún gat verið nógu þver, þegar hún sá gállinn var á henni, og það leið ekki nema stundarfjórðung- ur áður en Bill Sterling kom nið ur aftur og var í vondu skapi. Tony var með honum og þarna stóðum við öll þrjú, án þess að vita, hvað til bragðs skyldi taka. Það var Bill, sem stakk upp á því að kalla á Gus. Hann kom inn, snyrtilegur að vanda í gulbrúna einkennisbún- ingnum, stuttbuxum og gljáandi legghlífum. Það voru einir sex menn við bílana, en Gus var að- albílstjórinn hjá Maud. Hann hafði ekið fyrir hana árum sam- an, en nú var sýnilegt, að honum var eitthvað órótt. Það, sem hann sagði okur, var furðulegt. Samkvæmt frásögn hans, höfðu þær Maud og Marge ry farið saman í búðir. Þær voru báðar í góðu skapi, jafnvel kátar. Klukkan fimm hafði hann skilið Margery eftir í skrifstof- unni hjá Julian, og síðan lagt af stað heim að skipun frá Maud. Hann hafði ekki ekið nema nokkrar húslengdir, þegar hún kallaði til hans. Giugginn fyrir aftan hann var opinn, svo að hún hafði ekki notað símann. Hann áttaði sig á því nú, að röddin í henni hafði verið eitt- hvað einkennileg. — Hvað áttu við með þvi? spurði Tony. — Að hún var ekki henni lík. Rétt eins og hálf kæfð. — Guð minn góður, hvers vegna leiztu ekki á hana? Hvað sagði hún? — Hún sagði mér að aka til skrifstofu hr. Elliotts, sagði Gus, dræmt. — Og það gerði ég. Hún var ekkert veik þá, en þó eins og ofurlítið föl. Það sem eftir var af sögunni, gaf litlar upplýsingar. Við hús- ið steig hún út, en þegar hún sá fólk þyrpast út á gótuna, eins og vant er að vera kiukkan fimm, stanzaði hún og leit á úrið sitt, en sneri þá aftur að bílnuim og bað Gus að aka sér heim. Svo gerðist ekkert, fyrr en á miðri heimileiðinni, þegar hann leit aftur fyrir sig og sá hana í hnipri í sætinu. Þá hafði hann stöðvað bílinn og spurt, hvort nokkuð gengi að henni, en hún hafði bara gefið honum bend- ingu um að halda áfram. — Þú veizt ekki, hvers vegna hún hætti við að hitta hr. Elliott? spurði Tony. — Nei, ekkert annað en það var orðið nokkuð áliðið. Hún getur hafa haldið, að hann væri farinn. Við vorurn því engu nær. Við gerðum okkur að góðu þessa skýr ingu í sambandi við hitann, enda þótt ég haldi, að hvorki Tony né Bill tryðu henni. Eitthvað hafði komið fyrir Maud þennan dag í borginni, eitthvað, sem hún vildi láta liggja í láginni. Þetta varð upphafið að öllum binum dular- fullu viðburðum hjá okkur. Bill Sterling sendi hjúkrunar- Fasteignasalan Garðastræti 17 símar 24647—15221. Til sölu við Álfhólsveg, skammt frá Hafnarfjarðarvegi, 200 ferm. húsnæði á 1. hæð. Hentar vel fyrir: verzlun, iðnað, veitingarekstur eða félagssamtök. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Guðjónsson, hrl., Þorsteinn Geirsson, hdl., Helgi Ólafsson sölustj., kvöldsími 40647. Frá Tæknifræðinga- félagi Islands í ráði er að halda námskeið í C.P.M. (Critical Path Metod) fyrir meðlimi félagsins á tímabilinu 10.—12. nóv. n.k. Þeir sem hug hafa á þátttöku snúi sér til skrifstofu félagsins, sem er opin á tímanum. Mánud.: kl. 13,30 — 16,30 og kl. 18 19 Miðvikud.: kl. 13 — 17. Stjórn T.F.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.