Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 1967 Iiilllllp * ■■ ft ■ *“ g ■ Fjárhagssvandræði hefta öll störf frjálsíþróttamanna Kgflar úr ársskýrslu Björns Vilmundarsonar, formanns FRI SKÍÐASKALINN í Kerlingarfjöllum efnir til skemmtunar fyrir þá unglinga, 16 ára og yngri, sem sóttu skíðanámskeið skólans í sumar. Hefst skemmtunin kl. 15.30 í dag í Lindarbæ. Allir heiztu skemmti- kraftar skíðaskólans koma þar fram og skemmta, að ógleymdri Kerlingarfjallahljómsveitinni, sem mun leika fyrir dansi. Komið öll og takið með ykkur gesti. — Myndin er tekin í Kerlingarfjöll- um í sumar. SKÍÐASKÓLINN í KERLINGARFJOLLUM. Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram hér í Reykja- vík um síðustu helgi þ. e. 28. og 29. október. Fundinn sátu, auk stjórnar og nefnda sam- bandsins, fjölmargir fulltrúar frá sambandsaðilum. Formaður FRÍ, Björn Vil- mundarson setti þingið og minnt- ist þriggja látinna forystumanna frjálsíþróttamála, Gunnars Stein dórssonar, Guðmundar Hofdal og Benedikts Jakobssonar. Þetta er 20. Ársþing Frjáls- íþróttasambands íslands en eins og ykkur er öllum kunnugt varð sambandið 20 ára hinn 16 ágúst sl. Á þessum tímamótum vil ég minnast þeirra sérstaklega, sem í forystunni voru í upphafi. Á stofnfundinum mættu 15 full- trúar frá 9 félögum og gengu þeir frá stofnun sambandsins. Áður hafði ÍSl farið með öll mál fyrir frjálsar íþróttir. Fyrsti formaður FRÍ var kjörinn Kon- ráð Gíslason og aðrir í stjórn voru kjörnir Jóhann Bernhard, Guðmundur Sigurjónsson, Lárus Halldórsson og Oliver Steinn. í varastjórn voru kjörnir Sigurð- ur S. Ólafsson, Þórarinn Magn- ússon og Ólafur Sveinsson. Þó að 20 ár séu ekki langur tími er margs að minnast, því starffð er margt. Ég ætla mér þó ekki»að rekja söguna í ein- stökum atriðum. Hér er hvorki staður né stund til þess. En, eins og áður segir, minnumst við for- ystumannanna með þakklæti og allra þeirra mörgu einstaklinga, sem unnið hafa fyrir samband- ið síðan, bæði með því að sitja í stjóm þess og á margvíslegan annan hátt. Þrátt fyrir ýmiss vandkvæði held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að Frjáls- íþróttasambandfð hafi ávallt starfað að miklum krafti og ráð- izt í mörg stórvirki, þó að fjár- munir þess hafi oftast verið af skornum skammti. Frjálsíþrótta- menn hafa farið í margar keppn- Sousse, Túnis 2. nóv. Einkaskeyti AP til Mbl. BENT Larsen vann í dag Bandaríkjamanninn R. Byrne á millisvæðamótinu í skák, sem stendur yfir hér í borg. Þetta er þriðji sigur Larsens í röð og hefur hann nú eftir fjórtán um- ferðir náð hreinni forystu í mót- inu. Larsen hafði svart og vann í 41 leik. Önnur úrslit í 14. umfeíð urðu þessi: Hort vann Fisher .(Fisher mætti ekki til leiks öðru sinni, en hann tapaði skák sinni gegn Gipslis sl. laugardag á sama hátt og það eru einu töp Fishers í mótinu til þessa). Geller vann Suttles, Gipslis vann Bouaziz, Reshevsky vann Meeink, í 70 leikjum, Bilek vann Cuéllar. Jafntefli gerðu Stein og Ivkov, Kortsnoi og Gligoric, Kavalek og Matanovic. Allar þessar jafntefl- isskákir voru aðeins 15 leikir. Þá gerðu Miagmasuren og Barc- isferðir á vegum FRl og árang- ur oftast verið með miklum ágætum. Þeir hafa borið hróður landsins um víða veröld. Ég sé ekki ástæðu til að nefna nein nöfn sérstaklega, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða, a'ð þessir afreksmenn hafi lyft nafni íslands hæst í heimi íþróttanna. Stjórn FRÍ á hinum ýmsu tímum hefur jafnan leitað að leiðum til að auka veg frjálsra íþrótta á hverjum tíma. Með Bikarkeppni FRÍ, Unglinga- keppni FRÍ og Þríþraut FRÍ hef- ur verið farið inn á nýjar leiðir, sem við bindum miklar vonir við. Samskipti við útlönd voru nokkur á árinu. Sótt voru þing frjálsíþróttasambands Norður- landa og Colender þing Evrópu. Tekið þátt í Bikarkeppni Evrópu í Dublin. Unglingar tóku þátt í stórmóti í Stavanger með góð- um árangri og Tugþrautarmenn í Nor’ðurlandameistaramóti í Kaupmannahöfn og landskeppni í Austur-Þýzkalandi. í tilefni 20 ára afmælisins út- hlutaði stjórnin Garpsmerki FRÍ til 60 karla og 7 kvenna. Enn- fremur voru 15 einstaklingar heiðraðir á árinu fyrir margvís- leg störf fyrir sambandið. Eins og um mörg undanfarin ár, hefur fjárskortur mjög háð allri starfsemi Frjálsíþróttasam- bandsins þó að ráðizt hafi verið í allmörg verkefni á árinu. Stjórnin hafði fullan hug á því að lækka skuldir undanfarinna ára, en því miður. hafa verkefn- in orðið það fjárfrek, að skuldir hafa enn hækkað. Þetta hefur valdið vaxandi áhyggjum innan stjórnarinnar, en hún hefur velt fyrir sér ýmsum lei’ðum til tekju- öflunar. Nokkrar tekjur hafa orðið af söfnun auglýsinga meðal fyrirtækja, einstaklinga og stofn- ana, en raúnverulega fjarstætt að byggja starf sambandsins á slíku. Stefna verður að því með einhverjum ráðum, að eigi verði zay einnig jafntefli. Biðskák var hjá Sarapu og Matulovic. Vinningsstaðan ferðir er nú þessi: eftir 14 um- 1. Larsen 10% -f- 3% 2. Gligoric 9% -7- 3% 3. Hort 9V2 -f- 4V2 4.-5. Fisher 8% -f- 31/2 4.-5. Geller 8% -f- 3% 6. Kortsnoi 8% -f- 4% 7.-—9. Ivkov 8 -f- 5 7.-9. Matanavic 8 -f- 5 7.-9. Portisch 8 -f- 5 10. Reshevsky 71/2 -f- 5% 11. Matulovic 7 -f- 5 12. Mecking 7 -7- 7 13,—15. Bilek 6% -f- 6Vz 13,—15. Gipslis • 6V2 -7- 6% 13.—15. Stein 61/2 -f- 6% 16. Kavalek 6V2 -f- 7% 17. Suttles 5% -f- 8% 18. Miagmas. 5 -7- 9 19. Barczay 4V2 -7- 81/2 20,—21. Byrne 3% -f- 9% 20,—21. Cuellar 3% -f- 9Vz 22. Sarapu 2 -7- 11 23. Bouaziz iy2 -7- 12V2 um frekari rekstrarhalla að ræða á næstu árum og gera áætlun um að greiða niður þær skuldir, sem fyrir eru. Ný verkefni bíða næsta árs bæði hér heima og erlendis, en áðalverkefnið verður skipulagt útbreiðslustarf, sem vinna verð- ur af kostgæfni og nota verður allt hugsanlegt fjármagn sem til fæst. Við erum bjartsýnir um fram- tíðina, því við treystum á hið unga íþróttafólk, sem halda mun merkinu á lofti. Skapa verður því þá aðstöðu til æfinga og keppni, sem því ber. Það verður að gera þá kröfu til hins opin- bera, að það styrki mun betur hið frjálsa íþróttastarf en verið hefur, bæ'ði með betri kennslu og betra húsnæði. Frjálsíþróttafólk gerir þá kröfu að þegar verði bætt svo aðstaða í hinni nýju íþróttahöll í Laugardal að hægt verði að hafa þar fullkomin íþróttamót á alþjóðamælikvarða. í DAG (laugardag) fer fram í Montevideo, Uruguay þriðji leik- urinn milli amgentísku raeistar- anna Racing Club og Glasgow Celtic, Evrópumeistaranna í knattspyrnu um titilinn heims- meistari félagsliða. í fyrri leikj- um milli þessara félaga í keppn- — Skotar Framhald af bls. 1 Bretlandi, að meginmálið í al- mennu þingkosningunum í Wales og Skotlandi 1971 verður vaxandi þjóðernis- kennd íbúanna þar og há- værar kröfur um heimastjórn. Skozkir þjóðernissinnar segja t. d., að spurningin sé ekki hvort Skotland fái sjálfstæði heldur hvenær það verði, og þeir vilja halda því fram, að það verði í þingkosning- unum eftir fjögur ár. Aukakosningarnar í hinum kjördæmunum tveimur fóru á þá lund, að Verkamanna- flokkurinn tapaði Leicester til íhaldsflokksins, en hélt Gorton-hverfinu í Manches- ter, þar sem Winston S. Churchill baúð sig fram af hálfu Ihaldsflokksins. Þar munaði einungis 587 atkv. á Churchill og Kenneth Marks. frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Talsmenn brezku stjórnar- innar sögðu í dag, a'ð stjórn- in mundi halda áfram fram- kvæmd hinna óvinsælu efna- hagsráðstafana, þrátt fyrir ósigurinn í aukakosningunum. Sögðu talsmennimir, að stjórnin væri sannfærð um, að hún væri á réttri braut; ráðstafanirnar mundu bera árangur áður en langur tími liði, og mundu þá atkvæða- hlutföllin á ný verða í hag Verkamannaflokknum. Ef slíkt verður ekki hægt verður að hefjast þegar handa um bygg ingu slíks húss. Framtíð frjáls- íþrótta hér á landi er undir því komin, að slík aðstaða skapist inni um titillinn sigraði Celtic í Skotlandi með einu marki gegn engu og Racing sigraði Buenos Aires með tveimur mörkum gegn einu. Því var ákveðið að þriðji leikurinn skyldi leikinn í Uruguay ef með þyrfti. Mikill undir'búningur er í borginni vegna leiksins, sem fer fram á Centenario leikvellinum, en hann er stærsti leikvöllur þar í landi, rúmar 75.000 mianns. Það þykir skyggja á sigur Racing sl. miðvikudag, að markvörður Celtic, Ronnie Simpson fékk stein í höfuðið rétt áður en leik- urinn hófst og var borinn út af hálfmeðvitundarlaus. Fallan lék, í markinu í staðinn. Ekki hefur enn sannazt hver framdi þetta ódæðisverk. Simpson, sem er landsliðsmarkvörður Skota um þessar mundir, getur ekki leikið í leiknum í dag. (Hefst kl. 19.00 ísl. tíma). Framkværadastjóri skozka félagsins Jock Stein sagði sl. fimmtudag, að ef ekki væri tryggt öryggi skoz.ku leikmann- anna myndu þeir 'hætta við leikinn. Brezkiir íþróttafrétta- menn eins og John Mackenzie frá Daily Express sagði eftir leikinn í Avellaneda Stadium sl. miðvikudag: „Þetta er ruddaleg- asti leikur, sem ég hefi nokkurn tíma séð og Celtic geta sannar- lega borið höfuðið hátt, eftir að hafa lent í mestu þrekraun sem nokkurt brezkt knattspyrnu- i.ið hefur upplifað". - Hús Framhald af bls. 1 eftir mikið skýfall. Yfirvöldin vona að úrkoman standi ekki lengi, þannig að ekki komi til flóða í líkingu við þau er geis- uðu í fyrra. Fréttir hafa einnig borizt af flóðum á Kýpur. vegna hins stutta keppnistíma- bils a'ð sumrinu. Að svo mæltu segi ég 20. Árs- þing Frjálsíþróttasambands ís- lands sett. Framhald af bls, 1 tókst hins vegar ekki hjálpar- laust að dreifa óeirðaseggjum, sem köstuðu múrsteinum, brutu gluggarúður og kveiktu í nokkr- um verzlunum. Þjóðvarðliðar og lögreglumenn neyddust til að af- girða blökkumannahverfið og þá fyrst tókst þeim að ráða við á- standið. ♦ Þjóðvarðliðar hafa verið kvaddir til bæjarins Gary í Indí- ana til þess að koma í veg fyrir óeirðir á þriðjudaginn, en þá fara fram bæjarstjórakosningar í bænum og er blökkumaður í framboði. íbúar Gary eru 180.000 og þar af eru 55% blökkumenn. Ásprestakoll ÉG vil með þessum fáu línum vekja athygli á því, að á morg- un, sunnudaginn 5. nóvember, býður Kvenfélag Ásprestakalls öldruðu fólki í prestakallinu, 65 ára og eldri, til fagnaðar, og hef- ur Langholtssöfnuður góðfús- lega lánað húsakynni sín að Sól- heimum 13 í þessu tilefni. Samkoman hefst með guðs- þjónustu kl. 2 í Langholtskirkju. Að henni lokinni verður boðið til kaffidrykkju. Síðan fer fram þjóðdansasýning, kórsöngur, upp lestur, tvísöngur og loks sam- eiginlegur söngur. Er þess að vænta að eldra fólkið fjölmenni til þessa fagn- aðar og megi hafa nokkra á- nægju og skemmtun af, enda vel til alls vandað. Grímur Grímsson, sóknarprestur. Skellinöðru stolið NSU skellinöðru var stolið frá Hafnarhúsinu, milli klukkan þ.rjú og fjögur sl. miðvikudag. Skellinaðran er grá að lit og bar einkennisnúmerið: R-1146. Þeir, sem kynnu að ihafa orðíð varir við skellinöðru þessa eftir að henni var stolið, eru vinsamleg- ast beðnir að getfa sig fram við rannsóknarlögregluna. Skákmótið í Túnis: Fischer mætir ekki — Larsen vann enn og er efstur Celtic og Racing í Montevideo - Leika þriðja leik um titilinn Utför

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.