Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR ttgpmÞlafrife 54. árg. 255. tbl. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1967. Prentsmiðja Morgunblaðsins Egyptar segjast nú túsir til viðrœðna: En skilyrðið er brott flutn. ísraelsmanna Beinar viðrceður við Israel útilokaðar Kaíró, 8. nóvember. NTB—AP. EGYPZKA stjórnin er fús til við ræðna um áætlun bandarísku stjórnarinnar nm frið fyrir botni Miðjarðarhafs þegar ísraelsmenn hafa flutt burtu hersveitir sinar frá herteknum svæðunum, sagði Hassan Zayao, starfandi áróðursmálaráðherra Egypta á blaðamannafundi í dag. Persónulega kvaðist hann telja, að brottflutningur ísraels- manna mundi leiða til friðar. Ráðherrann kvaðst sammála ummælum Husseins Jórdaníu- konungs í Bandaríkjunum þess efnis, að Arabar séu reiðubúnir að viðurkenna tilverurétt ísraelsríkis. Hann sagði, að þegar Palestínustríðinu lauk 1949 hefðu Arabaríkin undirritað vopnahléssamning, þar sem viðurkennd væri tilvera ísraels og réttur ísraelsmanna til að lifa í friði og öryggi. Ekkert Arabariki hefði dregið þennan Framhald á bls. 31. Kosningarnar í San Francisco um Vietnamstríðið: í Nær helmingi fleiri greiddu atkvæöi með áframhaldandi þátttöku Bandaríkjanna Tveir blökkumenn kjörnir borgarstjórar í LSA ÞYRLUR eru mikið notaðar í Vietnamstyrjöldinni til þess að bjarga bandariskum flug- mönnum, sem skotnir eru niður. Mennirnir á þessari mynd eru þyrluflugmenn ©g var þyrla þeirra skotin niður skammt frá fljótinu Vam Co Dong í An-héraði í Suður- Vietnaim í síðustu viku. Þeim var bjargað um borð í aðra þyrlu og eins og sjá má mun- aði mjóu í þetta skiptið. New York, 8. nóvember AP-NTB. MILLJÓNIR bandarískra kjósenda víða í Bandaríkjun- um gengu á þriðjudag til kosninga til sveitastjórna og borgastjórna og í San Franc- isco voru einnig greidd at- kvæði um það, hvort Banda- ríkjamenn ættu að hverfa burt frá Víetnam eða ekki. ^- í kosningum þessum gerð- ist það, að blökkumenn voru í fyrsta sinn kosnir borgar- stjórar í tveimur bandarísk- um borgum. f Cleveland í Ohio bar blökkumaðurinn Carl Stokes sigur úr býtum og í Gary í Indiana blökku- maðurinn Richard G. Hatc- her. Báðir eru þeir í flokki demókrata. -^ f atkvæðagreiðslunni í San Francisco um þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöld- inni í Víetnam, greiddu nærri því helmingi fleiri atkvæði með áframhaldandi þátttöku Bukavu fallin og mála- liðar flúnir til Rwanda Aðalvirki málaliða á valdi Kongóstjórnar Kigali, Rwanda, 8. nóv. — NTB HVÍTIR málaliðar hafa hörfað úr hiniim stríðshrjáða bæ Buka- vu í Austur-Kongó þar sem skot færi þeirra voru á þrotum og hafa skotið síðustu sprengju- vörpukúlunni, að því er segir í fréttum, sem borizt hafa frá Bukavu. Málaliðarnir, en um 100 þeirra eru hvítir og 2000 fyrrv. her- menn aðskilnaðarstjórnarinnar í Katanga, fóru yfir landamærin til Rwanda snemma á sunnu- dagsmorgun. Þeir höfðu þá haft Bukavu á sínu valdi í þrjá mán- uði, og þeir hörfuðu eftir snarpa bardaga við hersveitir Kongó- stjórnar. 14.000 menn úr Kongóher hafa náð Bukavu á sitt vald, en mála- liðarnir dveljast í herbúðum í grennd við Cyangugu, sem er um 16 km frá landamærunum, og menn úr her Rwanda hafa gætur á þeim. Katangamenn til Zambíu? í AP-frétt frá Kampala, höf- uðborg Uganda, segir, að sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum hafi Kongóstjórn fallizt á að Katangamönnum þeim, sem flú ið hafa Rwanda, verði leyft að fara til Zambíu. 100 Katanga- menn, þar af 8 alvarlega særðir, hafa sótt um leyfi til að fara til Fraimihald á bls. 31. Bandaríkjanna þar en með því að, Bandaríkjamenn yrðu á brott með her sinn þegar í stað. Mikill áhugi á kosningunum í San Francisco Hubert Humphrey varaforseti, sagði, á meðan á kosningabar- áttunni stóð, að kjósendur í San Francisco gætu á frjálsan hátt látið í ljós álit sitt varðandi Vietnam-styrjöldina, en hver sem úrslitin yrðu, myndu þau ekki hafa áhrif á utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Engu að síður var fylgzt með þessum þætti kosninganna af miikluim áhuga bæði í Bandarikj- unum og erlendis, þvi að þetta var í fyrsta sinn, sem hin um- deilda stefna Johnsons forseta i Vietnam var borin undir eins konar þjóðaratkvœði. Ástæðan fyrir atkvæðagreiðsl- unni um þetta málefni í San Franciseo var sú, að hópur manna, sem nefndust „Borgarar fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu •uirh Vietnam" höfðu safnað ]2.000 undirskriftum um, að þessi atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram og þannig fengið því framgengt, að spurningin varð- andi þetta málefni var einnig sett á atkvæðaseðlana. Spurn- ingin, sem lögS var fyrir kjos- endur, var, hvort það ætti að vera stefna landsins að gera þeg ar í stað vopnahlé og kaöa heimn her landsins frá Vietnam og láta vitnamiísku þjóðina ráða sjáifa fram úr vandamálum sín- um. Ekki fór fram nein kosninga- barátta varðandi þennan þátt kosninganna, en bæði blöðin, en þau eru tvö, sem gefin eru út í San Francisco, beittu sér gegn hópi þeim, sem krafizt hafði at- kvæðagreiðslunnar. Framihald á bls. 31. Sallul verður um kyrrt í Bagdod Bagdad, 8. nóvember. AP. ABDULLAH SaJlal, fyrrum forseti Jemen, hyggst dvelj- ast í írak fyrst um sinn, að því er blaðið „Al manar" skýrði frá í dag. Blaðið hefuir eftir syni Sallals, Ali, sem var sendi- herra Jemens í Moskvu, og , yar í fylgd með honum í íraksheimisókninni, að hann ' hafi ekki viljað yfirgefa her- ' bergi sitt í höllinni í Bagdad | vegna atburðanna í Jemen. Að sögn Ali var enginn ágreiningur í Jemen áður en Sallal fór úr landi, og allir i hópar þeir, sem stóðu að byltingunni, voru samþykkir ' því að hann færi í ferðalag sitt. í lok byltingarafmœlis: Úformlegar viðræöur um ráð- stefnu leiðtoga kommúnistaflokka Sambúð Kúbu og Sovétríkjana versnandi Moskvu, 8. nóvember — NTB FLESTIR þeirra kommúnista- leiðtoga, sem tóku þátt i hátiða- höldunum vegna hálfrar aldar afmælis októberbyltingarinnar, eru taldir hafa átt með sér óform legar viðræður í dag. Kína og Albania sendu ekki fulltrúa til hátíðahaldanna og sendinefnd Kúbu hélt heimleiðis á þriðju- dagskvötd og sendinefnð Rúm- eníu í morgun. Af opinberri hálfu hefur ekk- ert verið skýrt frá því, hvað kommúnistaleiðtogarnir ræddu á fundum sínum í dag, en sam- kvæmt heimildum í Moskvu seg ir, að þeir muni sennilega hafa rætt m.a. um tillögu um alþjóð- legan fund kommúnistaflokka. Var gert ráð fyrir, að flestir kommúnistaleiðtoganna myndu fara frá Moskvu á fimmtudags- kvöld eða á föstudag. Kína og Albanía sendu ekki fulltrúa til hátíðahaldanna eins og að framan segir, og í sendi- nefnd Kúbu voru ekki háttsettir Framhald á bk. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.