Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NOV. 1967 Sérf ræðileg athugun á varnarmál- efnum verði í höndum íslendinga — forsœtisráðherra svaraði fyrirspurn á Alþingi um framkvœmd stefnuyfirlýsingar A FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær svaraði Bjarni Beneðiktsson forsætisráðherra fyrirspurn, er fram hafði komið frá Magnúsi Kjartanssyni um framkvæmd stefnuyfirlýsingar. Var fyrir- spurn Magnusar svohljóðandi: Hvernig hyggst ríkisstjórnin framkvæma eftirfarandi atriffi í nýjustn stefnuyfirlýsingu sinni: „Efnt verði til sérfræðilegrar könnunar af tslands hálfu á því, hvernig vörnum landsins verði til frambúðar bezt háttað"? Forsætisráðherra svaraði fyrir- spurninni á þessa leið: Akvörðun vm, hvort Island skuli vera varið eða óvarið er svo afdrifarik, að æskilegt er að geta stuðzt við öruggt, hlutlaust mat sérfræðinga í þeim efnum. Hinsvegar hafa fáir eða engir íslendingar lagt stund á slík fræði svo að verulegu nemi, þó að nokkrir hafi raunar gengið á liðsforingjaskóla og allmargir kynnzt ýmsum þáttum varnar- mála við stðrf í utanríkisráðu- neytinu á undanförnum árum. A meðan öðrum er ekki til að dreifa, þykir eölilegt, að ein- hverjum úr þessum hópi verði fengið það verkefni að kynna sér fræðilega sem flest atriði, er varða varnir landsins bæði með það í huga að rannsaka heimild- ir, sem um þær eru til innan Atl- andshafsbandalagsins og á öðr- um vettvangL Magnús Kjartansson, sagði, að í des. 1956 hefði orðið samkomu- lag um alS skipa nefnd sem í ættu sæti þrír íslendingar og 3 Bandaríkjamenn tfl þess að rannsaka þessi mál og hefði því nefnd þessi haft góðan tíma til stefnu. Væri því hæpið að telja Island vanbúið af sérfræðingum 1 þessum málum og væri sér kunnugt um að íslendingarnir í nefndinni hefðu fyrir skömmu dvalið í Bandaríkjunum. Magnús sagði, að svo væri komið að Island hef ði ekki leng- ur neitt herna'ðarlegt gildi fyrir NATO eða Bandarífcin, þó að svo kynni að hafa verið þegar varn- arsamningurinn var gerður. Þá ræddi Magnús einnig nokkuð NATO, og taldi það bandalag vera að sundrast að nokkru m.a. með því að Frakkar hefðu geng- ið úr því. Jónas Arnason (K) sagði, að þegar leita þyrfti ráða um hern- aföarlega þýðingu íslands væri ævinlega farið til borðalagðra hershöfðingja Bandaríkjamanna sem væru hér alltaf af og tQ á ferðinni. Það lægi í augum uppi að orðum þessara manna væri lítt að treysta í þessu sam- bandi, þar sem um beint hags- munamál þeirra væri að ræða. Hreinasti ósithir væri að hafa allt sitt vit frá bandrískum hers- höfðingjum. Bjarni Benediktsson forsætls- ráðherra tók aftur til máls og sagði m.a.: Það hefur legfð ljóst fyrir bæði í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar og var ítrekað í svari við fyrirspurninni, að ætl- unin er að sú sérfræðilega at- hugun, sem nú fari fram, sé gerð af Islendingum og undir þeirra stjórn. Að sjálfsögou verður ekki komizt hjá því að afla sér einnig fræðslu erlendis frá. Eg vildi leiðrétta þann misskilning er kom fram í ræðu Magnúsar Kjartanssonar að Frakkar hafi slitfð hernaðarsamvinnu við Atl- andshafsbandalagið. Þeir hafa sagt sig úr tilteknum stofnunum innan bandalagsins, þar sem herir eru undir sameiginlegri stjórn. Ennþá eru Frakkar innan Atlandshafsbandalagsins og halda þar uppi margvíslegri samvinnu einmitt um hernaðar- málefni. Það er rétt ,að Frakk- ar hafa skapað sér að ýmsu leyti sérstöðu, en bæði yfirlýsingar valdamanna í Frakklandi og ný- legar skoðanakannanir þar benda til þess, að bæði stjórn- vÖld og franskur almenningur hyggist halda áfram að vera inn an Atlandshafsbandalagsins og taka þátt í störfum þess, einnig eftir árið 1969. Þá var það misskilningur hjá fyrirspyrjanda, að hin svokall- aða sérfræ'ðinganefnd, sem sett var á stofn með samkomulagi vinstri stjórnarinnar við banda- rísk yfirvöld á sínum tíma, hafi verið starfandi frá þeim tíma til þessa dags. Ég hygg að sú sér- fræðinganefnd hafi aldrei komið saman, hvorki á dögum vinstri stjórnarinnar, né síðar. Það er allt annað mál, að frá því að varnarsamningurinn var stað- festur hefur starfað varnarmála nefnd, fyrst innan utanríkisráðu- neytisins, en sfðar var sett upp sérstök skrifstofa til að annast þessi mál. Þeir, sem starfað hafa þar hafa verið sérstakir trúnað- armenn þeirra flokka, sem að ríkisstjórn hafa staðið hverju sinni. Það er af öllum viðurkennt, að varnir eru höfðuskilyfði þess, að friður geti haldizt. Þarf ekki ann að en að vitna í Þjóðviljann í morgun, en þar er skýrt frá því, að aðalþáttur hátíðarhaldanna miklu í Moskvu í gær hafi verið hersýning. Ég veit, að allra sízt mundu þeir tveir alþingismenn sem hér töluðu, ef ast um það, að þeim er fyrir þessari hátíð stóðu, var sérstaklega friður í huga með þessari miklu hersýn- ingu, og sýna hversu land þeirra væri vel varið. Laxveiðarnar við Crœnland: 500 tonn af laxi veiddust þar í sumar Alþjóðahafrannsóknariráðið hélt hina árlegu fundi sína í Ham borg nýlega. Starfar það í niefnd um. Ein nefndin er Göngutfiska- nefndin, sem fer með mál, er varða lax, silunig og ál, og mætti veiðimálastjóri á fundum nefnd- arinnar. Var m.a. arætt um lax- veiðarnar við Grænland og gerð áætliun um samstarf til þess a'ð kanna áhrif Grænlandsveiðanna á laxveiði í heimalöndum laxins. fsland er aðili að þessu sam- starfi. Á fundum Göngufiskanefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins í Hamborg í október var m.a. lagt lagt fram álit Samstarfsnefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins og Fiskveiðanefndar Norðvestar Atlantshafsins um laxveiðarnar við Grænland. Fara hér á eftir upplýsingar sem komu fram í nefndu áliti. Laxjveiðarnar í sjó við Græn- land hófust á þessu ári í ágúst- mánuði og ,gengu vel fram tfl septemfberloka. Veiddust um 500 tann af laxi á þessum tíma. Vai utO.it fyrir ágæta laxveiði á ver- tíðinni, sem mun væntanlega enda í þessuim mánuði. Er lík- legt, að heildaraflinn verði svip aður því, sem hann var 1964, en þá veiddust 1539 tonn af laxi í sjó við Grænlaind. I fyrra varð Deilt um sumarbústaði á Þing- völlum á Alþingi — þingsályktunartillaga um endur- skoðun á lögum um triðhelgi Þingvalla í GÆR urðu töluverðar uimræð ur á fundi Sameinaðs Alþingis um þingsálykbunartillögu Magn úsar Kjartanssonar um endur- skoðain á lögum um friðun Þing valla. Þingsályktunartillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela náttúruverndarráði og þjóð minjaverði að endiunskoða lög nr. 59 frá 7. maí 1928, um frið- un Þingvalla, og semja frumvarp um breytingar á þeim lögum. Til gangur endurskoðiunarinnar skal vera sá að tryggja, að náttúru- verndarsjónarmið móti allar framkvæmdir á Þingvöllum, m. a. skuilu sett ákvæði, sem mæla svo fyrir, að sumarbústaðir ein staklinga skulu fjarlægðir af því svæði sem lögin ná til, innan ákveðins tíma og samkvæmt tilteknum reglum. Á meðan end urskoðu.n laganna fer farm, felur Alþingi Þingvallanefnd að banna byggingarframkvæmdir og jarð rask á vegum einstaklinga á ölhi því landi, sem talið er upp í 2. og 3. grem laga um friðun Þing valla. í framsöguræð.u sinni sagði Magaiús Kjartansson m.a. að í lögum þeim sem nú gEda, væri Þingvallasvæðinu skipt í tvennt, annars vegar hið friðhelga lamd, eins og það væri afonarkað í 2. gr. laganna. ag hins vegar næsta nágrenni þess. Hefði tilgangur löggjafans með þessu augsýni- lega verið sá, að hið friðhelga land yrði smiátt og smátt stækk- að með kaupum á jörðum eða eignanáini. Þá vék Magnús að bygging- um aumarbústaða á Þingvöllum að eagði að aú tilhögun að út- hluta lóðum fyrir þá á Þing- völlum, bryti gjörsamlega í b'óga við nútímahugmyndir um þjóð- garða og þau fyrirmæli laganna um friðun Þingvalla að Þing- veMir við Öxará og grenndin þar skuli vera „friðlýistur helgistað- ur allra fslendinga". Gils Guðmundsson sem er með flutningsmaður Magnúsar að til lögunni tók oiæstur til máls og tók undir orð Magnúsar. Emil Jónsson utanríkisráð- herra og núverandi formaður Þingvallanefndar sagðist geta fallizt á það að lögin um frið- ¦un Þingvalla yrðu endunskoð- uð. Á þeim 40 árum sem þau hefðu haft gildi hefði imargt breytzt, m.a. í samgöngumálum og yrði að endurskoða lögin með hliðsjón af ihreyttum þjóðfélags- háttum. Ráðherra sagði að hinu ifriðhelga svæði væri í lögunum sett eðlileg takmörk og ekki befði komið neitt fram í um- ræðum á sínuim tána sem benti til þess að það væri ætlunin að stækka það svæði. Þá hefði hvergi í þeim viðræðum komið fram að banna bæri að byggja sumarbústaði á landi utan frið- helga svæðisins. Einn af forystu mönnum þess að lög um friðun Þingvalla voru sett hefði verið Jónas Jónasson þáverandi dóms málaráðherra. f bréfi frá 1964 kæmi fram að það hefði verið vilji hans að úthlutað yrði lóð- uim undir sumarbústaði á Þing vallasvæðinu. Sjálft friðlýsta svæðið á Þingvöllum væri milili 3 og 4 þús. hektarar, svo raun- verulega væri um að ræða nógu etórt landsvæði er væri alfriðað, auk þess sem það væri það svæði sem fólk héldi sig að lang mest- um hluta á, þegar það færi til Þingvalla. Réðherra sagði að óeðlilegt mætti telja að náttúruverndar- ráði yrði falið endurskoun á iögunum, þar sem það hefði á undanförnum áruim átt í deilum við Þingvallanefind. Betra væri að fela endurskoðunina hlutlaus- uim aðiium. Fyrir lægi önnur þingsályktunartillaga um nátt- úruvernd og væri eðlilegt að sama nefndin fjallaði ,um bæði þeasi máL Magnús Kjartansson og Emil Jónsson tókiu aftur til máls, en síðan var tiillögunni vísað til allsherjarnefndar Sameinaðs Al- þingis. Þingsályktunartillaga um hringveg um landið LÖGÐ var fram á Aiþingi í gær tillaga til þingsályktunar um uaidirbúning þess að gera akfært umnhvexfk landið. Flutningsmenn tillögunnar eru Eysteinn Jóns- son, Jónas Pétursson, Lúðvík Jós epsson, Jón Árm>ann Héðinsson og fl. Þingsályktunartillagan er svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að skora á samgöngumálaráðherra, að láta gera áætlun um vega- ag brúargerð á Skeiðaránsandi, sem tengi hringleið um landið, og á hvern hátt afla megi fjár til að framkvæma verkið. Áætlun þessari skal hraðað eft ir föngum, svo aS hafa megi hana til afnota við gerð næstu vegaáætlunar. laxveiðin 861 tonn og í hittið fyrra 1338 tonn. Laxveiðin í lönd unum, þar sem lax hrygnir og elst upp í ánum. var góð, eða ágæt í eumar, nema helzt í Kan ada. Á undanförrtU'm árum hefur veiðin í heimalöndum laxsins ver ið góð, og verður ekki séð, að greinileg tilhneiging til veiðirýrn unar hafi átt sér stað fram til ársins 1966, sem afleiðing af lax veiðunum við Grænland. Reynt er að afla upplýsinga um uppruna laxsins, sem veiðist við Grænland. Er það m.a. gert með merkingu á gönguseiðum og á laxi, er veiðist við Græn- land. A árunum 1©63 til lð65 voru merkt rúmiega 250 þús- und gönguseiði og hafa um 200 þeirra komið fram í Grænlande- veiðunum. 148 merktu laxanna vor,u frá Kanada, 22 frá Eng- landi og Wales, 22 frá Skotlandi og hinir frá Svíþjóð, írlandi og Bandaríkjunum. Framan af yfir- standandi vertíð hafa veiðst 4 merktir laxar, 2 frá Bandaríkjun um, einn frá Kanada og einn frá Svíþjóð. í fyrra voru merkt ir 213 þúsund gönguseiði, þar af um 8600 hér á landi og í vor 242 þúsund ag þar af um 10,500 hér a landi. Vænta má, að göngu seiðin sem merkt voru 1966 geti komið fram í veiðunum í haust, eða síðar. Haustið 1966 voru 728 laxar veidir og merktir við Grænland og veiddust þrír þeirra í sum- ar, tveir í Tweedi-ánni í Skot- landi og einn í Miramichiánni í Kanada. Búið var að merkja 104 laxa við Græmland í lofc septem bermánaðar. Fregnir af vaxandi laxveiði 1 sjó úti fyrir norsku ströndinni hafa vakið mikla athygli. Á und anförnum árum hefur lax verið veidd'ur þar lítilsháttair í lagnet, en niú hafa Danir tekið upp lax- veiðar á ILnu á þessum slóðum. í fyrra voru 6 eða 7 danskir bátar við þessar veiðar, en í vor voru yfir 20 danskir bátar við laxveiðar auk nokkurra sænskra, færeyskr* og norskra báta. Er talið líklegt, að heildar veiði- magn þessara báta í ár hafi ver- ið 100 tia 200 tonn. Óttast Norð- menn að aukning verði á þess- ari veiði á næstu árum. Samistarfsnefnd Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins og Fiskveiði- nefndar Norðvestur Atlantshafs- ins um laxveiðar við Grænland vinnur að því, að afla gagna varðandi laxveiðar við Grænland ag í heimalönduim laxsins, með það fyrir augum að fá úr þvi skorið, hvort laxveiðarnar við Grænland rýri veið- arnar í heimalöndiuriiUm, og ef svo er, þá í hvaða löndum slíkt gerist og að hvað miklu leyti i hverju landi. Eru slíkar niður- stöður nauðsynlegar ef koma á banni á laxveiðar í sjó. (Frá Veiðimálaskrifstofunni) » • m Ekkeit nýtl í smyglmólinu SKIPVERJAR á Ásomundi «itj» enn í gœzluvaðhaldi vegna him stófellda áfengissmygls og «r rannsókn ekki lokið. Meir» áfengi hefur ekki fundizt og lítið nýtt komið fram. * • m Athugasemd „GREINARGERÖIN", sem birt- ist í blaðinu í gær um skemmdir á trjám í Noregi af völdwm flúors, er fná Skógrækt ríksina — og birt eftir ósk þeirrar stofn- unar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.