Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 Þai sem menn ræia mest við vetrarkomurnar 1967 VETURINN er genginn í garð samkvæmt tímatalinu, og einnig byrjar í dag vertrarveðrátta, etftir heldur gott haust. Já, vetur irun byrjar hér með frasti og fjúki af norðri, og lætur „Norðri karl" dólkslega, og ekki frítt við að hann skjóti skelk í bringu heytæpum bændum. Allt til þessa, hafa suimir ver- ið að reyna að reita sér hey- strá, því hjá flestum er knappt um hey, og hjá sumum verulega minna en verið hefur, og geta þeir varla haldið sínum stofni. Undanfarna daga, hafi menn sést á norpi undir vegg, og á tali tveir eða fleiri, þá hefur verið auðvelt að giska á um- ræðuefnið en það hefur ekki verið um komandi vetur. Heldur um efnahagsaðgerðir og smygl- mál. Bfnahagsaðgerðunum tek- ur fólk skynsamlega, eins og raunar al'ltaf þegar á reynir og þjóðarheildin er í vanda. Sjálfur er ég þeirrair skoð- unar, að ef svo tekst að komast frá þessum málum, sem efni standa til, að þá megi heldur telja það þjóðarheildinni til happs, en óhapps, að lenda í þessum erfiðleikum. Þjóðin hefur lifað á undanförn um árum, eins og ja, heldur vel uppalinn maður, sern stendur allt í einu með fullar hendur fjár, sem hann hefir lengi þráð. Hann gerir með þessu fé, marga góða hluti fyrir nútíð og framtíð, en hann eyðir alltof stórum hluta fjárins í svall og óhóf, aðeins til þess að njóta þess að lifa, og eyða fé. Slík æfintýri enda venjulega skyndilega, eni menn verða reynzlunni ríkari. Ég efast ekki um, að ráða- menn þjóðarinnar og fjölmargir einstaklingar hjálpist nú að þvi, að „hala niður" á þjóðarskút- unni, og beita henni uppí, eftir mikið lens við hagstæðan byr, meðan hún með skynsamlegum ráðstöfunum er búin undir það, að hefja aftur erfiðari siglingu til bættra lífkjara, áhöfninni til handa. Það sem öllu varðar, er að stjórnendum skútunnar takist að skipta þannig vandanum um borð, að hann hvíli sem jafnast á allra herðum, og þeir með breiðustu bökin verði ekki látn- ir standa hjá, heldur látnir full- komlega bera sitt, og létta held- ur undir með þeim sem minna geta. Takist það, þá verður skút an vel undir það búin að taka þeim veðraham, sem komandi vetur kann að- færa okkur, á sviði vandamálanna. Það sagði við mig maður um daginn, útundir vegg, og var mjög hneykslaður.: — Já! svona fer það, þegar menn eru að fást við það, sem þeir kunna ekkert til. (Svo lœkkaði hann röddina og hélt áfram). — Mig furðar bara á því, að þeir skyldu ekki fara með þetta beint uppá lögreglustöð. Að ætla sér að landa þúsund kössum af „sénna" forstofumeg- iti í Reykjavík. Nei, það er móðgun við lögguna. Já, það rak heldur betur á fjörur hjá ríkinu um daginn, þúsund kassar af áfengi. Eitt sinn rak á fjörur í minni sveit, ein tunna af 96 gráðu spíra. Hún lak öllu af sér í geymsl- unni utan smá leka sem eftir skipan yfirvalda var hellt nið- ur við mikla viðhöfn og við- veru yfirvalda, sem báru eld að legi þessum, en logaði illa. SjáLfsagt verður þessu á- fengi ekki helt niður, heldur fært í Afengiaverzlunina til sölu á sama verði og það áfengi, sömu tegundaT, sem kemur til landsins eftir löglegum leiðum, og finnst mér það rétt að farið, fyrst áfengissala er í landinu. Eitfihvað fínnst mér þó ógeð- felt við það, að taka þennan varning sem mikið er búið að hafa fyrir, jafnvel stofna lífi sínu í hættu fyrir að selja hann, og láta peningana alla í okkar sameiginlegan kassa, ekki svo gott sem vera æftti. Ég vil því gera það að tillögu minni, til þeirra sem málunum geta ráðið. Að af öllum smygl- varningi sem ríkið tekur í sína vörslu, verði innkaupsverðið, sem einhver er búinn að l'áta af hendi, eða sem því svarar, ekki látið í ríkiskassann. Heldur verði af því stofnaður sérstak- ur sjóður, í vörslu fjármála- ráðuneytisins, sem verði stofn- sjóður hjálpar og líknarstarf- semi í landinu, sem verði til styrktar ýmsum Jíknarfélöguim. En í sambandi við þetta smygl- mál, og að þessu sinni, verði öllum hagnaðinum varið til að stotfna sjóðinn, sem gæti orðið 4—5 milljónir. I>að kynni svo að fara, að við sæjum einhvern- tímann ekki afitir því, að hafa 1-agt þetta fundna fé til hliðar. >að er ekki langt siðan farið var að hafa uppá þessum stóru smyglbirgðum, sem trúlega hafa þó alltaf verið fyrir hendi. Það bendir til aukins eftirlits, og er menningarbragur að. Að hinu er enginn menningarbrag- ur, þegar verið er að hundelta menn þótt kunningi þeirra um borð í skipi gefi þeim, eða jafn- vel selji eina flösku. Áráttan í að smygla áfengi, vex við það að verðmunur á innlendu og erlendu áfengi vex. Stór smyglmál hljóta því að koma upp öðru hvoru, alveg sér staklega ef tollgæzla væri auk- in, sérstaklega útá landsbyggð- inn, en þar verður hennar lít- ið vart, enda miklu smyglað. í>að er verulegur misskilning- ur hjá mönnum, að vera að kaupa smyglað áfengi á svipuðu verði og þeir geta fengið það hjá ríkinu. Því þau hundTuð milljóna sem ríkið fær fyrir sölu á áifengi, er þó varið til gera ýmsa góða hluti, fyrir mig og þig. Þótt miklu betur vær- um við sett, að sleppa þeim hundruðum milljóna, og að enginn drykki áfengi, en um það er víst ekki um það að velja, því miður. En af þeim milljónum sem við greiðum fyrLr smyglað áfengi úr erlendum skipum, sér ríkið, eða við, ekkert eftir af nema ölvaða menn og það sem ölvun hefur í för með sér. Og lííið meira af þeim milljónum sem keypt er fyrir úr innlendum skipum, pg eftir öðrum ólöglegum leiðum. Þetta ætttu menn að hafa hug- fast meira en gert hefur verið. Eftir því sem ég kemst næst, þá munum við greiða 150—200 millj. á ári fyrir smyglað áfengi, og þær milljónir væru sannar- lega betur komnar í ríkiskass- ann. En sem sagt, geta menn ekki orðíð sammála um að stofna þennan sjóð, og treysta þar með einn falinn á þjóðarskút- unni, ef til vill ekki mikilvæg- an á siglingunni sem framm- undan er, en þó hann falinn sem margur lítilmagninn mundi sakna ef brysti, sérstaklega um jólin. I>að er ekki eins kaldrifj- að og vetrarlegt, eins og að hamstra þetta beint í ríkiskass- ann, og aðeins vottur samúðar til þeirra ógæfusömu manna, sem lenda í svona málum, ó- gæfusömu manna, sem lenda í svona mál'um, óhappaverk þeirra verða ekki eins nakin. Við verjum svo alltof litlum' hluta áifiengisgróðans, tU. þess að draga úr því tjóni siem notkun áfengis veldur í landinu. Auk þess, væri þessi ráðstötfun að- eins réttmæt viðurkenning á því fórnfúsa starfi sem líknar- félögin hafa unnið á undanförn- um árum. Við getum á margan háitt, og með margvísiégum ráðstöfun- um, búið þjóðarskútuna undir þá skaðTæðis vetur sem á henni kunna að skella, en til þess að tryggja árangur af þeim ráðstöf unum, þarf áhöfnin að temja sér, bæði, meiri þegnskap og drengskap í saimskiptum. Gleðilegan og góðan vetur. Látrum fyrsta vetrardag 1967. Þórðuir Jónsson. HORNAKORALLINN var sýndur í Þjóðleikhúsinu næst sí9- asta sinn á sunnudaginn 5. nóv. en síðasta sýning leiksins verður föstudagrinn 10. þ. m. Myndin er af Róbert Arfinnssyni og Þóru Friðriksdóttur í hlutverkum sínum. Yfirmaður Cesta po enn á lífi Athyglisverðar upplýsingar Simon Wiesent- kals um stríðsglœpamenn nazista Miinchen, 7. nóvember NTB—AP. SIMON Wiesenthal, sem stjórn- ar þeirri stöð Gyðinga í Vín, sem vinnur að því að koma upp um striðsglæpamenn frá dögum nazista, vann í dag sigur í mála- ferlum þeim, sem staðið hafa milli hans og Erich Rajakovic, fyrrum SS-foringja. Þetta hefur í för me'ð sér, að unnt verður að gefa út bók Wiesenthals „Morðingjarnir á meðal vor" í Vestur-Þýzkalandi. Rajakovic hafði höfðað mál til þess að koma í veg fyrir út- gáfu bókarinnar í Vestur-Þýzka landi. Áður hafði honum tekizt að koma í veg fyrir útgáfu bók- arinnar í Austurríki, þar sem Rajakovic, eða Raja eins og hann kallar sig nú, er búsettur. SS-yfirforingi handtekinn Ákæruvaldinu í Miinchen hefur tekizt í samvinnu við mið- stöð þá, sem starfrækt er í Ludwigsburg til þess að rann- saka glæpi nazista, hefur tekizt að hafa uppi á og handtaka SS-yfirforingjann Paul Zapp, sem leitað hefur verið fyrir fjöldamorð á Gyðingum í suður- hluta Rússlands, á meðan heims- styrjöldin stóð. Segir, að hann hafi verið handtekinn í smá- bænum Bebra í Hessen. Paul Zapp fór í felur, er styrjöldinni lauk og honum hefur tekizt að lifa undir fölsku nafni síðan í Vestur-Þýzkalandi. í þeim útrýmingaraðgerðum gegn Gyðingum, sem Zapp er gefi'ð að sök að hafa staðið fyrir, eiga um 6.400 Gyðingar að hafa verið drepnir á hinn grimmdarlegasta hátt. Yfirmaður Gestapo enn á lífi? í AP-frétt frá Ludwigsburg segir ennfremur, að upplýsinga- miðstöðinni þar hafi borizt upp- lýsingar, sem gefi til kynna, að Heinrich Muller, fyrrum yfir- maður leynilögreglu þýzka ríkis- ins, Gestapo, sé enn á lífi og í felum. Hann er einn af þeim stríðsglæpamönnum nazista, sem hvað ákafast hefur verið leitað að. Upplýsingamiðstöðin skýr'ði svo frá, að saksóknarinn í Vest- ur-Berlín, en þar yrði mál Miillers tekið til meðferðar, hefði þegar verið látinn vita um Ekki er ráð nema á táma sé tekið AlþjóÖlegar varúðarráðstafanir gegn fljúgandi diskum? Mainz, 6. nóvember, — NTB — ÁHUGAMENN um fljúgandi diska frá átján löndum skoruðu í dag á allar ríkisstjórnir heims, að vinda nú bráðan bug að var- úðarráðstöfunum gegn hugsan- legri lendingu lífvera utan úr geimnum hér á jörðu. f ályktun sem samþykkt var sjöunda heímsþíngi áhugamanna um ferðir ókennilega hluti um himingeiminn sagði, að svo virt- ist sem auknar könnunarferðir utan úr geimnum bentu til lítt vinsamlegrar afstöðu til jarðar- búa. f ályktuninni var skorað á ðll lönd heims og á samtök Sam- einuðu þjóðanna, að taka saman höndum um lausn hinna mikil- vægu vandamála í sambandi við ferðir ókennilegra hluta uim him ingeiminn, sem allt of lengi hafa verið hunzuð, eins og segir í ályktuninni. Telja fundarmenn að skortur á alþjóðlegum mót- mælum gegn loft- og landihelg- isbrotum geimbúa sýni og sanni að yfirvöldum um allan heim sé mætavel ljóst að hlutir þess- ir komi utan úr geimnum — en láti það afskiptalaust, og við svo búið megi ekki lengur standa. ---------» m * París, 7. nóv — AP FRANSKI vísindamálaráðherr- ann, Maurice Schumann, fór frá Párís í dag til Sofiu í ISúlgaríu, til þess að undirrita þar fransk- búlg'arskan samning um sam- vinnu á sviði kjamorkuvísinda. þetta. Var skýrt frá því, að upp- lýsingarnar um Heinrich Múller hefðu borizt frá Simon Wiesent- hal, en ekki greint frá því nánar. Wiesenthal er hins vegar sagður, að þvi er áreiðanlegar heimildir tjá, hafa haft upp á manni, sem hafi verið í nánu sambandí ví'ð Heínrich MiiIIer, en slóð Múllers virðist hafa legið til Egyptalands. Múller, sem er sá af stríðs- glæpamönnum nazista, er hvað ákafast hefur verið reynt að hafa hendur í hári á, næst á eftir Martin Borman, staðgengli Hitlers, var yfirmaður Adolfs Eichmanns og er Múller gefið að sök fjöldamorð á Gyðingum. Hann hefur verið talinn dauður lengi af þýzkum yfirvöldum, en aldrei hefur tekizt að sanna dauða hans. Mdtmæli MBL. hefir borizt ályktun um efnahagsmál og fer hún hér á eftir nokkuð stytt: A fundi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Mjólkurfræðingafél. íslands 27. október sl. var eftir- farandi samþykkt gerð með sam hljóða atkvæðum: „Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Mjólkurfræðingafél. íslands, haldinn 27. okt. 1967, mótmælir harðlega efnahags- málatillögum ríkisstjórnarinnar. Telur Mjólkurfræðingafélagið ó- verjandi að ráðist sé að launþeg- um með því að skerða samnings- bundinn rétt þeirra til verðlags uppbótar á kaup, sem verkalýðs- félögin hafa samið um við at- vinnurekendur fyrir milligöngu ríkisstjórnariinar, sbr. júnísam- komulagið 1964." Stjórn Mjólkurfræðingafélags fslands. FUNDUR í stjórn Sveinafélags skipasmiða mótmælir harðlega þerri árás á kjör launafólks, er fram kemur í efnahagisfrum- varpi ríkiBstjórnarinnar, og tel ur að með þessum ráðttöfun- uan sé brotinn grundvöllur júní samkomuagsins uim vísitölu- greiðslu á kaup, en einimitt það atriði telur fundurinn að hafi verið mjög mikilsvert hags- munaatriði. Sveinafélag skipasmiða I Reykjavík. HeLgi Arnjlaugsson. formaðuir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.