Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NOV. 19«7 P^PÍíMéílí Útgefandi: Hf. Áryakur, R’eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-30. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. NIÐ URRIFSSTARFSEMI FRAMSÓKNAR jlMeðan á samningaviðræð- um stóð, vorið 1964, milli ríkisvaldsins, verkalýðssam- takanna og atvinnurekenda unnu Framsóknarmenn að því eftir mætti að spilla fyr- ir því, að samningar tækjust og skrif Framsóknarblaðsins á þeim tíma voru dag eftir •dag miðuð við að espa verka- lýðssamtökin til verkfallsað- gerða í stað samninga. Þessi saga endurtók sig vorið og sumarið 1965, þegar samn- ingaviðræður stóðu yfir milli sömu aðila, Framsóknarmál- gagnið gerði ítrekaðar til- raunir til þess að spilla þeim samningum. Sumarið 1965 sigldi síld- veiðiflotinn í höfn vegna óánægju síldveiðisjómanna með verðákvörðun á bræðslu- síld og Framsóknarblaðið fagnaði þeim tíðindum dag eftir dag, en vonbrigðin urðu greinileg og skinu út úr for- síðu blaðsins, þegar sam- komulag tókst innan fárra daga. Enn leika Framsóknar- ‘ menn sama leikinn. Að und- anförnu hafa staðið yfir samn ingaviðræður milli ríkis- stjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna, Framsóknar- blaðið hefur gert sitt til þess að spilla fyrir því, að þeir samningar takizt. Gleðin leyndi sér ekki s.l. sunnudag, þegar blaðið skýrði frá því, að yfirmenn á farskipum hefðu boðað verkfall og verk fallsheimildir, sem einstök verkalýðsfélög hafa sam- þykkt, hafa vakið óskiptan fögnuð í ritstjórnarskrifstof- um Framsóknarblaðsins. Þannig hafa Framsóknar- menn á nær fjögurra ára tíma bili vinnufriðar í landinu unn ið eftir megni að því að spilla þeim friði, egna menn til verkfalla og annarra óábyrgra aðgerða, fagnað hverri ógæfu, sem yfir þjóð- ina hefur dunið og ekki get- að leynt vonbrigðum sínum, þegar heiðarlegir samningar hafa tekizt með jákvæðum árangri fyrir landsmenn alla. Við þessa niðurrifsstarf- semi á s. 1. fjórum árum hafa Framsóknarmenn not- *ið dyggilegs stuðnings kommúnistaklíkunnar í Al- þýðubandalaginu, sem ræð- ur Þjóðviljanum. Nú standa yfir samningaviðræður, sem að vísu er ekki mjög líklegt að leiði til árangurs. Það er þó von allra ábyrgra manna að svo verði. Greini- légt er hinsvegar, að Fram- sóknarblaðið gerir sitt ítrasta til þess að spilla fyrir þessum samningaviðræðum og er enn við sama heygarðshornið. íslenzk þjóð stendur nú frammi fyrir alvarlegri efna- hagsörðugleikum, en hún hefur orðið að horfast í augu við um langt árabil. Vel- gengni síðustu ára gerir það e.t.v. að verkum, að þjóðin á erfiðara með að sætta sig við nokkra kjaraskerðingu en ella. Á slíkum tímum er það skylda allra stjórnmálaflokka að koma fram af fullri ábyrgð, annað er skemmdar- starfsemi gagnvart hagsmun- um fólksins í landinu. En á slíkum tímum hafa Fram- sóknarleiðtogarnir og komm- únistaleiðtogarnir valið þá 3eið að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að spilla fyrir skynsamlegum samningum og aðgerðum, en vilja í þess stað notfæra sér efnahagserfiðleika þjóðarinn- ar til þess að koma sjálfum sér í ráðherrastóla. Þetta er hraksmánarleg framkoma, sem verðskuldar aðeins fyrir- litningu allra kjósenda, og sýnir jafnframt að Framsókn arflokkurinn hefur enn ekk- ert lært af langri dvöl utan ríkisstjórnar. Kjósendur veita ekki traust sitt mönnum, sem þannig haga sér, það munu Framsóknarmenn komast að raun um hér eftir sem hingað til. BLAÐAMANNA- FUNDIR BORG- ARSTJÓRA Dorgarstjórinn í Reykjavík, ** Geir Hallgrímsson, hefur nú ákveðið að efna til reglu- legra funda um málefni Reykjavíkurborgar með full- trúum blaðanna og frétta- mönnum hljóðvarps og sjón- varps. Er þetta í fyrsta skipti, sem stjórnmálamaður hér á landi efnir til slíkra reglulegra blaðamannafunda. Slíkir blaðamannafundir tíðkast mjög erlendis og eru mikilvægt tæki til þess að halda nánum tengslum milli fólksins og kjörinna fulltrúa þeirra. Hins vegar hafa stjórn málamenn hér á landi fram til þessa verið tregir til að taka upp slíka starfsemi, e. t. v. af ótta við, að íslenzku blöðin væru enn ekki nógu þroskuð í stjórnmálaskxifum sínum til þess að meðhöndla slíka fundi og það sem þar gerist með heiðarlegum hætti. Lítill vafi er á því, að hvorki Frá ráðstefnu áhugamanna um fljúgandi diska í Mainz: Geimbúar sagðir undirbúa innrás á jðrðu — til að bjarga góðu fólki undan ógnun atómstyrjaldar í aldarlok — Bandaríkjamenn sagðir hafa Venusbúa í haldi í Pentagon UM SÍÐASTLIÐNA help stóð i Mainz ráðstefna ýmissa áhugamanna um fljúgandi diska og líf á öðrum hnöttum. Ráðstefnu þessa sóttu áhuga- menn og sérfræðingar um þessi mál víðsvegar að úr heiminum og þótti sitthvað það sem þar kom fram, sseta nokkurri nýlundu. Mesta athygli utan ráð- stefnunnar vöktu þó ummæli v-þýzka eldflaugasérfræðings ins Hermanns Oberths, er sagði fullvíst að fljúgandi diskarnir svokölluðu væru geimför frá fjarlægum hnött- um, ef til vill úr öðrum sól- kerfum, og ummæli klerks eins frá Kaliforníu, dr. Frank E. Stranges, sem sagðist hafa hitt að máli í hermálaráðu- neytinu bandaríska, Penta- gon, mann frá Venus, og væri sá í flesta staði áþekkur jarð- arbúum. Þá var og til þess tekið að Ilse von Jacobi, þýzk ur sérfræðingur um flest það er lýtur að ferðum fljúgandi diska, spáði innrás geimbúa einhvern tíma fyrir aldamót- in næstu að bjarga hluta jarð arbúa undan kjarnorkustyrj- öld, sem væri á næstu grös- um. Dr. Hermann Oberth, eld- flaugasérfræðingurinn v- þýzki sem áður gat, er maður rúmlega sjötugur. Hann var fyrrum kennari landa sins Wernhers von Brauns, þess er síðar varð einn kunnasti eldflaugasérfræðingur Banda ríkjanna. Prófessor Oberth lýsti því yfir á ráðstefnunni að það sem almennt væri kall að fljúgandi diskar eða á ensku UFOS (Unidentified flying objects) væri í raun og veru geimför frá fjarlægum hnöttum. Telur prófessor Oberth verur þær er stjórna geimförum þessum standa miklu framar jarðarbúum að allri menningu og tækni, en þykir þess nokkur von að hegði jarðarbúar sér skyn- samlega kunni geimibúarnir að miðla þeim einhverju af þekkingu sinni. ‘ Prófessorinn taldi ósenni- legt að líf gæti þrifizt á ná- grannahnöttum jarðar en vildi þó ekki skjóta loku fyr- ir þann möguleika að fólk af öðrum og fjar'.ægari hnött- um eða úr öðru sólkerfi hefði lagt Mars undir sig og ræki þar e.k. nýlendu, Aftur á móti taldi hann nokkux skil- yrði til þess að líf gæti þró- ast á sumum yztu reikistjörn unum í sólkerfi voru, en sagði, að sú þróun hlýti að vera með allt öðrum hætti an á jörðinni. Prófessorinn lét ihafa það eftir sér að úti i geimnum væru áreiðanlega að minnsta kosti tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir reikistjrna sem líf gæti þróast á. Prófessor Oberth andmaelti harðlega staðhæfingum efa- semdarmanna um að geim- ferðir væru óframkvæman- legar vegna hinna óskaplegu fjarlægða úti í geimnum og benti á það m.a. að aðrar úf- verur á öðrum hnöttum kynnu að hafa fundið leiðir til að lengja lífið, jarðarbú- um hefði sjálfum á síðari ár- um nokkuð áunnizt í þeim Framhald á bls. 21. Venusarbúinn Valiant Thor — að því er dr. Frank E. Strang- es segir. borgarstjóri né aðrir þeir, sem kunna að fylgja í fótspor hans í þessum efnum, þurfa að óttast afstöðu íslenzkra blaða til slíkra funda, þau munu vafalaust skýra satt og rétt, í fréttum, frá því sem þar gerist, hvaða álit, sem þau svo láta í ljós í forustu- greinum sínum eða öðrum rit st j órna r gr einum. Það er rík ástæða til að fagna þessu frumkvæði Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Hér er farið inn á nýjar brautir í samskiptum almenn ings og kjörinna fulltrúa hans og núverandi borgarstjóri hefur raunar áður haft for- göngu um nýjungar í þeim efnum, þar sem voru hverfa- fundir hans fyrir kosningar 1966. Þess ber að vænta að sú til- raun, sem borgarstjórinn í Reykjavík gengst nú fyrir takist með prýði og að aðrir ráðamenn í stjórnmálum fylgi í fótspor hans. HERSÝNINGAR HITLERS OG KOMMÚNISTA jljikil hátíðahöld hafa stað- ið í Moskvu síðustu daga vegna byltingarafmælisins og náðu hámarki hinn 7. nóv. s.l. Eðli þessara hátíðahalda vekur nokkra athygli. Það er greinilegt, að kjarni hátíðahaldanna á byltingar- daginn hefur verið geysimik- il hersýning, þar sem sýndur héfur verið vopnabúnaður sovézka hersins í hálfa öld, allt til hinna nýjustu tegunda ógnarvopna. Slíkar hersýningar á tylli- dögum þekkjast ekki í lýð- ræðislöndum vestrænna þjóða. Þær hafa jafnan verið einkenni einræðisstjórna, og á tímum Hitlers í Þýzkalandi voru slík sjónarspil sett á svið af miklum glæsibrag. Sovétstjórnin lætur greini- lega ekki sitt eftir liggja fremur en Hitler og nazistar í Þýzkalandi á sínum tíma. Þessi sama áherzla á stór- kostlegar hersýningar í ríki Hitlers í Þýkalandi og í ríki kommúnista í Sovétríkjun- um bendir ótvírætt til þess, að eðlið sé hið sama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.