Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 17 IJ:l»:il'iil:HH Geimsprengja Rússa raskar ekki jafnvægi GEIMSPRENGJA sú, sem Ro- bert McNamara, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna hefur sagt að Rússar hafi í smíðum, getur spillt horfum á því að samkomu- lag takist um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar og eftirlit með því að slíkt samkomulag verði virt, en hins vegar telja brezkir varnarmálasérfræðingar, að geimsprengjan muni ekki raska að verulegu leyti hernaðarjafn- vaegi Rússa og Bandaríkjamanna. Alistair Buchan, forstjóri brezku herfræðistofnunarinnar, hefur sagt, að smíði geimsprengj unnar marki a'ð öllum líkindum nýtt stig þróunar, er hafi orðið vart vegna nýrra uppgötvana í tækni og vopnasmíði og miði í þá átt að raska hinu almenna jafnvægi er ríkt hafi í sam- skiptum stórveldanna. Lengi vel var vonað, að þegar hernaðar- máttur beggja aðila væri kominn á það stig, að þeir gætu gert gagnárás eftir kjarnorkuárás af hálfu mótaðilans, mundi öruggt jafnvægi taka við, en nú virðast þetta hafa verið tálvonir einar, segir hann. Buchan telur, að Bandaríkja- menn hafi ýtt undir þessa þróun með sífelldum yfirlýsingum um, aíð þeir eigi fleiri eldflaugar en Rússar og auk þess vanmetið gremju þá, sem slíkar yfirlýs- ingar veki í Rússlandi. Kosygin forsætisráðherra hefur gefið í skyn, að alvarlegar viðræður um eftirlit með vígbúnaðarkapp- hlaupinu geti aðeins hafizt þegar Bandaríkjamenn viðurkenni, að Rússar standi þeim jafnfætis, og geimsprengjan kann að vera tilraun til að ná slíku jafnvægi, að skoðun Buchans. Brezka blaðið Observer herm- ir, a'ð Bandaríkjamenn vísi á bug bollaleggingum um hið nýja vopn kunni að leiða til þess, að samningarnir um friðsamlega notkun himingeimsins og til- raunabann fari út um þúfur. Ekkert bendi til þess, að rúss- neska vopnið hafi flutt kjarna- odd út í geiminn eða að kjarn- orkuvopn hafi verið sprengt ofar gufuhvolfinu. En vitað er, að herforingjar í Bandaríkjunum gerast nú sífellt háværari í kröf- um sínum um, að gerðar verði tilraunir með kjarnaodda í geimnum til þess að prófa gagn- eldflaugakerfi þa3, sem nú er verið að koma upp í Bandaríkj- unum. Talið er, að McNamara hafi skýrt frá geimsprengju Rússa einmitt nú meðal annars til þess að koma í veg fyrir að trölla- sögur kæmust á kreik ef fréttin síaðist út og til þess að sýna hernaðarlegt mikilvægi sprengj- unnar í réttu ljósi. Einnig er sennilegt, að hann hafi viljað verða á undan Rússum, ef þeir kynnu að hafa ætlað að segja frá nýju „leynivopni" á bylt- ingarafmælinu. Geimsprengjan verður ekki eins nákvæm og öflug ög venju- legar eldflaugar, a'ð sögn vís- indafréttaritara Observers. Eini kostur hennar fram yfir aðrar elflaugar virðist vera sá, að hún kemur seinna fram á ratsjár- skermum og að ómögulegt er að segja um hvaðan eða úr hvaða átt hún kemur, en það gerir að verkum, að allar gagnráðstafan- ir verða dýrari og flóknari. En þar sem varnir Rússa jafnt sem Bandaríkjamanna grundvallast á mætti til að eyða fjandmann- inum eftir kjarnorkuárás, en þannig er gert ráð fyrir að gagn- r&ðstafanir beri að minnsta kosti einhvern árangur, er sennilegt, að geimsprengjan muni magna vígbúnaðarkapphlaupið án þess að auka á öryggi. IMíu tilraunir með lágfleyg geimskip McNamara lýsti nokkuð hinni nýju geimsprengju á fundi með fréttamönnum í Washington s.l. föstudag, og sagði að bandarísk yfirvöld hafi í rúmt ár vitað að verið var að gera tilraunir í Sovétríkjunum með lágfleyg geimskip í þessu sambandi. Geim sprengjan er send á braut um- hverfis jörðu í geimskipi, en síðan skotið frá skipinu í átt að fyrirfram ákvéðnu skotmarki. Geimskipið sjálft fer á braut umhverfis jörðu í lítilli hæð, og verður því seint vart við það í rafsjám á jörðu, sem aðeins sjá í beina stefnu frá loftneti, en hafa verið á vettvangi Samein- uðu þjóðanna til að koma af stað samningaviðræðum um lausn deilumála Israelsmanna og Araba, hafa enn engan árang ur borið. Samkomulag hefur ekki tekizt í Öryggisráðinu um ályktunartillögu, þar sem kveð- ið skuli á um, að SÞ skipi sátta- semjara í deilunni og gerö skuli grein fyrir meginatriðum frið- samlegrar lausnar. Stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin, gáfust upp við þessar tilraunir og vísuðu málinu til hinna kjörnu fulltrúa í Örygg- isráðinu fyrir nokrum vikum, en nú hafa þessir fulltrúar skor- að á stórveldin að gera nýja tilraun til þess að binda enda á það þrátefli, sem hefur skapazt. Israelsmenn og Arabar sitja við sinn keip og segjast ekki geta fallizt á frekari tilslakanir, sem nauðsynlegar eru, ef samkomu- lag á að takast um grundvöll friðsamlegrar lausnar og orða- lag ályktunartillögu, sem eining Páll páfi í hópi kardinála á biskuparáostefnunni í Róm. izt á aðra skilmála, sem þeir telja jafngilda tilslökunum af sinni hálfu. Israelsmenn, sem halda fast við kröfuna um bein- ar samningaviðræður án fyrir- fram settra skilyrða, geta ekki fallizt á ályktunartillögu, þar sem kveðfð verði á um algeran brottflutning, og Bandaríkja- menn styðja þá í þessu atriði. Hussein Jórdaníukonungur dvelst í Bandaríkjunum um þess ar mundir og ræðir við banda- ríska leiðtoga. I viðtali við frétta Geimsprengja Breta: George Brown utanríkisráðherra. ekki í bogalínu út fyrir sjón- deildarhring. Leiðir þetta til þess að ekki er unnt að grípa til gagnráðstafana fyrr en um þrem ur mínútum áður en sprengjan nær marki. Hingað til hafa Bandaríkja- menn reiknað með a. m. k. fimmtán mínútna fyrirvara ef gerð yrfii kjarnorkuárás á Banda ríkin, því þegar eldflaugum er skotið frá Sovétríkjunum og þeim ætlað að hæfa mark í Bandaríkjunum, fara þær fyrst hundruð kílómetra út í geiminn, og sjást þá strax í ratsjám. Ráð- herrann hughreysti þó frétta- menn með því að í febrúar næsta ár tækju Bandaríkjamenn í notk- un ný ratsjártæki, sem senda geisla sína í bogalínu út fyrir sjóndeildarhringinn, og eiga tæki þessi að geta fylgzt betur með ferðum geimskipa. McNamara skýrði fréttamönn- um einnig frá því að alls hafi verið gerðar níu tilraunir í Sov- étríkjunum frá 17. september 1966 með lágfleyg geimskip, sem gætu borið geimsprengjuna nýju, en ekki væri vita'ð til þess að neitt þeirra hefði borið sprengj- ur. Benti ráðherrann á að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að geimskip með kjarnorkusprengju um borð yrði sent á fasta braut umhverfis jörðu, en varla bjóst hann við að það yrði gert. 1 fyrsta lagi væri auðvelt að skjóta geimskipið nfður, og í öðru lagi væri það brot á gild- andi samningi um friðsamlega notkun himingeimsins. Arangurslausar sáttatilraunir TILRAUNIR þær, sem gerðar verður að nást um í Öryggis- ráðinu. Sú ákvör'ðun Johnsons Bandaríkjaforseta, að senda sér- legan fulltrúa, Robert Anderson fyrrum fjármálaráðherra, til Kaíró, sýnir, að Bandaríkja- menn leggja nú aukna áherzlu á ástandið í nálægari Austurlönd- um. Hinir kjörnu fulltrúar í ör- yggisráðinu eru klofnir í afstöðu sinni til deilumála ísraelsmanna og Araba, og fram hafa komið tvö uppköst að ályktunartillögu. Annað uppkastið, sem Indverjar og fleiri hafa samið, hefur hlot- ið dræman stuðning Araba og Rússa. Hitt uppkastið, sem full- trúar Kanada og Danmerkur hafa borið fram, hefur hlotið samþykki Bandaríkjamanna og gæti sennilega hlotfð samþykki tsraelsmanna, þótt þeir séu eng- an veginn ánægðir með það. 1 síðustu viku stóðu vonir til, að nef nd skipuð f ulltrúum Indlands, Danmerkur og Argentínu tækist að brúa bilið milli þessara tveggja uppkasta. Samkvæmt þessum tveimur tillögum yrði í ályktunartillögu, sem samþykkt yrði í Öryggisráð- inu, gert ráð fyrir brottflutningi ísraelsku hersveitanna frá her- teknu svæðunum, bundinn yrði endi á styrjaldarástandið, og viðurkennt fullveldi og tilveru- réttur allra a'ðildarríkja SÞ í nálægari Austurlöndum. Hinn djúpstæði ágreiningur, sem ríkt hefur til þessa og reynzt hefur óbrúanlegur, felst í skilgrein- ingu á brottflutningi ísraelsku hersveitanna. Arabar hafa kraf- izt þess, að sérstaklega verði tekið fram, að ísraelsmenn verði að hörfa með allt sitt lið til landamæranna, sem voru í gildi fyrir júní-styrjöldina, en að öðrum kosti geti þeir ekki fall- ritara Observers í síðustu viku sagði hann, að Arabaríkin væru reiðubúin að ganga langt í átt til samkomulags við Israels- menn. Hann staðfesti, að hann og Nasser forseti væru reiðubún- ir a'ð fallast á samkomulag, er leiða mundi til viðurkenningar á ísrael og ábyrgjast mundi ör- yggi Israels, ef landamæri yrðu óbreytt frá því fyrir júnístyrj- öldina. Sýður upp úr í Bandaríkjunum ÓLGA sú, sem ríkir í Banda- ríkjunum um þessar mundir, er sennilega ennþá víðtækari en flesta grunar. Johnson forseti hefur gengið svo langt að hvetja þjóðina til að gera uppreisn gegn lögbrjótum. Samtímis hefur yfir- lit er gert hefur verið um kyn- þáttaóeirðirnar í landinu vakið mikinn ugg. En ólgan í heild á aðeins að sumu leyti rót sína að rekja til kynþáttavandamáls- ins. Yfirlitið um kynþáttaóeirðirn- ar var samið af rannsóknarnefnd er Öldungadeildin skipa'ði. Sam- kvæmt því hafa á undanförnum þremur árum átt sér stað 100 óeirðir í 76 borgum. 130 menn hafa beðið bana (þar á meðal 12 lögreglumenn), 3.623 hafa særzt, 7.985 íkveikjur hafa átt sér stað, 28.932 hafa verið handteknir og 5.434 sakfelldir. Eignatjón er metið á 216 milljónir dollara og annað efnahagslegt tjón nemur 504 milljónum dollara. Sennilega hafa fáir gert sér grein fyrir því, að Bandaríkin ramba á barmi skærustyrjaldar, en ekki hefur skort viðvaranir. Daniel P. Moyniham, einn af leiðtogum ADA (Americans for Democraticc Action), sem eru ein áhrifamestu samtök frjáls- lyndra manna í Bandaríkjunum, hefur sagt: Við verður að vera undir það búnir, að hryðjuverka- starfsemi brjótist út. George Romney, ríkisstjóri í Michigan, sem keppir að því að verða til- nefndur forsetaefni repúblikana, kynnt.i sér ástandið í blökku- mannahverfum viðsvegar um Bandaríkin í haust og komst að þeirri niðurstöðu, að stórborg- . irnar stæðu á barmi uppreisnar. Edward Brooke öldungadeildar- maður, sem er blökkumaður, hefur sagt að Bandaríkin standi ískyggilega nærri nýrri borgara- styrjöld. 21. október var gerð árás á bandaríska landvarnaráðuneyti'ð, Pentagon. Árásin fylgdi í kjölfar friðsamlegra mótmælaaðgerða gegn Víetnam-styrjöldinni, en í raun og veru var hér um að ræða æfingu í byltingu, sem stóð í nær engum tengslum við styrjöldina, segir fréttaritari brezka blaðsins Sunday Times. I háskólum víðs vegar um landið hafa stúdentar er fylgja að mál- um hinni „Nýju vinstri" hreyf- ingu reist götuvígi til þess að koma í veg fyrir löglega ráðn- ingu nýliða í heraflann, leyni- þjónustuna CIA og í þjónustu einkafyrirtækja sem framleiða vopn og vistir til styrjaldarinn- ar, m. a. napalm. Stundum hafa stúdentar beitt nýliða ofbeldi og haft þá í haldi. Gu'ðfræðiprófessorar og há- skólaprestar hvetja stúdenta til að skila herkvaðningartill^'nn- ingum, þótt þeir viti að slíkar ráðleggingar varði við lög. I Fíladelfíu hafa samtök öfgasinn- aðra blökkumanna verið ákærð fyrir undirbúning samsæris um að myrða forsetann, borgarstjór- ann, ríkissaksóknarann og lög- reglustjórann, byrla þúsundum lögreglumanna eitur (sem átti að koma fyrir í mat þeirra) og sprengja ráðhús borgarinnar, stjórnarbyggingar og lögreglu- stððina í loft upp. Það hryggi- lega er, að eins og málum er nú háttað er ekki me'ð öllu ólíklegt að þessum fyrirætlunum hefði verið hrundið í framkvæmd ef ekki hefði komizt upp um sam- særið. Kaþólska kirkjan endur- skipulögð? RÁÐSTEFNA rómversk-ka- þólskra biskupa í Rómaborg, sem nýlega er lokið, hefur hleypt nýju lífi í umræður þær, sem hófust fyrir fimm árum um nauðsyn þess að færa starfsemi kirkjunnar í nýtizkulegra horf. Þessi biskuparáðstefna var sú fyrsta, sem haldin hefur verið í þeim tilgangi að gera tillögur um stjórn páfa á málefnum kirkjunnar. En ekki kemur í ijós hvaða áhrif tillögur biskupanna munu hafa á stefnu Páls páfa VI fyrr en hann tekur til starfa á ný eftir uppskurðinn, sem hann gekk undir um helgina. Framhald á bls. 2ö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.