Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 21 -UTAN ftJTR HEIMI Framhald af bls. 16. efnuim. Þá rminiuti prófessor- inn á afstæðiskenninigu Ein- steins og sagði að ef 18 ára gömui sitúlka legði upp frá jörðu í ferð til reikistáórn- unnar Vegu myndi hún þurfa til ferðarinnar 42 jarð- arár en sjáli yrði hún svo á sig komin sem 21 árs gömul stúlka er hún kæmi aftur til jarðarinnar þótt jatfnaldra hennax sem verið hefði fyrir ferðina væri þá orðin sex- tuig. Prófessorinn taldi mestu erfiðleikana í samlbandi við geimferðir vera þá að finna nýtt hreyfiafl, nýja orkulind og taldi að sálfræði og dull- speki gætu ef til vill bent þar á nýjar leiðir. Bandarískur klerkur og áhugamaðuir mikill um fljúg- andi diska, dr. Frank E. Strarnges, sat einnig ráð- stefnu þessa. Hann fhrtti þar tölu og skýrði frá því að íbandaríska hermálaráðuneyt- ið hefði uim árabil haít í haldi í aðalstöðvum sínum, Penta- gon, mann einn frá Venus, Valianrt Thor. Þóttu mönnum þetta að vonum merkileg tíð- indi. Klerkur kvaðst fyrst hafa haft spurnir af manni þess- um árið 1958, þá hefði fyrr- verandi liðsforingi í flughex Bandaríkjamanna, August W. Rotoerts, sýnt sér mynd af Val'iant Thor. Stranges kvaðst þó hafa verið næsta vantrúaður á tilveru Venus- arbúans og hefði svo liðið allt fram til desember-mánað ar 1859. Þá sagði klerkur haf a komið til sín umga konu eftir guðsþjóreusbu og spuxt hvort hann hefði enn átouga á Ven- usarbúanumi, hvort hann vildi þá ekki fá að sffá hann og tala við hannu Klerkuir tók boðinu tveim höndum og næsta dag snemma að sögn hans, var honum komið inn í Pentagon án þess að verð- ir eða leynilögreglumenn þar ^———; .wp——^ewr ¦¦¦¦•¦> >wt<w:->T-vjiT:^.-•¦¦¦•'¦iw»c-,',',-,-,-:---yw^^aa-js-''>-¦-¦¦¦---¦.---.¦;¦-¦¦.¦:¦¦tt-****&¦ ^w^ct^.ifw Sovétríkin minnast ekki aðeins fimmtíu ára afmælis byltingarinn ar á þessu ári, heldur cinnig þess, að 25 ár eru liðin frá orustunni miklu við Stalingrad, sem varð upphaf að ósigri Þjóðverja í heims- styrjðldinni síðari. Breytt var um nafn á Stalingrad eftir lát Sta- líns, og heitir borgin nú Volgograd. A Mamayev-hæðinni í útjaðri borgarinnar hefur verið reist minnismerki mikið „til heiðurs hetjanna úr orustunni miklu á Volgubökkum". Er minnisvarðinn gerður að miklu leyti hlaðinn úr braki rústanna í borginni, en höfundur minnisvarðans er myndhöggvarinn E. Vucheticch. Hjálmar R. Bárðarson form. tækninefndar IMCO DAGANA 17.—26. október 1967 var haldið í London 5. þing Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar, BVICO, en þing þessi eru haldin annað hvort ár. Aðalfulltrúi íslands á þinginu var Hjálmar R. Bárðarson skipa skoðunarstjóri. Einnig sat Eirík- ur Benedikz, sendiráðunautur við sendiráð íslands í London þingið. Þingforseti var kjörinn Quartey frá Ghana. Þinginu var skipt í tvær þing nefndir. f stjórnar, laga og f jár- hagsnefnd var Lyons frá Banda ríkjum Norður-Ameríku kosinn formaður, en í Tækninefnd þings ins var Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri kosinn for- maður. Fyrri nefndin fjallaði um mál varðandi skipulag og fjárhag siglingamálastofnunarinnar, en tækninefndin tók ákvarðanir um öll þau mál er varða tæknileg atriði, öryggi á sjó, siglingamál, skipatæknimál, oliuóhreinkun sjávar, mælingu skipa og fleira. Gerðar voru ýmsar breytingar á alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu, m.a. varð- andi brunavarnir í farþegaskip- um og siglingarreglurnar og á- kveðið var að boða til alþjóða- ráðstefnu um skipamælingar ár- ið 1969. Kjörinn var nýr framkvæmda stjóri IMCO, Goad frá Bret- landi, frá 1. janúar 1968 í stað Frakkans Roullier, sem nú hætt- ir yegna aldurs. Voru Roullier þökkuð störf hans í þágu sigl- ingamálastofnunarinnar. Goa.d var áður aðstoðarframkvæmda- stjóri. Kosin voru átján lönd í fram kvæmdastjórn Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar, og hlutu þessi lönd kosningu: Ástralía, Brasilía, Canada, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Grikkland, Indland, ítalía, Japan, Mada- gaskar, Holland, Noregur, Pól- land Svíþjóð, Sovét-Rússland, U.A.R. (Egyptaland), Stóra- Bretland og Bandaríki Norður- Ameríku. (Frá utanríkisráðuneytinu). yrðu hans varir og inn á skrifstofu þar í völundarhús- inu. „Ég gekk inn", sagði klerkur", og þar sat þá mað- urinn sem ég hafði séð mynd ina af, við skrifborð toeint á móti dyrunium. Stranges sagði Venusarbú- ann ekki hafa virzt neitt frá- 'brugðinn jarðarbúum við fyrstu sýn, þetta hefði verið þekkilegur miaður og altal- andi á enska tungu, en hand- tak toans hefði verið eins og að lenda í járngreip. Strang- es sagðist hafa séð geimtfara- toúning Venusarbúans og rætt við hann í hálf a klukkustund, aðallega um rannsóknir toandarískra lækna og @eim- líffræðiniga á honum. Einnig kvaðst klerkur hafa innt Vali ans Thor eftir því hvort Biblí an hefði verið gefin út á miáli Venusarbúa, en því hefði Thor svarað á þá leið að þess gerðist ekki þörf, skaparinn væri sjálfuir mitt á meðal Venusarmanna. Þá hafði klerkur það loks eftir Valiant Thor, að ekki aðeins landar hans heldur og all'ir geimfbúar yfirleitt bæru hlýj- an hug til alLra góðira manna. Örkin hans Nóa upp á nýtt Ilse von Jacotoi, þýzkur sér fræðingUT um fljúgandi diska sat ráðstefnu þessa og saigði þar að geimibúar hefðu nú um árabil verið að safna geimskipum og hefði n«ú safn ast voldugur floti, sem hafa ætti til reiðu þegar á þyrfti að halda. Geims'kip þessí sagði Ilse von Jacobi geim- búana síðan myndu nota — líkt og Nói forðum örkina sína góðu — til þess að bjarga öll'u góðu fólki af jörðunni áður en hún liði undir lok í kjarnorkustyrjöld, en það myndi verða á níunda eða í síðasta lagi á tíunda tug ald- arinnar. Söltunin sunnanlands nam 8.434 tn. í vikunni — Heildaraflinn 51,7 þús. lestir SÍBASTLIÖNA viku bárust á land 4.399 lestir og fékkst það magn að mestu í Faxadýpi. Heildaraflinn frá júníbyrj- un er nú 15. 753 lestir, en var á sama tíma í fyrra 45.164 lestir. Yikusöltunin nam 8.434 utnnum. Síldinni hefur verið landað á eftirtöldum stöðum: 1) 1) 2) 2) 3) 3) Vestmannaeyjar......... Þorlákshöf n ............. Grindavík ............... Sandgerði ............... Kef lavík ............... Haf narfj örður Reykjavík............... Akranes .................. Ólafsvík .................. Stykkishólnvur ............. — Bolungavík ............... 1.505 Siglufjörður ............... 58.408 Ólafstfjörður .............. 2.011 Dalvík .................. 2.068 Hrísey ................... 330 Krossanes ................ 7.136 Húsavík ................... 2.892 Raufarhöfn ............... 42.068 Þórshöfn ................ 2.918 Vopnafjörður............ 16.140 Borga,rfjörðuc ............ 427 Seyðisf jörðiir ............ 69.654 (auk þess erl. skip) ........ (60) MjóiÆjörður .............. 381 Neskaupstaður............ 32.651 (auk þess erl. skip) ........ (36) Eskifjörður .............. 15.488 (auk þess erl. skip) ........ (262) Reyðairfjörður ............ 5.567 Fáskrúðsfjörður .......... 7.753 Stöðvarfjörður............ .3300 Breiðdalsvík .............. 889 Djúpivogux .............. 1.445 Færeyjar ................ 2.695 Hjaltland ................ 1.766 Þýzkaland................ 2.199 NA-Iands SV-Ionds — 10.980 — 3.369 — 7.541 — 3.435 — 10.081 — 2.694 28.183 7.193 78 5.818 17 Fundur með yiirmönnum lögreglunnar um H-umferð A FÖSTUDAGINN hélt lögreglu stjórinrt í Reykjavik, Sigurjom Sigurðsson, fuhd með yftrmönn- um Lögreglunnar í Reykjavik, Hvo og yfirmönnum lögrrlglunu - ar í nágrannabæjum og yfirmönn um í rannsóknarlögreglunni í Reykjavik. Er þetta stærsti fund ur sem haldinn hefur verið med yfirmönnum lögtreglunnar, og um ræðueifinið er væiitanleg H-um ferð á íslandi. Sigurjón Sigurðsson fhitti, á fundi þessum yfir.gripsnrikið er- Frá fundi lögreglustjórans i Reykjavík með yfirmönnuan lög- reglunnar í Reykjavik ag nag rannabæjum. indi um væntanlega H-umferð, og ræddi þar sérstaklega um þátt lögreglunnar í umferðarbreyting unni. Þá ræddi Kristján Ólafs- son um sektaraðgerðir lögregl- unnar. Innan lögreglunnar í Reykja- ví'k, er unnið að því að skipu- legigja löggæzlustarfið fyrir H- daginn, og er þar eihfcum um að ræða, hve marga aðstoðarmenn þarf að fá tU. við umferðarstjóm eða umferðaverði. Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn hefur umsjón með því starfi innan lögreglunnar. Brælu HÆGVIÐRI var á síldarmiðun- um eystra á miðvikudagsnótt og tilkynntu þrjú skip u«n afla, Kristján Vaigeir fékk 50 lestir, Sigurbjörg 50 lestir og Asberg 100 lestir. í gærkvöldi var hvorki veiðiveður á miðunum eystra né suð-vestanlands. Togarinn Víkingur hélt út á þriðjudagskvöld og aetlaði að kaKta út af Jökli, en varð að hætta við það vegna veðurs og fór austur um. Sfór sending: há og lág kuldastígvél fyrir kvenfólk Ný sending: Verð kr.: 324.—, 341.—, 383.—, 442.—, 486.—, 531.—, 552.—, 590.—. Matgar gerðir — Margir litir — Póstsendum Skóbúð Auslurbæjar Kjörgarður skódeild Laugavegi 100. Laugavegi 59. Skóval Austurstræti 18 Eymundssonarkjallara. ""S*1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.