Morgunblaðið - 09.11.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 09.11.1967, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 Eyjólfur Ásberg Björnsson Fæddur: 13. ágrúst 1947. Dáinn: 1. nóv. 1967. EYJÓLFUR Ásberg var sonur hjónanna Elísabetu Ásberg og Björns G. Snsebjömssonar, for- stjóra í Keflavík. Faðir hans dó á bezta aldri aðeins fyrir rúmum 6 mánuðum. Þau hjón áttu tvö börn í hjónabandi sínu og var Eyjólfur heitinn einkasonur þeirra, en systir hans Guðný, er gift Árna Samúelssyni, verzlun- armanni, Torfasonar, forstjóra í Reykjavík. Eyjólfur Ásberg Björnsson fórst með sviplegum hætti af bíl- t Maðurinn minn Ari Jónsson fyrrverandi héraðslæknir lézt að heimili sínu, Skafta- hlíð 10, 8. nóvember. Sigríður S. Þórarinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín Ágústa Guðmundsdóttir lézt að Landakotsspítala þríðjudaginn 7. nóvember. Sigurður Bjarnason, Reynimel 50. t Konan mín, Sigríður Þórðardóttir andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík 7. þ. m. Ingimundur Jónsson, dætur og tengdasynir. t Faðir minn, Ambjörn Gunnlaugsson skipstjóri, Vatnsstíg 9, andaðist að Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins þirðjudaginn 7. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Claessen. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Mattía Þórðardóttir Kristiansen andaðist þriðjudaginn 7. nóv- ember. Klara Kristiansen, Gústaf Kristiansen, Bergþóra Pálsdóttir, Selma Kristiansen, Jón Jóhannesson, Baldur Kristiansen, Steinunn G. Kristiansen, Trúmann Kristiansen, Birna Frímannsdóttir og bamaböm. — Minning slysi aðeins tvítugur að aldri. Eft ir gagnfræðanám stundaði hann nám við Samvinnuskólann að Bif röst í Borgarfirði og mundi hafa lokið fullnaðarprófi í vor. Hann var ásamt skólasystkinum sínum í stuttri kynnisferð til Reykjavík ur þegar dauða hans bar svo óvænt að. Sem fjölskylduvinur fylgdist ég vel með Eyjólfi heitnum frá barnæsku. Það sem einkenndi hans stutta æviferil var einstök prúðmenska í allri framkomu. Hann var að eðlisfari fáskiptinn inn námsmaður og hvers manns hugljúfi, sem kynntist honum. Hann var að eðlisfari fáskiftinn og nokkuð dulur í skapi af æsku manni að vera, en var þó ætíð glaður og hrókur fagnaðar í hópi jafnaldra og vina. Hann var mik ið mannsefni og voru miklar von ir bundnar við framtíð hans, ekki sízt af móður hans og systur, sem og ömmu, sem nú liggur hel sjúk á sjúkrahúsL Hinn hörmulegi og óvænti dauði þessa unga efnismanns er mikið áfall fyrir eftirlifandi ætt- ingja og vini og meiri raun en orð fá lýst fyrir móður hans og systur. Fjölskylda mín flytur móður hans og ömmu, systur og manni hennar, sem og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúð arkveðjur. Alfreð Gíslason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu. Sigrúnar A. Guðmundsdóttur frá Arnardal. Jóhannes Guðmnndsson, böm, tengdaböm og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Sveinssonar, kaupmanns frá Gögrl, Strandasýslu. Við þökkum sérstaklega starfsfólki á Sólvangi, Hafn- arfirði, fyrir alla umönnun og hjúkrun við hann síðast- liðin ár. Esther Thorarensen Jónsdóttir, Siggeir Eiríksson, Ásta Jónsdóttir, Ólafur Gúðjónsson, Margrét Jónsdóttir, Einar Guðmundsson, Kristófer Garðar Jónnson, Ólöf Vilhjálmsdóttir, Sveinn Hafnfjörð Jónsson, Dagný Hansen, Vigdís Jónsdóttlr, Þorsteinn Jónsson, Auðunn Hafnfjörð Jónsson, Jakob Thorarensen Jónsson, bamabörn og bamabarnaböm. Kveðja frá æskuvini. Harmur oss sló við helfregn þá og hljóð við litum til baka. Allt hið fagra er við eigum þér frá mun okkar í minningum vaka. Líf þitt var okkur sem Ijúfur blær, þeir ljósgeislar fegurð skarta. Þú varst oss svo hlýr og vinur kær með vorið þitt yndisbjarta. Hugur þess minnist hve hlýtt var og bjart og heillandi saman að una, og hvað okkur alltaf að yndi varð margt um ævina gott er að muna. í ljúfsárum trega hver sveipast sýn og samverustundimar björtu. Hver minning sem græðandi geisli skín að gleðja sorgþrungin hjörtu. Sá harmurinn mikli að horfinn ert þú er hljóður, en vonimar lýsa, að allt, sem oss þroskar, ástúð og trú oss efli frá duftinu að rísa. Er lokast öll sund og lamast vort ráð, það Ijós verður bjartara og skærra, að baki öllu lífi Guðs búi náð, sem beri oss stöðugt hærra. Af söknuði er hugurinn hljóður og einn með harminn hinn þunga og sára. Því burt ertu vinur minn broshýri sveinn í bliki liðinna ára. Öll okkar kynni og ævispor hér í ástkærri miningu standa. Hjartans þakkir og heill fylgi þér til hlýrri og sólfegri landa. O.G. Til eru skáld sem aldrei hafa ort, af því að líf þeirra er einn skáidskapur. Til eru leikarar sem aldrei hafa komið á svið en líf þeirra er sjónleikur, málarar sem aldrei hafa mál- að en lifa fegurstu myndir sínar innan augnalokanna. Sumir menn hafa sérstakan tilgang með lífinu eitthvað ákveðið til að lifa fyrir, eitthvert takmark. Þrátt fyrir hlédrægni og lítillækti hafði Eyjólfur Ás- berg Björnsson tilgang með líf- inu, eitthrvert takmark. Hann stóð traustari fótum en við hin bekkjarsystkinin á Bifröst, fýrir honum tolasti ekki reikul óviss- an og loknu skólanámi heldur ákveðin verkefnL Samvinnu- skólinn að Bifröst var áfangi á fyrirfram m.arkaðri braut. Við fráfall föður síns á síðastliðnu vori hafði hann, ásamt móður sinni, tekið við kvikmyndahús- rekstri í æskubygigð sinni, Kefla- vík. Hann vann erfitt starf af alúð og hinni sérstöku samvizku- semi sem einkenndi hann öll okk ar bynni Við hann voru bimdn- ar miklar vonir. Eyjólfur var dulur maður og hlédrægur. Hann gerði ekki alla að vinum sínum en toatt því tryggari böndum við þá, sem urðu vinir hans. í umgengni var hann sérlega prúður og óáreit- inn, hlaut þegar virðingu skóla- systkina sinna og þeirra er hon- um kynntust. Vándvirkni og fórnfýsi í námi og starfi voru aðalsmerki hans. Hann átti ýmis áhugamál, en þó mætti ætla, að Ijósmynda- og kvikmyndagerð hafi eignazt hug hans allan. Hann hafði sitthvað á prjónunum í sambandi við þessi tómstundastörf sín, sem honum voru mikils virði, og þeim er nutu starfs hans á þess- um sviðum. Eyjólfur Ásberg Björnsson flikaði ekki hæfileik- ■um sínum. Hann bjó yfir duld- um eiginleikum sem hann áleit að ekki þyrftu að vera eign fjöldans. Á þessari stundu þegar hann hefur verið hrifinn brott úr hópi okkar kemur fátt til huggunar. iMóður hans, siystur og öðrum skyldmennum viljum við votta dýpstu sarwúð okkar þó lítils megnug sé. Við, sem þekktum hann, vit- um hvílíkur harmur er við frá fall hans. Megi minning Eyjólfs Ásbengs Björnssonar lifa. Skólasystkini á Bifröst. Baldur Sveinsson, bankafull- triii — Minning Fæddur 18. okt. 1902 Dáinn 2. nóv. 1967 MEÐ Baldri Sveinssyni, deildar- stjóra í Útvegsbankanum, er horfinn af þessum heimi góður drengur og hugljúfur þeim,- er þekktu. Hann var nýorðinn 65 ára, fæddur í Stykkishólmi 18. október 1902, sonur Sveins Jóns- sonar trésmiðs þar og konu hans, Guðrúnar Björnsdóttur bónda á Hörgshóli í Vestuxhópi, Lofts- sonar í Galtarnesi í Víðidal, Þórarinssonar. Sveinn var af Djúpadalsæitt, albróðir Bjöms Jónssonar ritstjóra ísafoldar og síðar ráðherra, en Guðrún, sem var mjög glæsileg kona, var sjötti liður í beinan kvenlegg frá Páli lögmanni Vídalín, fimmti frá Bjarna sýslumanni Halldórs- syni á Þingeyrum, fjórði frá Jóni vísilögmanni Ólafssyni í Víði- dalstungu og þriðji frá síra Friðriki Thorarensen á Breiða- bólstað í VesturhópL Baldur heitinn var góðum gáf- um geeddur, eins og hann átti kyn tiþ hraðvirkur reiknings- maður, hafði gott vit á skáldskap og var sjálfuT allvel hagmæltur — þótt hann flíkaði því lítt, enda var hann yfirlætislaus og prúður í allri umgengni — söngmaður ágætur og var um allmörg ár einn helzti bassamaður Fóst- bræðra. Hann var glaðlyndur og skemmtinn í góðra vina hópi, hvort sem var við laxveiðar, sem hann stundaði talsvert meðan heilsa leyfði, við spU, því að hann var bridge-maður ágætur, eða í félögum, svo sem Odd- fellow-reglunni, sem hann starf- aði í alllengi, og meðal starfs- toræðra sinna í bankanum, en um þann þátt mun annar skrifa mér fróðari. Baldur var grannvaxinn og ekki sterkibyggður, en svipfríð- ur, bjartur yfirlitum og göfug- mannlegur ásýndum. Fyrir um það bil 20 árum varð hann fyrir því áfallL er hann var á gangi frá starfi sinu til hádegisverðar, að annað lunga hans brast og komst hann nauðuglega heim til sin. Eftir það varð hann aldrei samur maður að heilsu. Síðustu árin þjáðist hann af lungna- þemlbu og meðfyLgjandi hjarta- bilun, sem ágerðist eftir því sem árin liðu, og varð hann að láta af störtfum sínum í bankanum af þeim sökum fyrir nokkrum ár- um. Seinustu vikurnar dvaldist hann í LandakotsspítaLa og síðan á VífilsstaðahælL þar sem sjúk- dómux hans dró hann til bana þ. 2. nóvember síðastliðinn. Baldur kvæntist þ. 3. nóvem- •ber 1932 Fríðu Guðmundsdóttur frá Hvammsvík í Kjós og lifir hún mann sinn. Þau ættleiddu Frh. á bls. 24 Magnús Þórarinsson kennari — Minning EFTIRFARANDI ljóð er ort í minningu Magnúsar Þórarins- sonar, kennara, en birtist af mis- tökum á eftir minningargrein um Magnús Jóhannesson s.L föstudag. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Lék á Haustkulið harL hafs valt ólga um sand, skekta skipshlið kom frá, skundar gestur á land; húmið skyggði þá ský, skímdi, sundur þá dró og Breiðdals brimströndu á bjarm'a flöktandi sló. Svo gekk hann heim frá grá; gesti opnuðust dyr. Léfct var brúnanna barð. Boðið gott kvöld var fyr; en þessi drengur með dag innúr dimmunni vattst; mynd af Magnúsi forn mér í huga sú battsL Breiðdals bið ég nú þegn, — braut hans víðar þó lá, — óræð ævi sem beið þín æskufagnandi þá, að rekja varðaðan veg vegna minningar hans, því við þrumum hjá beð þessa ágæta manns. Riði ólag þig á, ángrið bar hann með þér; væri væta á kinn, vinarþel falt var mér. Manstu handtakið hans? Hlýlegt var það og fast; hvorki fals eða fum fundið hjá honum gazt. Á því raun varð og rfk reynslu skír gegnum eld. Hver ei hitti þar dag? Ekki hugboð um kveld. Einlægt eigindir hans ótal sifjanna þarf; fylgir farnaður góðs fram í aldanna hvarf. Helgi Hóseasson. Ég þakka hjartanlega öllum börnum, tengdabörnum og ættingjum og vinum sem glöddu mig með gjöfum, blómum, skeytum og heilla- óskum á 75 ára afmæli mínu 28. október. Með kærri kveðju til ykkar allra. Rósa Guðbrandsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.