Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 23 Kven n a daj k FiSKUR í MATINN sósunni hellt yfir. Bakað í ca. 20 mín. Fiskfillet jardiniére. Gulrætur,. púrrur og sellerí skorið í smábita og snöggsoðið í saltvatni. Flökin sett í eldfást mót eða pott, grænmeti látið yf- ir. Kálvatni hellt á (má vera hvítvín). Soðið. Jafningur búinn til úr hveiti, smjöri og fisksoði hellt yfir fiskinn, þegar hann er 1 borinn fram. Fiskafgangur (ýsa eða þorskur) Fiskafgangur 2 gulrætur 2 harðsoðin egg 1 sítróna, steinselja smjörlíki. Brætt smjör með. Þykkt lag af kartöflumús er látið jafnt á fat. Fiskurinn sett- ur í bitum á, eftir að hann hef- ur verið aðeins hitaður upp í smjörlíki. Ofan á er látið hakk- að egg. Gulraetur utanum. Fiskréttur Ef fisksalinn á engan nýjan fisk, er mjög gott að geta gripið til frosnu fiskflakanna, sem eru mjög ljúffeng í eftirfarandi rétt, en hann er mjög þægilegur og fljótfengur: 2 dl. hrísgrjón 3 dl. vatn 1 pk. frosnar grænar baunir gulrætur 1 pk. frosinn fiskur (ýsa eða þorskur) safi úr 1/2 sítrónu salt, pipar, smjör Hrísgrjón og vatn er sett í eld- fast fat (eða pott), þar næst grænu baunirnar og gulræturn- ar, ef vill steinselja líka. Salt og pipar sett á og smjörbitar. Efst er frosni fiskurinn settur, skorinn í bita. Sítrónusafinn settur yfir og lok sett á. Bakað í ofni í ca. 45 mín., eða gufu- sofðið í 25 mín. Með þessum rétti er gott að bera fram tómata og dild. Fiskflök í ofni. Pakki af hraðfrystum fiski látinn í vel smurt eldfast mót, yfir hann helt blöndu af brún- uðum lauk og piparávexti, sem skorinn er í sneiðar. Saxaðri Þœgilegt herðatré að þurrka á TIL að koma í veg fyrir að för kami í peysuna undan herða- trénu, þegar hún er þurrkuð, er hægt að búa til úr pappír, þ.e.a.s samanvöfðum dagblöðum, sem eru jafnbreið peysunni. Síðan er vafið utan um blöðin með segl- garni og lykkja úr því notuð til að hengja upp með, eins og sést á meðfylgjandi mynd. I steinselju stráð yfir og lok sett á. Mótið sett í meðalheitan ofn þar til fiskurinn er gegnumsoð- inn. Góður réttur með kartöflu- salati. Réttur fiskimannsins. 1 pund rauðsprettuflök 3 bollar vatn 1 tsk. salt nokkur heil piparkorn dálítill laukur í sneiðum 1 sítrónusneið 4 matsk. smjör eða smjörlíki 4 matsk. hveiti 1 tsk. sítrónusafi blandað grænmeti, hra'ð- fryst eða úr dós dálítið selleri Blandið saman vatni, salti, piparkornum, selleri, lauk og sítrónusneiðum í stóran pott, hitað upp að suðu. Flökin sett í og látið smásjóða í 7 mínútur. Fiskurinn tekinn upp úr og soð- ið látið sjóða niður, en það á a'ð vera u.þ.b. 2 bollar. Smjör- líkið brætt í potti, hveitinu bætt í, síðan þynnt út með 2 bollum af fisksoðinu, latið sjóða þar til sósan þykknar þá tekið af plöt- unni. Síðan bætt í sítrónusafa og ef vill dropa af gulum matar- lit. Grænmetinu komið fyrir á fati, síðan er fiskurinn settur of- an á og grænmeti sett í kring. Gott að setja fatið aðeins inn í ofninn. Sósan er borin fram sér, en fallegt að setja dálítið af henni yfir fiskinn. Fiskflök með sveppum, raekjum og spínati. 12 stór rau'ðsprettuflök 1/2 kg sveppir 250 gr rækjur 1/2 1 rjómi 50 gr smjör 50 gr hveiti salt, pipar, múskat, rifinn ostur, rasp. Spínatið hreinsað og soðið í nokkrar mínútur í léttsöltu vatni, sett á gatasigti og vatnið látið drjúpa af. Það má sjálfsagt nota niðursoðið spínat líka. Spín- atið lagt í eldfast mót, salti, pipar og múskati stráð yfir. Rauðsprettuflökunum rúllað upp, sett upp á endan ofan á spínat- ið, rækjunum dreift yfir. Jafn- ingur bakaður upp úr smjörlíki, hveiti og rjóma, sveppum, (sem a'ðeins á að hita í vatni með sítr- ónusafa áður) blandað í og síð- an hellt yfir flökin. Raspi og osti stráð yfir og síðan bakað í ofni í um það bil 40 mínútur við góðan hita. Áður en rétturinn er borinn fram, er ágætt að setja nokkrar rækjur yfir til skrauts. Þetta er áætlað fyrir um átta manns, nokkuð dýr réttur, en sannkölluð veizlumál- tíð. Rauðspretturúllur. 16 rau'ðsprettuflök salt og pipar 1 búnt söxuð steinselja dálítið af graslauk smjör, 1 ds, tómatpuré hvítvín sykur og rasp. Flökin þvegin og þurrkuð vel. Salti og pipar stráð yfir ásamt steinselju og graslauk. Flökun- um rúllað saman og lögð hlið við hlið í eldfast mót. Tómatpuré og dálitlu hvítvíni blandað sam- an, sykur og salt sett í og blönd- unni hellt yfir fiskinn. Raspið Ofnsteiktur fiskur. Fiskurinn penslaður með eggja hvítu, raspi stráð á og salti, sett í eldfast mót. Brætt smjör látið yfir. Steikt í 1/2 klst. Ausið yfir með vatni eða soði. Síðan er búin til sósa úr soði, tómat- puré og rjóma, og hún borin með fiskinum. Fiskflök með Chutney-sósu. Flak 3—4 bananar 8 matsk. smjörlíki 2 matsk. hveiti aðeins brúnað í smjöri á pönnu og síðan stráð yfir flökin. Fatið sett í heitan ofninn og bakað í ca. 1/2 klst. Milanaise-fiskur. Rauðsprettuflök þurrkuð, pip- ar dreift yfir þau. Flökunum fyrst dýft í þeytt egg, síðan í rifinn ost og að síðustu í rasp. Þetta er aðeins látið stífna, áður en fiskurinn er steiktur í blöndu af smjöri og olíu. Borið fram með steiktum kartöflum og tóm- atsósu. Flak á la Flamande. Eldfast mót smurt með smjör- líki og flökin, sem krydduð eru með salti, pipar og múskati, lögð í. Hakkaður laukur, steinselja, 1/2 mulið lá*4berjabla'ð og smjör- bitar settir yfir (má líka setja hvitvín ef vill). Fiskurinn sett- ur í heitan ofn, í u. þ. b. 15 mín. Það á að koma allgóð sósa, ef aluminiumpappír er settur yfir fatið. Þorsk- eða ýsuflök í fati. Laukur steiktur í olívenolíu. Sett út í tómatur, salt og pipar. Allt soðið í 15 mín. og síað. Flök- in lögð í smurt eldfast fat og 2—3 bollar mjólk 1 matsk. rasp 1 eggjahvíta Chutney, salt, pipar. Flökunum dyfið í eggjahvítu og rasp, steikt í helmingi smjörs- ins. Rétt áður en fiskurinn er tilbúinn, eru bananarnir látnir á pönnuna, steiktir ljósbrúnir. 1/2 af smjörinu bakað upp með hveitinu og mjólkinni. Chutney látið í eftir smekk. Luxus-fiskur. Flök (ýsu- eða þorsk-) lögð í bleyti í 1 tíma í sítrónusafa, salti og pipar stráð á. Siðan eru þau þerruð, smurð með smjöri og sett í eldfast mót. Hnetur muldar og blandaðar með rjóma, rifinn ostur, sherry, salt og pipar, blandað saman og hellt yfir fiskinn. Efst er sett rasp og smjörbitar. Karrý-fiskur. 3 laukar (ekki stórir) dálítið hvítlauksduft 1 grænn pipar, niðurskorinn 1 matsk. karrý 1/4 bolli smjörlíki örlítið af negul 1/2 bolli mjólk 1/2 kg fiskflök (ýsa eða þorskuf), roðflett, skorin í bita salt Soðin hrísgrjón borin með. Smjörlíkið sett í pott, laukur, hvítlauksduft, grænn pipar og karrý sett út í, látið krauma í 5 mínútur. Fiski bætt út í ásamt mjólk og negul, látið sjóða í 10 mínútur. Fiskur með eggjasósu. 750 gr fiskflök, ýsa eða þorsk- ur, hvítlauksduft, salt og pipar. Fiskurinn skorinn í hæfilega bita, sem soðnir eru í mjög litlu vatni í 10 mínútur. Eggjasósa: 1/4 bolli smjörlíki 3 matsk. hveiti V-í tsk. Worcestershire sósa 1 tsk. sinnep 1 1/2 bolli mjólk 3 harðsoðin egg, skorin í smábita 3 matsk. hvítvín paprika. Smjörlíkið brætt í potti, hveit- ið hrært út í ásamt kryddinu. Mjóik bætt í og soðið þar til sósan þykknar og hrært vel i. Egg.iunum bætt í og víninu. Salti og pipar stráð á. Sósan sett yfir fiskinn og papriku stráð yfir. Fiskí-frikadellur. 1/2 kg af ýsu- eða þorskflök- um hakkað í hakkavél, (eða kaupið fiskhakk), bætið síðan 1 söxuðum lauk saman við. Hrær- ið síðan saman við farsið í bolla af raspi (eða muldu fransk- brauði), 1 heilu eggi. salti, og pipar ásamt ofurlitlu af karrý. Ef farsið verður of þykkt, er það þynnt með dálitlu af rjóma. Farsið er síðan steikt eins og buff á pönnu. Gott er að bera soðin hrísgrjón með. Prjónaskapur ÞEGAR við prjónum og missum niður lykkju, er einfaldara að nota fínni prjón en þann sem prjónað er með, við að ná upp lykkjunum, sem niður hafa fall ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.