Morgunblaðið - 09.11.1967, Side 24

Morgunblaðið - 09.11.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1997 5 nýjar bœkur frá Noregi MBL. bárust nýlega fimm norskar bækur frá Univer- sitetsforlaget í Osló og komu allar bækurnar út á þessu ári. Fjalla bækurnar um skáldskap, norræn fræði, rökfræði, sálfræði og sagn- fræði og eru einkum ætlaðar háskólastúdentum í þessum greinum, þótt hinn almenni lesandi geti einnig haft af þeim góð not. Bókin Orðin og umheimur- inn er fyrsta norska safn skil- greininga á nútímaljóðlist. I bókinni eru 10 kvæði eftir átta núlifandi norsk skáld, þ.á.m. Tarjei Vesaas, Astrid Hjerte- næs, Claes Gill, Jan Erik Vold o. fl. Norskir bókmenntafræð- ingar rita um þessi Ijóð, en for- Jóhann Ragnarsson, hdl. málflutningsskrifstofa Vonarstræti 4. Sími 19085 Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406. og Einar Viðar, hrl. mála um þróun norskrar Ijóð- listar í hundrað ár skrifar Willy Dahl, ritstjóri bókarinnar. Bókin „Norrænar goða- og hetjusagnir" kom fyrst út árið 1841 og hét þá „Gamlar goða- og hetjusagnir Norðurlanda“. Síðan hefur bókin verið gefin út fjórum sinnum og hefur lítfð verið hróflað við megin- máli hennar, en umsagnir höf- undarins, P.A. Munch, hafa verið umskrifaðir með tilliti til nýrrar söguskoðunar og nýrra heimildakönnuna. Endurskoðun útgáfunnar annaðist Anne Holts- mark, prófessor. í formála bók- arinnar er vísað til sigildra verka um goðafræði íslenzkra og erlendra. Bernt Vestre, lektor í heim- speki við háskólann í Osló ritar um rökfræði bók, sem háskóla- stúdentar og aðrir geta haft gagn af og gaman. Á bókarkápu segir, að bókin veiti innsýn í röktækni og rökfræðileg hug- tök, sem gagnlegt væri að kunna skil á í daglegu lífi, í stjórn- málum og á sviði þjóðfélags- og menningarmála. Prófessoramir Leo Eitinger og Nils Retterstöl rita fró'ðlega bók, sem nefnist „Hver eru upp- tök taugaveiklunar?“. í þessari bók eru rakin æviágrip og kenn- ingar margra kunnra sálkönn- uða á þessari öld og má meðal þeirra nefna Freud, Adler, Jung Pavlov. Auk þess rita prófessor- arnir um stefnur í sálkönnun síðari ára. Á bókarkápu segir, að tilgangur bókarinnar sé að gefa lesendum betri hugmynd um það sem liggur að baki taugaveiklunar á síðustu tímum. Fyrsta útgáfa bókar þessarar kom út fyrir fimm árum og er síðari útgáfan aukin og endur- bætt. Sagnfræðingurinn og prófess- orinn Ottar Dahl ritar um undirstöðuatriði kerfisbundinn- ar sögukönnunar. Bókin er miðuð við almenna lesendur og þá sem eru að hefja háskóla- nám í sagnfræði. Segir bókin á bókarkápu, að bókin eigi ekki einungis erindi við sagnfræð- inga heldur og alla þá, sem áhuga hafa á hvernig sagnfræð- ingurinn notar heimildir og gögn frá liðnum tímum. Á norsku eru bókartitlarnir sem hér segir: Ordene og verden, Norröne gude- og helte- sagn, Logikk paa skjermen, Hvordan oppstaar nevroser? og Grunnstrekk í historieforskn- ings metodelære. - MINNING Framhald af bls. 22. og ólu upp frænku Baldurs, Benný Jónsdóttur, en einka- sonur þeirra, Gylfi, fékk átta ára gainall mænusótt með miklum lömunum og gerðu þau hjónin allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að leita honum lækninga, hérlendis, í Danmörku og Banda- 'HC'EG /flTtAÖi aARA A-b t-'ATA yKkllKVÍTA Af> HtiOKVAR 'AR'VÁ Þ/ER SELJAVT,! HtJOD-j FÆB.AHÚ4IKU I—_ .vLAU6.AV.A6 SG - hljómplötur ríkjunum, en án verulegs ár- anguxs. Það reyndist bót í böli, að þessi sonur þeirra hafði erft ýmsa beztu kosti beggja foreldra sinna, hann eignaðist ágæta skólabræður, sem auðisýndu hon- um trausta vináttu og hjálp- semi, lauk stúdentsprófi hér heima og síðar meistaraprófi með ágætum í talmeinafræði og heyrnarfræði frá háskóla í Banda rikjunum og stjórnar nú deild í þeirri grein á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hann er kvæntuT Þuríði Jónsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Námsframi einkasonarins varð foreldrum hans til meiri gleði og gœfuauka en orð fá lýst. Þrátt fyrir það mótlæti, sem langvinnir sjúkdómar valda, voru aldrei æðrumerki að sjá eða heyra á Baldri heitnum, enda reyndist kona hans sannkölluð hetja, þeim feðgum ómetanleg stoð, kjarkmikil og úrræðagóð, auk annarra kosta, sem húsmóð- ur mega prýða. Vona ég, að mág- kona mín misvirði ekki við mig þessi ummæli mín, enda munu allir kunnugir mæla á sama veg. Þekkti ég líka það vel Baldur heitinn svila minn, að ég veit honum skapraun verið hafa af eftirmælum, sem létu þessa ógetið. Við venzlamenn hans og vinir hugsum til samverunnar við hann með söknuði, en jafn- framt samfögnuði að endaðri þraut. Fagni honum Guð og hans góðir englar. P.V.G. Kolka. t Kveðja frá starfsfélögum f DAG fer fram útför Baldurs Sveinssonar, bankafulltrúa. Hann andaðist 2. þ.m. eftir langvarandi sjúkdóm. Baldur fæddist í Stykkishólmi 18. októ- toer 1902. Ólst þar uipp í for- eldrahúsum. Stundaði síðan nám í Verzlunarskóla íslands og torautskráðist þaðan 1.920. Hóf hann þá skrifstofustörf hjá Hinu íslenzka nýlenduvöru- félagi í Reykjavík. í þjónustu ís- landsbanka réðist hann 1921 og starfaði síðan í Útvegslbanka ís- lands meðan heilsa og kraftar leyfðu. Starfsmaður var Baldur Sveins son alla .tíð einn ágætastur í bankanum, öruggur og fljótur að leysa hvert verkefni af hönd- um með snilldarbragði og snyrti- legum frágangi. Viðskiptamönn- um bankans þjónaði hann af stakri Ijúfmennsku og lipurð en þær eigindir voru honum með- fæddar. Baldur starfaði mikið að fé- lagsmálum bankamanna, bæði formaður Starfsmannafélags Út- vegstoankans og emnig í fyrstu stjórn Samtoands íslenzkra ■bankamanna. Var mikill fengur að félagsstörfum Balduxs Sveins- sonar í þágu okkar bankamanna og fyrir það verður honum æv- inlega þakkað af heilum hug þeirra sem nufu að starfa með honum og einnig þeirra, sem siðar hafa notið forystustarfa hans í félagsmálum. Baldur Sveinsson vann að fleiri störfum, m.a. í Leikfélagi Reykjavfkur og Fóstbræðrum, en í þeim félögum var hann lengi virkur félagi og afkasta- mikilL Þegar við starfsfélagar Bald- urs Sveinssonar í íslandsbanka og Útvegsbanka íslands kveðj- um látinn góðan dreng minnumst við hugljúfra samskipta í starfi og tómstundum. Megi ástvinir hans njóta hugg- unar í fögrum endurminningum. Adolf Björnsson. Fyrirtæki Vil kaupa eða gerast meðeigandi í iðn- eða verzl- unarfyrirtæki. Uppl. og tilboð verður farið með sem algjört trúnaðarmál. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. þ.m. merkt: „Fyrirtæki 5905“. Blóma- og gjaíavöruverzlun Opnum í dag blóma- og gjafavöruverzlun að Rofa- bæ 7 í Árbæjarhverfi. Sími 83380. ÁRBÆ.TARBI.ÓMIÐ. Iðnaðarhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 50—100 ferm. Upp- lýsingar í síma 17122 og 40550 eftir kl. 7. Rafvirkjar - rafvirkjar Tilboð óskast í uppsetningu á götuskreytingu á Skólavörðustíg milli Bergstaðastrætis og Banka- strætis. Upplýsingar í Pfaff h.f. og hjá Lárusi Blöndal. Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 16. þesa mánaðar kl. 17.30 í félagsheimili Húnvetningafélagsins að Laufásvegi 25. Dagsskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.