Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 25 - ERLENT YFIRLIT Framlhald af bls. 17. Páfinn kom í veg fyrir, að deilt yr'ði á ráðstefnunni um getnaðarvarnir með því að fara þess á leit að biskuparnir skýrðu frá viðhorfum sínum skriflega. Á dagskrá ráðstefnunnar, sem hann samdi, var heldur ekki gert ráð fyrir umræðum um mikil- væg mál eins og sambúð fólks af ólíkum kynþáttum og hung- ursneyðin og fátæktina í heim- inum. Engu að síður virtust biskup- arnir yfirleitt fylgjandi frekari ráðstöfunum er miði í þá átt að færa kirkjuna í „nýtízku- legra“ horf, þrátt fyrir harða andstöðu þeirra, sem telja breyt- ingamar innan kirkjunnar of ör- ar og stórstígar. Biskuparnir lögðu til dæmis til við páfa, að ekki verði lengur gert að skil- yrði, þegar kaþólskur maður gengur að eiga konu utan kirkj- unnar, að börn þeirra verði al- in upp í kaþólskri trú. Einnig var samþykkt, að alþjóðleg nefnd guðfræðinga rannsakaði kenningar kirkj- unnar og yrði Vatikaninu til ráðuneytis um nýja strauma inn- an guðfræðinnar. I>á var sam- þykkt að samræma messugjörð, og í hinu nýja formi messunnar verður sleppt ýmsum helgiat- höfnum, t. d. verða prestar ekki lengur látnir kyssa helgitákn og reykelsi verður ekki lengur not- að. Að sjálfsögðu gagnrýndu ýmsir biskupar „nýju messuna", en aðrir vildu róttækari breyt- ingar. Flestir biskupanna voru þeirr- ar sko’ðunar, að biskuparáðstefn- ur yrðu fastur liður í starfi og skipulagi kirkjunnar og að þær yrðu haldnar annað eða þriðja hvert ár. En ekki er talið, að þessar biskuparáðstefnur geti gert út um deilur þær, er ríkt hafa innan kirkjunnar á síðari árum um breytingar á starfi hennar. Gaullismi í Grikklandi ? GRÍSKA herforingjastjómin hef ur birt meginatriði þau, sem hún vill að nefnd sú, sem skipuð hefur verið til a‘ð endurskoða stjórnarskrá landsins, hafi í huga. Stjórnin hefur áður til- kynnt, að ný stjórnarskrá sé fyrsta og mikilvægasta skrefið sem stíga verði til þess að koma aftur á lýðræðislegum stjómar- háttum. Nefndin hefur heitið að ljúka störfum fyrir 15. desem- ber. Skilyrði stjómarinnar komu fram í bréfi, sem Konstantín Kolias forsætisráðherra sendi forseta stjórnlaganefndarinnar, Konstantín Kolias Harilaos Mitrelias. Helztu skil- yrðin eru þessi: 1. Aðskilja verður fram- kvæmdavald og löggjafavald. Aðhald þingsins verður var'ð- veitt, en komið verður í veg fyr- ir að löggjafinn verði fram- kvæmdavaldinu fjötur um fót. 2. Framkvæmdavaldið verður eflt til þess að treysta jafnvægi stjórnarinnar með því að fela því hluta af völdum löggjafans. 3. Þingmönnum verður fækk- að, hlutverk þeirra verður end- urskoðað og þingið endurskipu- lagt til þess að flýta fyrir af- greiðslu mikilvægra lagafrum- varpa. 4. Starfsemi lýðræðislegra stjómmálaflokka verður leyfð, en einræðissinnuð samtök, sem vinna skipulega að því að grafa undan og kollvarpa löglegri stjórn landsins, verða útilokuð frá opinberu lífi. 5. Skipaður verður hæstiréttur til þess að tryggja það, að stjórn- arskráin sé virt í hvívetna. Forsætisráðherrann hvatti stjórnlaganefndina til a‘ð skil- greina nákvæmlega einstaklings- frelsi svo að það verði ekki mis- notað á kostnað heildarinnar. Hann lagði einnig til, að stjórn- arskráin skilgreindi nákvæmlega skyldur ríkisins í samræmi við þau hugtök er ríkjandi væru í hinum frjálsa heimi. Grunn- tónninn í hugmyndum meðlima stjórnlaganefndarinnar virðist vera sá, að því er talið er í Aþenu, að finna verði jafnvægi milli frelsis og styrkrar stjórnar. Sú skoðun er ríkjandi, að of mikið frelsi lefði til ábyrgðaleys- is og of styrk stjórn leiði til einræðis. Kolias forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að þegar byltingar- stjórnin hafi endanlega fjallað um tillögur stjórnlaganefndar- innar verði hin nýja stjórnar- skrá borin undir þjóðaratkvæði í ágúst eða september á næsta ári. Annað hefur ekki verið látið uppskátt um fyrirætlanir stjórn- arinnar, en stuðningsmenn stjórn arinnar segja, að þingkosningar verði haldnar eigi síðar en í maí 1969. Uppreisn í Nagalandi STJÓRNIR Indlands og Burma hafa haffð viðræður sín í milli um samvinnu til að binda enda á uppreisnir ættflokka á landa- mærum ríkjanna. Indverjar hafa dregið saman mikið lið á svæðum ættflokkanna, sem krefjast aukinna réttinda inn- an indverska sambandsríkisins. Harðskéyttasti ættflokkurinn er Naga-þjóðin, en Mizomenn og Abhor-menn í Assam-fylki láta einnig mikið að sér kveða. Land Nagamanna — Nagaland, rambar nú á barmi styrjaldar, að sögn brezka blaðsins Obser- ver. Abhor-menn, sem upphaf- lega réðu lögum og lofum í Assam, segja nú fullum fetum, að þeir hafi aldrei tilheyrt Ind- landi. í Manipur-héraði hafa ind- Kortið sýnir svæði uppreisnar manna nálægt landamærum Ind lands og Burma. versk yfirvöld neyðzt til að lýsa yfir neýðarástandi. Stórt svæði sem er byggt um 350.000 Nagamönnum, er á valdi uppreisnarmanna er kalla sig „Frjálsa Nagamenn“. Nagamenn hafa barizt fyrir sjálfstjórn í eig- in málum síðan 1953. Endi var bundinn á átök Nagamanna og indverska hersins 1964, að miklu leyti fyrir atbeina brezka prests- ins Michael Scotts. Allar til- raunir, sem síðan hafa verið gerðar til að koma á samkomu- lagi, hafa farið út um þúfur, og þess vegna er vopnahléð í hættu. Nýlega voru fulltrúar neðan- jarðarhreyfingar Nagamanna sendir til Kína til þess að afla stuðnings kínversku stjórnar- innar. Skömmu áður höfðu við- ræður forsætisrá’ðherra Indlands, frú Indíru Gandhi, við leiðtoga Nagamanna, farið út um þúfur fyrir fullt og allt. Síðan hefur indverski herinn treyst mjög að- stöðu sína í Nagalandi og ná- grenni. Talsmaður Nagamanna segir, að indverski herinn sé þess albúinn að berjast, en það séu Nagamenn einnig. Hann sagði, að greinilega hefði komið í ljós, að Indverjar hefðu engan áhuga á frjðsamlegu samkomu- lagi og Nagamenn ættu einskis annars úrkosti en að verjast. Nagamenn neyddust til að þiggja aðstoð hvaðan sem hún kæmi til þess að sigra í baráttunni. Uppreisnarmenn í Nagalandi virðast nú láta sífellt meira að sér kveða, og er talið að sumir þeirra hafi farið til Pakistans til þess að kaupa vopn, en aðrir hsifa komið upp herbúðum á landamærum Burma. Báðir a’ðil- ar hafa gerzt sekir um brot á vopnahlénu, og hefur það auk- ið spennuna til muna, Indverj- ar óttast nú mjög, að Kínverjar muni veita Nagamönnum virkan stuðning, en vaxandi kröfur Nagamanna og annarra ætt- flokka i fjöllunum nálægt landa- mærum Burma eru andstæðar þeim hugsjónum er lágu til grundvallar stofnun indverska sambandsríkisins. Hvergi er vald sambandsstjórnarinnar í meiri hættu. Til lcigu 4ra herbergja íbúð við Hagatorg (gegnt Háskóla- bíói) öll teppalögð er til leigu frá 1. des. eða 1. janúar. Einhver fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Hagatorg 274“ sendist Mbl. fyrir 15. nóvember. Einkaritari Einkaritari óskast sem fyrst hjá Innflutnings- og verzlunarfyrirtæki í Austurbænum. Umsóknir sendist til Morgunblaðsins, merkt: „273.“ Ilafnarfjörður - Garðahreppur Geri við reiðhjól, kerrur og barnavagna. Sel einnig Ijósaútbúnað á reiðhjól ásamt mörgu öðru. M.a. dekk, slöngur og margt fleira. Reynið viðskiptin. Reiðhjólaverkstæðið, Ilellisgata 9. Hans Kristjánsson. Nauðungarupboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og ýmissa lög- manna, fer fram nauðungaruppboð á lausafé, fimmtudaginn 16. nóvember n.k. að Ármúla 26, hér í borg og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollafgreiddar vörur og ýms- ir munir, sem teknir hafa verið fjárnámi og enn- fremur ýmsir munir dánarbúa og þrotabúa. Með- al þess, sem selt verður, eru: Húsgögn, snyrtivör- ur og smávörur, skrifstofuhúsgögn og skrifstofu- vélar, vogir, peningakassar, peningaskápar, gólf- pússningavél, málningarsprauta, lofthamrar og slöngur, 2 smálestir af saum, hurðarhúnar, glugga- járn og lamir, sjónvarpstæki, útvarpstæki, raf- magnsorgel, ísskápar, hárþurrkur, Elna-saumavél- ar, 3000 öskubakkar, Helanca buxnaefni o.fl. o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ATH: Að táningarnir í París og New York nota beztu og mest seldu snyrtivörurnar og það eru auðvitað lCAi Á skemmtuninni í Lídó í kvöld sjáum við ís- lenzka táninga snyrta af frönskum snyrtisér- fræðingi frá BYLTING! Tízkusýning CLAIROL er mest seldi háraliturinn í USA, Eng- landi og Frakklandi. Módelin á skemmtuninni í Lídó í kvöld eru litaðar með CLAIROL. FACO, LAUFIÐ og HERRABÚÐIIM s|á um tízkusýningu haustsins frá London, París og l\lew York HLJÓMAR í Lídó í kvöld. Fimleikadeild Armanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.