Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 31 Öeirðir við sendiráð Sovétríkjanna í Ottawa og Washington Unglingar stelo 40 mólverkum New York, 8. nóvember. AP. LÖGREGLAN í New York hand tók í nótt sex unglinga, sem rænt höfðu oliumálverkum, að verðmæU 250.000 dollarar. Unglingarnir stálu vörubif- reið, sennilega án þess að vita að í bílnum voru tvö málverk eftir Picasso, eitt eftir Lautrec og 37 önnur verðmæt listaverk. Ekki hefur enn tekizt að hafa uppi é öllum málverkunum. Vörubílnum var stolið úr ólæstum bílskúr. Þjófnaðurinn komst upp þegar kona hringdi í lögregluna og sagði, að nokkr- ir unglingar ækju vörubíl fram og aftur fyrir framan heimili hennar. — Bukavu íallin Fram'hald af bls. 1 Zambíu, en Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, hefur ekki vilj- að veita þeim dvalarleyfi og hef ur sagt að hann bíði eftir þvi að Joseph Mobutu, forseti Kongó, láti í ljós álit sitt. Nú mun Mo- butu hafa samþykkt að Katanga menirnir fái að fara til Zambíu og mun ekki krefjast þess að þeir verði framseldir, að því er heimildirnar herma. Áður höfðu Mobutu og Kaunda samþykkt, að Katangamönnun- um yrði leyft að halda til Zam- bíu ef Alþjóða Rauði krossinn sæi um brottflutninginn. Kaunda á að hafa heitið Katangamönn- um þvi, að þeir fengju að vinna við landbúnaðarstörf á svæði einu, sem svipar mjög til Kat- anga. Stjórn Zambíu mun hafa sagt, að litið yrði á þá sem flótta menn. Bandaríkjamenn hafa boðizt til að leggja fram flugvélar til að flytja uppreisnarmennina með því skilyrði að Rauði kross- inn ábyrgist öryggi þeirra. Ef Zambia veitir samþykki sitt ætti brottflutningurinn að geta haf- izt bráðlega, en samkvæmt sam- komulagi er náðst hefur með Kongóstjórn og Rauða krossin- um verða hvítu málaliðarnir fluttir til Möltu og þaðan til heimalanda þeirra. - ÍÞRÓTTIR Framhald aif bls. 30. bandið fær sömu upphæð. Handknattleikssamband Is- lands fékk á sl. ári í alla styrki alls 83 þús. ísl. kr. KSÍ eitthvað svipað, eða litlu meir. Svo er ætlast til að ísl. íþrótta menn sigri hina dönsku sem búa við svo miklu betri aðstæ'ður æfingalega séð, sem ekki sízt byggjast á þessum styrkjum. - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 30. verjum sýnir vel styrkleika júgóslavnesks handknattleiks. Nokkrir af HM-leikmönnum Júgóslava er í liði Partizan, sem leikur gegn Fram í Evrópubikar keppninni. Það er því eng- um vafa bundi'ð, að Fram fær erfiða mótherja. Brown í einni sennnnni enn London, 8. nóvember. AP. GEORGE Brown utanríkisráð- herra lenti í harðri orðasennu við vinstrisinnaða þingmenn Verkamannaflokksins í dag og sagði þeim að hann teldi lítið til kröfu þeirra um að Bretar hætti stuðningi sinum við stefnu Bandarikjanna í Vietnammálinu koma. Brown sagði þetta á lok- uðum fundi með þingmönnum Verkamannaflokksins, en þar var borin fram krafa um að Haglobyssu stolið BiROTIZT var inn í eina af sport- vöruverzlunum borgarinnar að- faranótt laugardags og stolið þaðan tékkneskri tvíhleyptri ihaglabyssu númer 12. Hefur þjóf urinn brotið upp hurðina, en einskis var saknað utan fram- angreindrar haglabyssu. - BLÖKKUMENN Framhald af bls. 1. Tveir blökkumenn borgarstjórar Hinn 40 ára blökkumaður, Carl Stokes, sigraði í borgar- stjórakosningunum í borginni Cleveland í Ohio, en hún hefur rúma 800.000 íbúa. Stokes, sem er lögfræðingur að mennt og af- komandi þræla, sem innfluttir voru til Bandaríkjanna, sigraði frambjóðanda republikana, Seth C. Taft — sonarson Williams Howards Taft, eitt sinn forseta Bandaríkjanna — með 129.829 gegn 127.328 atkvæðum. Richard G. Hatcher, 34 ára gamall lögfræðingur, sigraði í borgarstjórakosningunum í borg inni Gary í Indianafylki. fbúar borgarinnar eru um 180 þús. og aðalatvinugreinin þar er stáliðn- aður. Hatcher sigraði andstæð- ing sinn, republikann Joseph Radigan með 1.389 atkv. mun, hlaut 39.330 atkv. en Radigan 37.941. Gert hafði verið ráð fyrir, að bæði Stokeis og Hatcher myndu ná kjöri, því deanókratar hafa átt miklu meiri hluta fylgi að fagna bæði í Cleveland og Gary, en sökum þess að þeir voru báð ir blöikkumenn, munu mjög marg ir hvítir kjósendur hafa setið heima og ekki kosið, ©n þetta leidi til þess, að meirihluti þeirra Stokes og Hatohers var talsvert naumur. Kyn/þáttaimálin voru einnig að- ai kosningamálið í Bostom, þar sem baráttumaðurinn fyrdr borg araréttindum, Kevin H. Whilte sigraði frambjóðanda reupbli- kana, frú Louise Day Hicks með 100,820 gegn 89,755 atkvæðum. Kynþáttamálin eettu veruleg- an svip á þessar kosningar víða í Bandaríkjunum, en blökku- menn krefjast í æ ríkara mæli þess að fá þátttöku í stjórn þeirra borga landsins, þar sem kynþáttamálin eru á meðal helztu vandamála. brezka stjórnin beitti sér fyrir, því að Bandaríkjamenn hættu loftárásunum á Norður-Vietnam. Brown lagðist einnig gegn kröfunn vinstrisinna um að stjórn in beiti sér fyrir því að Grikk- land verði rekið úr Atlantshafs- bandalaginu og beri málið upp við Mannréttindastofnun Evrópu. Hann sagði, að brezka stjórnin hefði tekið skýrt fram við grísku stjórnina, að eðlileg samskipti við hana væru óhugs- andi meðan lýðræði væri fótum troðið, en hins vegar mundi brottrekstur landsins úr NATO veikja bandalagið og gæti jafn- vel riðið því að fullu. - EGYPTAR Framhald af bls. 1. samning í efa. Við vitum að ísrael er til, en við höfum á hinn bóginn ekki viðurkennt ísrael, sagði hann. Ráðherrann kvaðst telja, að rannsaka mætti nánar kröfuna um frjálisar skipaferðir um Tir- ansund, en frjálsar skipaferðir um Súezskurð væri aðeins hægt að ræða í sambandi við önnur grundivallarvandamál, fyrst og fremst flóttamannavandamálið. Hann sagði, að Egyptar vildu vinsamleg samskipti við öll ríki, meðal annars Bandaríkin, en væru ekki reiðubúnir að greiða hvaða gjald sem væri fy.rir slík samiskipti. Hann sagði, að ísraelsmenn hefðu hafið styrjöldina í júní til þess að knýja fram kröfur sínar með valdi, en Egyptar geti ekki fallizt á það sjónar- mið, að árás borgi sig. Hann spurði hvort styrjöldin 1939 væri öllum gleymd og sagði, að Egyptar mundu spyrja samvizku heimsins þessarar spumingar þegar Öryggisróðið kæmi sam- an, að beiðni Egypta, að fjalla um ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs. Ráðherrann sagði, að beinar samningaviðræður við ísraels- menn kæmu ekki til mála og sagði að Egyptar hefðu ekki verið sigraðir. Kairó er enn í höndum Araba. Við verðum ekki neyddir til að undirrita friðarsamning, sem sigurvegan þröngvar fram, bætti hann við. - VIÐRÆÐUR Framhald af bls. 1. embættismenn, er létu mjög lít- ið á sér bera við hátíðahöldin. Nicolae Causescu, leiðtogi rúm- enska kommúnistaflokksins, var formaður rúmensku sendinefnd- arinnar. Hann er andvígur hug- myndinni um alþjóðaráðstefnu leiðtoga kommúnista, ef dæma má eftir fyrri yfirlýsingum hans. Brottför sendinefndarinnar frá Kúbu, strax eftir hátíðahöldin, er talin bera merki um, að sam- búðin milli Kúbu og Sovétríkj- anna hafi enn versnað að und- anförnu. Það sem stjórnum land anna ber sennilega mest á milli, eru fyrst og fremst mismunandi viðhorf varðandi byltingarstefnu Kúbu gagnvart ríkjum Róm- önsku Ameríku, en sovézk stjóm arvöld leitast nú við að bæta sambúðina við þessi ríki. Erlendir fréttamenn í Moskvu líta á það sem merki um, að ekki muni að svo stöddu eiga sér stað neinn undirbúningsfund ur um hugsanlegan fund leið- toga kommúnistaflokka, að sendi nefnd Rúmena er farin frá Moskvu. Leonid Bresjnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins bar fyrir skemmstu fram að nýju tillögu sína um, að æðstu leið- togar kommúnistaflokkanna um allan heim kæmu saman til ráð- stefnu. Sagði hann, að flestir kommúnistaflokkar myndu vera fúsir til slíkrar ráðstefnu. Sennilegt er, að í Budapest verði undirbúinn slíkur fundur á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, að því er AFP-fréttastofan skýr ir frá. Er talið, að um 70 af 100 kommúnistaflokkum, hvaðan- æva úr heiminum, séu fylgjandi slíkri ráðstefnu. Ottawa, 8. nóvember. NTB. MÖRG hundruð austurevrópsk- ir flóttamenn köstuðu grjóti og flöskum inn um glugga sovécka sendiráðsins í Ottawa í gær- kvöldi, en þá var haldin gesta- mótttaka í hátiðaskyni vegna hálfrar aldar afmælis október- byltingarinnar. Talsmaður þeirra, sem til þess- ara mótmælaaðgerða efndu, stað- hæfði, að rúðurnar hefðu verið brotnar innan frá og að flösku með rauðri málningu hefði veri'ð kastað á tröppur hússins, er einn sendistarfsmaður kom út úr byggingunni ásamt konu sinni. Á meðan á mótmælaaðgerðunum stóð fór kanadiska utanríkisráðu neytið þess á leit við lögregluna í Ottawa, að hún gerði ráðstaf- anrir til þess, að vernda sendi- rá'ðið og gestina þar. Margir kanadiskir ráðherrar og þing- menn voru á meðal gestanna. Sovézki sendiherrann, Ivan Sjpedko hélt því fram, að mót- mælaaðgerðir þessar hefðu verið undirbúnar af þjóðernissinnaðri hreyfingu, sem saman stæði af stríðsglæpamönnum, sem flúið hefðu refsingu fyrir þá stríðs- glæpi, sem þeir hefu framið gegn þjóðum Sovétríkjanna í sfðari heimssty r j öldinni. Nokkrir óeirðarseggjanna báru gálga, þar sem hengd var hamar og sigð, og á einu skilti stóð: „Betra er að vera dauður en rauður". í Washington ók Dean Rusk, utanríkisráðherra fram hjá um 50 andkommúnistískum mót- — Rekstrarhalli Framihald af bls. 32. ing hlutafjár fyrirtækisins, sem væri í allt 8 milljónir króna. Þá hefur ríkissjóður einnig lán- að fyrirtækinu 2 milljónir króna. Sem svar við öðrum tölulið spurningarinnar sagði ráðherra að ríkissjóður bæri þær fjáskuld bindingar gagnvart fyrirtækinu sem hlutafélagislögin segðu til um. Ráðherra sagðist vilja ta.ka það fram í þessu samibandi, að ef tap fyrirtækisins yrði meira en það sem hlutafénu næmi, kæmi sér ekki til hugar annað en að hluthafar greiddu það sem á vantaði. Sem svar við fyrirspurninni hvaða áætlanir væru á döfinni um framtíð Iceland Food Centre, sagði ráðherra, að félagsstjórnin stæði nú í samningum við Ang- us Steak Houses Ltd. í London um að það fyrirtæki fengi keypt an eignarhluta í Iceland Food Centre og tæki jafnframt að sér að sjá um reksturinn í London og kynna íslenzkar afurðir í 'hin- um fjöLmörgu veitingahúsuim sínum í Englandi. Gert væri ráð fyrir að Angus Steak Houses eignaðist helm-inginn í fyrirtæk- inu. Ráðherra sagði, að hlutha.ar hefðu frá upphafi verið misjafn- lega hrifnir af því hvernig reksturinn hefði gengið, og ýms ir hefðu viljað losna út úr fyrir- tækinu t.d. Loftleiðir h.f. Eftir að samningar hófust við Angus Steak Houses hefði Lotftleiðir hinsvegar ekki borið fram ósk- ir um að selja sinn hluta, en lýst því yfir að þeir vildu áfram eiga í fyrirtækinu. Ráðherra sagði, að eins og áð- ur hefði komið fram ætti ríkis- sjóður helming í fyrirtækinu, framíeiðsluráð Landbúnaðarins æUi V* hluta og Loftleiðir og iSÍS Vs hluta hvor. Ráðherra sagði, að út í þetta fyrirtæki hefði verið lagt í þeim tilgangi að aúka sölu á land- búnaðarvörum. Margar þjóðir, t.d. Norðmenn, Danir og Þjóð- verjar, hefðu opnað matvæLamið stöðvar í stórborgum heimsins og rekstur þeirra hefði gengið með ágætum. Fleiri hefðu þó lent i erfiðieikum en fstending- ar þegar ráðist hefði verið í að stofna slík fyrirtæki. Nægði þar mælaaðgerðamönnum, en hann var á leið til mikillar móttöku i sovézka sendiráðinu. Hinir sov- ézku embættismenn voru greini- lega mjög ánægðir með, að Rusk skyldi koma til móttökunnar, því hann er ekki vanur að taka þátt í gestamóttökum í sendirá'ð um. Af opinberri háifu Banda- ríkjanna voru ennfremur mætt- ir Harriman sendiherra og Kohl- er varautanríkisráðherra. Um 1.100 manns voru í sendiráðinu. Flestir þeirra, sem stóðu að mótmælaaðgerðunm fyrir utan sendiráðið voru Austur-Evrópu- menn, eða flóttamenn frá Kúbu. Báru þeir skilti með áletrunum eins og „Frelsi, ekki sambúð“, „Kjarnorkueldflaugar eru ennþá á Kúbu“ og „Sovézk vopn handa bandarískum hermönnum í Víet- nam“. Hemdoiverk og handtökur Aþenu, 8. nóvemiber. NTB HÓPUR manna, þeirra á meðal fyrrverandi þingmaður, hafa ver ið handteknir á Krit í sambandi við sprengjutilræði sem tvíveg- is hafa átt sér stað á eynni að undanföirnu, að því er áreiðam- legar heimildir herma. Ekki er vitað til þess að nokkum hafi sakað eða að teljandi tjón hafi orðið af völdum sprengjutilræð- anna, en þau áttu sér stað í Hetraklion um helgina. að nefna til að Norðmenn hefðu opnað hliðstætt fyrirtæki í Londón ári á undan íslending- um. Meiri hluti stjórnar þess fyrirtækis hefði farið tii, London eftir að fyrirtækið var húið að starfa í eitt ár í, þeim tilgangi að loka fyrirtækinu, þar sem töluverður taprekstur hefði orð- ið á því. Það hefði hins'vegar orð ið ofan á hjá þeim að fresta lok- un fyrirtækisins og endurskipu- leggja það í þess stað. Málefni þess stæðu nú þannig, að þeir væru komnir yfir tapreksturinn og það væri álit Norðananna að fyrirtækið gæti gert norskum útflytjendum verulegt gagn. Ráðherra sagði, að útilokað hefði verið að reka fyrirtækið til lengdar með tapi, og hefði sú staðreynd blasað við í sum- ar, að um tvennt hefði verið að ræða. Annars vegar að loka fyr- irtækinu og hinsvegar að reyna að búa þannig um hnútana, að það væri öruggt að taprekstrin- um væri lokið. Á sl. sumri hefði svo formaður félagsstjórnarinn- ar, Ólafur Jónsson, komizt í sam band við mann sem væri áhrifa- mikill í Angus Setak Houses Ldt. og væri nú mjög miklar líkur á að samkomulag gæti tek- izt um að fyrirtæki tæki við rekstrinum, og annaðisit jafn framt kynningu á islenzkum vör um og hefðu þær á boðstólum i veitingaihúsum sínum. Það væri álitið, að það gæti orðið íslend- ingum til mikils gagns að koma okkar vörum, ekki aðeins lamba kjöti, heldur öðrum framleiðslu- vörum okkar inn í þennan stóra veitingahúsahring. tÆlunin með því að semja við þetta fyrirtæki væri sú, að áfram yrði unnið að kynningu íslenzkra vara í stór- borginni og jafnframt reynt að vinna upp það tap sem orðið hefði. Reynslan ætti svo eftir að skera úr um hvort þetta tækist. — Læknislaust Framhald af bls. 32. þó gengið út frá því, að lækn- amir verði eftir sem áður skip- aðir í ákveðið hérað. Eina óskin, sem beinlínis hef- ur komið fram um slíka lækna- miðstöð hefur komið frá forráða- mönnum ísafjarðar og Súðavík- ur og sameiningu þeirra læknis- héraða. í GÆR og í fyrrinótt færð- V. og létti til. Mjög úrkomu- ist regnsvæði austur yfir Is- lítið hafði verið á Suður- og land. Voru hagl eða slydduél Vesturlandi í um hálfan Vesrtanlands en rigndi fram mánuð en áttin oftast norð- eftir degi á Austurlandi en læg og köld. þá gekk vindur til SV. eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.