Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 Rauð jól á Hornafirði Höfn, Hornafirði, 28. desember. Á HORNAFIRÐI voru jólin rauð og- hið fegursta veður og vegir allir, sem ]>eir verða beztir á sumardegi. Hafnarkauptún var að venju mikið skreytt og fara þær skreytingar í vöxt með hverju ári. Við hátíðamessur í Hafnar- ’ kirkju lýsti prófasturinn gjöf- um, sem kirkjunni höfðu borizt. Voru það silfurkertastjaki, gef- endur frú Amia Guðmundsdótt- ir og Halldór Ásgrímsson, fyrr- verandi alþingismaður og mjög smekkleg og f&lleg númeratafla, sem er gjöf fré gömluim kórfé- lögum KálfafelLsstaðakirkju og öðrum Suðursveitungum, nú bú- settuim á Höfn, en taflan er þeirn gefin af hinum mikla hagleiks- manni Þorsteini Manússyni frá Borgarhöfn, nú búsebtum að Hjallavegi 40 í Reykjavík. Á annan jóladag höfðu hótel- eigendur barnaskemmtun í hótel inu með miklum myndarbrag og veittu börnunum ókeypis góð gerðir. — Gunnar. flhrifa kjarnorkusprengju Kínverju ekki vurt ú íslundi ÍSLENDINGAR koma vart til með að finna fyrir áhrifum sjö- undu kjamorkusprengingar Kín verja, sem þeir sprengdu á að- fangadag, að því er Páll Theo- dórsson eðlisfræðingur tjáði Mbl. í gærkvöldi. Sagði Páll, að hér hefði aðeins lítillega orðið vart áhrifa einn- ar sprengingar Kínverja, en þessi nýjasta var ekki það sterk, að áhrif hennar geti borizt hing að. Nokkuð er það tilviljunum háð, hvar geislavirknin kemur fyrst fram. Venjulegast skolast hún fyrst niður með regni, og þá staðbundið, en að öðru leyti benst hún með loftstraumum í gufuhvolfinu. Geislavirkni er mæld í ein- ingu, sem gkammstöfuð er pCi/ rúmmetra, en mjög getur það verið breytilegt, hversu mikið magn af pCi/rúmmetra hefur skaðleg áhrif i för með sér. Hér á íslandi er geislavirkni mæld daglega. Er ryki safnað í þar til gerðar síur, sem stað- settar eru ó Rjúpnaihæð, og er skipt um síur daglega. Undan- farin tvö ár hefur geiislavirknin Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. í gær um styrk- veitingu úr minningarsjóði Vig- dísar Ketilsdóttur og Olafs Ás- björnssonar, var sagt að 100 þús- und krónur yrðu veittar hverj- um þeim, er leita þyrfti lækninga erlendis og gæti það ekki af eigin rammleik. Þar átti að standa: . . . einhverjum þeim . ... Hlutaðeigandi eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. hér verið við það minnsta, sem mælanlegt er, eða um 1/100 úr pCi/rúmmetra, en var meist vor ið 1959 10 pCi/rúmmetra. Bótakröfur varðandi 125 vagna vegna H-umferðar Fjórir aðilar hafa sent inn kostnaðar- áætlanir vegna breytinga á gatna- og vegakerfi HINN 1. janúar n.k. er runninn út frestur til að gera skil á skaða bótakröfum vegna breytingarinn ar yfir í hægri umferð. Er hér fyrst og fremst um að ræða kostnað við breytingar á bifreið nm, svo og við brejrtingar á gatna- og vegakerfi. Benedikt Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmda- nefndar hægri umferðar, tjáði Mbl. í gær, að nefndin væri þeg ar búin að fá erindi um 125 vagna, og þar af hefði verið sam ið um skaðabótagreiðslur á 72 vögnum, og unnið væri að samn- ingum um 24 vagna. Hann sagði ennfremur, að nokkur hluti þess ara erinda væri nýkominn, og því hefði nefndinni ekki gefizt tími til að kanna þau, en þegar hefði nefndin hafnað fimm um- sóknum. Benedikt sagði enn- Mikið af jólapósti týndist í eldsvoða — íslenzkum póstyfirvöldum hefur ekki borizt tUkynning um magn póstsins, sem átti að fara til Islands MIKIÐ magn af jólapósti til Evrópu fór forgörðuzn aðfara- nótt 15. desember, þegar eld- ur kom npp í þeirri deild aðal pósthússins í New York, sem sér um erlendan póst. Öll byggingin, sem var upp á sex hæðir, varð fljótlega alelda, en 2000 starfsmönnum tókst að bjarga í tæka tíð. Tjónið af völdum brunans er talið nema nm tveim milljörðum íslenzkra króna og er brun- inn talinn einn sá mesti, sem orðið hefur í New York síð- ustu 15 árin. Um þessa deild fór mesti hluti böggla- og blaðapósts- ins til og frá Bandaríkjun- um og varð tjónið einmitt á þeim tíma, þegar jólaannirnar voru hvað mestar. Mikið af pósti þeim, sem týndist í elds voðanum, beið þess að vera fluttur á skipsfjöl, en afhend ingarfrestur fyrir hann var til 4. desember. Mbl. hafði samband við Matthías Guðmundsson, póst- meistara I Reykjavík, o.g spurði, hvort eitthvað af ís- lenzkum pósti hefði týnzt í þessum eldsvoða. Matthías sagði, að enn hefði engin til- kynning borizt frá bandarísk um póstyfirvöldum og því gaéti hann ekkert ákveðið sagt. Hins vegar getur ekki liðið á löngu, áður en tilkynn ingin berst, að minnsta kosti hvað við kemur ábyrgðar- pósti. fremur, að lang stærsti hluti vagna þessara, se<m saimið hefði verið um, væru frá sitrætisvögn- um Reykjavíkur, Kópavogis og Akureyrar. Væri þegar búið að ganga frá kröfum að upphæð 25 milljónir króna, en í heild- aráætluninni væri gert ráð fyr- ir 32 millj. kr. kostnaði. við þessa breytingu á vögnum. Varðandi breytinguua á gatna og vegakerfinu sagði Benediikt, að nefr.dinni hefði borizt end- anlegar kostnaðaráætlanir frá fjórum aðilum. Eru það Höfn í Hornafirði, Akureyrarkaupstað ur, Kópavogur og Vegagerðin, en von er á kostnaðaráætlun frá Reykj a víkurborg. Vegna sér- stöðu hennar í þessum efnuim, hefur henni verið gefinn sjö daga frestur, og er unnið af fullum krafti að ganga frá kostnaðar- áætiuninni. Benedikt sagði, að ekki væri hægt að gera sér grein fyrir, hvort hér yrði um hærri eða lægri upphæðir að ræða en í Múlaliðar fyrir rétt í Kongó Kinshasa, 28. des. NTB. JOSEPH Mobutu Kongófor- seti sagði í dag, að 120 hvítir málaliðar, sem dveljast í fanga- búðum í Rwanda, yrðu fluttir aftur til Kongó og Ieiddir fyrir rétt. Mobutu, sem sagði þetta í viðtali við blaðamenn er hann kom úr 26 daga ferðalagi um Austur-Kongó, gat þess ekki hvenær málaliðarnir yrðu flutt- ir til Kongó. Málaliðarnir hafa dvalizt í fangabúðum • í Rwanda síðan þeir flúðu frá Bukavu í Austur- Kongó í síðasta mánuði, en sá bær var aðalvígi þeirra í upp- reisninni, sem þeir gerðu í haust. Talið er, að helmingur málaliðanna sé frá Belgíu, en hinir frá Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Portúgal, Ródesíu, ísrael, Grikklandi, Vestur-Þýzka- landi, Luxemborg og Suður- Afriku. upphafi var gert ráð fyrir, þar sem ekki hefði gefizt tími til að kanna allar kostnaðaráætlanirn- ar. Ennfremur væri í þeim marg ir liðir sem hægri uimferðin kæmi ekki til með að greiða nema að hluta, en slíkt væri sam komulagsatriði, sem enn væri ekki búið að ganga frá. Brown rœðir við Fanfani Róm, 28. des. NTB. GEORGE Brown, utanríkis- ráðherra Breta, fer til Rómar á morgun og ræðir við Amintore Fanfani, utanríkisráðherra ítala, um umsókn Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu. — Á ráð- herrafundi EBE í Briissel var Fanfani einn eindregnasti tals- maður þess, að Bretum yrði veitt aðild að bandalaginu. Harold Wilson, forsætisráð- herra, sagði í dag, að árið 1968 yrði Bretum ár tækifæra er gæti fært þá aftur inn á braut vel- megunar. Hann skoraði á fram- leiðendur í Bretlandi að færa sér gengisfellingu pundsins í nyt og auka útflutning. \ Sinfóníu- tónleikum RÚSSNESKI píanósnillingur- inn Vladimir Ashkenazy var einleikari í B-dúr konsert Mozarts og þriðja píanókon- sert Beethovens í c-moll á 7. tónleikum Sinfóníuhljómsveit arinnar í Háskólabíói í gær- kvöldi. Þá var einnig fluttur forleikurinn „Fingalshellir" eftir Mendeissohn, en stjórn- andi hljómsveitarinnar var dr. Róbert A. Ottósson. Piltur d vél- hjóli fyrir bíl FIMMTÁN ára piltur skarst í andliti og meiddist á fóljum, þegar hann varð fyrir vörubíl á mótum Miklubrautar og Háaleit- isbrautar um sex leytið í gær. Pilturinn kom á vélhjóli inn Miklubraut, en vörubílnum var ekið suður Háaleitisbraut yfir gatnamótin, en þar er stöðvunar- skylda. Bílstjórinn segist hafa stöðvað, en ekki séð neina um- ferð koma, og því hélt hann á- fram. í sömu svifum bar piltinn að á vélhjólinu og lenti hann á milli hússins og pallsins, en hjól- ið skall á bensíngeyminn. Vélhjólið skemmdist mikið, en pilturinn slapp betur en á horfð- ist í fjrrstu og má vafalaust þakka það hjálminum, sem hann var með. Hann var fluttur í Slysa- varðstof'una þar sem gert var að sárum hans. Athugasemd við Þjóðviljablaðamennsku MÉR hefur verið lesin í síma grein úr Þjóðviljanum, frá 19. þ. m. Sjálfur sé ég það blað fyrir tilviljun eina, líkt og aðrir Flateyringar. Þar sem ókunnugir kynnu að halda að grein þessi byggðist á fréttum frá mér, skal það tekið fram að þær einu fréttir, sem ég veitti blaðinu, voru þær, að borg arafundur, sem blaðið hafði sagt frá, hefði aldrei verið hald- inn. Hafi greinarhöfundur lagt út af þeim pistli, þá hefur útlegg- ing hans verið meir í anda kunnrar persónu úr Njálu en Ara fróða. Það er ekkert launungarmál að örðugleikar eru miklir nú í atvinnumálum Flateyringa, cn ekkert einsdæmi er það á voru landi, hvorki fyrr né síðar að svo sé um tíma, og þekkist jafn- vel frá þeim stöðum, sem Þjóð- viljamenn hafa meiri ítök á en Flateyri. Þessa atvinnuörðugleika eru Flateyringar staðráðnir í að tak- ast á við, eftir fyllstu getu, og hafa leitað til þess aðstoðar góð- viljaðra manna, sem þeir treysta. Til Þjóðvilj amanna hafa þeir ekki leitað og munu ekki leita og telja sér heldur til ávinnings að enginn Vestfjarðaþingmaður skuli vera á þeim snærum. Það er engum til ávinnings þegar viðkvæm vandamál eru blásin upp af óheilindum. Rangfærslum og gönuhlaup- um fáfræðinnar í nefndri grein ætla ég ekki að svara, en þó skal það tekið fram að atvinnu- kúgun hér er Flateyringum jafn ókunnugt um og borgarafund- inn sem spámenn Þjóðviljans v'ssu um en Flateyringar ekki. Hitt er svo annað mál, að hér eftir munu Flateyringar eiga enn auðveldara en áður að dæma um hversu traustur og haldgóð- ur málflutningur Þjóðviljang er, þegar svo vill til að þeir sjá þann sannleiksvita. Flateyri, 2°.. 12. 1967 Hjörtur Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.