Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.12.1967, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 er líka bara tveggja ára og hver yrði ekki orðlaus á þess- um aldri yfir allri þessari dýrð? Hún horfði bara á pabba þegar hann rétti barn- fóstrunni hennar pakkana. Sybilla Louise er dóttir Margrétar Svíaprinsessu og enska kaupsýslumannsins Johns Amblers. Prinsessan — skrifað í byrfun desember Prinsessan og jólin ÞAÐ er tæpur mánuður til jóla, en þessari litlu stúlku, sem heitir Sybilla Louise, finnst þau hefðu getað verið í gær. Hún hafði aldrei séð eins mikið af sælgæti, leik- föngum og skærum ljósum, og þarna var pabbi að kaupa sumt af þessu handa henni. Hún sag'ði ekki margt en hún var að opna sænskan jóla- markað í Harcourt Street í London. FRU Lavinia Woods var orðin dauðleið á að bíða eftir því að nýja gaseldavélin hennar yrði tengd. Hún hafði beðið eftir henni í fimm mánuði þanga'ð til þeim þóknaðist að Frú Lavinia Woods. koma með hana og nú hafði hún beðið í tvær vikur eftir að hún yrði tengd. Loksins kom viðgerðarmað- urinn og þá fékk frúin góða hugmynd. Hún hringdi í gas- veituna og sagði: — Ég er búin að læsa við- gerðarmanninn ykkar inni í þvottahúsi og þar verður hann þangað til eldavélin mín er komin í lag. Þetta var klukkan 9 f.h. Kl. 9.15 hringdi gasveitan og sagði: — Vfð hringjum í lögregluna ef þér látið við- gerðarmanninn ekki lausan. Kl. 9.30: — Við kærurm yð- ur fyrir að halda starfsmanni okkar í stofufangelsi. Kl. 10: — Við látum yður borga viðgerðarmanninum kaup fyrir hverja mínútu sem þér hafið hann í haldi. Kl. 10.30: — Við krefjumst þess að þér látið manninn lausan strax. Og þeir héldu áfram að hringja. Um hádegið komu tveir starfsmenn frá gasveitunni, en gripu í tómt því þetta var aðeins gabb: — Ég ætlaði alveg að springa úr hlátri, því þegar þeir komu hafði við- gerðarmaðurinn brugðið sér frá til að ná í varahlut, sem vantaði, sagði frú Woods. Yfirmenn gasveitunnar sögðu: — Auðvitað urðum við reiðir þegar frúin sagðist hafa læst viðgerðarmanninn inni. Menn gera ekki svona nokk- uð. Á ÞESSARI mynd sjáum við söngkonuna Sandie Shaw, á- samt tvíburasystur sinni, sem reyndar er plastgína í fullri líkamstærð. Þær hittust ný- lega í sjónvarpssal. Og San- die, það er sú til hægri, roðn- aði, því gínan var ekki í nokk urri spjör. Sandie var fljót að rétta henni kjóldulu til að hylja nekt sína og sagði: „Vertu fljót að koma þér í þetta, vinan“. Gínan kom seinna fram með Sandie í sjón varpsdagskrá þar sem Sandie söng, en sú fyrrnefnda sat á fyrsta bekk í áhorfendasaln- um og varð að láta sér nægja að hlusta. Þessi gína og fleiri sömu tegundar eiga að prýða glugga verzlana um allan heim snemma á næsta ári. Bítillinn George Harrison fær skilaboð frá öðrum heimi GEORGE Harrison varð undr andi þegar honum var boðið á miðilsfund hjá spíritistan- um Gladys Spearman-Cook. Hún kvaðst hafa skilaboð til hans frá Brian Epstein, fram- kvæmdastjóra Bítlanna, en hann lézt eins og kunnugt er í ágúst sl. af völdum eitur- lyfja. Hann varaði George við eiturlyfjum og bað hann að halda sig frá þeim. George fékk stuttu seinna önnur skilaboð, þar sem Bítlarnir eru varaðir við yfirvofandi hættu ef þeir fari til Indlands með dulspekingnum Mahar- ishi Mahesh. Þrátt fyrir þess- ar viðvaranir eru Bítlarnir og eiginkonur þeirra nú að und- irbúa ferð til Indlands á næsta ári, og virðast ekki taka annan heim allt of alvarlega. Hundafæði ÞAÐ nýjasta á matseðlum fínustu veitingastaða Manch- ester er hundafæði. Eigendur veitingastaðanna bjóða við- skiptavinum sinum sérstaka „hundapoka" svo þeir geti tek ið með sér heim leifarnar handa blessuðu dýrinu, sem bíður svangur heima og miss- ir annars af allri dýrðinni. Snati getur nú borðað leifar af dýrlegum, rándýrum kjúkl- ingi þegar eigandinn kemur heim, nema húsbóndi hans falli fyrir freistingunni og borði leifarnar sjálfur. Kossar bannaðir ELDHEITIR kossar táninga, sem líta út eins og þeir ætli að éta hvorir aðra, eru bann- aðir á Crewe-járnbrautarstöð- inni. Hér eftir er starfsfóki járn- brautarstöðvarinnar uppálagt að vera á verði gegn ofsa- fengnum faðmlögum og álíka ósóma. Einn starfsmaður jámbraut anna komst svo að orði: „Það er kysstst meira á járnbraut- arstöðvum en nokkurs staðar annars staðar. Auðvitað get- um við ekkert sagt vfð smá- kossi á kinnina en þessir tán- ingar líta út eins og þeir hafi ekki smakkað mat í marga daga og ætli hreinlega að éta hvorn annan. Slíkt framferði veldur almenningi óþægind- um, sérstaklega í upplýstum veitingastofum á járnbraustar stöðum um helgar, þegar margt fólk er á ferli. Ef ein- hverjir dirfðust að ganga of langt í þessu munum við ekki hika við að kalla á lögregl- Sjötugur: Úskor Sæmundsson fyrrv. kuupmnður í DAG á góðtk'unn'ur borgari á Akureyri, Óskar Sæmundsson, sjötugsafmæli, en fæddur er hann í Bolungavík vestra 29. desember 1097, og þar ólst hann upp við lítil efni en þekn mun meiri vinnu, eins og títt var í íslenzk- um sjávarþorpu'm um síðustu aldamót og framan af líðandi öld. Ungur brauzt hann til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Settist síðan í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavik. Sótti þar á hann sjónþreyta, svo að ekki varð af frekara skólanámi. Hélt hann skömmu síðar tfl Akur eyrar og réðst í þjónustu Snorra- verzlunar, unz hann stofnaði eig- in verzlun, Esju, árið 1928, er hann rak af miklum dugnaði um fjórðung aldar. Eftir það gerðist hann gjaldkeri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. og hefur síðan verið starfsmaður þess. Þau 45 ár, sem liðin eru frá komu óskars til Akureyrar, hef- ur bærinn tekið miklurn stakka- skiptum, miklu meiri en Óskar sjálfur. Hann er enn minnugur þeirrar baráttu, er efnalaust fó'lk varð að heyja fyrir lífinu í upp- vexti hans og ber enn i dag virð- ingu fyrir gömlum dyggðum, svo sem sparsemi og vinnusemi. Vart getur skylduræknari mann í starfi, og óljúft mundi honum að þiggja laun fyrir lítið starf og lélegt. Óskar tók jafnan mikinn þátt í félagslífi bæjarins og gegndi þar oft fyrirhafnarsömum störf- um, sem engin 'greiðsla kom fyrir. Hann var lengi í stjóm Verz'lun- armannafélagsins á Akureyri og um skeið formaður þess. Árum saman átti hann sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar, og í Oddfellowstúkunni Sjöfn hefur hann lengi starfað af áhuga. Hann kvæntist ungur Guðrúnu Magnúsdóttur ljósmóður, ættaðri úr Strandasýslu, en varð að sjá thenni á bak um miðjan aldur. Eiguðust þau saman þrjú böm: Sæmund, stýrimann og stórkaup- mann, Magnús hxl., vinnumála- stjóna Reykjaví'kurborgar og Guð finnu, húsfreyju á Akureyri. Fám ánum síðar kvæntist Óskar Emmu Finnbjarnardóttur hjúkr- unarkonu frá Hnífsdal, og er heimili þeirra að Þórunnarstræti 124 hér í bæ. Vinnudagur sjötugs manns, sem orðið hefur að vinna allt frá bernskudögum eftir ítrasta þoli, er orðinn ærið langur. Og þótt Óskar sé að verða þess var, að líkaminn er ekki jafn svifléttur og áður, þá er það fjarri skapi hans að halda að sér höndum. Vinnuviljinn og áhuginn hefur í engu látið á sjá, og enn er hann jafn glaður í vinahópi og fyrr. Megi honum sem lengst endast sá áhugi Með hugheilum óskum og heil'li þökk. 3. Ó. P. P.S. Óskar dvelst í dag hjá Magnúsi syni sínum, Sólheimum 23, VI hæð D. Skuldabréf Vil kaupa 200—400 vel tryggð skuldabréf. Áhuga- menn sendi blaðinu upplýsingar fyrir hádegi laug- ardag merkt: „Ágóði — 5415“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.