Morgunblaðið - 29.12.1967, Page 11

Morgunblaðið - 29.12.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1S67 11 LJÚÐ ER ALDREI — spjallað við Erlend Jónsson um Skugga á torgi og nútímaljóð Hvað er ljóð? „List eða verk skálds; upp- hafin tjáning upphafinnar hugrsunar eða tilfinningar í bundnu máli“, segir í er- lendri orðabók. En hvað er þá upphafin tjáning, upphafin hugs un og tilfinning í bundu máli? Þannig má aftur spyrja. Ljóð er, þegar öllu er á botninn hvolft, eitt þeirra hugtaka, sem erfitt er að skilgreina. Takmörk þess eru næsta ógreinileg“. Ofangreindar setningar eru upphafsetningar nýútkominnar námsbókar. Nútimaljóð fyrir skóla, er Erlendur Jónsson hefur tekið saman. Erlendur mun vera flestum lesendum Morgunblaðs- ins kunnur þar sem hann hefur á undanförnum árum ritað mjög athyglisverða og stundum um- deilda bókmenntagagnrýni í Blaðið. Útgáfa bókarinnar, Nútíma- ljóð, má annars telja mjög merkilegan áfanga í íslenzkri námsbóka og á Ríkisút- gáfa námsbóka þakkir skilið fyrir framtakið. Um langan tíma hefur punkturinn í kennslu í íslenzkum skólum verið settur fyrir aftan Stein Steinarr, og sagt að hann hafi verið tíma- mótaskáld, án þess að greina nánar frá þeim tímamótum sem verða með skáldskap hans. Með þessari bók er nemendum gefinn kostur á að kynnast því sem hefur verið að gerast í íslenzkri ljóðlist frá 1950 og fram á þenn- an dag, og segja má að sá akur hafi verið hinn fjölskrúðugasti. f bókinni eru ljóð eftir 12 höf- unda, sem ættu að gefa nokkuð trúverðuga mynd af þessu tíma- bili, bæði hvað form og efni snertir. Má vænta þess, að margir á- hugamenn í röðum skólamanna taki bók þessari fegins hendi, og notfæri sér hana við kennslu í skólum sínum. Fyrir nokkru kom svo út ljóða bók eftir Erlend Jónsson. sú hin fyrsta frá hans hendi. Nefnist hún Skuggar á torgi. í tilefni af útkomu þessara bóka, hitti ég Erlend að máli og fékk hann til að rabba stundarkorn við mig um þessar bækur og aðrar. Og þar sem Erlendur er bók- menntagagnrýnandi var auðvnað forvitnilegt að heyra hans álit á bókaútgáfunni nú fyrir jólin. — Ég held málin standi svip- að ög í fyrra, sagði Erlendur. — Það korna þó færri Ijóðabækur í ár, en í fyrra; eflaust af þvi, að mörg Ijóðskáld gáfu út bækur sínar þá, og liggur þá í hlutarins eðli, að bóka er ekki að vænta frá þeim nú. — Ef við snúum okkur þá að bók þinni, Skuggar á torgi. Eru þetta ný Ijóð? — Því get ég svarað bæði ját- andi og neitandi. Elzta ljóðið í bókinni er sennilega 6 ára, en meiri hluta Ijóðanna orti ég í hitteðfyrra í Englandi. Ég brá mér þá í Bristolháskóla til að hressa upp á kunnáttuna og snéri mér að enskum og amer- ískum nútímabókmenntum. Mér sýndist strax óráðlegt að reyna að komast niður í þeim á öllum sviðum, svo ég sökkti mér aðal- lega niður í nútímaljóðlistina. Það má því segj a bæði í gamni og alvöru. að þessi ljóð, sem ég orti þar, hafi verið ort sem verklegar æfingar stúdents. — En ertu ekki búin að fást við yrkingar lengi? — Síðan ég var tólf ára, að minnsta kosti. Mörg yrkisefnin í þessari bók eru búin að vera mér lengi hugstæð. Hinsvegar var ég lengi í vafa um hvaða form þeim hentaði bezt. T.d. er það svo um fyrsta kvæði bókar- innar, að mig langaði til að skrifa skáldsögu um það efni. En form er líka spurning um vinnubrögð. Skáldsagan er fyrir dugnaðarmenn, sem hafa eirð í sér til að sitja við skrifborð. Ég er latur maður; nota auk þess tómstundir mínar til að vera úti. Ferðast mikið á sumrum; stend í veiðiskap; ek um landið. Slæpist. Úti í náttúrunni verða mörg ljóða minna til — það er að segja frumdrögin að þeim. Sum fjalla um ákveðinn stað. Þá er einkum þrennt, sem mér verður hugleikið: í fyrsta lagi staðurinn sjálfur. f öðru lagi fólkið, sem lifir og hefur lifað á þeim stað. í þriðja lagi tíminn í víðtækasta skiln- ingi. — Verða þá ljóðin til á skömmum tíma? — Enn verður svarið bæði já og nei. Þegar ég var unglingur hafði ég gaman af að setja sam- an kvæði. En það, sem heillaði mann ef til vill mest í þá daga var sjálft ljóðformið. Af þeim sökum var samsetningurinn tíð- um innihaldslítill. þó formið væri gallalaust. Ég held enginn geti efnt í sæmilega Ijóðabók, ef sá hinn sami er ekki haldinn ríkri þörf að tjá sig. Ljóðin spretta fram af tjáningarþörf skáldsins. Margt leitar á hugann. Mér finnst ein- lægast að veita því útrás á þennan hátt. Ljóð verða oft til í sterkri á- kveðinni stemning. Þessi stemn- ing kann svo að dofna. Þá tek- ur maður að endurskoða ljóðið og líta á það sömu augum og hver annar lesandi. Þá fer ekki hjá. að maður reki augun í sitt- hvað, sem þarf að bæta og breyta. f raun og veru er ljóð aldrei fullort. — Hvernig líður bókmenuta- gagnrýnanda, sem bíður eftir gagnrýni á sína bók? — Þessari spurningu bjóst ég við. Það er ágætt að vera þar kunnugur bæði úti og inni. Satt að segja hef ég engar áhyggjur af þeirri hlið málanna. Ljóð er Ijóð, og gagnrýni er gagnrýni. Hún getur verið jákvæð eða neikvæð. En hún breytir ekki Ijóðinu. Gagnrýnendur, sem skrifað hafa um -ljóð mín, hafa verið á önd- verðurn meiði. Mér finnst það ágætt. En ég verð aldrei uppnæmur fyrir því, sem sagt er um mig á prenti. — Þegar Ijóðin eru komin út. er þá ekki sem þú sjáir á eftir gömlum kunningjum? — Svo má segja. Ljóðin fjar- lægjast. Maður' er þá formlega búinn að yrkja frá sér efnið. — Vill það ékki oft brenna við, að menn séu of bráðir að gefa út bækur, — sendi þær frá sér of ungir? — Ég ímynda mér, að það sé skemmtilegt fyrir stráka um tvítugt að senda frá sér bækur. Margir af yngri skáldum okkar, sem mest ber á nú, byrjuðu snemma að gefa út. Ég held, að ung skáld geti lært af því. En það hlýtur ævinlega að vera ein- staklingsbundið. Laxness gaf út sína fyrstu bók þegar hann var 17 ára. Grímur Thomsen yar sextuguT þegar hann kom sinni bók á framfæri. Það er ekki gott að segja, hvaða áhrif það hefur haft á þessa tvo menn. að annar gaf út sína fyrstu bók ungur, en hinn roskinn. En þarna er sem sagt dæmi um tvo höfunda sem skilið bafa eftir sig merkileg, sígild bókmenntaverk. FULLORT Nútímaljóð. Nú vikum við tali okkar að Nútímaljóðum og kennslu nú- tímabókmennta í skólum. Er- lendur sagði: — Það hefur verið s>vo í skól- um, að sjaldnast hafa verið kenndar þar aðrar bókmenntir en þær, sem telja má nokkurn veginn klassiskar. Aðrir höfund- ar en þeir, sem búnir eru að skipa sér fastan og ákveðinn sess, hafa ekki verið le-snir. Hins vegar hafa nemendur leitazt við að fylgjast með nýjungum í bók- menntum — oftast af eigin rammleik. Nú eru tímar breyttir. Skól- inn er meira atriði í lífi nem- enda. Því er hætt við, að fái nemendur ekki þessa hluti í kennslunni, verði það aðeins fá- mennur, valinn ihópur. sem fylg- ist með nýjungunum. — Má telja Nútímaljóð úrvals- rit þessa tímabils? — Nei, alls ekki. Ritið er fyrst og fremst sýnishorn, enda mjög erfitt að velja eftir svona unga höfunda. Það er aldrei hægt að spá um hvað muni verða líf- vænlegt af bókmenntum liðandi stundar. Bf við tækjum t.d. sam- an sýnishorn af bókmenntum 19. aldar, kæmi okkur ekki í hug að velja í það bókmenntir, sem eru ekki aðeins gleymdar, held ur einnig — að okkar dómi — óheppileg sýnishorn. Við tækjum það, sem lifir. Sama gildir þegar landslag er sýn-t ókunnugum. Þá er bent á hæstu fjöll og sér- kennilega staði, en ekki á ein- hverjar smá þúfur, ósýnilegar í fjarskanum. Þegar valið er úr nútímabók- menntum. gildir það viðhorf, að tekið er, það sem lífvænlegast þykir í svipinn. Ef einihver lítur svo á Nútímaljóð eftir t.d. 50 ár, kann hann að undrast að eitt skyldi tekið, en öðru sleppt. — Mundir þú segja, að það tím'abil, sem bókin spannar, sé fjölskrúðugt ljóðlistartímabil? — Það var af nógu að taka Þessi Ijóð eru frá 1949 til ársins í ár. Nú var sjötti áratugurinn að vísu sem heild lélegt tímabil í íslenzkum bókmenntum. En þó var það svo, að ljóðlistin hélt uppi þeim árum. Ég var búinn að lesa allan þennan kveð skap. Samt verð ég að játa, að ég hafði ekki áttað mig á, hvað þar var um auðugan garð að gresja. fyrr en ég tók þessa bók saman og setti þetta upp sem sýnishorn. — Hvaða sjónarmið voru ríkj andi hjá þér, þegar þú valdir efni bókarinnar? — Ég reyndi að sýna tíma- bilið í heild og einnig sem rétt- asta mynd hvers höfundar. Marg ir hafa fengizt við ljóðlist á þessu tímabili. Ekki er unnt að taka nema fáa þeirra í svona lagaða bók. Eins og áður er að vikið er erfitt að gera upp á milli margra ungra skálda, þegar velja skal úr aðeins fá. Það mátti hugsa sér að velja þau með hiutkesti. Ég gerði það ekki og ber^ einn ábyrgð á vali skáldanna. Ég hafði þá í huga þrjú sjónarmið; meðal annars: í fyrsta lagi, hyaða skáld mér þóttu hafa ort vel á umræddu tímabili. f öðru lagi, hvaða skáld máttu teljast einkennandi fyrir tímabilið. f þriðja lagi, hvaða skáldskap mætti telja aðgengi- legan ungu fólki. Lokatakmarkið er að ungt fólk láti ekki staðar numið við lestur þessara Xjóða, heldur haldi áfram. Fari svo, held ég, að þau skáld. sem ekki voru tekin með í bókina, hafi ekki síður ávinning af henni en 'hin, sem ljóð eiga í henni. — Veizt þú hvernig kennslu bókarinnar verður háttað? — Bókin er ætluð framhalds- Erlendur Jónsson. skólum eftir að skyldunámi sleppir. Nýjustu bókmenntir eru ekki á námskrá margra skóla. Margir kennarar hafa hinsvegar látið þá skoðun í ljós, að bók eins og þessa vantaði. Ég vona, að hún verði einhversstaðar not- uð, fyrst hún er nú komin út. Tal okkar snýst síðan um ís- lenzka ljóðlist á ýmsum tímum. Erlendur segir það t.d. skoðun sína, að Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal og Svartar fjaðrir Davíðs hafi í sín- um tíma örvað unga menn til að yrkja. — Það var skáldskapur, sem höfðaði beint til ungs fólks, segir Erlendur. Ijóðrænn kveð- skapur um æsku og ástir. Þetta tímabil fellur með hámarki sínu, er Fagra veröld Tómasar kemur út 1933. Þá er skuggi kreppu og stríðs farinn að láta á sér kraela. MYNDARLEGASTA vegagerð hérlendis er án efa Reykjanes- brautin nýja. Engan hef ég heyrt hallmæla vegagerðinni sjálfri, þó að misjafnt mat sé um skattálag, sem hið opinbera varð að leggja á vegfarendur vega kostnaðar við vegargerðina. Hins vegar er oft viðbúið, þegar verki er lokið, að reynsla leiði eitthvað í ljós, að lærðum sem leikum geti virzt ábótavant um framkvæmdir, þó að heildarverkið hafi verið sam- kvæmt áætlun. Vegna mjög hörmulegra at- burða, sem orðið hafa nýskeð á Reykjanesbrautinni, vil ég beina þeirri spurningu til vegagerðar- innar og annarra opinberra aðila, sem um vegamál fjalla, hvort ekki sé athugandi, með tilliti til umferðaröryggis, að breikka mal arbrún vegarins um ca. 1 metra hvoru megin, eða svo að öruggt bifreiðastæði sé utan steyptu brautarinnar, með tilliti til þess, ef bifreiðar bila á þessarri leið, sé þeim gert að skyldu að færa þær útaf steypta veginum. gegn fu'llri ábyrgð, sé það vanrækt. Það er ekki hægt að fullyrða, að þau dauðaslys, sem nýskeð u-rðu á Reykjanesbrautinni hefðu ekki orðið, ef aðstæður hefðu leyft, að bifreiðastjórarnir, sem af einhverjum ástæðum urðu að stöðva og láta bifreiðar sínar standa á steyptu brautinni, hefðu Sá skuggi vokir yfir bókmennt- unum næstu árin. —• Telur þú Erlendur, 'að ó- rimuð 'ljóð eigi ógreiðari leið til hins almenna lesanda en rím- uð? -— Það ætti ekki að þurfa að vera. Fyrsta einkenni ljóðs er hrynjandin. Hún kemur á und- an rími og ljóðstöfum — og sker úr hvort um ljóð er að ræða. Sé hrynjandi í Ijóði, er sama,- hvort það er rímað eða órímað. — Margir telja, að ekkert sé ljóð, nema það, sem er sæmilega auðvelt að læra utanað? — Já. Og þá er átt við, að það standi í ljóðstöfum og sé rímað, Það er eðlileg skoðun. ís- lenzk ljóðhefð var orðin sterk; og sterkari en gerðist meða'l ann- arra þjóða. Rimið og ljóðstafirn- ir voru í vitund fólksins fyrsta og síðasta einkenni Ijóðsins. Og í þetta form voru margir búnir að fellá sinn dýra leir. Þá koma allt í einu skáld sem láta þetta lönd og leið. í fyrstunni kunni fólk því illa. Þó held v ég. að það hafi bylt meiru þegar skáld- in tóku að yrkja í sundurlaus- um myndum og hættu að skir- skota til hins myndræna raun- veruleika. En slíkt er að sjálf- sögðu ekki nýtt í bókmenntun- um. Fjarstæðan hefur oft verið notuð til þess að tjá veruleik- ann. Nærtækast dæmi er ævin- týrin. Ef eitthvert skáld væri nú að finna upp huldufólk, álfa, steina í tré, sem halda hróka- ræður, þætti slíkt harla fárán- legt. En þetta er gamalt í bók- menntunum. Þar af leiðandi þyk ir það sjálfsagður og eðlilegur barnaskapur. getað lagt þeim utan hennar, en engum held ég að geti dulizt, að við slikar aðstæður ætti hættan að vera minni. Þarna er gagns- lítið að segja: Hafðu gát á þér. Margir eru þeir, sem þreytast aldrei á að hrópa aðvörunarorð, gefa út áletruð spjold, auglýsa í blöðum, sjónvarpi og útvarpi áminningar til fólksins og leið- beiningar varðandi umferðarmál, og samt lemstrast fólk nær því daglega í umferðarslysum, og tíð ■ast mun vera hægt að rekja or- sökina til þeirra mannlegu 'lasta, sem heimfærðir eru undir gáleysi og kæruleysi, auk þess, sem oft er um lagaleg brot að ræða. íslenzku þjóðinni er annt um hvert mannslíf, sem hún missir af ófyrirsjáanlegum orsökum. Ég vil ekki segja, að þær aðstæður, sem ég gat um að ekki eru fyrir hendi, séu orsök þeirra tveggja dauðaslysa sem nýskeð urðu á Reykjanesbrautinni, en bendi á það sem algjöra óhæfu, að bif- reiðar stöðvi og standi inná steypta veginum, og til varnað- aröryggis verði ráðin bót á að slí'kt, af ill-ri nauðsyn, þurfi að henda, og í því trausti, að reynt verði að ráða bót á þessu, vil ég leyfa mér að beina athygli ábyrgra aðila að þessu máli. Hafnarfirði, 18. des. 1967. KrLstinn Hákonarson. Vel launað framtíðarstarf Sölumaður óskast að vel rekinni fasteignasölu í borginni. Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu sendi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf til afgr. Mbl. merkt: ,,(Jóð kjör — 5445“ fyrir áramót. — stjl. Nokkur orb um Reykjanesbrautina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.