Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 1*T Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR HORFT ÚT UM GLUGGA Oddur Björnsson: KVÖRNIN. 82 bls. Helgafell, 1967. Aðalsöguhetjan í Kvörninni er ungur, efnaðuir slæpingi úr Vest- urbænu'tn.; stúdent, sem veit efcki, h'vað Ihann á að verða. Fað- ir hans er sálaður. Móðirin, „sem á virðulegt garnalt stein- hús í vesturbænum, fullt af gömlum munum og dýrum mál- verkum“, heldur heimili , fyrir þau mæðginin. Hún er — að henni sjálfri finnst — „alLtof hraust, alltof ung“, og það er af henni dálítill (þáttur í sögunni. Hreyfiaflið, sem mijakar unga manninum gegnum til- breytingalausa daga og tómlegar nætur, er „kvensemin . . . ásamt því unaðslega kæruleysi, sem henni fylgir". Það er ekki víður sjónhringur, sem blasir við í Kvörninni. Sag- an er efcki „hreið“, heldur eins og ljósmiyndirnar, sem höfundur hefur klippt í sundur og sfceytt saman og notar sem skreytingu í ibók sinni: hálfur kvenmaður, hún er bæði ung og gömul; hluti af trjástofni ásamt greinum og gráu laufi; partur a'f húsbaki með þafcsfcífum og minnir því á útlönd. Kvörnin er efcfci Iheitsteypt miynd, heldur samsafn af þátt- um; eklki ólík teppi, sem er skeytt saman úr afgöngum. Og þó virðast þessir afgangur eiga vel saman: Við heyrum af d'álLtlu bernsku- ævintýri unga mannsins. Hann leggur leið sína á sveiitaböll. Hann lendir í svallveizlu í 'borg- inni, þar sem bans eigin fcven- semi er hreint og beint ofboðið. Hann fer til útlanda, ferðast í rest, dreymir ruglingslegan draum í lestinni (sá draumiur er líka ein allsherjar klipptmynd). Að lokum stendur hann „við glugga hótel'herbergisins og horfir eftir strætinu". Sá endir er býsna vel til fund- inn. Táknrænn, má ef tiíl vill segja. Ungi maðurinn er áhorf- andi fremur en þátttákandi. Líf hans er 1 senn leit og flótti. Þegar að upþhafi sögunnar Langar hann „,til að fcomast eitt- hvað 'burtu, því að honurn þótti andrúmsloftið heima þrúgandi — þetta dimma hús, þar sem móðir hans líður um herbergi og ganga einsog skuggi, alltof ung til að loka sig inni meða,I gamalla muna, gamaLla m'ál- verka og gamalla endurminn- inga. Hann verður að komast burtu". „Það var fyrst nú í seinni tíð“, segir nofckru síðar, „,að hann fór að velta því fyrir sér hverju hann hefði fengið áorfcað, og honum var það all-s ekki Ljóst“. AðaL hans er í rauninni hið fulifcomna aðgerðarleysi: „Hann horfir á hana og hún útum giuggann á hundslppadríf- una. Eiginlega ekkert samtal sem fer þeirra á miLLi. Hann var að hugleiða tovað hún væri á aLlan hátt ágæt, en kannsfci efcki eins falLeg og hann hafði minnt. Raunar var hún faiiegri þegar hún borfði beint framaní hann, það gerðu augun og munnurinn. Vanginn var á engan hátt tii- fcomumikill. Hann saknaði sér- fcennilegra og djarfra lína og hugsaði með sér: — nei, hún gerir mig aldrei hamingjusaman. Þá leit hún á hann, og hann var ekfci viss. Svo leit hún aftur út um giuggann“. Þannig silast tiigangsleysið áieiðis. Ungi maðurinn hefur fengið fullnægt öilum sínum þörfum. Hann hefur til einskis að berjast. Þetta er nútímamað- urinn, sem er í senn búinn að sigra og bíða ósigur. Hann er kominn á Leiðarenda og stendur Oddur Björnsson. í sömu sporum sem í upphafi: kniúinn frumhvötunum einum saman. Og þó verða frumhvatir hans ekki eins og í fyrstunni uppörvun til at'hafnar, því þeim er, eins og öðrurn iöngunum, fullnægt án fyrirhafnar. Kvörnin er afarstutt skáldsaga og engan veginn stórkostleg. Þó ieynir sér ekfci, að hún er samin af höfundi, sem er handgenginn Listinni. Það er kannski vandi að klippa sundur ósamstæðar ljós- myndir og skeyta þær saman. svo vel fari. Þó heid ég sé vandsam- ara að skeyta saman stílfærð tilbrigði af því tagi, sem Kvörnin er gerð af. Að setja saman siíka skáldsögu — það er fyrst og fremst LLstvinna. Höf- undurinn verður í einu að haida ölLum þráðum í hendi sér, jafn- vei þó sagan sé örstutt, eins og Kvörnin er. Efni sögunnar, svo veigalítið sem það annars virðist vera, má skoða frá margs konar sjónar- horni. Sé litið á söguna frá fé- iagsiegu sjónarmiði, hlýtur hún að teljast neikvæð. Athafnalaus og stefnula'us slæpingi er andfé- lagslegur. En það er ekki nauðsynlegt að virða efnið fyrir sér á þann hátt. Miklu fremur má segja, að í sögu eins og Kvörninni sé verið að afmarfca yrkisefnið, einangra það: Ætiunin er að segja frá manninum sem slíkum, en ekki frá athöfnum hans> og því er brugðið upp þessum tættu, og þó raðkvæmu myndum af honum sjálfum, honum einum án tak- marks og tilgangs, eins og hann fœddist. Þar fer höfundur Kvarnarinn- ar að dæmi ýmissa leikritahöf- unda frá isíðari árum og á þá ekki langt að sækja fordæmin, þar sem hann er sjálfur leikritahöf- undur, fyrst og fremst. Kvörnin er snoturlega út gef- in 'bók. Titiisíða er teifcnuð af höfundi. Framan á fcápu er önn- ur mynd. Hún er eftir Sigurjón Jónhannsson: konuhöfuð, herð- ar og brjóst í þrem stellingum — samanber þáttinn í sögunni, þar ®em ungi maðurinn virðir fyrir sér andlit stúlkunnar, sem hann heldur, að geri sig aldrei hamingjusaman. Þegar öllu er á botninn hvolft. er ávinningur að þessari litlu bók. Erlendur Jónsson. íetlenem Betlehem 25. des. AP. ÍSRAELSKIR hermenn stóðu á verði í Betlehem um jólin til að vernda pílagríma fyrir hugsanlegum árásum ara- biskra leyniskyttna. Allt fór þó fram með friði og spekt og engar sögur hafa borizt af ó- kyrrð í borginni. Um 9.000 pílagrímar komu til Betlehem og voru um .tíu þúsund færri en búizt hafði verið við. Þetta var í fyrsta sinn, að ísraeiar ráða yfir helgum dóm um Betlehem og þeir eyddu hundruðum þúsunda króna til að tryggja, að vel tæfcizt til um ~ allt. Sögðu ýmsir píla- gríma, að ísraelar hafi skipu- Lagt hátíðina úr hófi fram og hún hafi borið nokkurn keim af skrúðsýningu. Arabiskir kaupaihéðnar í Betlehem kvarta yifir minni jólaverzlun en mörg undanfarin ár, sem stafar af þvi hve pílagrimarn- ir voru fáir. og að veður var hið versta um hátíðina. Mikið f jölmenni var viðstatt guðsþjónusbur í hinum ýmsu kirkjum borgarinnar og var í fyrsta sinn sjónvarpað frá þeim heiztu. Vinstri sósía- listar segjnst öruggir með lromboð Kauipmannahöfn, 26. des. HINN nýi danski stjórnmiála- flok'kur, Vinstri sósíalistar, gerði í dag ráð fyrir að ihafa náð að safna l'l.OOO undirskriftum. í stjórn flokksins er það nú talið öruggt, að takast muni að safna þeim 16.000 undirskriftum, sem þarf, til þess að flofckurinn geti tekið þátt í kosningunum til Þjóðþingsins í janúar. Á laugardag hafði tekizt að safna 9.000 undirskriftum sam- kvæmt frásögn blaðafulltrúa flokksins, Erik Jensens. Komið hefur verið uipp flokksskri'fstof- um í Árósum, Esbjerg og Óðins- véum og frá þessum stöðum ber- ast þær fréttir, að vel gangi að safna undirskriftum. Söngbók Hafn- arstúdenta — FÉLAG íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn verður 75 ára í janúar 1968. í féla^ýnu eru nú um 100 manns og þar af um 70 við nám. Félagið er elzta íslenzka stúdentafélagið og það stærsta á erlendri grund. í núverandi stjórn félagsins eru: Sigurður H. Richter, formaður, Gunnar Árnason. gjaldkeri og Jón S. Karlsson, ritari. Félagið heldur uppi mjög fjölbreyttu og lif- andi félagslífi meðal fslendinga í Kaupmannahöfn og er í fullu fjöri, þrátt fyrir háan aldur. í tilefni afmælisins hefur fé- lagið gefið út á ný, söngbók fé- lagsins, sem heitir Söngbók Hafn arstúdenta. Bókin var síðast gef is út 1937, en kemur nú út í mjög aukinni og endurbættri út gáfu. í bókinni eru fjöldi söngva, sem eingöngu, eða því sem næst, eru sungnir af stúdentum í Kaup mannahöfn, en auk þeirra eru aðrir og almennari söngvar. Frá gangur 'bó'karinnar er mjög vand aður og pappír og band það bezta sem völ er á. Utan á bók- inni er nafn bókarinnar og rherki félagsins gullþryfckt. Bók in er eflaust góða vinargjöf til ga'm'alla Hafnarstúdenta'. Söng- bók Hafnarstúdenta fæst á bveim stöðum hérlendis, í Bókaverzlun S. Eymundsson og á skrifstofu SISE, sambands íslenzfcra stú- denta erlendis. og stúdentaráðs Háskóla íslands, og kostar hún 215 kr. Slysfarir og skaðar víða erlendis um jólin Rússor kaupa peysur og teppi SÍÐAST liðinn þriðjudag var gengið frá samningi við V/O Razniexport í Mosfcvu um kaup á 68.500 HekLu-prjónapeysum og 35.400 Gefjunar-ullarteppum til afgreiðslu á árinu 1968. Andvirði varanna nemur rúmlega 35 miilj ónum króna. Samningagerð önn uðust Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambands ísl. Samvinnufélaga og Ægir Ólaifsson, framfcvæmda stjóri Mars Trading Co. SLYSFARIR ýmsar og skaðar urðu víða um heim á jóladög- unum. í Moskvu varð gasspreng ing í sex hæða íibúðahhúsi og fóruist, að min'nsta kosti níu manns og allmargir sLösuðust. í Florida í Bandaríkjunum kom upp hæbtulegur gasleki í klór- kútum, og breiddiist gaisið yfir stórt svæði, svo að fjöldi fjöl- skyldna flúði heimili sín. Þá urðu veruleg flóð í sitórum hLulta Vestur-Þýzkalands yfir jóla- hátíðina, en nú hefur dregið úr þeim. Að minnsta kosti tveir munu hafa drukknað. Hér fer á eftir stutt yfirlit yfir helztu siysfarir um jóla- hábíðina. Moskva 26. des. Níu manns fór- ust og fjöldi meiddist er gas- sprenging varð í sex hæða íbúð- arhúsi í miðborginni á annan í jólum. Fregnum bar ekki saman um tölu þeirra, sem farizt höfðu, og í fyrsbu var sagt að miklu fleiri hefðu látizt. Sovézk blöð skrifa yfirleitt lítið um ó'höpp af þessu tagi, en eitt þeirra mun hafa sagt. HtiLlega frá silysinu í kvöld. Jacksonville, Florida 25. des. Hæbtulegt klórgas breiddist yfir stórt svæði hér á jóladag og neyddust hundruð fjölskyldna til að flýja heiimili sín. Gasið streymdi út úr óþéttum geymum sem skemmat höfðu í efnafræði tilraun daginn áður. Hamborg, 26. des. Að minnsta kosti tveir menn hafa drukknað í miklum flóðum, sem urðu á stórum svæðum í Vestur-Þýzka- iandi um jólin og náðu hámarki sínu á aðfangadagskvöld. Flóðin eru nú í rénum, en lögreglan ótt- ast, að jarðsprengjur við landa- mæri Ausbur- og Vestur-Þýzka- land, hafi Losnað upp og ef til vill rekið langar leiðir. Hefur löreglan sent viðvaranir til fólks vegna þessa. Mikið tjón varð á byggingum, brúm og veg um, en ekki heflur verið reikn- að út, hversu háum upphæðum tjónið nemur. Það voru árnar Rín, Main og Mósel sem mest flóðin urðu í. Bangok, 27. des. Thailenzk flug- vél hrapaði við flugvölliinn í Chenmai, 960 km. fyrir norðan Bangkok í dag og létuist fjórir af 28 farþegum. Flugvélin var af gerðinni DC-3 og kom upp eld- ur í vélinni er hún rakst á jörð- ina. Margir farþeganna slösuð- ust. New York, 26. des. ELdur kom upp í norska skipinu „Dianet“ á Hudison flóa í dag og fórust þrír af áhöfn skipsins. Átján voru flutitir í sjúkrahús, og í þeirra hópi voru nokkriir slökkviliðts- menn sem komu um borð tiíl að taka þábt í slökkvistarfinu. Skipið kom til New York 17. desember með sykurfarm frá Kol ombia og Lá skipið fyrir akker- um á Hudson flóa og beið efltir að komast að bryggju. Eldurinn kom upp um fjögur leytið um nóttina að staðartíma, nokkrum klukkustundum eftir að jólagleði hafði verið haldinn um borð, og voru margir skipverja í fasta- svefni. ELdurinn varð fljótlega ma'gnaður og stóðu eldisúlur marga metra í loflt upp. Öll inn- rétting er gereyðilögð og unnið er nú að því að finna onsakir brunans. Visby, 26. des. Um jólin var leit- að að þýzkum bárt „Kabharina“ sem sendi út n'eyðarkall á laug- ardag, skammt frá Gotlandi. Hefur ekkert spurzt til bátsins og er talið að ísing hafi hlaðizt á bátinn og hann sokkið. Sex manna áhöfn var á bátnuim. í gær fann þýzkt skip lík í björg- unarvesti á reki á þeim slóðum, sem báburinn sendi út neyðar- kalil og er talið að það sé af einuim bátsverja. Bombay, 26. des. í dag urðu enn jarðhræringar á stórum svæðum Vestur-Indlands sexbánda daginn í röð. Stöðugt fleiri fjölskyldur flýja af jarðskjálftasvæðinu sem er í Maharshtra, en þar fórust um 200 manrns í jarðskjálfta hinn 11. desember. Ekki er kunnugt um manntjón síðan, en eignatjón er mikið. Santiago, Chile, 27. des. Jarð- skjálfti sem mæLdist 4 stig á Riohterkvarða, varð í norður- hlurta Ohile skammt frá landa- mærum Perú og Boliviu. Ekki er vi'tað til að tjón hafi orðið. Berkeley, Kaliforniu, 26. des. Jarðskjáiftaimælar háskólans í Kaliforníu sýndu tvo kippi í Washington fylki á þriðjudag. Styrkleiki þeirra var 4,5 og 5 stig. Sérfræðingar segja, að upp tökin hafi verið á Canvouver eyju, en þaðan hafa ekki borizt fregnir af neinum jarðskjálftum. Formósa, Argentínu, 25. des. Spnenging í stórverzlun í borg- inni Formósu í Argentínu varð að minnsta kosti 19 manns að bana og sagt er að 35 hafi slas- azt. Þröng manna var í verzlun- inni er sprengingin varð og lok- uðust margir inni af þeim sem fórust, en aðrir gátu bjargað sér út. Tafi del Val.vle, Argentínu 25. des. Sextán manns fórust og bubtugu meiddust, er áætlunar- bíll steyptist í Talafljótið á jóla- dagskvöldið. Farþegarnir voru á heimleið frá knattspyrnukeppni. Chicago, 26. des. Jóladagana för- ust í Bandaríkjunum 655 manns. Árið 1965 voru mannskæðustu jóiin þar í landi, þá biðu 720 manns bana. London, 26. des. Bifreiðaslys eru færri í ár en venjuiega og er þakkað, að mjög hefur ver.ið hert á lögum og efltirli'ti með ökumönnum, sem grunsamlegir þykja við akstur, vegna áfengis- neyzlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.