Morgunblaðið - 29.12.1967, Side 18

Morgunblaðið - 29.12.1967, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1967 Sveinn Helgason Minning MEÐ fráfalli Sveins Helgasonar er horfinn mikilhæfur og góður drengur. Hann fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Helga Sveinsson- ar bankastjóra og Kristjönu Jónsdóttur frá Gautlöndum. Hann missti móður sína í frum- bernsku, en Margrét Sveinsdótt- ir, föðursystir hans tók hann að sér og öll hans systkini seim hin bezta móðir. Sveinn var góðum gáfuan gæddur, og allt, er hann tók sér fyrÍT hendur, bar vott um heil- steypta skapgerð hans, óbilandi elju og skapfestu. Hann helgaði sig vettvang kaupsýslunnar og störf á þeim vettvangi fóru hon um vel úr hendi. Staðfesta hans og trúmennska voru hornstein- ar velgengni hans. Jafnframt átti hann sér hugsjónir, er hann helgaði tómstundir sinar, hug- sjónir um fegurra og hreinna mannlíf, án skugga og böls eit- urnautna. Á því sviði vann hann marga sigra, enda baráttumaður, trúr og fórnfús. Það var ríkt í huga hans að bæta hlut þeirra, sem skarðan hlut báru frá t Guðrún Jónsdóttir frá Látrum í Aðalvík andaðist að heimili sínu Skóla vegi 4, Keflavík 27. des. Finnbogi Friðriksson, börn og fósturdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn Þórarinn Björnsson skipherra, sem lézt 24. þ. m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. janúar kl. 1.30 e. h. Ruth Björnsson og aðstandendur. t Faðir okkar Júlíus Ingvarsson trésmiður frá Eyrarbakka verður jar’ðsunginn frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn 30. desember kl. 13.30. Börnin. t Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Jóns Stéfáns Arnórssonar frá Hesti í Borgarfirði, sem andaðist 18. þessa mán- aðar, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík laug- ardaginn 30. þessa mánaðar. Stella Amórsson, Margrét Amórsson, Hilmir Arnórsson, Stefán Amórsson, Edda Árnadóttir, Mímir Arnórsson. borði. Hjálpsemi hans við þá var án tregðu og með fúsleik leysti hann margan vandann. Og nú síðustu mánuði, er hann barðist þungri og sárri baráttu við sjúkdóm, er að lokum varð ionum að aldurtila, sýndi hann karlmennsku og bjargfasta trú á handleiðslu föðurins himneska Ég hygg vandfundinn betri heimilisföður en hann var. Er því skarð fyrir skildi, hjá eig- inkonu og einkasyni, er hann hverfur héðan svo langt fyrir aldur fram. En aldan er hnigin. Minning- arnar uim hann lifa í hugum vor uim, hlýjar og bjartar. Hátíð ljóssins gengur í garð. Inn í þann jólafögnuð er gott að hugsa sér Svein Helgason kom- inn. Megi Guðs birta fá Bkinið inn í hjarta og hug elskandi eig- inkonu og einkasonar, sem ég flyt samúð okkar hjóna og frændliðs alls. Söknuðurinn er mikill, en mun birta, er vér fáum að sjá g skynja kærleika Guðs, auig- liti til auglitis. Kixkjuhvoli, 17. desember ’67. Sveinn Ögmundsson. t Hjartkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, Anna Sigríður Jónsdóttir Hellisgötu 12 B, Hafnarfirði andaðist að Landakotsspítala 23. des. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 30. des. kl. 2. Ingileif Brynjólfsdóttir, Jón Sölvi Jónsson, systkin, mágar, mágkona og systkinabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, Þorvaldar Klemenssonar Sérstakar þakkir viljum við færa forstjóra, starfsliði og vistfólki Elli- og hjúkrun- arheimilisins Grund fyrir þá virðingu, er þessir aðilar hafa sýnt minningu hans. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Tómasdóttir, böm og tengdaböm. Mabel E. Guðmunds- son Kveðja FRÚ Mabel E. Guðmundsson var fædd í Aberdeen þann 21- apríl 1913 og andaðist að heimili sínu í Reykjavík þann 22. des. sl. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1930 og hóf störf hjá Alli- ance h/f., á vegum Mr. Bookless og Kristjáns Einarssonar, sem þá var starfandi þar. Þegar Kristján Einarsson tók við fram- kvæmdastjórn hjá S.Í.F. árið 1932, réðist frú Ma*bel þar til starfa og vann síðan að mestu óslitið hjá því fyrirtæki, meðan starfsþróttuT entist. Hún giftist Pétri Halldórssyni árið 1934 og eignuðust þau þrjú börn, sem nú eru uppkomin og gift og eru þau: Margrét gift Grétari Helgasyni, húsasmíðam. Halldór Pétur, kjötiðnaðarm. kvæntur Gógó Nilsen og Róbert Páll, arkitekt, kvæntur Kol- brúnu Gunnarsdóttur. iÞví miður verður frú Mabel ekki getið hér sem vert er. Þetta verða aðeins fátækleg kveðju- Tryggvína Sigríður Sig u rða rdótti r—Mi n n i n g Seinna giftist Mabel Svavari Guðmundssyni kaupm. en þau slitu samrvistum. Við fyrstu kynni af frú Mabel vakti glæsileg framkoma hennar og hispurslaust hreinlyndi álit okkar og traust, sem við aukna kynningu jókst til virðingar og vináttu. Með vaxandi samstarfi fundum við greinilega hversu frábærum kostum hún var búin, og af húsbænduim bennar var henni falið hvert það verk sem vel, þurfti að vanda, enda var það af hendi leyst af kunnáttu og leikni samfara trúmennsku og vandvirkni, sem aldrei brást. Þannig var starfshæfni hennar sérstök að hverju verki, sem hún gekk, ásamt óvenjulegum áhuga á starfinu. Minning F. 10. júní 1953. - D. 6. des. 1967. AÐ MORGNI hins 6. des. var mér tilkynnt um lát nemenda míns, Jónatans G. Clausen. Hann lézt af slysförum ásamt félaga sínum aðfaranótt þessa sama dags. Stórt og þungt skarð hefur verið höggvið í hóp bekkjarsyst- kina og skólafélaga. Hryggð og sorg hefur merkt hverja ásjónu. í fámennu kauptúni snertast margir strengir við svona þung- an áslátt. Bilið milli lífs og dauða er ómælanlega stutt. Sú litla dagsbirta, er skamm- degið hefur veitt okkur undan- farið er horfin að sinni. Jónatan G. Clausen var stór og stæðilegur, bráðþroska og mynd- arlegur unglingur. Hann hóf nám við skólann á Egilsstöðum síðastliðið haust með jafnöldrum sínum og félögum eins og reglur mæla fyrir um, í örðum bekk unglingaskólans. Það var ek'ki stór hópur, sem myndaði þessa deild, aðeins 5 nemendur, og sá sjötti var utanskóla. Sá liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi, af áverkum, er hlutust við sama slys og varð Jónatani heitnúm að aldurtila. Er ég tók til starfa hér á Eg- ilsstöðum sl. haust, var ég öllum ókunnugur, þekkti vart nokkurn mann. Þar af leiðandi voru kynni okkar Jónatans heitins stutt en náin. Ég veitti pilti þessum strax athygli. Hann var þreklega vax- inn, hár eftir aldri og þroskaður bæði andlega og líkamlega. Svip- fagurt andlit og titrandi augu, sveipað hárið og karlmannleg röddin, sýndu að hér var manns- efni. Þungur var eflaust harmur hans vegna fötlunar sinnar á hægri handlegg, sem hann bar þó með stillingu og skynsemi. Vilj- inn og festan skinu úr svip hans. HINN 21. nóv. 1967 andaðist í sjúkradeild Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna í Reykjavík, „Harfnistu", ekkjan Tryggvina Sigríður Sigurðardóbtir, og var hún kvödd hinzstu kveðju hér, hinn 28. nóv. 1967 í Fossvogs- kirkju. Tryggvína sáluga var fædd að Syðri-Sælu í Svarfaðardal hinn 22, febr. 1886 og var hún þannig orðin nærri 82 ára er hún and- aðist. Foreldrar hennar voru hjónin Clausen örlögin höfðu þegar við fæðingu snert þennan unga svein. Rétt- hentur var hann, þó vinstri hand arskrift yrði hann að temja sér. Líkamlega vinnu leysti hann af hendi á við heila, og íþróttir stundaði hann sem aðrir, án þess að láta bilbug á sér finna. Vilj- inn og ofurkappið gerði honum það -kleift, er öðrum reyndist full örðugt. Jónatan heitinn gerðd sér það ljóst, að framtíðarstarf hans mundi þó ekki geta orðið líkam- legt erfiði. Hann hafði rætt við mig um áframhaldandi nám, síð- ast nokkrum klukkustundum fyr- ir dauðdaga sinn. Ekki er vafi á, að dyr hefðu staðið honum opn- ar til náms, og var áhugi hans greinilegri á vissum námsgrein- um öðrum fremur. Jónatan var vinmargur og gegndi forustuhlutverki meðal fé laganna. Hann var valinn til trúnaðarstarfa í skólanum, gegndi gtarfi ,,hringjana“ og um. sjónarmanns síns bekkjar. Reynd ist hann hinn prýðilegasti og var hvergi vömm á hans starfi að finna. „Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni“. Hvers vegna þurfa svo hastar- legir atburðir að eiga sér stað, svo skömmu fyrir fæðingarhátíð þína. Við spyrjum í beiskju okk- ar og sorg, því skilningur okkar er svo óra smár. Jesús sagði: “Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðsríkið." Nú ert þú þangað kominn, kæri vinur. Farinn þá leið, er okkar bíður allra, en fráfall þitt hefur skapað okkur stóran harm og þungan. Ég votta móður og aðstand- endum mína dýpstu samúð. Al- máttugur, veittu þeim styrk í hinni djúpu sorg. Sigurjón Fjeldsted. orð frá samistarfendum, sem enn hafa ekki áttað sig á, að Maibel er h-orfin sjónum og er ekki len-gur þátttakandi í önn eða gleði hins daglega starfs, fólks, sem lengi hefir notið samivistar þessa hjartahreina og góða starfs félaga, sem ávallt var virkur þátttakandi í ánægju eða áhyggju-m hvers okkar og naut tra-usts okkar og veitti okkur stuðning og gleði með hressandi bjartsýni sinni og heilbrigðu viðhorfi sínu til lífsin-s. Frú Mabel sýndi, eins og ávallt, sinn mikla kjark og þrek í hinni þungu og erfiðu sjúk- dóm-slegu og naut þá umönn- unar Margrétar dóttur sinnar og tengdasonar. Einnig naut hún umlhyggju og vináttu Júlíusar Geirssonar, sem reyndist henni tryggur vinur hin s-íðustu ár. Við kveðjum frú Ma-bel með djúpum söknuði. Björt og hlý er minning hennar í hugum okk- ar, minning, sem verður ok'kuT ljúfur förunautur. Við vottum öllum aðstandendum hennar einlæga samúð okkar og henni sjálfri biðjum við blessunar Guðs. Samstarfsfólk. Kristín Sigurðardóttir og Sigurð ur Björnsson er þar bjuggu þá. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um í Svarfaðardal, ásamt fjór- um sysitkinum. Tvö þeirra eru enn á lífi. Dvelja pau bæði ald- urhnigin á elliheimlum. Er Tryggvína var tvitug flutt- ist hún burt úr Svarfaðardal. Flutist hún þá til Skagafjarðar. Þar hóf hún búskap, með unn- usta sínum, Jóni Jónssyni frá Hamri í Hegranesi, á jörðinni Þverá í Hrollau-gsdal. Þau fluttu þaðan að Sauðárkróki, og áttu þar heima í 27 ár. Þar eyddu þau sínum mestu og beztu mann- dómsárum. Þar hlutu þau virð- ingu samsveitunga fyrir dugn- að og snyrtimennsku. Þeim varð 7 barna auðið, 5 sona og tveggja dætra. Eru 6 þeirra á lífi, allt dugnaðar- og myndarfólk. Eftir lát manns síns, og missi efnilegs sonar fluttist hún til Reykjavíkur, og átti hún heima hér í 21 ár. Síðustu 8 árin dvaldi hún á Hrafnistu, og síðustu árin var hún þar á sjúkradeildinni. Þar átti ég undirritaðiur oft tal við hana, og var ánægjulegt að kynnast henni. Trúarþroski hennar var mikill, því hún var ein þeirra, sem átti „trú, sem starfar í kærleika". Aðalstarf hennar var móður- starfið og barnauppeldið. Þeim þætti í ævi hen-nar er bezt lýst með kveðjuorðum þeim, sem hér fara á eftir, þar sem börnin kveðja kæra og ástríka móður. Allir þeir, sem her.ni kynntust þakka henni starfið allt og blessa minningu hennar. Magnús Guðmundsson, sjúkrahúsprestur. t Er brýnt hefur dauðinn brandinn sinn, býðst ekki stundarfre-stur. Hann birtist hljóður við beðinn þinn, hinn bleikföli kaldi gestur. Og kallið ómaði: „Kom þú nú, það kvöldar og sólin hnígur“. Andinn fagnandi og frjáls í trú, úr fjötrum jarðneskum stígur. Elsku mamma — við komum klökk, að kveðja þig -hinsta sinni. Það fylgir þér okkar ást og þökk á eilífðarvegferðinni Nú hel-dur þú bráðum himnesk x jól, þá hljómar þér snögvakliður. Vermi þig: látna lífsins sól og líknandi drottinsfriður. Kveðja frá börnum. Jónatan G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.