Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Mýr forsætisráð- herra í Ástralíu — John Grey Gorton sem var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í gœr Canberra, 9. janúar NTB—AP JOHN Grey Gorton var í dag kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í Ástralíu og er þann- ig í raun og veru víst, að hann verður næsti forsætisráðherra landsins. Er talið líklegt, að hann muni taka við embætti þeg ar á morgun, miðvikudag. Gorton, sem er 56 ára gamall, hefur verið menntamála- og vís indamálaráðherra áströlsku stjórnarinnar og ennfremur tals maður stjórnarinnar í öldunga- deild þingsins.Hann tekur við af John McEwen, formanni Bænda flokksins, sem er minni flokk- urinn í samsteypustjórn þeirri, sem farið hefur með völd í Ástralíu. Tók McEwen við for- sætisráðherraembætti af Harold Holt, sem fórst fyrir nokkru úti fyrir suðurströnd Ástralíu. Formannskjör Gortons er ekki talið líklegt til að hafa neina breytingu á utanríkisstefnu Ástralíu, einkum í meiri hátt- ar málum eins og þátttöku Ástralíu í styrjöldinni í Víet- nam, sem hefur verið stefna stjórnarinnar í hgild. Bændaflokkurinn hafði ekkert 25 óbreyttir borgarar fórust Jarðsprengja Viet Cong sprakk Danang, 9. janúar. NTB. TUTTUGU og fimm óbreyttir borgarar í Suður-Víetnam biðu bana, er fullur langferða bill ók í morguin á jarð- sprengju Víetcong í grennd við Danang í norðurhluta landsins. Tveir menn að auki sem í bílnum voru, fhéldu lífi, en særðust alvarlega í spreng ingunni. Bifreiðin sprakk næstum því í taetlur. Langferðaibíllinn var á þjóð veginum mifli Danang og hinnar gömlu keisaraborgar Hue, þegar hann ók yfir jarð- sprengjuna. Svæði það, þar sem þessi atburður átti sér stað, er ókyrrðarsvæði, þar sem sveitir Víetcong og Norð- ur-Víetnams hafa oft gert árásir úr launsátri á herlið Suður-Víetnams og banda- ríska hermenn. Þrátt fyrir stöðugar hreinsunaraðgerðir, er þessi vegur talinn hættu- legur og það jafnvel fynr fluitningalestir undir öflugri hervernd. New York, Höfðaborg, Jó- hannesarborg, 9. jan. AP-NTB HJARTASÉRFRÆÐINGAR við Maimonides-sjúkrahúsið í New York upplýstu í kvöld, að verið væri að framkvæma hjartaflutning í hjartasjúk- dómadeild sjúkrahússins, hinn fimmta sem framkvæmd ur hefur verið í heiminum. Læknarnir neituðu að gefa upp nafn sjúklingsins, sem að gerðin er framkvæmd á, né nafn þess, sem hjartað var tekið úr. Skurðlæknarnir, sem aðgerðina framkvæma eru undir forystu dr. Adrians Kantrowitz, hins sama og framkvæmdi misheppnaðan hjartaflutning á ungharni 6. des. sl. Búizt var við, að að- á mótiGorton sem nýjum for- sætisráðherra, envar andvígur ýmsum öðrum mönnum úr hópi forystumanna Frjálslynda flokks ins í það embætti. Varaformaður Frjálslynda flokksins, William McMahon, fjármálaráðherra landsins, var ekki í kjöri sem formaður flokksins. McEwen hafði til- kynnt, að Bændaflokkur sinn myndi ekki taka þátt í sam- steypustjórn, sem McMahon veitti forystu, en það hefði get- að haft í för með sér, að sam- steypustjórn Frjálslynda flokks- ins og Bændaflokksins yrði úr sögunni. Frjálslyndi flokkurinn hefur einungis 60 þingsæti af 124 alls í þinginu. Kjör Gortons sem formanns Frjálslynda flokks ins var gert opinbert aðeins þrem ur stundarfjórðungum, eftir að þingmenn flokksins höfðu kom- ið saman á fund til þess að kjósa nýjan formann. Hlaut hann flest atkvæði í annarri atkvæða- greiðslunni um formann flokks- ins. McMahon f jármálaráðherra Astraliu (til hægri) klappar fyrstur fyrir hinum nýkjörna formanni Frjálslynda flokksins í Ástralíu, John Grey Gorton, á flokksfþingi í Canberra, sem fram fór í gær. Gorton mun sverja embættiseið sinn sean forsætisráðherra Ástra- líu í dag. (AP-símamyndj. Hryðjuverk Viet Cong í sveitaþorpi — Myrtu 24 borgara og brenndu þorpið að mestu til grunna Nýr hjartaflutn- ingur í New York Síamstvíburar aðskildir í Jóhannesarborg Saigon, 9. jan. — AP TVÆR herdeildir skæruliða Viet Cong réðust aðfaranótt laugardags sl. inn í smáþorpið Tan Uyen, 23 km. norður af Saigon, myrtu 24 íbúa þorps- ins og brenndu til grunna 110 hús. Tan Uyen er skammt norður af stórum bandarísk- um flugvelli í Bien Oa hérað- inu. Skæruliðarnir þustu inn í þorpið skömmu fyrir birt- ingu, vörpuðu handsprengj- um inn á heimili s-viet- namskra smábænda og beindu eldvörpum að húsum og flýjandi fólki. Var þorpið undir stöðugum árásum Viet Cong skæruliðanna í sam- fleytt fimm klukkustundir. Meðal þeirra sem féllu í þess- um hryðjuverkum voru tveir viet namskir embættismenn þorpsins, sem dregnir voru út úr heimilum sínum og skotnir þegar í stað. Þá sprengdu skæruliðarnir nokkrar opinberar byggingar í loft upp með dýnamíti, m.a. lögreglustilð- ina, upplýsingastöðina og skóla- hús þorpsins eyðilögðu þeir að mestu í sprengingum. Þorpið Tan Uyen mun, sam- kvæmt heimildum AP-fréttastof- unnar, að miklu leyti vera í rúst- um og flestir íbúanna heimilis- lausir. Þessi hryðjuverk Þjóð- frelsishreyfingarinnar minna mjög á aðfarir hennar í fjalla- þorpinu Dak Son, skammt frá Framhald á bls. 27 gerðinni lyki seint í kvöld. Líðan Mikes Kasperak, sem fékk nýtt hjarta í Stanford- sjúkrahúsinu í Kaliforníu á sunnudag, er betri en í gær, en þá var mjög tvísýnt um líf hans vegna innvortis blæ'ðinga. Fékk Kasperak gefna sjö lítra af blóði í nótt. Læknar við sjúkrahúsið segja, að blæðingarnar hafi ver- ið stöðvaðar og starfsemi lifrar og nýrna sjúklingsins nú með nokkurn veginn eðlilegum hætti. Margt hrjáir Kasperak, hann er lungnaveikur og á erfitt um and- ardrátt og einnig þjáist hann af lifrarsjúkdómi. Er því mjög tví- sýnt, að hann haldi lífi. Philip Blaiberg, sem fékk nýtt hjarta á Groote Schuur sjúkra- húsinu í Höfðaborg fyrir viku, er á góðum batavegi og fékk hann að setjast upp í dag. Segja lækn- ar, að hann standi sig betur en Framihald á bls. 27. SOVEZKUR HERSHOFÐ- INGI HANDTEKINN — er hann mótmœlti lokuðum réttar- höldum yfir sovézku rithöfundunum Moskvu, 9. jan. — NTB SOVÉZKUR hershöfðingi á eftirlaunum, sem harðizt í Rauða hernum á bylting- arárunum, var í dag hand- tekinn í dómshúsinu í Moskvu, er hann mótmælti því, að hann fékk ekki að vera viðstaddur réttarhöld in yfir rithöfundunum og menntamönnunum fjórum, sem ákærðir eru um land- ráð. Fimm öryggislögreglu menn handtóku hershöfð- ingjann, Pjotr Grigorjenko er hann afhenti erlendum blaðamönnum fyrir utan dómshúsið afrit af bæna- skrá, er hann hafði ætlað forseta réttarins. Er réttarhöldin hófust á mánudag reyndi Grigorjenko að komast inn í réttarsalinn, en hann er náinn vinur fjöl- skyldu Dobrovolskis, sem er einn hinna ákærðu. Er honum var meinaður aðgangur, hóf hann að deila vi'ð nokkra ung kommúnista, sem stóðu vörð fyrir utan dómshúsið. Þegar lögreglumaður ljósmyndaði hershöfðingjann og aðra við- stadda, hrópaði hann: „Þér hræðið mig ekki. Ég hef út- hellt blóði fyrir þetta land.“ Grigorjenko var um skeið fyrirlesari við einn kunnasta herforingjaskóla Sovétríkj- anna. Ári'ð 1961 var honum vikið frá kennslustörfum fyr- ir að hafa gagnrýnt og mót- mælt skorti á frelsi í Sovét- ríkjunum. Árið 1964 var hers höfðinginn handtekinn og lækkaður í tign fyrir að hafa haldið and-sovézkar ræður, þar sem hann gagnrýndi rit- skoðun í landi sínu. Var hann Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.