Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1968 Á ÞESSU ári eru liðin 35 ár frá því lög v*oru sett um Happdrætti Háskóla íslands. Hafa forráða- menn happdrættisins reiknað út, að heildarvinningsf járhæðin, sem það hefur greitt, nemi nærri milljarði króna miðað við nú- gildandi verðlag. Árið 1968 verða vinningar 30 þúsund, samtals, að upphæð rúmar 90 milljónir króna. í fyrrakvöld hélt Happdrættið Háskóla íslands hóf fyrir þá, sem Hutu milljón króna vinn- in-ginn í desemlber og reyndar 100 iþúsund krónum betur í auka- vinninga. Eigendur eru frá Hofs- ósi Valgarð Björnsson, héraðs- læknir, Tómas Jónsson og Þor- steinn Hjá'lmarsson. Stóri vinn- tngurinn kom á hiálfmiða, en þeir félagar áltu hann í báðum flokk- unum og hlutu því hálfa milljón á hvorn. Eigendur hinna hálf- miðanna eru einnig búsettir úti á landi. STAKSTEIMAR Hinir heppnu Hofsósbúar, frá vinstri: Tómas Jónsson, hjónin Hólmfríður Runólfsdóttir og Val- garð Björnsson, og hjónin Pála Pálsdóttir og Þorsteinn Hjálm arsson. Happdrætti Háskóla Islands verður 35 ára á þessu ári — Hefur greitt nærri milljarð króna í vinninga frá upphafi, miðað við núgildandi verðlag Happdrætti Háskóla íslands hefur aifhent Morgunblaðinu eftir farandi greinargerð til birtingar: Á árinu 1968 eru 35 ár síðan lög voru sett um Happdrætti Hiá- skóla íslands", og er það lang- elzta happdrættið, sem nú starf- ar hér á landi. Samanlögð' upp- hæð vinninga, sem dregið hefur verið um á þessu tímabili nemur nær 500.000.000,00 kr. Umreikn- að til núgildandi verðlags myndi vinningsfjárhæðin nema nærri milljarð króna. Vinsælasta happdrættið. Vinsældir happdrættisins hatfa frá upphafi verið mjög almenn- ar. en þó aldrei meiri eon nú. Er óhætt að fullyrða, að Happdrætti Háskóla íslands er útbreiddasta og vinsælasta happdrætti lands- ins. Þessar rniklu vinsældir eru m.a. því að þakka að viðskipta- vinirnir vita, að ekkert happ- drætti býður upp á jafn mikla vinningsmöguleika, og hér ræð- ur einnig góðvild aknennings í garð Háskólans. 70% af veltunni er greitt í virininga, en það er hæsta vinn- ingshlutfall, sem greitt er hér á landi og þótt víðar væri leitað. Happdrætti Háskólans er eina happdrættið, sem heimild hefur til að greiða vinninga út í pen- ingum, svo að viðskiptavinurinn ræður sjáitfur, hvernig hann ver vinningunum. Ætti fólk að hyggja vel að þvi, hve geysimik- ið hagræði það er að skipta við peningahappdrætti. Vaxandi þjóð — Vaxandi Háskóli. Okkar litla en vaxandi þjóð krefst vaxandi háskóla. Nútíma þjóðfélag krefst aukinnar sér- menntunar og aukins vísinda- starfs, jafnt á sviði raunvísinda sem hugvísinda. Háskóli íslands getur því aðeins sinnt hlutverki sínu að hann hafi nægilegt hús- rými. og að hægt sé að búa hin- ar ýmsu deildir nauðsynlegum tækjum til kennslu og rannsókna. Öllum íslendingum er kunnugt um. að Happdrætti Hóskólans stendur undir byggingu kennslu húsnæðis, rannsóknarstofnana, tækjakaupa o.fl. Með því að skipta við happdrættið leggur einstaklingurinn beinlínis fé af mörkum til uppbyggingar Há- skóla Islands. Af nýjustu framkvæmdum n-ægir í þessu sambandi að benda á Árnagarð, sem happdrættið kostar að 7/10 á móti ríkissjóði, sem byggir yfir Handritastofn- unina, og á Raunvísindastofnun Háskólans, en happdrættið lagði Viöskiptabókin 1968 — dreift endurgjaldslaust um land allt STIMPLAGERÐIN hefur gefið út „Viðskiptabókina 1968“ al- manaksbók með viðskipta- og atvinnuskrá, sem handhægt get ur verið fyrir fólk að grípa til. í Viðskiptabókinni eru ýmsar upplýsingar. Auk almanaks yfir árið 1968 er einnig almanak yf- ir árið 1969, kort af Akureyri og Reykjavík, upplýsingar um afgreiðslutíma benzínstöðva, ferðaáætlun strætisvagna Kópa vogs og Hafnarfjarðar, skrá yf- ir flugafgreiðslur erlendis, flug- póstgjöld o.fl. Þá er í bókinni handhæg lít- il símaskrá og símaminnisblað, skrá yfir skipaafgreiðslur erlend is og vaxtatöflur. Fremst í bók- inni er íslandskort með umferð armerkjum, er tekin verða í notk un hinn 26. maí næstkomandi, er H-umferð tekur gildi og aftast er handhægt víxlaminnisblað, þar sem unnt er að færa allar upplýsingar varðandi víxla s.s. gjalddaga, upphæð o.s.frv. Viðskiptabókin 1968 er alls 216 blaðsíður. f bókinni auglýsa 262 auglýsendur. Bókin er eina auglýsingabókin, sem ekki er seld, henni er dreift um land allt, endurgjaldslaust. meira fé af mörkum til bygg- ingar hennar en nokkur annar aðili. Þá greiðir ha.ppdrættið 20% af tekjum sínu-m ár hvert í bygg- ingarsjóð rannsóknarstofnana að Keldnaiholti- en byggin-gartfram- kvæmdir stand-a þar nú yfir, svo iem kunnugt er. Nema framlög ha-ppdrættisins til þeirra mikil- vægu framkvæmda alls u.þ.b. 18 millj. króna og er hér aðeins miðað við tímabilið frá 1961 til og með árinu 1967. Raðir. Fleiri og fleiri kaupa nú rað- ir af miðum. Einsta-klingar, vinnu féla-gar, bridgeklúbbar, sauma- klúbbar og fleiri slíkir aðilar epila nú á þen-nan hátt. Þegar raðir eru keyptar, eru likur á að menn haldi hlutfallinu 70% í vinninga, og hafa að auki mögu- leika á því að hreppa háan vinn- ing og enn fremur báða auka- vinningana. Til 10. janúar hafa viðskiptamenn happdrættisins for gangsrétt að númerum sínum, en ekki lengur, og þurfa þeir því að snúa sér til umlboðsmanna hið allra fyrsta. Dregið 15. janúar. Á þessu nýbyrjaða 35. starfs- ári hapþdrættisins verða dreg-nir út 30 þúsúnd vinningar samtals að fjárhæð kr. 90.720.000,00. Dre-gið verður í 1. flokki 15. janúar. Verð miða er óbreytt, og fjöldi númera einnig". Tæknif ræðingaf undur Félagsstarfið er nú aftur að hefja-st af krafti eftir nokkurt hlé um jól og áramót, og verður fyrsti fundurinn að Hótel Loft- leiðum •— Snorrabúð — fimmtu- daginn 11. janúar. Hefst hann ki. 20:30. Fyrirlestur verður að vanda fluttur á fundinum, og verða raf orkumál til umræðu að þessu sinni. Fyrirlesari verður Jakot) Björnsson verkfræðingur. Annað tölublað Félagsbréfs T. F. 1 er komið út fyrir skömmu, og er þar m.a. sagt nokkuð frá félagsstar-finu. birt stutt ávarp frá framkvæmdastjórn, úrdrætti úr fjórum fundargerðum og sagt frá féla-gsstarfinu í vetur. Einnig er þar „Ferðasöguforot frá Austur- löndum" eftir einn félags-manna, Magnús Oddsson, sem segir frá hinni viðburðaríku ferð hóps ís- lendi,pga fyrir botni Miðjarðar- hafs í byrjun júnímánaðar s.l., er sex daga stríð ísraelsmanna á hendur Aröbum skall á og trufl- /■ Stóriðnaöur aði íerðaáætlun íslendinganna rækilega. Loks er einkar fróð- leg grein úr tímariti þýzkra tæknifræðinga, ,,Tæknifræði- menntun — viðskiptalif Evrópu“ Ættu bæði félagsmenn og aðrir að kynna sér grein þessa. Lífeyrissjóður félagsins hefir nú startfað í tvö ár og er svo kom- ið. að unnt er að veita lán úr honum í næsta mánuði. Munu fyrstu lánin verða veitt 15 febrú- ar. Ársbétíð T.F.Í. verður að þessu sinni haldin að Hótel Loftleiðum laugardaginn 3. febrúar og verð -ur vel vandað til skemmtiskrár kvöldsins. Eru fél'ags-menn hvatt- ir til að sækja þessa skemmtun og tryggja sér miða sem fyrst. (Frá Tæknifræðingafélaginu) Þorskafli Græn- Eendinga minni Godthab, 9. janúar, NTB. ÞORSKVEIÐARNAR við Græn- land urðu 4,1% minni árið 1-967 en 1966. Var frá þessu skýrt í Godt'hSb í dag. Borið sam-an við árin 1965, 1964 og 1963 var veið- in meiri, en borið saman við metárið 1-962 var aflamagnið 24% m-inna. í fyrra bárust alls á land í Grænlandi 23.012 t>onn af þorski, eða 979 tonnum minna en árið þar áður. Kollias snýi heim Rómaíborg 7. jan. NTB.-Reut- er. KONSTANTÍN Kollias, fyrr- verandi forsætisráðiherra Grifcklnds, er kominn aftur heim til Aþenu, en hann flýði lan-d með nafna sínum konung inuim eftir misbeppnaða byl-t- ingartilrau-n skömmo fyrir miðjan desember. Á flugveliinum í Róm fyrir heimförina sagði Kollias, að hann mundi ekki framar hafa afskipti atf stjórnmálum, en tak við sdnu fyrra starfi sem saksóknari ríkisins. Alþýðublaðið segir í forustu- grein sinni í gær: „Stóriðja er eitt af trúaratriðum flestra fs- lendinga í dag. Nýjar starfs- greinar, framleiðsla í stórum stíl eins og áburður, sement eða ál munu hafa mikla þýðingu fyrir afkomu þjóðarinnar á komandi árum. Stóriðnaður er annað orð, sem ekki er eins oft nefnt, það má notia um iðngreiinair, sem tiðum eru dreifðar á mörg fyrir tæki, en samanlagt hafa svo mikla framleiðslu og veita svo mörgtu fólki atvinnu, að þæT eru stór og þýðingarmikill hluti efnahagslífsinis. Frystiiðnaðnr og síldariðnaður eru glögg dæmi um þessar greinar. S.i. sunnudag birti Alþýðublaðið yfirlitsgrein um skipasmíðar á íslandi. Hún leiddi í ljós, að þær eru þegar orðnar að stóriðnaði í landinu og eru þó möguleikar á aukn- ingu hans og stækkun sýnilega miklir. Hér eru þegar 6 stál- skipasmíðastöðvair, sem hafa 350 manns í vinnu, hér eru tvær tréskipasmíðastöðvar, sem hafa tæplega 100 manns í vinnu, loks eru í landinu 15 dráttarbrautir, sem eingöngu fást við viðgerðir skipa og starfar þar mikill fjöldi manna. Það vakti mikla ánægju er ríkisstjórnin tilkynnti fyrir jól, að Slippstöðin á Akur- eyri mundi smíða tvö strand- ferðaskip, þar starfa nú 136 manns, en verður fjöigað í 200. Hjá Stáivík í Garðahreppi starfa 43 menn, en gæti með fullum afköstum verið 80—90. Á Akranesi *starfa 110 manns en geta verið um 150. Þannig mætti telja áfram hjá minni fyrir- tækjunum“. „ Fiskiskip fyrir erlenda aðila Og Alþýðublaðið segir síðan: „Ríkisstjórnin hefur sýnt mik- inn áhuga á að byggja upp að- stöðu skipasmíðastöðva og drátt arbrauta um land allt. Hún hef- ur greitt fyrir smíði nokkurra skipa innanlands, sem ýmsir töldu hagstæðara að smíða er- lendis. Rétt er að fara hægt um að fjölga fyrirtækjum á þessu sviði, en efla heldur þau sem fyrir eru, enda eru þau í öllum landshlutum. Þyrfti að samhæfa starfsemina undir opinberri forustu og tryggja samhangandi verkefni. Til þess þarf m.a. að gera íslenzku stöðvunum kleift að veita kaupendum skipa iána- kjör, sambærileg við það, sem erlendar stöðvar veita með að- stoð sinna ríkisstjórna . . Tölvur til síldveiða Visir ræðir í forystugrein í gær um hugsanlega notkun tölva við síldveiðar og segir blaðið ma.: „Vandega undirbúin tölva getur sagt síldveiðiskipum, hvar bezt sé að landa aflanum hverju sinni og hvar síldarleit- arskipin eiga að leita að síld. Slík tölva getur einnig sagt fyrir um stærð síldarárganga mörg ár fram í timann, sagt fyrir um hegðun síldarinnar og sagt, hvernig bezt sé að fjárfesta í sildariðnaði og sildveiðum. Hún getur eimiig sagt, hve mfkla síld heppilegt er að veiða og hvernig hún verður veidd á sem einfaldastan hátt. Of langt og flókið mál væri að skýra út, hvernig tölvan fer að því að reikna þetta út. En það er öruggt, að þetta eru ekki draumórar. Undirbúningur er þegar hafinn. Hann verður vissu lega bæði langur og erfiður, en nær vafalaust markmiði sínu. Þetta starf á ríkisvaldið að efla af öllum mætti og einnig að reyna að kom því á í öðrum greinum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.