Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1968 fltrigítmM&Mlr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði tnnanlands. HJARTA VERND TJannsóknarstöð Hjarta- verndar hefur nú verið tekin formlega í notkun og hafa 500 manns þegar verið rannsakaðir, en stöðin hefur raunverulega starfað nú um tveggja og hálfs mánaðar skeið. Þessi rannsóknarstöð er algjörlega byggð upp af frjálsum samtökum einstakl- inga, og að uppbyggingu hennar hefur verið staðið með þeim hætti, að til fyrir- mýndar er. Sérstök fjáröflunarnefnd, undir forustu Péturs Bene- diktssonar alþingismanns, safnaði 6 milljónum króna til að hrinda þessu máli úr höfn, og eiga hjartaverndarsam- tökin nú tvær hæðir í húsi því, sem rannsóknarstöðin er í, og hefur hún verið búin hinum fullkomnustu tækjum. Til þess að standa straum af rekstrarkostnaði rannsóknar- stöðvarinnar hefur Alþingi ákveðið að Hjartavernd skuli hljóta hluta af tappa- gjaldi af öli og gosdrykkjum. Þessi starfsemi á vafalaust eftir að njóta þess í framtíð- inni að svo vel hefur verið séð fyrir fjárhag hennar í byrjun. Frumkvöðull að þeim sam- tökum, sem nú hafa náð svo glæsilegum árangri í starfi sínu má óhikað telja prófes- sor Sigurð Samúelsson og við opnun rannsóknarstöðvarinn- ar flutti hann ræðu, þar sem hann sagði m.a.: „Bæði hér á landi og er- lendis hafa einstaklingar, fé- lög og stofnanir beitt sér fyrir stórátökum á sviði menning- ar- og mannúðarmála. Hér á landi eru mörg slík dæmi, sem við öll þekkjum. Sá skilningur og örlæti, sem Hjartavernd hefur frá önd- verðu mætt er glöggt dæmi um stórhug og framsýni Is- lendinga og þakka ég af al- hug þann styrk, sem samtök- in hafa hlotið frá hinum fjöl- mörgu gefendum ... Rannsóknarstöðin hefur nú starfað um tveggja og hálfs- mánaðar skeið og rannsakað- ir hafa verið um 500 manns. Fyrsta hóprannsókn okkar telur um 3 þúsund karla á aldrinum 34—60 ára, nánar tiltekið 16 aldursflokkar á þessu aldursskeiði og valinn einn þriðji úr hverjum ald- ursflokki eftir ákveðnum fæð ingardögum. Fullyrða má, að innan fárra mánaða liggi fyr- ir svo ítarlegar niðurstöður, að hægt verði að draga af þeim ábyggilegar áætlanir. Stjórn Hjartaverndar vonast tií þess, að allar heilbrigðis- stofnanir landsins geti notið góðs af þessu brautryðjenda- starfi, og í náinni framtíð verði hægt að nýta betur þær starfsaðferðir, sem hér er verið að reyna.“ Hér á landi eru starfandi fjölmörg líknarfélög, sem ein beita sér að tilteknum grein- um, líknar-, heilbrigðis eða mannúðarmála. Hjartavernd eru ein yngstu samtökin í þessum hópi. Þau hafa farið mjög myndarlega af stað. Öll- um þessum líknar- og mann- úðarfélögum er það sameigin- legt, að mikill fjöldi einstakl- inga leggur fram fórnfúst starf og töluverða fjármuni til starfsemi þeirra, og fjöl- mörg slíkra félaga hafa unn- ið stórvirki á undanförnum árum og áratugum og má í því sambandi minna á Sam- band ísl. berklasjúklinga. Sá hugsunarháttur hefur verið allt of algengur hér á íslandi að krefjast þess, að opinberir aðilar hafi frum- kvæði að og forustu um, helztu þjóðþrifamál. Þau fjöl- mörgu félagssamtök, sem starfa að líknar- og mannúð- armálum sýna glögglega, að þessi hugsunarháttur er að breytast, og að frjáls samtök einstaklinga í landinu hafa tekið að sér þýðingarmikla starfsemi á fjölmörgum svið- um. TOLLAR Á BÓKA- GERÐAREFNI íyfú um þessar mundir er ’ unnið að endurskoðun tollkerfisins og má búast við að skömmu eftir að þing kemur saman í næstu viku, muni ríkisstjórnin leggja fyr- ir Alþingi tillögur sínar um tollalækkanir. í sambandi við þá endur- skoðun tolla, sem nú stendur yfir, er rík ástæða til að íhuga vandlega, hvort unnt sé að fella niður tolla á bókagerð- arefni, þannig að innlendir bókaútgefendur og bókafram- leiðendur standi jafnfætis er- lendum bókaútgefendum. Sá aðstöðumunur, sem nú er til bókagerðar innanlands og utan er varla sæmandi þjóð, sem telur sig mikla bókaþjóð. „LANDRÁÐ" IT’jórir ungir sovézkir rit- * höfundar hafa nú verið dregnir fyrir rétt í Moskvu og ákærðir fyrir landráð. Slík ir atburðir eru að verða dag- legt brauð austur þar, og benda ótvírætt til þess, að ráðamönnunum í Kreml þyki nú mikið liggja við að berja ÉG HEF eytt miklum hluta ævi minnar í að berjast við Þjóð!v’erja og berjast við stjórnmálamenn. Það er miklu auðveldara að berjast við Þjóðverja. — Momtgomery lávarður MARGIR telja að leiðin til að vinna sér virðingu sé að segja sem minnst. Ég verð að segja ykkar að það er ekki mín reynsla. — George Brown utanríkis- ráðherra. FRAKKAR hafa aldrei fyrir- gefið okkur að hafa ekki gef- izt upp árið 1040. — Edward du Cann formaður flokks- stjórnar brezka íhaldsflokks- ins. ÞAÐ er talin vera þjóðar- dyggð okkar Breta að geta hlegið að sjálfum okkar. Ég er ekki viss. Við eyðum of miklu.m tíma í hl'átur. Angus Wilson rithöfundur. ÉG HEF aldrei gert mér gr&in fyrir því að eitt af verkefn- um Verkamannaflokksins væri að tryggja atvinnuleysi. — Emanuel Shinwell þing- maður. ÉG HELD það séu tveir menn í mér. — George Brown utanríkisráðherra. SAGAN er uppfull af styrj- öldum sem allir héldu að aldrei gætu orðið. — Enoch Powell fyrrum heilbrigðis- málaráðlherra Bretlands. ALLIR menn eru jafningjar við fæðingu, en þeir eru nokkuð margir sem komast yfir það. — Mancroft lávarð- ur, forsjóri Cunard skipa- félagsins. MÉR líkar illa að horfa á unglinga brenna fána lands- ins sem ég elska. Ef þá vantar viðeigandi táknmynd ættu þeir heldur að þvo hann. — Norman Thomas, fram- bjóðandi sósíalista við for- setakosningarnar í Banda- ríkjunum 1928, 32, 36, 40, 44 og 48. ÞEGAR maðurinn kemst á ákveðinn aldur getur hann byrjað að deyja með því að hugsa of mikið um þá stað- reynd að hann sé að eldast. — Pablo Casals níræður. MÉR HEFUR aldrei fundizt ég jafn sáttur við sjálfan mig og heiminn og síðustu fjögur ár mín og átta mánuði í fang- elsi. — Milovan Djilas rit- höfundur og fyrrum varafor- seti Júgóslavíu, ÞAÐ KÆMI mér ekki á óvart þótt forgarðurinn við Buck- ingham höllina yrði tekin undir bílastæði innan tíu ára. — Sir. Basil Spence arkitekt. SAGNFRÆÐINGAR sem eiga eftir að dæma okkar tíma í framtíðinni munu segja: Þetta var undarlegt tímabil þegar vinstriflokkar voru ekki vinstrisinnaðir, hægriflokkar ekki hægrisinnnaðir og mið- flokkarnir ekki í miðju. — Andre Malrftux menning- armálaráðherra Frakklands. ÞÓTT ég væri dauður yrði ég kosinn á þing þar til þeir hætta að styðja við líkið. — Blökkumannaþingmaður- inn Adam Clayton Powell frá New York. KENNEDY-ARNIR áttu eng- an Napoleon I. Þeir urðu að byrja með Napoleon III. og Eugeniu keisaradrottningu. — Gore Vidal rithöfundur. BRETADROTTNING er örugg í höndum Verkamannaflokks ins. Þegar ég lít á suma for- setana erlendis, og hef ég þá einn þeirra sérstaklega í huga, fæ ég ekki séð neitt sem fær mig til að óska eftir breytingu á konungsveldinu. — Emanuel Shinvell þing- rnaður. Jólin á Grund og í Ási í Hveragerði í JÓLAMÁNUÐINUM var að venju gestkvæmt á Grund og Minni-Grund. Margir k.omu tii þess að heimsækja heimilisfólk- ið, færðu því allskonar gjafir og kveðjur og jólapósturinn var mikill að vanda. Árlega koma Luciurnar í heim sókn og fara um húsið með kertaljósum og syngja jólasálma. Frú Sigrún Jónsdóttir og frú Birna Hjaltested sáu um þessa heimsókn, en það hafa þær gert á annan áratug — og sýna með því frábæra tryggð og hugul- semi til eldra fólksins. Þökk- um við þeim og ungu stúlkun- um — Luciunum — innilega fyrir komuna. niður af fyllstu hörku alla til- hneigingu í hópi rithöfunda og menntamanna til frjálsrar hugsunar og frjálsra skoðana. Þeir eru að verða býsna margir sovézku rithöfund- arnir, sem gengið hafa þessa sömu leið, fyrst í tugthús, síðan fyrir dóm, sakaðir um hina furðulegustu glæpi, og loks í nauðungarvinnu eða á geðveikrahæli. Lítil þroska- merki sjást því enn á hálfr- ar aldar gömlu Ráðstjórnar- þjóðfélagi. Tónlistarskólinn — yngri deild — heimsótti okkur um þessi jól eins og svo oft áður. Söngkór og strengjahljómsveit hélt jólatónlei’ka, sem okkur þótti takast með ágætum. Frk. Þorgerður Ingólfsdóttir annaðist söngstjórn og tókst piýðilega. Þá kom frk. Þorgerður einnig með söngflokk úr Menntaskóla Hamrahlíðar nokkru seinna, og var það einnig kærkomin heim- sókn. — Hjálpræðisherinn hélt hér einnig jólatónleika, sem okkur þótti vænt um. Átthagafélögin rnundu að venju eftir sín ufólki, einnig Rebekku-systur, Blindravina- félagið og Kvenfélag Háteigs- sóknar. Hef ég verið beðinn að færa öllum þessum félögum hug heilar þakkir fyrir kærkomnar gjafir og þá ræktarsemi, sem þær 'bera vitni m — Góður vinur okkar á Grund, Tómas Tómasson forstjóri, sendi okkur marga kassa af jólaöli og gosdrýkkjum eins og svo oft áð- ur um jólin. í Ási í Hveragerði var einnig gestkvæmt í jólamánuðinum og vistfólkinu þar bárust einnig margar gjafir og jólak'veðjur. K'venfélag Hveragerðis bauð heimilisfólkinu á jólatrésskemmt un. Var það ágæt skemimbun og veitingar rausnarlegar. Vistfólkið á stofnunum okkar er orðið nokkuð margt og á því marga að. Jóláheimsóknir, gjaf- ir og jólakveðjur eru kærkomn- ar og fyrir þetta allt er þakkað af heilum hug. Að endingu þakka ég öllu starfsfólkinu á Grund og í Ási fyrir mikil og ve’ unnin störf — ekki aðeins um jólin, heldur allt árið. Án þess að hafa gott og samtaka starfsfólk, væri ekki hægt að starfrækja þessar stofn- anir svo vel sé og þess vegna nota ég tækifærið til þess að þakka því öll störfin sem það vinnur — ekki aðeins vegna kaupsins — heldur vegna þess, að það hefur skilning á þeim störfum, sem það vinnur að. Gísli Sig'urbjörnsson. Brezhnev árnar Dubcek heílla Prag, 9. jan., AP. DAGBLÖÐ í Tékkóslóvakíu birtu á sunnudag boðskap frá Brezhnev, aðalritara kommún- istaflokks Sovétríkjanna, þar sean hann lýsir velþóknun sinni á útnefningu Alexanders Dub- ceks í embætti aðalritara tékk- neska kommúnistaflokksins. Varð Brezhnev fyrsitur erlendra kommúnistaleiðtoga til að óska Dubcek til hamingju með hið nýja embætti. Ducek hlaut menntun sína í So'vétríkjunum og var áður aðal- ritari kommúnistaflokksins í Slóvakíu. Var hann skipaður í hið nýja embætti eftir miklar deilur 1 miðstjórn tékkneska komimúnistaflokksins. Kom hann í stað Antonins Novotny, sem skipað hefur þetta emibætti frá 1953. Novotny er ennþá forseti Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.