Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1968 - BORMANN Framhald af bls. 10. dvaldist þar. Hér er annars veg ar um að ræða 35 milljónir punda úr sjóðum Nazistaflokks- ins auk auðæfa úr eigu Hitlers (sem Bormann gerði upptæk) og hins vegar 13 milljónir punda úr sjóðum SS. Bormann er greinilega langtum betur settur en allir aðrir stríðsglæpamenn. sem lýst hefur verið eftir og búa á víð og dreif í Suður-Ame ríku. Wiledwald veit hvar Gliicks heldur sig í Chile. Mengele seg- ir hann að starfi sem herlækn- ir með majorstign í setuliðsvirk inu „Antonio Lopez“ á hersvæð- inu í Norðaustur Paraguay. Yf- irmaður Gestapo. Heindich Múll er, virðist vera sá eini sem býr í borg. Hann og ítölsk stúlka reka járnvöru og matvælaverzl- un í einu af úthverfum Natals í Norðaustur- Brasilíu. Flóttinn frá Berlín Dagana 2—3 maí þegar herir bandamanna brutu á bak aftur síðustu leifar andspyrnu Þjóð- verja í Berlín. var Erich Karl Wiedwald, þá 19 ára gamall und irforingi í Frundsberg-herfylki SS, á rússnesku bráðabirgða- sjúkrahúsi í Köningswusterhaus en í syðsta hluta Berlínar. Wiedwald hafði verið í hópi manna. sem vörðu Hotel Adlon í miðborginni, aðeins kippkorn frá neðanjarðarbyrgi Hitlers. Hann varð fyrir sprengjubroti, og þeg- ar framvarðarsveitir Rússa murk uðu niður SS-sveitina hætti Wiedwald að berjast. Hann reyndi að flýja suður á bóginn. En eftir nokkrar klukku stundir hneig hann niður vegna blóðmissis. og Rússarnir fleygðu honum upp í sjúkrabifreið á- samt hópi særðra landa sinna og fluttu hann til Köningswust- erhausen. Wiedwald var heppinn að öðru leyti: hann vissi að hann gat fundið annan og öruggari griðastað á heimili frænda síns í Dahlem, úthverfi í vesturhluta Berlínar, þar sem efnað fólk var búsett. (Eins og flestir Þjóð verjar reyndir Wiedwald að falla í hendur Breta eða Bandaríkja- manna í 6tað Rússa). Wiedwald reyndi að fá annan særðan mann. sem gat gengið, til þess að koma með sér, og fimm menn heyrðu tal þeirra á svölum sjúkrahúss- ins. Þeir voru í margvíslegum ein- kennisbúningum. Einn þeirra var Martin Bormann sem var dulbúinn sem hermaður úr loft- varnarsveitum Berlínar. Annar þeirra var í samfestingi í felu- litum sem SS-hermenn notuðu. Hann var Rolf Schwent. sem síð ar varð hægri hönd Bormanns í Suður-Ameríku. Wiedwald segir, að hann hafi ekki þekkti Bormann. Hann sá aðeins feitíaginn hermann með brotinn fót í sáraumbúðum. Schwent var hár og Ijóshærður. ósvikinn Aríi. Schwent hafði orð fyrir þeim og sannfærði Wiedwald um að minni hætta væri á ferðum, ef þeir færu allir saman í hóp til Dahlem. Þeir íögðu af stað og tveimur dögum síðar. 4. maí (eft ir ferðalag sem Wiedwald lýsir í smáatriðum), kom hópurinn að raðhúsi. sem þakið var vafnings við, húsi nr. 9 við Fontane- strasse nr. 9 við Fontanestrasse í Dahlem. Þeir dvöldu þar í fimm daga. 10. maí lögðu þeir af stað til Suður-Mecklenburg. Bormann minntist eitthvað á landareign. sem hann ætti þar og þar sem hann gæti falizt. En þeir kom- ust aldrei þangað. Rússarnir neyddu þá til að snúa við hjá Neuruppin. Bormann og Schwent sneru aftlur til Dahlem og ákváðu að hætta við að reyna að brjótast gegnum varnarlínur Rússa og halda í þess stað norður á bóg- inn til Dönitz flotaforingja, sem var að skipuleggja síðustu and- spyrnuna. Til þess að komast frá Berlín urðu þeir að fara hættumikla leið Wiedwald segir að þeir hafi einfaldlega gengið eftir hraðbrautinni í vestur. beint í gegnum varnarlínur Breta. Þegar þeir voru komnir út úr borginni, héldu Bormann og félagar hans norður á bóg- inn- áleiðis til Glúcksburg á dönsku landamærunum. Wiedwald skildi við þá fljót- lega, svo að Schwent er til frá sagnar um það sem síðar gerð- ist. Og frásögn Schwents er á þá lund. að andspyrna Dönitz hafi verið kæfð í fæðingu áður en hann og félagar hans kom- ust til hans. Bormann sá, að hann átti enga framtíð fyrir sér lengur í Þýzkalandi og fór því úr landi eftir flóttaleið SS— ODESSA-linunni. (Fyrri rannsóknir. einkum rannsóknír ísraelsmanna, hafa leitt í ljós hvernig Bormann komst úr landi eftir ODESSA- leiðinni. fyrst um Austurríki, um Brennerskarð, til ftalíu. í klaustur nálægt Róm. þaðan í fiskibát frá Genúa til Spánar og loks um mitt ár 1947 til Suður- Ameríku. Wiedwald segir, að hann viti ek'kert um þetta ferða lag). Hann þekkir til ODESSA- leiðarinnar engu að síður. enda fór hann um hana haustið 1946 ásamt aðstoðarmanni Bormanns, Schwent. (Hvernig fundum þeirra bar saman aftur er flók- in saga. en í stuttu máli hagaði tilviljunin því svo til, að þeir unnu báðir hjá bandarísku her- lögreglunni í Múndhen). Sch- went sagði að hann ætlaði til Suður-Ameríku. og Wiedwald féllst á að koma með honum, .,frekar af ævintýraþrá en nokkru öðru“, eins og hann seg ir sjálfur. Þegar þeir höfðu siglt í þrjá daga í argentínsku vöruflutn- ingaskipi sagði Schwent honum allt af létta. ,.Þú ættir að fá að vita það núna. að maðurinn sem þú hjálp aðir að flýja frá Berlín var Reidhsleiter Martin Bormann", sagði hann. ..Reichsleiter Bor- mann er núna í Argentínu. Við erum á leiðinni til hans“. (Reic hsleiter þýðir bókstaflega rík- isleiðtogi,og það var Hitler sem sæmdi hann þessum titli. Lífið í búðum nazista. WIEDWALD SEGIR. að það sé einkum tvennt, sem mikilvægt sé að hafa í huga í sambandi við Martin Bormann nú í dag. Hann er óþekkjanlegur frá gömlum ljósmyndum, og hann er dauðans matur. Hann er óþekkjanlegur vegna þess, að klunnaleg plastaðgerð. sem gerð var á honum í Buenos Aires skömmu eftir að hann kom þangað 1947, mistókst herfi lega. Wiedwald segir. að eftir aðgerðina sé andlit Bormanns þrútið, bólugrafið og að nokkru leyti afmyndað. Litla örið, sem sjá mátti á enni hans á myndum af honum úr stríðinu (sjá með- fylgjandi mynd). er nú hulið undir þrútnu og uppbólgnu skinni. Til þess að fela þessi ör gæt- ir Bormann þess að sjáist aldrei án þess að bera barðastóran hatt og þykk og dökk gleraugu. Hatturinn, gleraugun og venju legur klæðnaður hans — hvít skyrta og há reiðstígvél — gera það að verkum, að Bormann Mk ist auðugum landeiganda eins og menn gera sér þá venjulega í hugarlund. , Það eina sem er sérkennilegt. segir Wiedwald, er að reiðstíg- vélin eru brún að lit. SS-menn hötuðust við brún reiðstígvél, þar sem þeir töldu þau tákn .Jiinna úrkynjuðu yfirstétta". Augljósasta skýringin á þessari sérvizku Bormanns er ef til vill jafnframt meginskýringin á því, hvers vegna hann hefur hingað til komizt hjá handtöku Stroessn er, forseta Paraguay. klæðist brúnum reiðstígvélum og Bor- mann dáir Stroessner takmarka- laus. Aðdáunin virðist vera gagn kvæm. Wiedweld segir, að inn- römmuð mynd af Stroessner með eiginhandaráritun til ,ibezta vinar míns“ hangi á virðuleg- asta stað í svefnherbergi Bor- manns ásamt myndum af Hitler og Göbbels. Kaldhæðnislegt er, að Bor- mann heldur að fyrsta hetja hans, Hitler hafi átt sökina á magakrabba þeim. sem hann þjáist af. Bormann hefur alltaf verið mikill reykingamaður En Hitler var meinlætamaður og grasæta og hafði næstum því eins mikla óbeit á tóbaki og kjöti. Að því er Wiedwald seg- ir, heldur Bormann því fram að í örvæntingu sinni hafi hann flú ið á náðir eiturlyfja í neðan- jarðarbyrgi Hitlers, og laumað- ist hann til þess að neita eitur- lyfja á salerninu og óttaðist allt- af að upp um það kæmist. Nikó tínið í hinum sterku vindling- um, sem Bormann reykir. eitur lyfjaneyzlan og stöðugar áhyggj- ur og kvíði ollu krabbameininu, að því er hann telur. Bormann virðist hins vegar hafa sætt sig við þá tilhugsun, að hann sé dauðans matur. Hann reykir og drekkur í óhófi — og eftirlætisvíntegundin hans er Whiskey, Vat 69. sem einnig er eftirlætisvíntegund Stroessners. Hann virðist ekki einu sinni hafa áhyggjur af þeim mögu- leika, sem þó er fjarlægur. að hann verði handtekinn, en aðrir íbúar nýlendunnar eru skotglað ir. Þrátt fyrir þetta dreymir Bor mann enn um viðurkenningu. Wiedweld segir að ræður þær sem hann haldi á fundum með íbúum nýlendunnar séu hver annari líkar og stríðsræður Hitl ers. í þessum ræðum talaði hann stundum um þann möguleika að komast megi að samkomulagi við Alþjóðadómstólinn í Haag eða Sameinuðu þjóðirnar um að nazistar fái sanngjarna málsmeð ferð. ,Svo seint árið 1963 var Bor- mann greinilega að hugsa um að tryggja sér einhverja aðstoð í þessu skyni. Á einni hinna ó- löglegu ferða sinna til Evrópu gerði Schwent Wiedwald grein fyrir áætlun um að fá Alþjóða Rauða krossinn til að skerast í leikinn. Hlutverk milligöngu- manns var ætlað þýzkri prin- ses-su .sem í háði var kölluð „Florence Nightingale SS-sveit- anna“ En allt er á huldu um. hvað Rauða krossinum hafi ver ið ætlað að gera. Hugmyndin virðist í aðalatriðum hafa verið sú, að hlutlaus nefnd kæmi í heimsókn til Kolonie Waldnér 555 og lýsti því yfir að engin hætta stafaði af nýlendunni. Brenglaður óraunveruleíki þessara ráðagerða kemur jafn- vel ennþá betur fram af lýsingu Wiedwalds á lífinu í Kolonie Waldner 555. Tyllidagar nýlend- unnar eru brjálæðislegir í grát- brosleik sínum og leikaraskap. ■íbúamir halda upp á afmælis- dag Hitlers (20. apríl), valda- töku hans (30. janúar). hina mis heppnuðu byltingartilraun hans 1923 ( 9. nóvember) og afmælis- dag Bormanns (17. júni) og syngia Horst Wessel-sönginn og aðra nazista-söngva. Auk keiluspilsins — en jafn- vel hann ber keim af kjallara- dögunum í Múnchen — er eina skemmtun íbúanna fólkin í sam ræðum. Og eina umræðuefnið eru gömlu, dauðu dagamir. Briálæðisleg öfundsýki og tor- trygg.ni hirðar Hitlers endurtek ur sig á kvöldin í stjörnuskin- inu. Þetta er deyjandi samfélag. Á undanförnum árum virðist kon- um í fyrsta skipti hafa verið levft að setjast að í nýlendunni (Schwent ga*t þess þegar hann var í Hollandi í sumar að getn- aðarvarnarpillur væru notaðar í Waldner 555). Áður hafði Bor mann neitað að konur fengju að setjast þar að, þar sem þær gætu stofnað öryggi nýlendunn- ar í hættu. Þegar lagt var til* að komið yrði upp norrænu stóð hestabúi brást hann reiður við og sagði að slíkt mætti ekki leyfa, þar sem þar með væri minningu Hitlers sýnd óvirðing. En þótt börn fæðist í Kolonie Waldner 555 lifir nýlendan að- eins fyrir einn mann. Jafnvel þótt Bormann komist hjá hand töku eða haldi lífi ef hann verð- ur handtekinn — og ísraels- men.n hafa meiri áhuga á Men- gele — er erfitt að trúa því, sam kvæmt frásögn Wiedwalds. að útvirkið við Paranafljót lifi lengi eftir fráfall stofnanda þess. VERÐSTRÉÐIÐ HELDUR ÁFRAM IMú eru það greiðslu- sloppar, sænsk úrvals- vara, margir litir, mörg snið. Allir á kr. 500. Tökum ennfremur fram enn meira af hinum þekktu- og nú ódýru- Alundco jersey-kjólum. Þeir seldust nœrri allir sem voru frammi við á mánudag. Við seljum ódýrt kjóla, síða og stutta. Regnkápur, kápur, dragtir, pils, síðbuxur, o.m.fl. Flytjum verzlunina heim til íslands. Verðmis- munurinn er að minnka. Innkaupaferðir til Glasgow ekki lengur nauðsynlegar. Komið Við byrjum verðstríðið, við skulum sigra erlenda keppinauta, verzlið við okkur og hagnizt sjálf um leið. Tl ZKUVERZLUNIN GUÐRON RAUÐARÁRSTIG1 sími 15077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.