Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANTTAR 190« Síðasti leikur gegn Pólverjunum: Landsliðsnefnd reynir tvo „nýjau markverði í kvöld Leitar nýrra manna þar sem hinir geta ekki farið utan f KVÖLD verður síðasti — en væntanlega ekki sízti leikurinn i heimsókn pólska handknatt- leiksliðsins Spojnia til Hauka í Hafnarfirði. f kvöld er það „úr- valslið Handknattleikssambands ins“ sem mætir þeim. Hefur ver ið valið í Iið úr hópi þeirra er landsliðsæfingar stunda og vek ur mesta athygli, að nú stinga r Finnar unnu Búlguri 29-15 FINNAR komu sannarlega á óvart í gærkvöldi í hand- knattlei'k en þá fór fram fyrri lei'kur finnsku meistaranna UK-51 og bulgarsika meistara- liðsins Georgi Dimitrow í Ev- rópukeppni handknattleiks- liða, en bæði lið sátu hjá í 1. umferð, þá er íslendingar, Svíar og Danir voru slegnir út. Finnarnir unnu Bulgarina í fyrri leiknum með hvorki meira né minna en 29 gegn 15. í hálfleik var staðan 16:14 að því er segir í NTB-skeyti. ~C nýir menn sér í markvarðarstöð ur hjá landsliðsnefndinni — „varamenn" félaganna, en báð- ir eiga það sammerkt að hafa áttu beztu markvörzlukaflana í leikjum FH og Fram gegn Pól- verjunum — og hreinlega bjarg að liðum sínum í þeim leikj- um með góðri frammistöðu. ir Nýju markverðirnir. Þessir menn eru Birgir Finn- bogason FH og Guðmundur Gunnarsson 1 Fram. Birgir vakti sérstaka athygli á sunnudaginn er hann tók við marki FH síð- ustu 16 mínúturnar og fékk að- eins á sig tvö mörk, en varð Sundæfingor ÍR nð nýju f KVÖLD hefjast sundæfingar sunddeildar ÍR í Sundhöllinni að nýju eftir áramótahlé. Er æfing í kvöld kl. 8 og einnig á mánudögum kl. 8. Á föstudög- um kl. 7 eru sameiginlegar æf- ingar fyrir þá er þátt taka í keppni. liðinu til slikrar hvatningar að það jafnaði 4 marka forskot Pól- verjanna. Guðmundur Gunnarsson átti svipaðan kafla í lok leiks Fram við Pólverjana, þá er Fram breytti stöðunni úr 9:18 , 16:20, sem varð lokastaðan. Það er því ekki að ástæðu- lausu að landsliðnefnd velur þessa ungu menn. En fleira kem ur til. Þorsteinn Björnsson hef- ur lýst yfir að sögn Hannesar Þ. Sigurðssonar, formann lands liðsnefndar að hann muni senni lega ekki geti farið í utanför- ina með landsliðinu þá er leika á við Rúmena og V-Þjóðverja ytra. Logi Kristjánsson sem ver ið hefur einnig í landsliðinu get ur það alls ekki vegna utanfar- ar til náms. Landsliðsnefndin hefur því orðið að leita annarra markvarða. Og sannarlega þurfti nefndin ekki að leita langt í fyrstu lotu. Lið nefndarinnar var þannig valið í gær: Birgir Finnbogason, FH Guðmundur Gunnarsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Karl Jóhannsson, KR Einar Magnússon, Víking Jón Hj. Magnússon, Víking Geir Hallsteinsson, FH Vngsti ,,atvinnumaður“ ■ Englandi ÞAÐ bar til á Englandi fyrir Nokkru að 10 ára gamall drengur var „dæmdur at- vinnumaður“ þ.e.a.s. bannað að taka þátt íkeppni jafn- aldra sinna um skeið. Ástæð- an var sú að með fræknleik sínum í hlaupum ávann hann sér inn 3 sterlingspund í verð laun. Formaður félags æskufólks í Carlisle sagði eftir á: „Við ætlum okkur ekki að útiloka drenginn um langan tíma, en við höfum lagt bann við að hann keppi frekar, þangað til við höfum fengið viðunandi skýringu á viðburðinum, til- efni verðlaunanna o.s.frv. Reglur okkar eru ekki hinar sömu og áhugamannareglur enska sambandsins. Þeir banna aldrei keppendum yngri en 16 ára þátttöku í keppni. Móðir drengsins varð auð- vitað æfareið og sagði að sér fyndist að „drengurinn sinn ætti að fá aðkeppa hvar og hvenær sem hann vildi.“ Örn Hallsteinsson, FH Ágúst Ögmundsson, Val Stefán Sandholt, Val Þess skal geta að Ingólfur Óskarsson er meiddur eftir leik- inn við Pólverjana á laugardag, en þá fékk hann slæmt högg á handlegg. Unglingalandsliðið. Unglingalandsliðsmenn fá að spreyta sig áður en aðalleikur- inn hefst. Verða það tvö lið er landsliðsnefnd unglinga velur, en hjá unglingunum er líka í undirbúningi landsleikir ytra eða þátttaka í hinu árlega Norður- landamóti. Hefst leikur ungling anna kl. 7:45 en aðalleikurinn hefst kl. 8.30. Góð tilraun. Þessi tilraun landsliðsnefndar, sem hún reynir á fyllilega rétt á sér. Einhverjir kunna vafa- laust aðgagnrýna valið, en það ber að athuga að ekki er verið að velja endanlegt landslið og Birgir Finnbogason, — úr varasæti í aðalstöðu. þegar hafa leikmenn Fram og FH fengið aðreyna sig við pólska liðið. Fimm nýir menn koma nú til skjalanna og er ekki nema gott um það að segja — því allir koma vel til greina í slíkt lið. Pólverjarnir léku í gær síð- ari leik sinn á Akureyri og mættu þá úrvalsliði IBA. Þeir voru væntanlegir í morgun til Reykjavíkur. A 4. hundrað taka þátt í körfuboltamótinu — Mótið sett á Akureyri á laugardag ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- leik hefst á laugardaginn, en mótið fer nú fram á 5 stöðum, Reykjavík, Akureyri, Keflavík- urflugvelli, Njarðvík og Borgar- nesi. Fyrsti leikur mótsins á laug- ardaginn fer fram á Akureyri og eigast þar við nýliðarnir í 1. deild, Þór og KFR. Er þetta í fyrsta sinn sem mótið er sett utan Reykjavíkur. Á sunnudaginn leika í íþrótta höllinni í Laugardal Ármann og IKF og síðan ÍR og KR og má ætla að báðir þeir leikir verði spennandi og jafnir — ekki sízt sá síðari. Alls taka 34 lið þátt í mótinu eða hátt á fjórða hundrað kepp enda. Sex lið leika 1 1. deild og 8 í 2. deild en síðan er keppt í 1., 2., 3. og 4. aldursflokki. Þetta er 17. íslandsmótið í körfuknattleik. Iþróttahús tekið í notkun á Siglufirði Fyrsti þátttsriim í 50 ára afmæli kaupstaðarins Siglufjörður, 9. jan. SL. laugardag var hér tekið í notkun íþróttahús í sundlaugar- byggingunni. Hér er um að ræða sérgert gólf, sem sett er yfir sundlaugarþróna, þannig að nota má bygginguna, sem íþróttahús þann hluta árs, sem hún er ekki notuð sem sundlaug. Gólf þetta er keypt frá Bret- landi, og er tæpir 450 fermetr- ar að stærð. Ráðunautur bæj- aryfirvalda um þessi kaup var Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi. Inn á gólfið eru teiknaðir körfuknattleiksvöllur, handknatt leiksvöllur og badmintonvöllur, og auk þess merktir með lím- böndum fjórir æfingarvellir fyr- ir badminton. Auk þess verður þarna að sjálfsögðu aðstaða til iðkunar allra innanhússíþrótta. Gólfið niðursett ásamt tilheyr andi tækjum, og breyting á hús næði kostar um tvær milljónir króna. Með tilkomu þessa húss skap ast stórbætt aðstaða til starf- semi íþróttafélaga á staðnum. Begja má að tilkoma þessa íþrótta húss sé fyrsti liðurinn í hátíða- höldum í tilefni af 50 ára kaup- staðaraafmæli Siglufjarðar, sem verður síðar á árinu. Við vígslu hússins sýndu unglingameistar- ar úr Badmintonfélagi Siglu- fjarðar einliða- og tvíliðaleik í badminton, og flutt voru ávörp af hálfu forráðamanna bæjar- félagsins og íþróttahreyfingar- innar. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.