Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 196« 15 Guðmundur Hansen: Þarf að útskýra nútímaljóð? NÝJASTA kennsluibókin, sem Ríkisútgáfa námebóka hefir lát- ið frá sér fara — Nútímaljöð — hefir vakið almennari athygli en venja er um námsibækur. Sannar það, svo ekki verður um villzt, að enn sem fyrr er hljóm- grunnur fyrir ljóðlistinni og nýjar stefnur og breytt viðhorf. hafa ekki spillt ljóðaáihuga eins og sumir hafa óttazt. Ríkisútgáfan fól Erlendi Jóns syni að taka saman bókina. Vegna starfsreynslu Erlendar, áhuga hans á viðfangsefninu og menntunar var hann sjóMkjör- inn til verksins, sem var í því fólgi'ð að velja höfundana, gera úrtak úr verkum þeirra, rita inngangsgrein og fylgja höfund unum úr hlaði með greinarkorni. Vafasamt er, að betur hefði til tekizt, þótt samstarfsnefnd hetfði verið falið að annast verkið, sem gréinilega er vandasamt. Til manna í sfíka nefnd er ekki hægt að gera minni mennt- unarkröfur en til kennslu í grein inni, en islenzkukennarar með fyllstu réttindi á gagnfræðastigi munu nú vera teljandi á fingr- um annarar handar í Stár- Reykj avík. Bókin er vel úr garði gerð og öll hin vandaðasta að frógangi og í uppsetningu, og verður því eigi annað séð en „postularnir“ tólf, sem þarna eiga e.t.v. nokk- ur uppáhaldsljóða sinna, megi vel við una. Bókin er snotur- lega myndskreytt með teikning- um eftir Baltasar. Erlendur hefir sætt nokkurri gagnrýni fyrir val höfunda og ljóða þeirra. Er það vel, að yf- irleitt hafa gagnrýnendur vilj- að ha.fa fleiri höfunda í bó’k- inni. En að öllu verður að setja ein- hrver takmörk og ekki er hægt að úthluta rými slíkra bóka eins og skál'dastyrk. Guðmundur G. Hagal'ín, skóld og rithöfundur, hefir í viðamik- illi blaðagrein lýst viðhorfum sínuim tiil ljóðavalsins og sagt kost. og iöst á bókinni. Verður það Erlendi vonandi að gagni síðar meiT. Finnur Torfi Hjörleifsson og Hörður Bergmann finna bókinni hins vegar allt til foráttu, telja jafnvel hinar hl'utlausu myndir Baltasar til lýta. Allt er tínt til, sem handfesta þykir í, og það lagt út á verri veg. Hér verða tekin til athuguna.r tvö atriði, sem þeir félagar hamra síflellt ó í bréfi sínu til Ríkisútgófunnar: 1 Erlendur skýrgreinir ekki ihugtakið nútímaljóðlist. 2 Skýringar vantar með ljóð- unum, og tilvísanir eru eng Guðmundur Hansen ar mi'lli „ritgerðarinnar" og Ijóðanna. Fáránlegt væri að ætla hötf- undi inngangsgremarinnar, að skýrgreina orðið nútímaljóðlist, e:ns og þeir félagar ætlast til. Hugtakið stenduT ekki kyrrt í tíma og rúmi og mundi því fljótt verða viðskila við skýrgreining- una; á morgni nýrrar kynslóðar koma önnur ljóð með þessu nafni; ötl eldri ljóð hafa verið nútímaljóð. Erlendur fer rétt að. Inngangs greinin hefst á spurn ngunni: „Hvað er ljóð?“ Að sjálfsögðu má um það deila ein's og allt annað, hvernig honum tekst að svara spurningunni, en skýr- greinigu notar hann ekki. Þær eiga betur heima í handbóikum. Og þetta til samanburðar. Guð mundur Arnlaugsson rektor flyt ur nú kennsluþætti i sjónvarp um „nýju stærðfræðina." Fyrir tveimur árum ritaði hann kennslubók um þetta efni á veg- um Ríkisútgáfunnar, og er sú bók, Tölur og mengi, ætluð nem endum á gagnfræðastigi. Inn- gangsgreinin hefst þar á spurn- ingunni: „Hvað er stærðfræði?" Bkki verður séð, að nýju stærð- fræðinni hafi orðið meint af. Þá er komið að skýringunum. Ekkert skáldskaparform er eins v.iðkvæimt fyrir skýringum og ljóð’ð. Skáldið yrkir fyrst og fremst fyrir samtíð sína og hyggst ná til hennar með ljóð- inu. Skýring á byggingu Ijóðs- ins eða merkingu og aðrar á- bendingar neðanmáls eða í bland gefa til kynna, ajð skáld- inu hafi orðið á í messunni, nái ekkl tilgangi sínum milliMða- laust; ljóði'ð er með öðrum orð- um migheppnað. — Ættum við að biðja skáldin að yrkja fyrir okkur með skýr- ingum? Erlendur heíir látið slíka and lega fóð'urbLöndu lönd og leið. Það gerði Nordal einnig á sín- um tíma. Öðru máli gægn'r, ef margar kynslóðir skilja að höfumd og les anda. Eddukvæði, Egilssögu og Hrafnkelssögu Freyggoða er rétt að gefa út með neðanmálsskýr- ingum, ef útgófan er ætluð skóla fóil'ki. Um skýringarnar segir Haga- l'ín í grein sinni: „Þarna þarf ekki fyrst og fremst að skýra torsk lin eða sjaldgæf orð, en hins vegar torræðar setningar, misjafnlega rökrænar -— eða kannski frekar órökrænar líik- ingar og myndir — og jafnvel ljóðaheildir. Ég hygg, að sumar skýringarnar yröu lengri en ljóð in sjálf, og trúlega mundu eng- ir tveir l'jóðv tringar skýra sumt á einn veg báðir.“ í kennsl'usto'funni mundu til- reiddar skýringar á ljóðunum binda hendur kennarans. Ljóð- elskur nemandi, sem fær bók- ina með skýringum að hausti, les hvort tveggja strax. Verður kennslan jafn lifandi eftir sem áður? Skýringar á byggingu ljóð- anna og tækni höfundanna eiga betur heima við hliðina á brag- fræðinni eða í handbóikum fyrir kennara en í ljóðasafni sem þessu. Skemmfilegar gætu slíkar skýrjngar orðið, etf höfundur færi að dæmi Snorra, er hann framdi Háttatal. Að lokum þetta. Þeir félagar, Finnur og Hörður, arnast við upptalningu á helztu verkuim höfundanna í gr'einarkornum Erlendar um þá. Með nötfnum verkanna gegnir bókin því hlut- verki betur en ella að vera sbökk pallur fyrir lesendur í ver.kin sjál'f. Rík'sútgáfunni kann ég þöklk fyrir Nútímaljóð. Steinarnir tala FYRIR nokkrum árum, var, þeg- ar vel lá á þjóðinni, efnt til sam- skota og safnað fé til byggingar Handritahúss. Heldur var lágt yfir söfnuninni. Þó bar það hátt, að þess voru dæmi, að fátækir hreppar úti á landsbyiggðinni létu upphæðir af hendi rakna í söfnun þessa, einnig þar átti handritamálið ítök. A síðastliðnu ári var frá því sagt, að menn sem höfðu haft nokkurn veg og vanda af söfnun þessari afhentu byggingarnefnd háskólahúss þess, sem nefnt er Árnagarður eina milljón króna. Var það lokaárangur söfnuinar- innar. Einnig var frá því sagt að fyrirhugað væri að nota upphæð þessa til skreytingar byggingar- innar ininan veggja, sennilega er þar hugsað til listmálara og handaverka þeirra. Síðan þetta skeði hefir hin um- rædda upphæð rýrnað eigi lítið, svo sem allir vita (Það væri ann- ars har.la fróðlegt að vita hvað gjafaféð hefir gengisrýrnað alls, síðan gefendur skutu því sam- an). Eitthvað sást í blöðum um það, að vafamál væri hvort heimiH væri að verja þessu umrædda gjafafé á þennan hátt, hvort það væri ekki í mótsögn við tilgang gjafanna? Ekki tek ég undir slíkt, því mér finnst smátt í efni að ræða um þá hlið mólsins. En mig langar til að bera fram aðra tillögu um notkun þessarar litlu upphæðar, sem milljón gjafa- krónanna nú er orðin, tillögu, sem gengur nokkuð í aðra átt heldur en tillagan um að verja fénu til myndskreytingar í Árnagarði. En samt er þó með tillögu minni vegið í sama knérunn, að ég tel. Öllum er kunnugt hvert er einræði og alveldi steinsteypunn- ar í byggingarmálum vorum, ber höfuðborgin þess greinileg merki. Mætti vel kalla þetta of- beldis-einræði. Flest er vel um steinsteypuna, en þó finnst mér að vel mætti hugsa sér örlítið ív-af af öðrum góðum hlutum þegar byggðar eru vandaðar framtíðar-byggingar, t.d. á veg- um ríkis og borgar. Sem betur fer eru til bergteg- undir hér á landi, sem vel mætti henta að nota sem tilbreytni og til skreytingar bygginga, sem að öllum stofni og magni eru gerðar úr steinsteypu, ó ég þar fyrst og fremst við gabbróið, þá blessuðu bergtegund, þótt fleiri bergteg- undir komi til. Oft hefi ég hugsað til þess hvernig í ósköpunum stendur á því að snjallir húsameistarar ís- lenzkir skuli ekki gera tilraun- ir með að brjóta einveldi stein- steypunnar, með því að noita ís- lenzkt berg, t.d. gabbró til skreyt ingar við aðaldyr veglegra bygg- inga, og jafnvel við glugga o.fl. Myndi slík tilbreytni ekki setja annan og hlýlegri svip á marga byggingu? Ég tel það hafið yfir allan vafa. Virðum t.d. fyrir okkur Safn- húsið við Hverfisgötu. Hversu mikils væri þar ekki misst, ef umgjörðin öll um aðaldyr húss- ins úr hreinu bergi væri horfin og í þess stað komin köld stein- steypa? Og hvað væri lestrarsal- ur Landsbókasafnsins móts við það sem hann er, ef bergstoðirn- ar inni í salnum væru horfnar og í stað þeirra komnar súlur úr mál aðri steinsteypu? Því miður er hér ekki um íslenzkt berg að ræða. Ekki skal álasa þeim góðu mönnum er teiknuðu og byggðu Safnhúsið þótt þeir notuðu er- lenit frumberg, vitneskjan um íslenzkar bergtegundir nothæfar var vísit ekki upp á marga fiska á þeim dögum. Með þakklætis- kennd virðum við fyrir okkur Safnhúsið, í hvert sinn er við göngum þar um garða, þakklæti til þeirra manna er þar réðu hve vel og veglega var þá byggt, og af mikilli rausn miðað við fjár- hagsgetu þjóðarinnar í þann tíma. Á sama hátt má nefna súlurn- ar við inngangsdyr Útvegs- bankans, annar væri svipur þeirrar byggingar ef þær súlur væru úr steinsteypu. Til að minnast á hið gagnstæða, skal nefna súlurnar við dyr Hæsta- réttar. Sá inngangur bærii annan svip ef þar væru komnar dyra- súlur úr gabbrói í stað hinna máluðu steypustólpa. Og loks að efninu. Má ekki nota gjafamilljónina fyrrnefndu, að öllu leyti eða einhverju leyti til þess að prýða Ámagarð með Lslenzku gabbrósmíði, í líkingu við Safnhúsið, svo að til einhvers Safnhúsið við Hverfisgötu. sé jafnað? Vel mættfi gera um- gjörð aðaldyra úr höggnu gabbrói, eða/og dyr í bygging- unni innan húss, þar sem gengið væri inn í salarkynni Handrita- stofnunarinnar. Ég set þetta fram sem tillögu. Ef til vill verður sagtf: unnið gabbró er dýrt, þetta verður allt of dýrt. Án þess að gata lagt fram tölur fullyrði ég að kostn- aðarhlið máisins er nær auka- atriði, þar sem um veglega bygg- ingu er að fjalla. Víst er krónan okkar aum og smá, já, „hvað er milljón" orðin en hinu ber að neita að við séum bæði fjár- hagslega og andlega svo miklu fátækari en þjóðin var 1906-07, þegar Safnhúsið var byggt, að hún geti nú ekki valdiið neinu til- svarandi. Hér er aðeins spurn- ing um það hvort við erum svo íslenzk í anda og raun, menn og konur, að við getum komið auga á förkunnargóða hluti íslenzka, sem úr má byggja, hvont vér sjá- um ekkertf nema gráa stein- steypu. Svo að ekki valdi miisskilningi, verð ég að nefna, að mér eru ógleymdar virðingarverðar til- raunir íslenzkra húsameistara og byggingamanna til að nota ís- lenzk bergefni við múrhúðun. Sumt af því hefir vel tekizt, ann- að er raun og háðung, og ekkert af því jafnast á við hreint berg þar sem það á við. Einnig er skylt að minnaat notkunar is- lenzks bergs í gólf og stfigaþrep t.d. í iHáskólabyggingunni. En því ekki að taka nú 'betur á við Árnagarð, svo að það setji sann- íslenzkan svip á þá byggingu — að einhverju leytL Óskandi væri að einhver hinna lærðu húsameistara okkar léti til sín heyra um þetta, hvort það er vit í þessari tillögu minni eða hvort hún byggist bara á íhalds- hugsun gamais manns, sem mið- ar við það sem úrelt er og gam- aldags — eins og t.d. Safnhúsið? 11. jan. 1968. Árni G. Eylands. Höfðingleg gföf HEIMILISSJÓÐI taugaveiklaðra barna hefir borizt höfðingleg gjöf. í byrjun þessa árs afhenti frú Jóhanna Jóhannesdóttir gjaldkera sjóðsins 15 þúsuind krónur, en síðastliðið ár gaf hún sjóðnum einnig sörnu upphæð. Stjórn Heimilissjóðs þakkar þessar stórmannlegu gjafir. Öllu fé, sem Heimilisisjóði berst, verður varið til byggingar lækniinga- og hjúkrunarheimitis fyrir taugaveikluð börn, en fram kvæmdir við bygginguna hefjast á þessu ári. Séra Ingólfur Ástmansson bisk upsritari, er gjaldkeri Heimilis- sjóðs. Stjórn Heimilissjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.