Morgunblaðið - 29.02.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 29.02.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1998 Olfusá meira en tífaldaðist- Elliðaárnar tuttugfölduðust — seg/r Sígurjón Rist, vatnamœlingamaður SIGURJÓN Rist, vatnamæl- ingamaður, var í gær á ferð um Árnessýslu og mældi ár, er flæddu. f gærkvöldi var hann staddur á Iðu og hafði þá m. a. verið við Selfoss um hádegi í gær. Mbl. hafði símasamband við Sigurjón og spurði hann um álit hans á flóðunum. Hann sagði: — í>etta flóð í ölfusá í dag, er til komið vegna klakastífiu, sem er fyrir neðan brúna. Vatns hraðinn er tæpir 4 metrar í sek úntu. en miðað við slíka hæð, sem var í dag, ætti hann að vera 7 metrar. Nú í kvöld er vatnið við Selfoss að hækka, vegna aukins rennslis og stíflunnar í ánni og er ástandið þar mjög í- skyggilegt. Brúará er hins vegar í rénun. — ölfusá er nú um 2000 ten- ingsmetrar á sekúntu og mun hún líklega fara yfÍT það í nótt. Meðalrennsli árinnar er um 400 teningsmetrar, en fyrir flóðin nú var hún um 200, þannig hef ur hún nú í einni svipan mei.'a en tí’faldast. — Flóðið í Ölfusá hafði ekki Bygging fll- þingishúss og stjórnnrrúðs rædd BJARNI Benediktsson for- sætisráðherna svaraði gaer fyrirspurnum á fundi Sam- einaðs-Alþingis um væntan- lega byggingu Alþingishuss og stjórnarráðshúss. Kom fram í ræðu ráðherra að nauðsynlegt væri að taka á- krvörðun um það hið fyrsta hva fyrirhuguðu Alþingis- húsi yrði valinn staður. Einn ig kom fram að fyrir liggja tillöguteikningar að nýju stjórnarráðShúsi og að í byggingarsjóði þess erj nú um 18V2 millj. kr. Nánar er sagt frá ræðum forsætisráð- herra í þingfréttasíðu blaðs- ins í dag. náð þeirri hæð í dag, sem það náði 5. marz 1948, en Vatna- mœlingarnar haifa látið höggva merki yfirborðs þess flóðs í brú arstöpul Ölfusárbrúar, fólki til viðvörunar, því að það gleym- ir engu eins fljótt og flóðum. Um hádegisibil í dag vantaði enn 10 cm að þessu marki og ekki kæmi mér það á óvart, þótt það færi yfir það í nótt. — Um Elliðaárnar er það að segja, að gizkað hefur verið á að rennisli þeirra hafi komizt upp í rúmlega 100 teningsmetra eða rúmlega rennsli Sogsins. Meðalrennsli ánna er um 5 teniingsmetrar, en fyrir flóðin voru þær miklu minni. þannig að þær hafa a.m.k. 20-faldast. REYKJANES- KJÖRDÆMI AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi verður haldinn í samkiomuhúsinu á Garðaholti sunnudaginn 3. marz kl. 1,30 e.h. — Stjómin. Ekki mihill bruni Búðardal, 28. feb. — ELDURINN í hlöðunni á Leið- ólfsstöðum í Laxárdal á þriðju- dag var slökktur. Voru slökkvi- liðsmenn komnir til baka um kl. 10.30. Mun ekki hafa skemmst mikið af heyi. Atkvæðagreiðsla um verkfall ■ Keflavik í DAG kl. 5 hefst atkvæða- greiðsla um verkfallsboðun hjá Verkalýðs- og Sjómannafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur. Og einnig hjá Verkakvennafélaginu á staðnum. Stendur atkvæða- greiðsian í næstu 3 daga. — Ástæðan fyrir þessum fióð um er að jörð er frosin, mikill snjór er á hálendinu og þíða. í jainúarlok var eins mikiil sniór á hálendinu og venjulega er í marz. í nóvember, um 20. des- ember og aftur 13. janúar, komu miklar hálkur og fyllti þá allar dældir í landslaginu. Dældir þessar, sem að öllu eðlilegu, hefðu tekið við miklu af þessu vatnsmagni nú, em því fuilar og þess vegna fer nú sem íer. Þegar öll þessi atriði fara sam- an, frost í jörðu, þíða og úr- koma, samfara miklum snjó- þyngslum á hálendínu er ekxi að sökum að spyrja. — Á morgun (þ.e. í dag) verða flóð fyrir norðan, sem eiga sér sömu orsakir og þau, er urðu í gær og dag hér fyr- ir sunnan, Ölfusá og Héraðs-'itn í SkagafÍTði, eru hættulegustu fióðár landsins og því kemur mér ekki á óvart, þótt þið ættuð von á fréttum svipuðum þessum að norðan á morgun, 'agði Sig- urjón að lokum. Frummælendur á fundi Stúdentafélagsins um gildi verkfalla frá vinstri: Jón B. Hannibalsson, Sveinn B .Valfells og Sveinn Björnsson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Fitndur Stúdentafél. R.víkur í kvöld: Eru verkföll úrelt? — torvígismönnum launþega og atvinnu- rekenda boðið á tundinn í KVÖLD er efnt til urnræðu- fundar um efnið: „Eru verkföll úrelt“ á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Fundurinn verður í Sigtúni við Austurvöll og hefst kl. 8.30 e.h. Sveinn B. Valfells forstjóri, Sveinn Björnsson forstöðumað- ur Iðnaðarmálastofnunar íslands og Jón Hannibalsson hagfræð- ingur verða frummælendur. Síðan eru frjálsar umræður. Forvígismönnum launþega og atvinnurekenda er sérstaklega boðið á fundinn. Þar sem verkfallsmál eru mjög ofarlega á baugi má ætla, að marga muni fýsa að kynnast þeim viðhorfum, er fram koma á fundinum. Aðgangur er öllum heimill. Miklar skemmdir á þjóð- vegakerfi landsins VEGNA vatnavaxtanna og úr- komunnar undanfarna daga hafa orðið miklir skaðar á vegakerfi landsmanna, og f jölmargir vegir teppzt, einkum þó á Suðurlands- undirlendi og á Vesturlandi. I allan gærdag var ófært milli Reykjavíkur og Selfoss, þar sem vatn flæddi víða yfir veginn á leiðinni, og alls staðar var mikil aurbleyta. Viðgerð hófst síðari hluta dags í gær, og ef bjart- sýnustu áætlanir standast, þá ætti að verða fært til Selfoss síðari hluta dags eða í kvöld. Mikil aurbleyta var á allri Krísuvíkurleiðinni, en mjólkur- bílar og stórir framhjóladrifs- bílar fengu að fara þá leið. Flestir vegir á Suðurlands- undirlendi voru lokaðir í gær og skemmdir, svo sem Biskups- tungubraut við Minniborg, Laugarvatnsvegur og Suður- landsvegur í Rangárvallasýslu og í Varmadal. Skemmdir eru á Fljótsdalshliðarvegi, Þykkvabæj arvegi, og brú á Háfósum er löskuð, þar sem undan henni eru farin tvö ok í miðju, og hangir hún aðeins á endunum. Ófærð er kringum Horna- fjörð og er Lónshefði lokuð, og ófært er um Vattarnesskriður og í Hvalnesskriðum. Annars er ástandið á Austurlandi hvað skárst. Þá hafa heldur ekki bor- izt fregnir um verulegar vega- skemmdir af Norðurlandi, en þó eru ýmsir vegir ófærir, vegna vatnavaxta áa á Norðurlandi. Er hluti Blönduhlíðarvegar í Skaga firði t.d. ófær, og einnig hluti Siglufjarðarvegar. Á VestfjÖTð- um er ófærð á nyrðri fjörðun- um, einkum vegna snjóa, en sæmileg færð er á Patreksfirði og þar í kring. í Dölum hafa ár víða flætt yfir vegi, t.d. lokar Hörðudalsá veginum á Skógarströnd, og í Laxá hefur klakaruðningur laskað brúna. A Snæfellsnesi höfðu myndazt skörð í veginn um Ólafsvíkurenni, en þar var unnið að viðgerð í gær. Hafa verið þar mikil skriðuföll og einnig 'hafa skriður fallið á veg- inn um Búlandshöfða. Vatnavextir í Borgarfirði hafa valdið miklum sköðum á vegum þar. Hvítá flæðir til dæmis yfir veginn hjá Hvítár- völlum og Norðurá flæðir yfir veginn hjá Hvammi og lokar honum. Þá flæðir Bjarnardalsá yfir veginn við Dalsmynni. — Grímsá flæddi yfir Borgarfjarð- arbraut hjá Hesti, en þar tókst að opna í gær, svo að fært var í Borgarfjörð um efri leiðina. Frá Akranesi til Reykjavíkur var sæmileg færð í gærdag. Vatnsflóðiö bar bílinn til Hlýindin íœrast austur yfir — Kalda loftið kemur í staðinn — Frásögn mjólkurbíl- stjóra í Borgarfirði í gærmorgun þegar Sig- mundur Halldórsson, mjólk- urbílstjóri, fór á Dodge Weap. on bíl sínum að sækja mjólk- ina í Reykholtsdal og Bæjar- sveit, festist bíll hans í vatns- flóði rétt áður en komið er að Síkisbrúnum í Borgarfirði og barst bíllinn til í straum- num. Bílstjórinn komst í land og var bílnum seinna náð úr flóðinu. Mbl. hringdi til Sig- mundar, sem í gærkvöldi var a' koma heim frá því að bjarga bíl sínum úr vatninu. Honum sagðist svo frá: Ég lagði af stað í mjólkur- ferðina kl. 7. Rétt sunnan megin við Síkisbrýrnar var mikið vatn og straumur, en enginn ís farinn að berast með vatninu. Ég hikaði svo- lítið, en lagði svo í þetta. Þeg- ar ég var kominn um 30 m. út í, var straumurinn svo mikill að bíllinn drap á sér. Straumurinn tók hann þá og bar hann út á hlið, alltaf eina 10 m. Ofaníburðurinn úr veg- inum hafði skafizt af undan vatninu og sezt utan við veg- inn, svo bíllinn hallaðist ekki þó hann færi út af brúnni. Og vatnið náði ekki nema upp fyrir hjólin. Vatnið rann því ekki inn í bílinn. Ég ákvað að vera kyrrog bíða rólegur. Vera til- búinn ef einhver kæmi, sem gæti kippt í mig. Ég beið þarna í hálftíma og fór upp á þakið á bilnum. Þá komu menn að og ég óð í land. Straumurinn var þungur, en áhættan var minni eftir að fleiri voru komnir að. Ég fór svo niður í Borgarnes að skipta um föt. Þegar ég kom aftur, voru komnir ísjakar í vatnið, sem buldu á bílnum og höfðu skemmt bretti og hús og bíll- inn hafði enn færzt til. Ég hafði verið að hugsa um að vera kyrr og reyna að stjaka ísjökunum frá ef liti út fyir að þeir kæmu á bílinn. Við fórum svo með veghefil og náðum bílnum norður yfir. Það gekk vel, en var erfitt að krækja i bílinn í vatninu og við höfðum í okkur streng. Talsvert vatn var komið í vélina, en ég hef tappað því af. En ófært er að ná bílnum suðuryfir núna. Mjolkin var því ekki sótt á minni leið í dag og fleiri leiðum, sagði Sigmundur að lokum. SUNNANÁTTIN hlýja, sem valdið hefur hinum hröðu leys- ingurn á landínu, færist áfram austur yfir landið í gær, en en veðraskilin fóru hægt. Kl. 5 síðdegis voru skilið komin aust- ut yfir Vestmannaeyjar og lágu um Sigiunes á Norðurlandi, sam kvæmt upplýsingum veðurstof- unnar. Síðdegis var miklu kald- ara yfir vestanverðu landinu, slydda og vægt frost á Vestfjörð- um og var kuldinn að vinna á og hrekja hlýja loftið á undan sér austur um. Reiknuðu veður- fræðingar með að það breiddist yfir landið í dag og gengi þá sennilega í útsynning. Um kvöld matarleytið var leysingin t. d. búin fyrir austan Fjall, hiti far- inn niður í 1—2 stig. Leysingin náði upp yfir há- lendið. Á Hveravöllum var 2ja til 4ra stiga hiti í gær og slydda og þar var gífurleg úrkoma í fyrrinótt eða 80 mm og í gær bættust við 40 mm. Hefur því mikið vatn komið af fjöllun- um. Rigningin náði ekki norður fyrir. En sunnanmegin á land- inu var hún mikil, 48 mm yfir sólarhringinn á Þingvöllum, 56 mm á Hæli í Hreppum, en minna úti við ströndina. Ábyrgðor- heimild hæhhuð um 10 millj. lu. FRÁ fjádhagsnefnd Neðr i deildar hafa nú verið lagða í fram breytingartillögur un r framkomið stjórnarfrumvar] ) um 'heimild fyrir ríkisstjórn )ina til að ábyrgjast lán ti | byggingar dráttarbrauta o, ’ skipasmíðastöðva. Leggur nefndin til að lán ) tökuheimildin verði hækku ) úr 40 millj. kr. í 50 millj. ki l og að ef sérstaklega standi í f að dómi ráðherra, megi upp I hæð ríkisá'byrgðar nema all ) að 80%, enda séu fyrir henc | fullnægjandi írygtgingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.