Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1968 Rúmenar náðu algerum yfirburðum og unnu 23:14 Staðan í hálfleik í gær var Þ A Ð seig heldur illilega á ógæfuhliðina hjá landsliðinu í handknattleik í síðari leiknum gegn Rúmeníu, en hann fór fram í Cluj, einni af stærri borgum landsins, í gærkvöldi. Rúmenar náðu algerum yfirburðum og unnu leikinn með 23 mörkum gegn 14. í hálfleik var staðan 10—4 Rúmenum í vil. Að vísu hafa margar þjóðir, sem lengra hafa náð á sviði handknattleiksins en Islendingar, orðið að sætta sig við áiíka eða meiri ósigur gegn Rúmenum á heimavelli og skal enn minnt á nýafstaðinn leik Rúmena og V-Þjóðverja 24—14. í fréttaskeyti sem Mtol. barst í gærkvöldi og byggt er á frétt- um rúmönsku fréttastofunnar, segir, að 1000 áihorfendur hafi verið að leiknum og þeir séð landa sína ná yfirtourðum strax í byrjun og ná 4—1 forskoti á fyrstu mínútum leiksins. Frá 10. til 12. mín tókst ís- lenzka liðinu að skora tvíveg is og minnka bilið í 4—3. Það vaknaði veik von í brjóstum íslendinga, að þeim tækist að hamla á móti stórsókn Rú- menana. En sú von varð ekki langlíf. Yfirburðir Rúmena í leiknum voru miklir á þess- um tíma og forskotið jókst í 6 mörk fyrir hlé — eða 10—4, án þess fslendingar fengju að Keppt um 4 bikara á sundmóti Á í kvöld — Allt bezta sundfólkið með SUNDMÓT Ármanns, sem hald ið er í kvöld, fimmtudag, er fyrsta sundmót félaganna í Reykjavík á árinu. Verður þar keppt í 9 sund- greinum og 2 boðsuihdum en greinarnar eru: 100 metra skriðsund karla. Keppt er um bikat. 200 metra bringusund karia. Keppt er um bikar. 100 metra baksund karla. 200 metra fjórsund kvenna. Keppt er um bikar. 100 rnetra skriðsund kvenna. 100 metra baksund kvenna. 50 metra skriðsund drengja. Keppt er um bikar. 100 metra bringusu.id stúlkna. 50 metra bringusund tSipna f. 1956 og síðar. 4x100 metra sfcriðsund kvenna. 4x100 metra fjórsund karla. Keppendur eru milli 90 og 100 frá öllum Reykjavíkurfé- lögum, og frá Hafnarfirði, Akra nesi og Selfossi. í fimm greinum er það mik il þátttaka að halda varð und- anrésir og keppa 8 beztu til úr- slita á mótinu. Allt bezta sundfólk landsins keppir á mótinu og má því bú- ast við jafnri og skemmtilegri keppni. gert. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari, en eigi að síður náðu íslendingar aldrei að stöðva yf- irburði Rúmena, bvað þá að ógna sigri þeirra, eing og þeir gerðu í fyrri leik landanna. Rúmenska liðið lék nú allt annan og betri leik en í fyrri Evrópu- bikarar í GÆR fóru fram nokkrir leik- ir í keppninni um E'vrópubikar meistararliða. Þá vann Manch. Utd. Gornic Zabre Póllandi 2—0, '0—0 í hálflei'k. í keppni bifcarmeistara varð jafntefli milli Standard Liege og Milano 1—1. Báðir leikirnir eru fyrri leikir liðanna í 8 liða úr- slitakeppni. leiknum, og skot liðsins heppnuð ust. mjög vel ekki sízt í saman- burði við fyrri leikinn. Liðið fann einnig greiðari leiik gegn varnarleik Íslendinganna. Rúm- enSka liðið var og breytt og til hins sterkara að mun. Mörk íslands skoruðu: Geir Hallsteinsson 5, Örn Hallsteins- son 3, Ingólfur Óskarsson 2, Gunnlaugur, Einar Magnússon, Guðjón og Ágúst Ögmundsson eitt hver. Mörk Rúmena skoruðu: Nica 2 Costadhe 4, Licu 3, Gunes 3, Gatu 4, Speck 4 og Parasdhiv 3. Dómari var hinn sami og fyrr, Simanovic frá Júgóslavíu. f islenzka liðinu léku nú: iÞors'teinn og Logi mark'verðir og síðan Gunnlaugur, Jón Hjalta lín, Örn og Geir Hallsteinssyn- ir, Guðjón Jónsson, Einar Magn- ússon, Stefán Sandlholt, Ingólfur og Ágúst Ögmundsson. Þeir sem enn hvíldu voru Hermann Karl og Birgir markvörður. Geir Hallsteinsson — skoraði 5 mörk af 14. Bandaríski stangarstökkvar inn Bob Seagren vann á inn- anhúss íþróttamóti í New Yo Madison Square Garden í stökki sem mældist 5,03 metr- ar. Annar var Finninn Erkki Mustakari á sömu hæð og þriðji Bandaríkjamaðurinn Denis Phillips, en hann stökk einnig 5,03 metra. --------- — --------------------- .. .. • Olympíusveitin Islendingar taka þátt \ Olympíumóti í hridge 3 .ÞÁTTTAKA í Olympíumóti í Bridge í Deauville í Frakklandi dagana 5.—21. júní 1968, hefur nú verið ákveðin. Bridgesambandsnefnd hefur valið eftirtalda menn: Cuðmundur Þórarinsson: ^srjcí lóíjjró ttciópjci (í EFTIR nokkurra ára dvöl í Svíþjóð, þar sem þjálfun frjálsíþróttamanna var aðal starf mitt, kom ég heim í sumar er leið og hóf þjálfun hjá ÍR. Mjög margir íþrótta- menn hafa lagt fyrir mig ó- tal spurninga um þjálfun og ýms tækniatriði. Ég hefi reynt að svara eftir beztu getu, en flestar spurningarnar hafa verið um sömu atriðin. Fyrir velvilja ritstjóra íþróttasíðunnar fæ ég birtan stuttan þátt í bblaðinu á mið- vikudögum eða fimmtudögum. Mun ég í þessum þáttum reyna að svara ýmsum spum- ingum, sem fyrir mig hafa verið lagðar og gefa ráð og leiðbeiningar, sem ég tel að ættu að ná til alls frjálsíþrótta fólks landsins. Með þessu fyrirkomulagi hyggst ég vinna tvennt. í fyrsta lagi: Það eru fleiri en þeir, sem spyrja, sem hafa við sömu vandamál að glíma. Geta þeir því einnig tileinkað sér það úr svörum mínum i kom- andi þáttum, sem þeir telja þess virði og að nothæft sé. Ég veit af áratuga reynslu sem þjálfari, að allir geta ekki notfært sér allt, sem þjálfarinn kennir. Ekki vil ég heldur halda því fram, að álit mitt sé það eina rétta. Þess- vegna vil ég strax biðja þá, sem þætti mína munu lesa, að taka þá ekki, sem hið eina rétta þótt á prent sé þrykkt. f öðru lagi hyggst ég með þessum þáttum spara mér vinnu með því að losna eins og auðið er við að þurfa sí- fellt að vera að svara sömu spurningunum. Þá er það og álit mitt að prentað svar komi betur að gagni en munnlegt svar. Það má geyma og það helzt óbreytt, meðan minni okkar er ekki alltaf í sem beztu ásigkomulagi. Auk þess hefi ég, sem með- limur útbreiðslunefndar FRÍ, lofað, eftir því sem tími minn leyfir, að hjálpa þeim, sem ekki njóta aðstoðar þjálfara við æfingar sínar, og hyggst ég nota þessa þætti í því skyni. Guðmundur Þórarinsson Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Stefán J. Guðjohnsen, Eggert Benónýsson, Símon Sím- onarson og Þorgeir Sigurðsson. fslandsmót í bridge hefst í Domus Medica laugardaginn 6. apríl 1968. Nú eru komnar út keppnis- reglur um bridge á vegum Bri-dgesambandsins. Er meining- in að löggilda keppnisstjóra fyrir hvert félag. Norðurlandamót í Bridge 1968 verður haldið í Gautaborg dag- ana 20.—25. maí. Eftirtalin pör voru valin af Landsliðsnefnd Bridgesambands ins: 1) Jón Arason, Sigurður Helga- son. 2) Benedikt Jóhannsson, Jó- hann Jónsson. 3) Lárus Karlsson, Ólafur H. Ólafsson. 4) Jón Ásbjörn-sson, Karl Sigur- hjartarson. 5) Óli Már Guðmundsson, Páll Bergsson, til vara Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjarna- son. Landsleikur milli Skota og ís- lendinga verður háður í Rvk. dagana 3.,4. og 5. maí n.k. og þar að auki mun skozka sveitin leika afmælisleik við Bri-dgefé- lag Reykjavíkiu', sem verður 25 ára að vori komandi. Flugfélag íslands hefur nú í þessu tilefni gefið bikar til keppninnar. Bri-dgemenn hafa nú hlotið 40 þús. króna styrk fró Reykjavík- urborg í farareyri, en óvist er, hvort rífcið muni styrkja þá að nokkru leyti. Ferðir þeirra eru að öðru leyti styrktar með ágóða af firmakeppni. Álíta þeir, að betri árangur myndi nást ef þeir ættu ekki við eilífan fjár- skort að etja. Norðurlandamótssveitin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.