Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 14

Morgunblaðið - 20.04.1968, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRIL 10»S Bjarni Benediktsson Framhiald af bl3. 1 öryggisgæzlu í heiminujm, hefði ekki náðst. Ósamlyndi stórveld- anna réði þessu að mikl leyti og væri vert að minnast þess, að þessa ósamlyndis gætti enn, þótt s>á mætti nokkilr merki þess, pð betur horfði en áður og hlytu allir að vona að úr því rættist. En vegna þessa ósamlyndis væri fjarri, að S.í>. gegndu hlutverki sínu um friðargæzlu. Glöggt dæmi um vanmátt S.í>. væri styrjöldin í Vietnam. Allir vissu, að stríðsaðilar vildu ekki og hefðu skorast undan því að SÆ>. fjölluðu um málið. Væri það þó viðurkennt, sem m.a. hefði komið fram í ályktun efri deildar Alþingis um styrjöldina í Vietnam, að stór hætta væri á því, að styrjöldin breiddist úit og yrði jafnvel að nýrri heims- styrjöld. Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki fjallað um styrjöld- ina opiníberlega, þrátt fyrir þessa miklu hœttu, en framkvæmda- stjóri þeirra heifði á hinn bóginn reynt að þoka í friðarátt á bak við tjöldin. Forsætisráðherra kvað það þó víðsfjarri að afneita hlutverki SJÞ. í>ær hefðu reynst nytsam- legar og enginn vildi leggja þær niður. Hins vegar vonuðu allir, að sá tími kæmi, að S.l>. yrðu þess umkomnar að gegna sínu hlutverki, friðargæzlu í heimin- um. Lagði ráðherrra áherzlu á, að SÆ>. væru eðli sínu sam- fcvæmt hernaðarbandalag, en því skilyrði hefði á hinn bóginn ekki verið fullnægt. Því væri rétt að gera sér grein fyrir, að þótt S.Þ. tækju við hlutverhi Atlantshafðbandalagsins, gæti vel verið, að þær óskuðu efir svipaðri aðstöðu hér á landi og Atlantshafsbandalagið hefði nú og í sama tilgangi. Bollalegging- ar um slikt hefðu verið upp, er ísland gefck í S.Þ. og benti for- sætisráðherra í því sambandi á, að Sveinn Björnsson forseti ræddi eitt sinn í ræðu um þann möguleika, að S.Þ. fengju her- stöð hér. Þá vék Bjarni Benediktsson að öðrum orsökum Atlantshafs- bandalagsins. Hann sagði, að því væri ekki lengur mótmælt, að Sovétríkin hefðu fylgt hatramm- ri útþenslustefnu þar til á árinu þegar Atlantáhafsbandalagið var stofnað. Síðasta dæmið um þessa stefnu hefði raunar verið beinn undanfari stofnunar bandalags- ins, en það var valdataka komm úniista í Tékkóslóvakíu. Nú virt- ist hafa rofað þar til og svo virtist einnig, sem þar ríkti meira frelsi en áður. Væri vert að atlhuga, að eitt af því fyrsta, sem Tékkar segðu nú, væri eins og kæmi fram í höfuðmálgagni ríkisstjórnarinnar, að Mazaryk þáverandi utanríkisráðherra hefði verið myrtur af flugumönn um Sovétríkjanna 1948. Sovét- Shlutun um innanríkismál Tékka. Þetta hefði verið vefengt af málsvörum Sovétmanna þá, en nú væri þesssu haldið fram og krafizt rannsóknar á málinu. Sagði forsætisráðherra, að það vær því ekki að ófyrirsynju, að menn befðu óttast Sovétríkin á þessum tíma og þessar upplýs- ingar frá Tékkum staðfestu, að óttinn var á rökum reistur. Menn yrðu að játa það, að Atlants- hafsbandalagið hefur stemmt stigu við þessu á þeim svæðum, sem það nær yfir. Þá benti forsætisráðherra á, að önnur merki útþenslustefnu hefðu sézt síðar, eins og nefna mætti dæmi um, bæði Ungverja Iand 1956 og afskipi Riússa af hinum viðkvæmu deilum við Miðjarðarhaf. Væri rétt að muna, að Rússar væru nú orðnir næst- sterkasta flotaveldi á Miðjarðar- hatfi, þessu umdeilda og mikil- væga landsvæði. Það væri því Ijóst, að Rússar reyndu að styrkja. aðstöðu sína og sækja fram, hvar sem tækifæri gæfist, og væri þetta ekki sagt í þeim tilgangi að kasta rýrð á Sovét- rífcin. Þá ræddi forsætisráðherra um þær hugmyndir, sem uppi eru um öryggisbandalag Evrópu- þjóða .Taldi hann æskilegt að kanna það mál til hlítar, en lagði áherzlu á, að Bandaríkin yrðu að vera þátttakandi í slíku bandalagi. Þau hefðu tvisvar á einum mannsaldri orðið að koma til Evrópu til að bjarga þjóðum þar frá ógnaröld, og það væri of mikil gleymska, ef menn teldu nú, að Evrópa gæti ein tryggt öryggi sitt. í því sambandi lagði forsætis- ráðherra áherzlu á, að enn, rúm- um tveimur áratugum eftir ófrið arlok, væri ósaminn friður við Þýzkaland og því væri skipt í tvo hluta og þess vandamál væru óleyst. Hvaða skoðun, sem menn annars hefðu á Þýzkalandsmálun um, yrði að viðurkenna, að þessi vandamál áttu þátt í heimsstyrj- öldinni og þau væru óleyst. Væri fráeitt að telja, að öruggur frið- ur ríkti í þessum heimshluta meðan Þýzkalandsmálin væru óleyst. Forsætisráðherra sagðist vita, að ýmsir ráðamenn í Austur- Evrópu væru tortryggnir í garð Vestur-Þjóðverja. En hann væri sannfærður um, að Vestur-Þjóð- verjar vildu friðsamlega sambúð við Austur-Evrópuríkin. En stað reyndin væri, að tortryggni rikti á milli, sem yrði að eyða, áður en vit væri í fyrir Evrópu að kasta frá sér aðstoð þeirra, sem tvisvar á ævi þeirra. sem nú litfðu, hefðu orðið að bjarga frelsi og í síðara skiptið velsæld í heiminum. Þá vék forsætisráðherra nokkr um orðum að ræðu Jónasar Árna sonar. Benti hann í upphafi á, að það væri vitleysa hjá Jónasi að halda að Frakkar hefðu sagt sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þeir væru enn aðilar þess, og samkv. núv. upplýsingum hyggð ust Frakkar ekki segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þeir sem gerst þekktu teldu, að þrátt fyr- ir að þeir væru fúsir til sam- komulags við Austur-Evrópurík- in, væri ekki talið að gera ætti öryggissáttmiála í Evrópu án þátt töku Norður-Ameríku. Þá vék forsætisráðherra að hugmyndum um norrænt banda lag. Varpaði hann þeirri spurn- ingu til Jónasar, hvort þetta bandalag væri í hans huga eins konar varnarbandalag og þá hernaðarbandalag. íslendingar væru í bandalagi við Norður- löndin hin með þátttöku sinni í Norðurlandaráðinu, svo að ekki gæti verið um slíkt bandalag að ræða. Jónas talaði um hlutlaust bandalag, en auðvitað yrði það hernaðarbandalag og vel gæti verið til atfcugunar að stofna slikt bandalag. Það kæmi vel til greina að kanna, hvort Svíþjóð vildi taka ábyrgð á öryggi ís- lands, og ef svo væri, hlyti það að hafa áhrif á okkar afstöðu. Skaut forsætisráðherra í því sambandi inn í, að fráleitt væri að tala um samskonar hlutleysi Svía og Finna. Svíar væru hlut- lasuir, en Finnar vildu vera það, en væru í varnarbandalagi við Sovét-Rússland, sem veitti Sovét. Rússland heimild til hernaðar- aðgerða í Finnlandi, ef á þyrfti að halda. Benti ráðherra einnig á, að þessar þjóðir vernduðu sig með miklum herafla; þær vissu vel, að hlutleysi verður að vopn- um stutt og hlutleysi án varna væri einskis virði. Um aðstöðu íslendinga til At- lantshatfsbandalagísins sagði for- sætisráðherra, að hann teldi sjiálfsagt að skoða afstöðu lands- ins rækilega núna, og við ættum að nota það tækifæri, sem nú gæfist til að kanna allt það mál Sjálfur sagðist hann vera sann- færður um, að sú skoðun leiddi í ljós, að Atlantshafsibandalagið ætti ekfci að leggja niður og fs- lendingar ættu ekki að segja sig úr því. En hins vegar ætti að hafa það sem sannara reyndist, þótt menn mættu ekki halda, að Íslendingar gætu einir verið án varna og menn yrðu að muna það hafa öryggi okkar fyrir öllu og tryggja fullveldið. Það gæt- um við ekki sjálfir og yrðum að leysa þann vanda með einum eða öðrum hætti. , Að lokum ræddi forsætisráð- herra um varnarliðið. Hann lagði á það áherzlu, að hér væri um sérstakt mál að ræða. Benti hann í upphafi á, að kanna bæri, hvort við teldum nægjanlegt öryggi okbar viljayfirlýsingu Atlants- hafsbandalagsins um ábyrgð á vörnum landsins. Sú hefði verið trú manna í fyrstu, en síðan hefðu menn breytt um skoðun töldu friðartíma ekki slíka, að hættandi væri á að treysta ein- ungis slíkri yfirlýsingu. Að visu væru síðan liðin mörg ár, en ráðherra sagðist enn minna á þingsályktun Efri-deildar Alþing is um Vietnamstríðið, þar sem deildin léti í ljós ugg um hættu á heimsstríði. Að vísu héldi Jónas Árnason því fram, að með þessu væri verið að biðja úlfinn að gæta lambanna, þar sem Bandaríkin eigi sök á Vietnamstríðinu, sagði forsætisráðherra, en hann taldi ekki reynslu íslendinga og ann- arra Evrópuþjóða sýna að Banda ríkin væri árásarþjóð. Þau dveld ust þvert á móti í Evrópu með herlið vegna þrábeiðni Evrópu- búa sjálfra. Það væri bamaskap- ur, ef við héldum, að hægt væri að rekja orsakir Vietnamstríðs- ins á svo einfaldan hátt, og væri raunar ljóst, að það væri ekki vegna árásarhneigðar Bandaríkj anna, sem þau hefðu flækzt inn í styrjöldina þar. fslendingar hefðu ekki aðra reynslu af Bandaríkjunum, en að þau stæðu við skuldbindingar sínar gagn- vart okkur og að þau hefðu aldrei látið kenna aflsmunar. Það væri staðreynd, sem Ólafur Jóhann- esson hafði bent á í sinni ræðu, að það hefðu verið fslendingar sjálfir, sem tóku ákvörðun um áframhaldandi dvöl herliðsins haustið 1956. Forsætisráðherra lagði á það ríka áherzlu, að ekki skyldi vera hér erlent herlið um alla fram- tíð, en hins vegar taldi hann, að fslendingar ættu að leggja fram sitt framiag til þess að öryggi og jafnvægi héldist. Dvöl hersins hér væri einn hluti þess og við hefðum hingað til talið hann nauðsynlegan, en vitanlega bæri að kanna það mál til fullr- ar hlítar nú. Það væri einnig rétt, sem Framsóknarmenn héldu fram, að Islendingar gætu tekið við störf um varnarliðsins og hægt væri að þjálfa menn til slíkra starfa. En það væri þá um að ræða hernaðarstörf og menn ættu að hafa þor til að nefna hlutina sín- um réttu nöfnum. Það mætti vel vera, að það væri tilvinnandi að framkvæma þessa hluti til þess að losna við herinn og rétt væri að athuga það mál, en menn yrðu þá líka að hafa hreinskilni til að játa, að hér væri um hem- aðarstörf að ræða. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra sagði í upphafi sinnar ræðu, að hann flytti þess skýrslu sumpart vegna tillögu Alþýðu- bandalagsmanna um slikan skýrsluflutning og sagði, að hann væri því fylgjandi, að meira samstarfs tækist milli þings og ráðherra um utanríkis- mál, enda mætti treysta því, að menn fjölluðu um hlutina af heil um hug. Þá rakti ráðherra þróun ís- lenzkra utanríkismála og aðdrag anda þess að íslendingar gengu í Atlantshafbandalagið og síðar hersetuna. Sagði ráðherra, að bandalagið hefði tryggt frið í Evrópu og komizt hefði á valda- jafnvægi fyrir tilstilli þess. Þá rakti hann aðdraganda Kór eustyrjaldarinnar, árás N-Kóreu á S-Kóreu og gagnráðstafana S. Þ. fslendingar hefðu stutt að- gerðir S.Þ. i S-Kóreu og svo hefði verið um mikinn meiri- hluta aðildarríkja S.Þ., en Banda ríkin hefðu haft forystu í að- gerðum fyrir hönd S.Þ. Kóreu- styrjöldin hefði orðið undirrót herverndarsamningsinjs við Bandaríkin. Þá rakti utanríkisráðherra þingsályktun Alþingis frá 28. marz 1956 um uppsögn varnar- saimningsins. Sagðist Emi'l þá hafa gegnt utanríkisráðherraem- bætti í forföllum Guðmundar í. Guðmundssonar og hafa rætt við J.F. Dulles um málið. Hefði ver- ið ákveðið að hefja samninga- viðræður og það verið gert, en atburðirnir í Ungverjalandi og aðrir atburðir hetfðu orðið til þess að samningaviðræðum var frestað. Síðan hefði vamarsamn- ingurinn ekki verið til umræðu á þeim .grundvelli að segja hon- um upp. Ástandið í heiminum væri ótryggt, stórorustur víða háðar og mætti þar sérstalklega nefna Vietnam. Þar væri sá neisti, sem gæti orðið að heims- ófriðarbáli ásamt löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs, en þar virtust stórátök geta borizt út, hvenær sem væri. Meðan þessi mál væru óleyst, taldi ráðherra, að bezt væri að vera við öllu búinn og sýni- legt væri, að varnarliðið á Kefla víkur flugvelli gæti haft úrslita þýðingu og kæmi þá varla til þess, að það fari burt. Ráðherra lét mjög skýrt í ljós, að ríkisstjórnin hefði ekki uppi neinar fyrirætlanir um að segja ísland úr Atlantshafsbandalaginu og taldi það sama gilda um vam arsamninginn við Bandaríkin. Ekki væri tími til uppsagnar nú, og ástandið í heiminum mætti mjög breytast til batnaðar áður en til þess kæmi. Því er ekki hægt að taka gilda þá fullyrð- ingu, að ástandið sé orðið það tryggt í Evrópu, að hersins sé ekki lengur þörf, þar sem víða sé ótryggt ástand annars staðar og geti það breiðst út. Að lokum sagði utanríkisráð- herra, að hann vildi minna á þá yfirlýsingu forsætisráðherra, að ríkisstjómin muni vinna að því að íslenzflcur maður eða menn yrðu sérmenntaðir til þess að geta skorið úr um, hvort varn arliðið væri þes megnugt að veita nokkurt viðnám, ef til átaba drægi. Jónas Árnason (K) sagði í ræðu sinni að skýrsla ráðherra hefði valdið sér vonbrigðum og ekkert nýtt hefði komið fram í henni. Hann sagði, að Sovét- ríkin væru nú orðin sáttasemj- ari í heiminum, en Bandaríkin ribbaldar og ógnuðu nú heims- friðnum. Þá ræddi hann um and spyrnu gegn Atlantshafsbanda- laginu og stakk að lokum upp á hlutiausu bandalagi Norður- landa og jafnvel allrar Evrópu. Ólafur Jóhannesson (F) lýsti því yfir fyrir hönd Framsókn- arflokksins, að hann teldi, að íslendingar ættu að vera í At- lantshafsbandalaginu. Sín skoð- un væri, að bandaliagið hefði tryggt frið í álfunni, og tekið við hlutverki S.Þ., en þær hafi ver- ið þess vanmegnugar. Þá sagði Ólafur, að Framsókn teldi fs- lendinga hafa sérstöðu og að fylgj ast ætti með málefnum banda- lagsins gaumgæfilega. Taka ætti til athugunar á sínum tíma, hvort við ættum að segja okk- ur úr bandalaginu, en rétt að benda á, að við ættum að taka mjög tillit til afstöðu frænda okkar Dana og Norðmanna. Væri þetta verkefni utanríkisnefndar. Um herinn sagði Ó'lafur, að Framsóknarflokkurinn teldi það ekki sjálfsagt að hér væri her, heldur hafi það verið nauð synlegt á sínum tíma, en nú sé kominn tími til að herinn fari af iandi brott. Minnti Ólafur á tillögur Fram sóknarmanna um, að herinn hverfi í áföngum á fjórum ár- um, en við störfum varnarliðs- Lög samþykkt ó Alþingi í gær FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um lán vegna framkvæmdaáætl- unar 1968 var afgreitt sem lög frá Alþingi í efri deild í gær með 13 samhljóða atkvæðum. Þá var einnig afgreidd sema lög heimild til handa ríkisstjórn inni til kaupa á hlutabréfum einkaaðilja í Áburðarverksmiðj- unni. Ennfremur var samþykkt breyting á lögum um stofnlána- deild landbúnaðarins og afgreitt sem lög frá Alþingi og sömu- leiðis frumvarp um verzlunarat- vinnu. t ne’ðri deild var samþykkt sala nokkurra jarða, svo og var afgreitt sem lög frá Alþingi mik- ill bálkur um vörumerki og ann- ar um bókhald. ins taki sérþjálfaðir íslending- ar. Einnig tók til máls Magnús Kjartansson (K) lagðist hann mjög gegn þátttöku okfkar í At- lantshafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins hér, en kvaðsf fagna ummælum forsætisráð- herra um, að rétt væri að fram færi gagmger rannsókn á þýð- ingu þessara hluta. - HÁTTSETTUR Framhald af bls. 1 gæzlusveit og starfaði við utan- ríkisráðuneytið, var myrtur af Tékkum, sem töldu hann bera ábyrgð á dauða Masaryks. Blaðið Zedemelske Moviny minnir á það í dag, að rétt eft- ir dauða Masaryks, hafi frönsk blöð birt fréttir, þar sem skýrt var frá því, að Masaryk hefði skrifað Stalin bréf þremur dög- um, áður en hann fannst lát- inn. f þessu bréfi á Masaryk að hafa borið fram kvartanir yfir því, að kommúnistar hefðu beitt bann blefckingum, að því er varð aði stjórnmálin innanlands. Zede melsbe Noviny lætur í ljós þá skoðun, að bréfið hafi leitt til þess, að Masaryk hafi látið lífið. „Var hann eitt af fyrstu fórmar- lömbum stalinistanna, eða voru það taugarnar, sem biluðu?“ spyr blaðið. Viðræður framundan við Páfagarð. Tveir tékkneskir biskupar kornu til Rómar flugleiðis frá Prag í dag og er ferð þeirra farin í undirbúningsskyni til þess að koma á beinum samn- ingaviðræðum milli baþólsku kirkjunnar og nýju kommún- istastjórnarinnar í Tékkóslóvakíu. Biskuparnir, sem skýra munu Páli páfa frá möguleikunum á auknu trúfrelsi fyrir tékkneska kaþólikba, létu í ljós bjartsýni um framtíð kirkjunnar í Tékkó slóvakíu. Þetta voru Frantisek Tomasek, fulltrúi páfagarðs í erkibiskupsdæminu Prag, en hann er nú starfandi yfirmað- ur kaþólsku kirkjunnar í land- inu og Ambroz Lazik, biskup í biskupsdæminu Trnava. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því, að þeir muni hitta að méli tékk- neska bardinálann Josef Beran og ræða um hugsanlega mögu- leiba á því, að hann snúi aftur til Téklkóslóvakíu. Hann var áð- ur yfirmaður kirkjunnar í Prag og ber enn erkibiskupstitil. Kardinálinn er 80 ára að aldri og fékk heimild til þess að fara til Rómar 1965. Hann er sagður fús til að snúa heim, eftir að samningaviðræður hafa farið fram milli stjórnarinnar í Tékkó slóvakíu og Páfagarðs. Tomasek biskup sagði í þess- ari viku í Prag, að stjórnin þar undir forystu Álexanders Dubc- eks, leiðtoga kommúnistaflokks- ins væri að hefjast handa um að hrinda í framkvæmd loforði sínu um að endurreisa trúfrelsi í Téklkóslóvakíu. Vilja óháða stefnu. Tékkneska stjórnin tjáði gagn rýnendum sínum í Sovétríkjun- um og öðrum Austur-Evrópu í dag, að hún sé ákveðin í því að halda óháð áfram leið sinni inn- an vébanda kommúnismans, þrátt fyrir utanaðkomandi við- leitni til þess að fá hana til þess að taka upp sömu stfefnu og valdhafamir í Kreml. í ritstjórnargrein í dagblaði tékkneska kommúnistaflokksins, Rude Pravo, sagði, að „það hefði verið sósíalismanum til tjóns að taba á vélrænan hátt upp sov- ézkar aðferðir og beita þeim í öðrum löndum.” „Enginn getur sagt neinum flokki eða landi, hver sé skylda þeirra í viðskiptum milli ríkja“, segir blaðið og er þar augsýni- lega að svara gagnrýni á tékk- neska kommúnistaflokkinn fyTÍr hina nýju frelsisstefnuskrá hans sem hefur vakið tortryggni í Moskvu og verið visað á bug af æðstu mönnum austurþýzkra kommúnista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.