Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 20.04.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. T ræðu þeirri, Benediktsson, forsætis- ráðherra, flutti í eldhúsdags- umræðunum á Alþingi fyrir nokkrum dögum, ræddi hann tillögu þá, sem nokkr- ir þingmenn úr Framsóknar- flokknum og Alþýðubanda- laginu hafa flutt um Víet- nammálið og meðferð Al- þingig á þeirri tillögu. For- sætisráðherra sagði m.a.: „í greinargerð (tillögunn- ar) var sagt, að tillögurnar væru í meginatriðum sniðn- ar eftir ályktun hollenzka þingsins frá því í ágúst 1967. Við samanburð á henni og tillögunum hér sézt þegar í stað, að þær yoru einmitt ólíkar í meginatriðum. Hol- lenzka ályktunin lýsti berum orðum ugg vegna baráttuað- ferðá beggja stríðsaðila í Víetnam og fór þess á leit, að Norður-Víetnammenn sýndu samningsvilja, jafn- framt því sem Bandaríkin hættu loftárásum á þá, alveg gagnstætt því sem í tillög- unum hér var gert ráð fyrir, þar sem ætlazt var til, að Bandaríkin tækju einhliða ákvörðun um stöðvun loft- árása þegar í stað og hinir sýndu samningsvilja ekki fyrr en loftárásum linnti. Loks var í tillögunum hér ekki minnzt á Genfarsam- kómulagið 1954, sem hol- lenzka ályktunin sagði að verða ætti samningsgrund- völlur“. Bjarni Benediktsson benti síðan á, að lágmarkskrafa væri, að rétt væri með farið úr því að vitnað væri í álykt- un Hollendinga, og sagði síðan: „Síðar buðust flutn- ingsmenn til þess að breyta tillögum sínum til samræm- is við það, sem hollenzka þingið hafði raunverulega samþykkt. Með þessu tilboði gerðu þeir mikla yfirbót og virtist þar með grundvöllur skapaður fyrir samþykkt til leiðbeiningar umboðsmönn- um íslands á alþjóða vett- vangi ,enda hefði með slíkri ályktun ekki verið gert upp á milli stríðsaðila, heldur farið bil beggja, og ályktun- in með öllu verið andstæð einhliða málflutningi komm- únista hér og annars staðar“. Loks sagði Bjarni Bene- diktsson um þetta mál: „Áður en tími ynnist til afgreiðslu málsins á þessum grundvelli, gerbreyttist að- staðan. í hinni hollenzku ályktun var gert ráð fyrir því, að hernaðaraðgerðir í Víetnam væru enn að breið- ast út og ályktunin einmitt samþykkt af því tilefni. Eftir ræðu Johnsons Bandaríkja- forseta hafa hernaðaraðgerð- ir hins vegar dregizt saman og samningaundirbúningur hafizt. Nú væri fjarstæða að miða ályktun við annað en þessa breyttu stöðu, eins og ég jafnskjótt tjáði Lúðvík Jósepssyni Á þetta vildi hann þá þegar lítt hlusta og hann og félagar hans hafa síðan gert þessa ábendingu að árásarefni á mig. Af þessu er ljóst, að í raun og veru hefur ekki vakað fyrir þeim að veita umboðsmönnum okkar leiðbeiningu um ákvörðun í mjög vandasömu máli, heldur eru þar annar- legar ástæður að verki“. „HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER" ú eru nær þrjár vikur síð- an Johnson forseti flutti hina eftirminnilegu ræðu sína, þar sem hann lýsti yfir því, að loftárásir á Norður- Víetnam hefðu verið stöðvað ar að mestu og að Banda- ríkin væru reiðubúin til samningaviðræðna við Norð,- ur-Víetnama. Nokkrum dög- um síðar lýsti ríkisstjóm Norður-Víetnam yfir því, að hún væri reiðubúin til þess að hefja viðræður við Banda ríkin um algjöra stöðvun Ioftárása og í kjölfar sam- komulags um slíkt mundi vera hægt að ræða um frið í Víetnam. Nær þremur vikum eftir þessa atburði hafa þessir tveir aðilar ekki enn náð samkomu lagi um fundarstað, þar sem >essar viðræður geti farið fram. Hafa þó fjölmargar höfuðborgir í nær öllum heimsálfum verið nefndar af hálfu deiluaðila, en af ein hverjum ástæðum gengur >eim illa að koma sér saman. Ástæða er til þess að vekja athygli á margítrekuðum yf- irlýsingum Bandaríkjafor- seta og Bandaríkjastjórnar >ess efnis, að Bandaríkin væru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kommún- ista í Víetnam „hvar sem væri og hvenær sem væri“, aðeins ef þeir vildu taka í útrétta hönd Bandaríkja- stjórnar. Sá furðulegi skollaleikur, AFSTAÐAN TIL VIETNAM sem Bjarni Marlon Brando hættir kvikmyndaleik hvernig hann hyggst reyna að verða að liði í baráttunni um jafnrétti kynþáttanna. — helgar sig jafnréttisbar- áttunni í Bandaríkjunum MARLON Brando, kvik- myndaleikarinn frægi, hefur tilkynnt með pomp og pragt, að hann hyggist leggja kvik- myndaleik á hilluna innan tíðar til að helga sig jafn- réttindabaráttu bandaríslkra svertingja. Sagði Brando, að hann hefði ákveðið að hætta við leik sinn í myndinni „The Arrangement" undir stjórn leikstjórans Elia Kaz- an, en taka þeirrar myndar átti að hefjast á næstunni. Brando sagði ,að með góðu móti væri ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Vandamál- in sem landar hans svartir horfðust í augu við, væru svo brýn og aðkallandi, að hann gæti ekki setið aðgerð? arlaus hjá. Þá lýsti leikarinn því yfir, að hann mundi gefa út ítarlega áætlun um fram- tíðarfyrirætlanir sínar innan skamms, og mundi þar birt Marlon Brando 150 ára afmæli Vin ies ÞANN 6. apríl voru 150 ár liðin frá fæðingu norska skáldsins og blaðamannsins Aasmund Olavsson Vinje. Þess var víða minnzt í Noregi, en aðalhátíðahöldin fara fram síðar, og t.d. mun rithöfundurinn Tarjei Vesaas flytja ræðu um Vinje í há- tíðasal Oslóarháskóla þann 28. apríl. Margvíslegur ann- ar sómi hefur minningu Vinje verið sýndur. Ritstörf Vinjes voru fjöl- skrúðug, hann lagði sig í líma við að vekja almenning til umhugsunar um ýmis mál, gagnrýna og upplýsa. En framar öðru var hann nátt- úruskáld. Hann orti hug- næm ijóð um fegurð norsku fjallanna og því er hann í Aasmund O. Vinje margra hugum fyrst og fremst rómantíker. En sann- leikurinn er reyndar sá, að hann var flestum samtíðar- mönnum sínum meiri raun- sæismaður. Meðan hann lifði var hann þó þekktastur sem blaðamaður. Á löngum blaða mannsferli sínum hafði hann víðtækari áhrif en flestir aðrir. Hann sneri við öllurn viðteknum venjum um blaða mennsku og útlit blaða og má segja, að nútíma blaða- mennska standi í verulegri þakkarskuld við hann. Þegar minnzt er 150 ára af- mælis hans er vert að hafa í huga, að skoðanir hans og boðskapur er ekki að ástæðu lausu í heiðri haft, þar sem flest af því sem hann sagði og skrifaði er enn jafn tíma- bært og raunhæft og meðan hann var uppi. Hanoi stjórn vítir Banda- ríkjamenn ffyrir svik Hanoi, New York, 17. apríl. AP — NTB. BLAÐ Hanoi-stjórnarinnar, Nha Dan, ítrekaði í gær þá kröfu N- Víetnam-stjórnar, að Bandaríkja menn fallist á Varsjá sem fund- arstað fyrir undirbúningsvi’ðræð- ur um Víetnam-styrjöldina. Einn ig er mótmælt auknum loftárás- um á N-Víetnam síðustu daga. Blaðið segir, að Bandaríkja- menn verði einir að bera ábyrgð- ina ef þeir sýna þá sviksemi að neita að sætta sig við Varsjá eða Phom Penh sem fundarstað. Þá eru Bandaríkjamenn ásakaðir fyrir síendurteknar blekkingar og sé nú hálfur mánuður liðinn sfðan Johnson Bandaríkjaforseti hafi lýst því yfir, að hann væri reiðubúinn að senda fulltrúa sína til samningaviðræðna hvénær og hvert sem væri. Þó hefðu Bandaríkjamenn neitað að fall- ast á þá tvo staði sem N-Víet- namar hefðu stungið upp á. I Hanoi-útvarpinu var í gær lesið upp svar Bandaríkjastjórn- ar þar sem tillögum N-Víetnama er hafnað. Ekki var minnzt á þær uppástungur Bandaríkja- manna að einhverjum fimm eftir talinna borga yrði valin sem fundarstaður, þ.e. Genf, Vienti- ane, Djakarta, Rangoon og Nýju Delhi. Samkvæmt NTB-frétt í gær- kvöldi mun U Thant aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafa borið fram tillögu um fundarstað, sem bæði N-Vietnamar og Banda- ríkjamenn gætu fallizt á. Ekki hefur verið látið uppskátt um, hvar staðurinn er. Bandarískur blaðamaður skýrir frá N-Víetnam-dvöi Bandarískur blaðamaður, Charles Collingwood, sem er ný- kominn til Bandaríkjanna frá N-Víetnam, sagði í gærkvöldi, að Hanoi-stjórnin mundi ekki hætta samningaviðræðum við Banda- ríkjastjórn, ef þær á annað borð kæmust í kring. Collingwood sagðist hafa þetta eftir háttsett- um embættismanni Hanoi-stjórn- arinnar. Collingwood er fyrsti bandaríski sjónvarpsfréttamaður inn, sem fær leyfi til að heim- sækja N-Víetnam, síðan styrjöld- in hófst. Hann sagði, að viðræð- urnar yrðu efalaust flóknar og erfiðar og oft mundi litlu muna, að upp úr slitnaði með aðilum. Collingwood kvaðst hafa átt við- ræðu við Phan van Dong, for- sætisráðherra, og hefði hann sýnt takmarkaða bjartsýni á árangri samningavi'ðræðna. Að lokum sagði Collingwood, að í Hanoi hvíldi mikil leynd yfir heilsufari Ho Chi Minh, for- seta, og væru menn almennt þeirrar skoðunar, að hann gerð- ist nú maður gamall og sjúkur. sem nú virðist vera leikinn í sarnbandi við val á fundar- stað fyrir þessi fundarhöld eru í engu samræmi við þess ar ítrekuðu yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar og Banda ríkjaforseta á undanförnum árum ,og er þess nú að vænta að þessum skollaleik linni og aðilar komi sér sam- an um hvar þeir vilji setjast að samningaborði og verða Bandaríkin auðvitað að standa við marggefnar yfir- lýsingar um það, að þau séu reiðubúin til viðræðna „hvar sem er og hvenær sem er“-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.