Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1968 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Eigin spor og annarra Halldóra B. Björnsson: VIÐ SANDA. 86 bls. Helgafell. Rvík 1968. f ÞAÐ brennur fyrir brjóstinu á margri skáldkonunni, hversu körlum hefur verið gert hærra undir höfði en konum í veröld- inni. Halldóra B. Björnsson er ein þeirra. í Hljómskálagarðin- um 17. júní heitir eitt kvæði hennar. Skáldkonan gengur framhjá styttu Bertels Thorvald sens. Á fótstallinum stendur, að hann sé „að faðerni kominn/af gömlum íslenzkum ættum“. En hvað um móðernið? Halldóra kveður: Svo ört bar mig hjá að ekki varð lesið hvað aftan á steininum var. Mundi eitthvað um móðurættina meitlað þar? Sé hlutskipti konunnar lak- ara en karlmannsins, mætti raunar kveðja þessa bók Hall- dóru til vitnis um það. Sem skáld er Halldóra körlum háð. Ég drep hér á fáein dæmi. í skjóli Skarðsheiðar heitir eitt Ijóðið. Ekki sé ég betur en þar sé farið í smiðju til Þor- steins frá Hamri. Hátíðarljóð heitir annað og ber keim af Steini Steinarr, svo ekki verður um villzt. Bragarhátturinn er Steins og einmitt sú ljóðlínu- lengd, sem Steinn viðhafði, þeg ar hann orti um efni eins og það, sem Halldóra kveður um í þessu ljóði sínu. Hugmynda- tengslin leyna sér ekki heldur. i „Jón Sigurðsson, forseti, stand mynd, sem steypt er í eyr“. Þannig yrkir Steinn. En kvæði Halldóru endar á þessum orð- um: „Og forsetinn hangir nú þar sem grásleppan var“. Kosningafundur heitir eitt ljóð Halldóru og minnir ekki lítið á Dag Sigurðarson, "það er að segja hinn fjarstæði encjjr þess. Þá má nefna Ijóðið Kall sat undir kletti. Aðeins er hugsan- legt, að Halldóra hefði ort það, þó krvæði Davíðs, Á Dökkumið- um, væri ekki til. Engan veginir fer þó hjá ,að kvæði Halldóru minni mann á það kvæði Davíðs. og bragarhátturinn er sá sami í þeim báðum. Hvor tveggja eru líka með þjóðkvæðasniði. Halldóra hefur semsé leitað í I ýmsar áttir til fanga. Hvert ' þeirra skálda, sem ég hef nefnt : hér, yrkja (eða ortu) persónu- j lega. Hvert þeirra á sinn stíl, sem greinir þau frá öðrum skáldum. Áhrifin frá þeim verða Halldóru ekki til brautargengis. í hennar kveðskap verða raddir þeirra hjáróma. Tökum sem dæmi hinar löngu ljóðlínur Steins. Steinn notaði þær til að ná tilteknum blæ- brigðum. Með þeim varð ádeila hans eins og sígandi, en óstöðv- andi alda. Steinn var oft neyð- arlegur, en aldrei grófur. Halldóra ræður ekki við hin- ar löngu ljóðlínur Steins. Hún j missir úr þeim botninn. .. þar j sem grásleppan var“. Það er of- ur vandræðaleg niðurstaða í kvæði, einkum síðasta orðið, j sem er þarna hreint og beint hallærislegt, bæði með hliðsjón af hugmynd og hrynjandi. Halldóra skiptir bók sinni í ; fimm kafla. Helztu yrkisefni ; hennar eru stjórnmál, áistir karla og kvenna, börn, hlut- j skipti konunnar. Ég tel yrkisefn j in hér í þeirri röð, sem mér } finnst þau nýtast skáldkonunni, fyrst þau, sem henni tekst lak- ast við, en síðast hin, sem hún ræður bezt við. Ljóð Halldóru, þau sem fjalla um stjórnmál, eru gersamlega hrá. Eitt heitir Morgunbæn í Hvalfirði. Þar er t.d. þetta er- indi: Forfeður okkar afar og ömmur áttu landið með öðrum hætti en við þau gengu um það þreyttum fótum köldum fótum og kalsárum höltum fótum og holdsveikum léttum fótum og lipurtám og landið áttu þau. Þessi tilbeiðsla eymdarinnar er óneitanlega skrýtin heim- speki. En hún er ekki ný. Hall- dóra fann hana ekki upp. Skír- skotunin er, satt að segja, marg- þvæld. Pólitísk slagorð eru alla jafna fundin upp af ákaflega óskáld- legum mönnum. Skáld þarf því að vera gætt meir en litlu hug- myndaflugi til að breyta þeim í frumlegan skáldskap. Halldóru tekst það ekki. Og það er ekki von. Meiri skáld hafa glímt við sömu þraut og mistekizt. Ástarkvæði Halldóru eru bæði hugtækari og betur kveðin. Ég nefni ljóðið Trygglynd kona. Það er um konu ,sem „hengdi - ÖLYMPÍUNEFND Framhald af bls. 1 orðið á stefnu stjórnar Suður- Afríku. Leiddi þessi endurskoð- un til þess að Alþjóða Olympíu- nefndin, sem í eiga sæti 71 full- trúi, greiddi atkvæði um það hvort bjóða bseri Suður-Afríku aðild að leikunum í Mexíkó í haust. Atkvæði voru greidd bréflega, og var atkvæða- greiðslan leynileg. Úrslit urðu þau að samþykkt var með 38 atkvæðum gegn 28 að veita Suður-Afriku fulla aðild á ný. Eftir að ákvörðun Alþjóða Olympíunefndarinnar var kunn gerð, tók fljótlega að bera á óánægju, aðalllega meðal þjóöa Afríku, og hótuðu margar þess- ara þjóða að hætta við þátttöku ef Suður-Afríka sendi sveit til Olympíuleikanna. Ekki er vitað með vissu hve mörg ríki hafa hótað að hunza leikina í Mexí- kó, en þeirra á meðal eru Sovét- ríkin. Ljóst var að ef ekkert yrði frekar gert í þessu máli, yrði ekki um raunverulega Olympíu- leiki að ræ'ða í Mexíkó. Ákvað því Avery Brundage, forseti Alþjóða Olymíunefndarinnar, að boða framkvæmdaráðið til fund ar í Lausanne í Sviss um helg- ina. Brundage, sem er banda- rískur, fór fyrir fundinn til Suð- ur-Afríku og ræddi málið við fulltrúa Olympíunefndar lands- ins, en kom til Lausanne á laug- ardag. Er talið að samþykkt framkvæmdaráðsins, sem gerð var samhljóða, sé ósigur fyrir Brundage, því hann hefur til ást sína á hæsta gálga“, svo hún gæti fyrirgefið eiginmanninum, sem hélt framhjá henni. Það er ihiti og tilfinning í því ljóði. Hins vegar er það full úthverft, opinskátt, og missir að hálfu leyti marks fyrir bragðið. Hall- dóra bregður ekki dul yfir yrkis efni sín. Og lipurt kveður hún ekki heldur. Hið fyrr talda er nokkuð, sem ber að sakna. Hið síðar talda kemur ekki svo mjög að sök, að minnsta kosti þegar hún yrkir sem frumlegast. Stirð kveðandi sýnist þá fara henni ekki sem verst, rétt eins og breiðir drættir kunna að fara vel í málverki. Halldóra yrkir um ástir. Hún kveður líka um börn. Og kvæði, sem hún kveður um börn, eru líka hálfgerð ástarkvæði, ef til vill hennar beztu ástarkvæði: Helga litla hcyrðu mér háttaðu í vöggu þína meðan inn um gluggans gler gullnar stjörnur skína. Svona byrjar kvæðið um hana Helgu litlu. Frumlegt er það svo sem ekki. En vel er það kveðið. Og svo er það kvæði, sem heit ir: Og þá rigndi blómum. Það fjallar um skáldkonuna, serri er jafnframt bara kona. Kjörum þeirrar tvíeinu kvenpersónu er heldur betur misskipt. Skáldkon an yrkir ljóð, sem lifa. En kon- an eldar mat og stoppar í sokka. Og enginn man eftir því: En síðan ég hvarí þeim er leitað að ljóðum og bögum með langsóttri nákvæmni, sérhvert blaðsnifsi kroppað, en forðast að nefna þau ókjör af eldunardögum og yfirtaks firn af böslum sem ég hef stoppað. Svona endar þetta stutta kvæði. Sé það ekki bezta kvæð- ið í bók Halldóru, er það að minnsta kosti hugtækast þeirra. Því er nú mál að nefna ekki fleiri kvæði, heldur láta hér staðar numið. Frlendur Jónsson. þessa verið málsvari Suður- Afríku. SAMKOMULAG ERFITT Framkvæmdará’ð Alþjóða Olympíunefndarinnar er skipað níu fulltrúum, og virðist aug- ljóst að erfitt hefur verið að komast að samkomulagi um af- stöðuna til Suður-Afríku. Boðað- ur hafði verið fundur með fréttamönnum í Lausanne á sunnudag, en fundurinn hófst þremur klukkustundum seinna en boðað hafði verið. Skýríi Brundage fréttamönnum frá á- kvörðun framkvæmdaráðsins og sagði m.a.: „Með tilliti til upplýsinga, sem framkvæmdaráðinu hefur borizt um alþjóðaálit á þessu máli, eí það einróma skoðun ráðsins að það væri mjög óvit- urlegt af Suður-Afríku að taka þátt í leikunum.“ Af þessum sökum sag'ði Brundage að ráðið hefði snúið sér til fulltrúanna í Alþjóða Olympíunefndinni, og óskað þess að þeir greiddu at- kvæði á ný um það hvort Suð- ur-Afríku skuli boðin þátttaka í leikunum. Var samþykkt að senda öllum fulltrúunum sím- skeyti og óska eftir atkvæðum þeirra bréflega hið fyrsta. Aðspurður hvort hann væri óánægður méð afstöðu fram- kvæmdanefndarinnar, svaraði Brundage: „Alþjóða Olympíu- nefndin óskar eftir því að æska heimsins komi til leikanna. En framkvæmdaráðið ákvað með tilliti til ríkjandi ástands að óheppilegt væri að bjóða Suð- Örn B. Jónsson og Gunnlaugur Magnússon. Myndin er tekin þegar þeir afhentu fjárhæðina. Söfnuöu 57,800 kr. í Verzlunarskólanum — vegna sióslysanna NEMENDAFÉLAG Verzlunar- skólans afhenti Mbl. í gær 57.800 krónur til sjóslysasöfnunarinnar og var þessu fé safnað meðal nemenda skólans. Við áttum stutt viðtal við tvo stjórnarmenn Nemendafélagsins, þegar þeir af- hentu fjárhæðina, þá Örn B. Jónsson, forseta Nemendafélags- ins og Gunnlaug Magnússon fé- hirði. — Það voru uppi raddir í skól- anum að safna fé vegna sjóslys- anna, eins og þegar við stóðum fyrir fjársöfnun vegna Herferð- ar gegn hungri, en þá var safn- að nálægt 50 þúsund krónum. Var ákveðið að Nemendafélag skólans gengist fyrir söfnuninni og hófst hún um miðjan marz. Við útbjuggum kort, sem kvitt- un fyrir hundrað krónum og dreifðum þeim meðal nemenda. Söfnunin stóð í rúman mánuð og söfnuðust 57.800 krónur. — Við spurðum þá að því, hvort ekki hefði verið umfangs- mikið að vinna við þetta ekki sízt þegar þess er gætt, að próf um er u.þ.b. að ljúka. — Jú, þetta var náttúrlega töluverð vinna og umstang að taka á móti framlögum, en slikt taldi enginn eftir sér og við vonum að þetta framlag nem- enda verði að einhverju liði. Við þökkum kærlega þessum góðu drengjum, sem sýndu svo mikla ræktarsemi bágstöddum fjölskyldum. Stjórn Nemendafé- lags Verzlunarskóla íslands er þannig skipuð: Örn B. Jónsson, forseti, Gunnlaugur Magnússon, féhirðir, Þór Valdimarsson, for- maður málfundafélags, Þorsteinn Haraldsson, ritstjóri Viljans, blaðs nemenda og Ari Berg- mann Einarsson, formaður skemmtinefndar. ur-Afríku.“ Hann var þá spurð- ur hvort hann hefði aðvarað Súður-Afrísku Olympíunefndina við hugsanlegum úrslitum fram- kvæmdaráðsfundarins, þegar hann fór til Suður-Afríku í fyrri viku. Svaraði hann því til að hann hefði skýrt þeim frá því að fundur hefði verið boðaður í framkvæmdaráðinu, en ekki getað sagt fyrir um úrslitin. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ bætti hann við. Taldi hann að ákvörðun framkvæmdará'ðsins yrði mikið áfall fyrir Olympíu- nefnd Suður-Afríku, en kvaðst ekkert geta sagt um þátttöku Suður-Afríku í Olympíuleikun- um í framtíðinni. „Verkefni Al- þjóða Olympíunefndarinnar er að safna saman æsku heimsins til drengilegrar keppni á jafn- réttisgrundvelli, og við vonum að hún geti öll komið til okk- ar.“ MÓTMÆLI í S-AFRtKU Frank Braun, formaður Olympíunefndar Suður-Afríku, ræddi við fréttamenn í Jóhann- esarborg í dag um ákvörðun framkvæmdará'ðsins. Sagði hann að þessi ákvörðun væri vægast sagt mjög einkennileg. „Hér er í rauninni um að ræða fyrirmæli til fulltrúa í Alþjóða Oljrmpíu- nefndinni um að greiða atkvæði gegn Suður-Áfríku,“ sagði Braun. „Það er brot á reglum nefndarinnar. Engin trygging er fyrir því að atkvæðagreiðsl- an verði leynileg. Atkvæða- grefðslan í febrúar var leyni- leg, og ef breyta á ákvörðuninni sem þá var tekin, er það ein- ungis heimilt á þingi, þar sem Suður-Afríka á fulltrúa. Við fá- um ekkert tækifæri til að halda uppi vörnum." Boðað hefur verið til ráð- stefnu íþróttaleiðtoga Suður- Afríku á morgun, þriðjudag, og verður ákvörðun framkvæmda- ráðs CIO þar til umræðu. Seg- ir Braun að víst sé að Suður- Afríka hætti ekki af frjálsum vilja við þátttöku í leikunum í Mexíkó. „Við munum halda á- fram að berjast. Ljóst er af því hve fundurinn í Lausanne dróst á langinn að nokkrir fulltrúanna í framkvæmdaráðinu hafa hald- ið uppi öflugum vörnum fyrir okkur.“ Reg Honey, sem verið hefur fulltrúi Suður-Afríku í Alþjóða Olympíunefndinni undanfarin 22 ár, skoraði í dag á alla aðra full- trúa nefndarinnar að segja sig úr henni, og kvaðst ekki leng- ur bera traust til framkvæmda- ráðsins. Sagði Honey að ákvödð- un ráðsins væri ólögmæt og sið- laus. Kemur þetta fram í sím- skeyti, sem Honey sendi öllum fulltrúum í nefndinni. Segir hann þar m.a.: „Mótmæli harðlega ólögmætri og siðlausri tillögu fram- kvæmdaráðsins. Legg tii að þar sem Mexíkó viðurkennir að ekki verði unnt að tryggja grein 1 um að ekki skuli beita kyn- þáttamismunun á leikunum og að Mexíkó geti ekki tryggt ör- yggi keppenda, verði þegar í sta'ð afturkallað boð um að leik- irnir verði haldnir þar. Sjálfur ber ég ekki lengur neitt traust til framkvæmdaráðsins og legg til að allir fulltrúar segi sig úr Alþjóða Olympíunefndinni. Þetta símskeyti er sent öllum fulltirú- um í CIO og hvetur þá til að fordæma ákvörðun framkvæmda ráðsins og mótmæla svikum við meginreglur Olympíuleikanna." ♦ Ákvörðun framkvæmdaráðsins hefur verið misjafnlega tekið. Japan og Ítalía hafa þegar til- kynnt samstöðu með ákvörðun- inni. Fulltrúar Malaysíu hafa lýst því yfir að þeir muni falla frá fyrri ákvör'ðun um að hætta við þátttöku, ef tillaga fram- kvæmdaráðsins verður sam- þykkt. Formaður Olympíu- nefndar Nýja Sjálands, Lance Cross, hefur hins vegar látið í ljós ótta við samþykkt tillög- unnar. Segir hann að með sam- þykkt tillögunnar væri Alþjóða Olympíunefndin að viðurkenna að unnt væri að beita hana póli- tískum kúgunum. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.