Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL 1968 13 — Almannavarnir Framh. af bls. 13 ara sínum, 6. þ.m. um rógsiðju. ,,Rabb“ Gísla ber óneitanlega nokkurn vott slíkra tilhneiginga. Ráðist er fram á ritvöllinn og slengt fram staðhæfingum og leitað lags til að læða inn tor- tryggni, án þess að hafa kynnt sér málin hið minnsta. Að koma af fjöllum, eða eins og út úr hól, en spara þó ekki svigur- mælin, er kannski ekki einstakt í þessu tilfellL „Almannavarnir á fslandi fólgn ar í einhverju viðvörunarkerfi, sem ekki er þó komið til lands- ins“, segir greinarhöfundur. Hér er átt við viðvörunarkerfi, sem ætlað er að setja upp í Reykja- vík. Slíkt þykir sjálfsögð ráð- stöfun í stærra þéttbýli a.m.k. á Vesturlöndum. Viðvörunarkerfi þetta kom til landsins nú, s.l. áramót. Könnun á skýlisrými í húsum í Reykjavík, hefir farið fram, og er þannig vitað hvar slíkt húsnæði er að finna. Samskonar könnun hefir og verið gerð í Kópavogi, en Hafnarfjarðarbær hafnaði boði skrifstofunnar um slíka könnun. Skemman í Reykjahlíð í Mos- fellssveit er birgðageymsla Al- mannavarnanefndar Reykjavík- ur fyrst og fremst. Þangað hafa nú verið fluttar allar birgðir, sem Loftvarnanefnd Reykjavík- ur aflaði á árunum 1952—1956, sem og það, sem bætzt hefir við síðan. Vamingur þessi var áður geymdur á fleiri stöðum í borg- inni, við meiri og minni óhag- kvæm skilyrði. Skipulags- og gatnagerðargjald fyrir byggingu þessa var greitt til viðkomandi hreppsfélags í maí 1966. Umferðaræðar út úr borginni, þar á meðal brýr yfir Elliðaár hafa að sjálfsögðu afgerandi þýð ingu fyrir borgarsvæðið, ekki bara til flutninga úr birgðar- geymslunni. Verkefnið er hins- vegar heldur veigamikið, miðað við núgildandi fjárlög. Það dett- ur víst heldur engum í hug, sem eitthvað þekkja til þessara mála, að almannavarnir ráði slíkum málum til lykta. Um flóðið við Selfoss, fyrir- hleðslur þar og víðar á vatna- svæði Hvítár og Ölfusár gildir það sama. Frá sjónarmiði almann avarna er hér vissulega um mik- ilsvert mál að ræða, en eigi að fjalla um það innan ramma laga um almannavarnir, verður að fjalla um það á lögformlegan hátt í samvinnu við almanna- varnanefndir viðkomandi sveit- arfélaga. Þær nefndir hafa enn ekki verið stofnaðar. „Hér í Reykjavík, verðum við að horfast í augu við það, að vatnsbólin geti mengast", segir Gísli enn í grein sinni. Þetta er sjálfsagt þörf áminning, en henn á bara ekki að beina til for- stöðumanns almannavarna, held ur til þessara aðila: Borgaryfir- völd Reykjavíkur, heilbrigðisyf- irvöld Reykjavíkur og eða land læknir. Um truflanir á raforku- framleiðslu gegnir sama máli. Það á ekki aðeins við um flóða- hættu eða hraunrennsli við Ell- iðarár, heldur gæti það átt við um sjálf orkuverin. Athygli raf- orkumálastjórnarinnar hefir ver ið vakin á mikilvægi vara-afl- stöðva í sambandi við raforku' framkvæmdir í landinu- Ef raf- orka bregst lengri eða skemmri tíma, slökkna ljósin víst æði víða í meira en einum skilningi. Hvað um atvinnulífið? Hvað um hit- ann í híbýlum manna? Hvað um svo mikilvægt tæki sem Ríkis- útvarpið? þar skortir líka vara- aflstöðvar. Forstöðumanni alman avarna verður vart legið á hálsi þó hann telji vonlaust að ráða stórmálum sem þessum til lykta. Fjárveitingavaldið þarf a. m. k. að breyta afstöðu sinni _ veru- lega ef svo ætti að vera. Ábend- ingar verða því að nægja, og reynslan að skera úr um hvern árangu.r það ber. Að síðustu þetta. AUir sem hugleiða þau mál sem lögin fella undir almannavarnir, sem og önn ur öryggismál, hljóta að gera sér grein fyrir hve víðtæk þau eru og margþætt. Þau eru og mörg hver nýmæli í okkar þjóð- félagsbyggingu, en þessi mál geta jafnframt verið hin mikilvægustu Umræður um þau á opinberunu vettvangi eru æskileg, enda sé þá um þau fjallað á hlutlægan hátt, og af þeim sem telja þess ómaksins vert að kynna sér þau Það á jafnt við um blaðaskrif og spurningar blaðamanna í sjón varpssal. SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ Sumarfagnaður félagsins verður í Átthagasal Hótel Sögu síðasta vetrardag kl. 830. Snæbjörg Snæbjamar syngur. Dans fram eftir nóttu. Fagnið sumri og mætið vel. STJÓRNIN. Flugmenn og skipstjórnarmenn: Finnið hvar þið eru staddir, á landi, í flugvél eða á skipi, með því að mæla sól, tungl, plánetur eða stjörnur. Aðeins samlagning og frádráttur. — Allir skilja aðferð- irnar á nokkrum tímum. Ekki þarf að þekkja stjörnur þær, sem mældar eru. Fyrst er sýnt hvernig breidd og lengd athugara finnst með aðeins einni mælingu. — Ekki þarf að þekkja ágizkaðan stað. Sendi skólann í pósti hvert sem er. Svara bréfum og útskýri nánar eftir óskað er. Sendið 240 kr. (fullt gjald) og skólinn kemur með næstu póstferð. Jónas S. Þorsteinsson verl., skipstj., loft.sigl.fr. Kleppsvegi 42, Rvk. P.S. Þeir sem eiga „STJÖRNUFRÆÐI GERÐ AUÐSKILIN“, burfa ekki þennan skóla. Skolphreinsun úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar- • hringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. Rörverk sími 81617. VARAHLUTIR NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA —1 « KB. KRISTJÁNSSDN H.F. U M B 0 fl Ifl SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 GO NEMENDASAMBMID KVEIASKÓEANS í REYKJAVÍK heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 23. apríl kl. 9 síðdegis í Leikhúskjallaranum. Nýr umferðarþáttur. Pétur Sveinbjarnarson kynnir hægri umferð. Frú Anne Marie Schram sýnir handsnyrtingu. Fjölmennið. STJÓRNIN. Viðskipt af ra^ðisi gu r með nokkurra ára starfsreynslu óskar eftir atvinnu sem fyrst. Tilboð merkt: „8563“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 1. maí. Atvinna Viljum ráða tvær saumastúlkur nú þegar. Aðeins vanar sfúlkur við saumaskap koma til greina. , TÖSKUGERÐIN, Templarasundi 3, sími 12567. VALE VALE f VALE Notið lyftara, vegna þessa að arðurinn verður meiri með aukinni hagræðingu Notið VALE lyftara, vegna þess að með betri lyftara, verður arðurinn enn meiri Leitið upplýsinga og vér munum aðstoða yður við val á frvi tæki, sem hentar yðar aðstæðum G.Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 Simi 24250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.