Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 Jón Hallvarðsson hæstaréttarlögmaður 16. maí 1899 að Hítarnesi í Kol- KOMIÐ þið að Seljum, þar er yndislegt að vera, að ganga með sjónum og horfa á Skutulsey og annað umhverfi þar. Þannig mælti Jón Hallvarðs- son síðast, er hann bauð okk- ur hjónum að koma með sér að Seljum 16. maí n.k. Mál- smekkur hans var sá, að orðið yndi og yndislegt mátti ekki nota, nema um væri að ræða alveg sérstaka hluti eða atvik. Hinn trygglyndi tilfinningamað- ur var mikið átthaga bundinn, hann sagðist fara á Mýrar og Snæfellsnes til að leita sér styrks og andlegrar hressingar. í Skutulsey á Mýrum sleit hann barnsskónum, Selja í sömu sveit keypti hann 1948, en á Snæfells- nesi var hann æksuár sín og síð- ar sýslumaður. Ár er síðan hann sagði að á Seljum kysi hann helst að enda sina daga. Þessi ósk var honum veitt. Á skírdag fór hann að Seljum hress og glaður til að eyða þar páskafríi sínu, á laugardag fyr- ir páska hnígur hann örendur af steini er hann hafði sezt á, á göngu sinni með fram fjörunni, en þaðan sást vel til Skutuls- eyjar. beinsstaðahreppi, foreldrar hans voru hjónin Hallvarður Einvarðs son, Einarssonar bónda í Hít- arnesi og Sigríður Jónsdóttir bónda á Skiphyl, Jónssonar. Litlu eftir fæðingu Jóns flytj- ast hjónin að Skutulsey í Hraun hreppi, en 1912 að Fáskrúðs- bakka í Miklaholtshreppi, en seint á því ári dó faðir hans. Nú ,stóð ekkjan uppi ein með börnin á aldrinum frá % árs og til fermingaraldurs, en bú bænda á þeim árum voru yfir- leitt ekki stór. Hin gáfaða kona hefur snemma fundið hvað í börnum hennar bjó, þess vegna fékk hún mann til að standa fyrir búi með sér, heldur en binda synina heima yfir búinu, með því gat hún bezt veitt þeim frelsi, er þurfti til að svala fróð leiks- og menntaþrá þeirra. En lítið bú gat ekki veitt þeim þá aðstoð sem til þurfti, þess vegna var hlutur þeirra sjálfra óvenju mikill og sérstæður, því þeir urðu að vinna hörðum hönd um til sjós og lands fyrir uppi- haldi og námskostnaði sínum, þó að þeir hefðu alltaf athvarf hjá sinni góðu móður, og stuðning eftir því sem hennar ástæður leyfðu. Auk Jóns, voru börn Sigríð- ar. Einvarður cand, phil. skrif- stofustjóri í Landsbankanum, Jónatan hæstaréttardómari, Sig- urjón skrifstofustjóri á lögreglu- skrifstofunni, Guðbjörg starfar á skrifstofu í Reykjavík, Hulda húsfrú í Reykjavík og Kristján bifreiðastjóri hjá strætisvögnum Reykjavíkur, en áður hafa lát- izt Ásdís og Kristján. Jón varð stúdent 1920 candidat í lögum með 1. eink. 1925, hæst- ur 6 candidata er luku prófi það ár. Fyrst í stað fékkst hann við lögfræðistörf hér í borg. 1932 var hann settur um tíma sýslu- maður í Barðastrandasýslu, upp frá því fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum til 1937 að hann var skipaður sýslumaður Snæ- fellinga og gegndi því í nokkur ár. Þá var Jón og starfsmaður rík isskattanefndar, og skipaður í húsaleigunefnd Reykjavíkur, stundaði jafnframt lögfræðistörf nú síðustu árin á lögfræðiSkrif- stofu Ólafs Þorgrímssonar hrl. Jón þótti mjög glöggur og skarpskyggn lögfræðingur og dómari þá er hann hafði dóms- mál með höndum, t.d. er hann sótti um réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti, voru honum veitt þau réttindi, án prófraun- ar, og segir þar m.a. í leyfis- skjalinu frá Hæstarétti: „Sakir starfshæfni þeirrar er umsækj- andi hefur sýnt, við dómara og lögmannsstörf er honum hér með veitt undanþága frá próf- raun.“ En áður hafði honum ver ið látin í té umsögn eins dóm- arans er kynnti sér í embættis- nafni, eins og þar segir, dóm- arastörf Jóns, og rannsóknir op- inberra mála í Vestmannaeyj- um og er hann var sýslumaður, og segir þar orðrétt: „Báru nefnd störf hans vitni um mikla glöggskyggni í lögfræði, elju og kostgæfni." Ég tel víst að það muni hafa fallið Jóni betur, að verja en sækja mál. Það var meira í samræmi við eðli hans að hjálpa og greiða götu ann- arra, enda voru þeir margir er leituðu aðstoðar Jóns bæði sem lögfræðings og kunningja, er mér kunnugt um það, að oft lagði hann á sig mikla fyrir- höfn til að geta rétt hlut náung- ans, og skipti þá ekki máli hver hann var, eða hvort greiðsla kæmi fyrir, þess vegna gat hans höfðingslund tekið undir með Sigurði frá Arnarholti. „Það er ókeypis allt og með ánægju falt og ekkert að þakka, því gullið er valt.“ Þetta er hin ytri saga starfs- æfi Jóns. Jón var margfróður og víð- lesin, því þekkingarþörf hans var honum í blóð borin, enda átti hann til þeirra að telja. Engann hef ég heyrt sem kunni eins mikið af kvæðum og Jón. T.d. var ég einu sinni staddur í samkvæmi þar sem Jón var, þar barst talið að skáldskap, og fór Jón með ljóð, en það varð til þess að farið var að kanna hve mikið hann kynni af slíku, voru pöntuð kvæði eftir Matt- hías, Einar Ben., Steingrím, Davíð, Þorstein, Stefán G. o. fl. o. fl., seinast var hætt, því Jón stóð alltaf upp og varð aldrei kvæðafátt. Slíkt var mynni hans og ofsagáfur. Sjálfur var Jón vel hagmæltur, þó það væri Jón Hallvarðsson var fæddur t Eiginmaður minn, Arent Claessen, fyrrv. aðalræðismaður, t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður, lézt að heimili sínu, Laufás- vegi 40, 21. þ.m. Sigríðar Vigfúsdóttur, Garðastræti 45. Sigríður J. Claessen. Sigurbjörg Sighvatsdóttir, Óskar Þorkelsson. t Útför eiginmanns míns og föður, Hallgríms Péturssonar, Bjarnhólastíg 18. Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. apríl kl. 3 e.h. Fanný Sigríður Þorbergsdóttir Jónina Hallgrímsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, Margrétar Guðlaugsdóttur Grænuhlíð 18. Fyrir hönd vandamanna, Aðils Kamp. t Útför Katrínar Greipsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. apríl. n.k. og hefst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknar- stofnanir. Valgeir Ársælsson, Adda Andersen og börn. t Þökkum auðsýnda hluttekn- ingu við útför Sigríðar Sveinsdóttur frá Langárfossi. Aðstendendur. t Hjartkær móðir okkar og amma, Ingunn Ólafsdóttir, verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju á morgirn, miðvikudaginn 24. apríl kl. 2 eftir hádegi. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á kristniboðið í Konsó. t Innilegt þakklæti fyrir sýnda samúð við andlát og jarðar- för Tryggva Hallgrímssonar, skipstjóra. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og vináttu í veikind- um hans, svo og starfsliði F.S.A. fyrir mikla alúð og alla umhyggju. Guðfinna Gísladóttir, Ólafur G. Gíslason, Gísli Ingi Sigurgeirsson. Pálína Tryggvadóttir, Hallgrímur Tryggvason. ekki mörgum kunnugt, en þó vil ég setja hér þrjú seinustu er- indi úr ljóðabréfi er hann sendi eitt sinn eldri konu er bjó þá í „eyjunni hans“: „. . . Það er hin yðgræna unaðsey í yndi þar dísir vaka. í hólnum syngur þar huldumey í heiði þar svanir kvaka. Þar býr þú enn við hin björtu sund broshýri hugstóri svanni með heiðan svip og höfðingslund hugþekk sérhverjum manni. Svo sendi ég þér kveðju og sé þig í önd á sólroðnum völlunum Braga. Fögur verði því framtíðarlönd og farsæl þín ókomna saga.“ Hvar sem Jón fór fylgdi hon- um hressandi andblær drengskap ar mannsins og höfðingjans. Jón var hár maður vexti og samsvaraði sér vel, andlitið fag- urt og bjart, og svipurinn hreinn, enda faldi hann aldrei sinn innri mann, það fundu bezt vin ir hans, þó var hann skapheit- ur tilfinningamaður, er lét líka í ljós skoðun sína ef honítm lík- aði ekki við samfylgdarmenn sína, og var þá stundum, hisp- urslaus og gustmikill, var þá ekki á allra færi að stöðva hann á miðri leið. Jón var enginn sýnd armaður. Venjulega tók faðir minn börn, sem áttu að fermast það vorið, heim til sín um tíma, til undirbúnings fermingarinnar, Jón var eitt þeirra barna. Svo vildi til, að uppfrá því batt hann þá vináttu og tryggð við heimilið og alla fjölskyld- una, sem aldrei rofnaði eða féll neinn skuggi á. Elzti bróðir minn Þórarin og Jón voru fermingabræður og tryggðarvinir uppfrá því. Faðir minn og Jón hittust oft hvor á annars heimili, sérstak- lega eftir að foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur, og mátti heita að eftir að föður mínum stirnaði fótur, að Jóns væri næst um að vænta daglega ef hann var hér, enda áttu þeir margt sameiginlegt báðir mikið bók- fróðir og kvæðaþulir. Oft sagði Jón, að hér væri hann alltaf heima hjá sér, er hann sat inni hjá foreldrum mín um, enda minntist hann mikið vinsamlega móður minnar lát- innar. Þá var og gagnkvæm vinátta foreldra minna og fjölskyldunn ar til Jóns, þess vegna þótti móð ur okkar, og allri fjölskyldunni hlíða að hringja til Jóns, svo að hann gæti ásamt fjölskyldunni staðið við banabeð síns góða vin ar, er faðir minn andaðist. Með konu sinni Ólöfu Bjarna- dóttur læknis Jenssonar átti Jón fjögur börn. Baldur cand. phil Framh. á bls. 20 Guðleif Oddsdóttir Minningarorð Á MIÐVIKUDAGINN þann 17. þ.m. andaðist á Elliheimilinu í Keflavík sæmdarkonan Guðleif Oddsdóttir. i Þessari miklu ágætiskonu auðnaðist mér að kynnast fyrir rúmum 6 árum síðan og get ég ekki látið hjá líða að minnast hennar nú er leiðir skilja, að minnsta kosti um sinn. Mér eru minnistæð fyrstu kynni okkar Leifu minnar, sú góðvild og hlýja, sem streymdi frá þessari öldnu konu. Hún hafði þá fyrir skömmu orðið fyrir því áfalli að lærbrotna og gekk því ekki heil til skógar. Einstakt æðruleysi og velvild til allra var sá þáttur í fari hennar, sem auðkendi hana alla tíð. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að sitja á rúmstokknum hjá henni og heyra hana segja frá gömlum dögum og bera sam- an fortíð og nútíð. Hugur henn- ar var skýr og minni hennar slíkt að hún mundi jafnvel verð- ið á fyrsta kolapokanum, sem hún keypti í sínum búskap. Það hafði að vísu margt á móti blásið á svo langri lífsleið sem hennar en Guðleif leit á allt and streymi eins og sjálfsagðan hlut, er skapari hennar hefði látið hana ganga í gegnum. Hún hugsaði ævinlega með þakklæti til alls og allra, sem hún um- gekkst um sína daga. Oft fór ég frá henni hlaðinn fallegum unnum prjónavettling- um og sokkum, sem hún vann langömmubörnunum sínum, enda var Guðleif frábærilega vand- virk og snyrtileg kona. Barna- barnabörnin elskuðu líka lang- ömmu sína í Keflavík af heilum hug og hlökkuðu til í hvert sinn, sem þau fengu að heimsækja hana. Það voru fallegir fundir. Ekki fæ ég skilið að nokkuð það sé til í mannlegu lífi, sem farsælla sé en varðveizla svo hreinnar sálar, sem Guðleifar var. Vonandi lærist einhverjum þeim, sem þekktu þessa góðu konu eitthvað af þeirri gæzku, sem hún miðlaði umhverfi sínu. Guðleif Oddsdóttir var fædd að Smærnavöllum í Garði þann 13. janúar 1874 og var því 94 ára gömul og næst elzti borgari Keflavíkur er hún lézt. Hún ólst upp í Garðinum á heimili for- eldra sinna, en um fermingar- aldur fluttist hún í Leiruna og fór að vinna fyrir sér. Þar átti hún sitt heimili til ársins 1921 er hún flutti til Keflavíkur þar sem hún dvaldi upp frá því. Hún bjó fyrst með Jóni Oddssyni og síðan Árna Magnússyni, henni varð fimm barna auðið og eru tvö þeirra á lífi, Anna húsfrú í Reykjavík og Geir stórkaupmað- ur einnig í Reykjavík. Síðustu 9 árin dvaldi hún á Elliheimilinu í Keflavík og er mér ljúft og skylt að minnast þess hér hversu þakklát Guð- leif var því fólki, er þar vann og dvaldi, hún naut einnig ástríkis og umhyggju barna sinna í rík- um mæli. Að lokum vildi ég, Leifa mín, þakka þér allt það góða og fagra, sem þú hefur látið af þér leiða á langri ævi þinni. Megi sá Guð, sem þú trúðir á og treystir blessa minningu þína um ókomna tíma. H. H. Innilegustu þakkir færi ég ættingjum, venzlafólki og vin um nær og fjær, sem glöddu mig með gjöfum, heimsókn- um og heillaóskum á 60 ára afmæli mínu 8. apríl. s.l. Guð blessi ykkur öll. Guðrún E. Þórðardóttir, Bjarnhólastíg 8. Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.