Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 19 Er niðurskurður nauðsynlegur? SJÁLFSAGT hafa allir bændur hér við Eyjafjörð, ef ekki vel- flestir bændur landsins fylgzt af áhuga me'ð fréttum þeim, sem birtar hafa verið í blöðum og útvarpi af búfjársjúkdómi þeim, er nefndur hefir verið hrings- kyrfi og verið hefir á nokkrum bæjum í Eyjafjarðarhéraði um rúmlega eins árs skeið. Hér í Grýtubakkahreppi hefir hann verið á tveimur bæjum. Svo er um þetta sem og margt annað, að ekki verða menn ú eitt sáttir hvernig við skuli bregðast. Leið sú, er farin hefir verið a’ð ráði yfirdýralæknis og und- irmanns hans, Guðmundar Knudsen dýralæknis á Akureyri, sú að reyna að lækna veikina og freista þess að einangra hana við takmörkuð svæði, hefir orð- ið tilefni mikilla blaðaskrifa, þar sem öll framkvæmd máls- ins hefir verið harðlega vítt og þungir áfellisdómar uppkveðnir. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að þessum mönn um og ö'ðrum, sem ákvarðanir verða að taka í slíkum málum, geti ekki yfirsézt sem og öðrum dauðlegum mönnum, en furðu djarft þykir mér það, þegar leikmenn á sviði dýralækninga og án þess, er virðist, að hafa kynnt sér málin eins og þau raunverulega eru, telja allt óal- andi og óferjandi, sem gert hef- ir verið en eina úrræðið sé niðurskurður allra 'þeirra gripa, sem veikina hafa fengið og muni fá. Erindi'ð með línum þessum er, í fyrsta lagi að koma á fram- færi fyrir almenning upplýsing- um hvernig veiki þessi hefir ir hagað sér hér í sveitinni og í öðru lagi að lýsa afstöðu minni til þeirra varna-raðgerða, sem nú virðast efst á baugi hjá mörgum, en það er niðurskurð- urinn. Þeir tveir bæir, er ég gat um, og sem búið hafa veið veikina eru Syðri-Grund, bændur Magnús Snæbjörnsson og Sævar Magnússon, og Grýtubakki II, bóndi Kristján Stefánsson. Á báða þessa bæi fluttist veikin me’ð sýktum kúm, sem keyptar voru frá Grund í Eyjafirði í nóvember 1966. 1 apríl sl. er veikin gengin yf- ir á Syðri-Grund að dómi dýra- læknis og dæmið, er ég nefndi hér á eftir, virðist sýna’það svo eigi verði um villst. Um miðjan maí er ein kýr úr fjósinu tekin og sett saman við kvígur, er hýstar voru í fjárhúsi til hliðar við fjósið, en ein af kvígunum, sem bar þá, látin í fjósið í stað þeirrar kýr er tekin var. Kvíg- urnar í fjárhúsunum höfðu ekki fengi'ð veikina. Hér verður ekki um neina smitun að ræða í hvorugu til- fellinu og bið ég þá menn er ef- ast um sögu mína að snúa sér beint til Guðmundar Knudsen á Akureyri og spyrja hann, hvort rétt sé með farið. Á þessum bæ eykst mjólkurinnleggið til Mjólkursamlags K.E.A. úr 79.290 lítrum árið 1966 í 103.400 lítra árið 1967. Meðalfita mjólkurinn- ar fyrra árið var 3.938% en síð- ara árið 3.863%. Einni kú var fleira í fjósi sfðara árið en hið fyrra. Á Grýtubakka II eykst mjólk- urinnleggið til samlagsins úr 44.222 1. árið 1966 í 51.267 lítra árið 1967. Kúatalan hin sama bæði árin. Sömu sögu segja bændur í Eyjafirði, sem við veikina hafa búið, að ekki sé um afurðatjón að ræða, saman- ber grein Svanhildar Eggerts- dóttur, er nýlega hefir birzt í blöðum. Nú nýverið hefir dýra- læknir sá, er með lækningu kúastofnsins hefir haft að gera, upplýst, að veikin sé gengin yf- ir á þeim bæjum, þar sem bú- stofn veiktist fyrir áramót 1966 —67 a'ð einum undanskildum, það er á Grýtubakka þar sem tvær kvígur voru ekki að fullu lausar við hana nú skömmu eft- ir sl. áramót. Að því, er ég hefi hér að fram an greint, má öllum ljóst vera, sem vilja líta á málið með ró- legri yfirvegun, að hér er ekki um alvarlegan sjúkdóm að ræða heldur meinlítinn húðsjúkdóm, sem að vísu er leiður og tíma- frekur fyrir hvern þann bónda, sem fær hann í sitt fjós, og því nauðsynlegt að leggja ríka áherzlu á að hefta útbrei'ðslu hans. Því get ég heils hugar tekið undir þær samþykktir Búnaðarsambandsfundarins á Akureyri, sem mjög hefir verið vitnað til en ekki alltaf af rétt- um skilningi, að fylgzt verði af gaumgæfni með bústofninum í nálægð hinna sýktu svæða og hert verði eftirlit með heilbrigði útlendinga, sem vista sig hér til landbúnaðarstarfa. Um hitt atrið ið í afstö'ðu fundarins, þar sem segir í greinargerð með tillögu, er samþykkt var, að öruggasta leiðin sé niðurskurður hins sýkta kúastofns, vil ég segja þetta: Allar líkur benda nú til þess, að faraldur þessi sé genginn yfir að undanskildum einum bæ, það er á Möðrufelli og von- ir gætu staðið til að gripir þar yrðu einnig lausir við veikina me'ð vordögunum. Að visu má gera ráð fyrir, að sjúkdómstilfelli geti enn komið upp á einum, máske tveimur bæjum. En af þeirri reynslu, sem þeg- ar er fengin af veikinni og hversu lítið smitnæm hún er, ætti að vera auðvelt að ein- angra hana við þá bæi, þar sem hún kynni að skjóta upp kolli með því að beita harðari vörn- um, en gert hefir verið til þessa. Samkvæmt því, er ég hefi hér að framan greint, er það sko'ð- un mín, að niðurskurður nú með vordögunum á öllum þeim naut- gripum, er veikina hafa fengið, en nú eru albata, sé með öllu ástæðulaus og hið mesta glap- ræði. ' Ef hér hefði verið um sjúk- dóm að ræða, sem jafna hefði mátt vi'ð mæðiveikina margum- töluðu eða eitthvað slíkt skyldi ég eigi hafa latt til stórræða um aðgerðir til varnar. En hér er um slíkan regin- mun að ræða, að hver sá, er kynnir sér málið til hlítar, hlýt- ur að sannfærast um, að í þessu tilfelli á að vera hægt að komast út úr vandanum með sameiginlegu átaki dýralækna og bænda, en án þess að beita þeim vægðarlausu aðgerðum, sem niðurskurður og eyðin'g byggðar hlýtur að teljast. Lómatjörn 21/2 1968 Sverrir Guðmundsson. Frá byggingarsantvinnufélagi Kópavngs Lausar eru til umsóknar nokkrar íbúðir í 8. bygg- ingarflokki. Félagsmenn sem vilja sinna þessu tali við Salómon Einarsson sími 41034 fyrir 1. maí. STJÓRNIN. Húsnæði við Laugaveg til leigu 35—40 ferm. húsnæði við Laugaveginn í gömlu húsi er til leigu. Húsnæðið er hentugt fyrir skrif- stofu, svo sem fasteignasölu, léttan iðnað, og svo framvegis. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 38888. Útgerðarmenu Vantar 40—50 tonna bát til leigu nú þegar. Hef til sölu 52ja tonna bát í góðu ásig- komulagi. Einnig tek ég að mér báta í um- boðssölu. ÞORFINNUR EGILSSON, héraðsdómslögma ður Austurstræti 14, sími 21920. Málflutningur — Skipsala. VOGIR Höfum ávallt fyrir- liggjandi margar gerð- ir af vogum, fyrir fram leiðslu-, iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki. Ólafur Gislason & Co. hf. Ingólfsstræti la, sími 18370. B I L L O G B O B B I E I R V I IM E Sýning fyrir almenning aðeins laugardaginn 27. í Lídó. Aðgöngumiðasala í Lídó föstudaginn 26. og laugardaginn 27. kl. 16—18 báða dagana. Borð tekin frá fyrir matargesti. Sérstakar sýningar verða fyrir nemendur Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og geta fyrrverandi nemendur fengið miða á þær í Brautarholti 4 í dag og á morgun frá kl. 20—23. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar. H E I IVI S M E I S T \ R A R N I R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.