Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 Skriístofa okkar er lokuð í dag frá hádegi vegna jarðarfarar. JÓNSSON & JÚLÍUSSON Hamarshúsinu — vesturenda. Fró bnrnaskóla Garðahrepps Fólk sem flytur í Garðahrepp á þessu ári, er vin- samlegast beðið um að innrita skólaskyld börn sín á aldrinum 7—12 ára nú þegar. Símar 50256 — 51656. SKÓLASTJÓRI. BÚSLÓÐ SKATTHOL með spegli og skrifborðsplötu. Sent heim meðan á fermingu stendur. B l js L w O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — S(MI 18520 Húsnæði til sölu 2ja herb. skemmtileg jarðhæð við Ásgarð. Sérhiti. Sérinngangur. Laus fljótlega. Útborgun aðeins 350 þús. kr. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í Breiðholtshverfi. Afhendast tilbúnar undir tréverk í sumar. Tvennar svalir. Sanngjarnt verð. Teikning til sýnis á skrif- stofunni. Ennþá er möguleiki á því, að beðið verði eftir fyrri hluta Húsnæðismálastjórnarláns. Einstaklingsberbergi með eignarhluta í sameigin- legri snyrtingu o. fl. við Hraúnbæ. Afhendast strax fullgerð. 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Fálkagötu. Af- hendast tilbúnar undir tréverk fljótlega. Stutt í Miðborgina. Hagstætt verð. 3ja herbergja góð íbúð á hæð í sambýlishúsi við Laugarnesveg. Suðursvalir. 4ra herbergja efri hæð í húsi við Leifsgötu. Nýleg eldhúsinnrétting. Er í góðu standi. Hagstætt verð og skilmálar. Einbýlishús við Háagerði, 6 herb., eldhús, bað o. fl. Stór og góður bílskúr fylgir. Skemíilegt parhús við Reynimel. Stærð um 100 ferm. Afhendist strax tilbúið undir tréverk og full- gert að utan. Allt sér. Örstutt í Miðbæinn. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231. IHikið úrval af barnafatnaði fyrir sumardaginn fyrsta. V. Verzlunin Katarína Suðurveri, sími 81920. Tiésmíðavéloi Til sölu eru 2ja ára norskar trésmíðavélar, „Tegle & S0nner“ mjög litið notaðar, þykktarhefill 70 cm, afréttari 45x220 cm, fræsari með sleða, hjólsög með sleða, bandslípivél. Upplýsingar á Akureyri í síma 96-11087. Aðalfundur Samvinnutrygginga verður haldinn að Hótei Borgarnes föstudaginn 10. maí 1968 kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, STJÓRNIN. Með tækifærisverði CRIMPLENEFNI TERYLENEFNl TRICELEFNI ULLAREFNI O. M. FL. Klapparstíg. Athugið! Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru: Allar vörur á gamla verðinu Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar Grettisgötu 13 (stofnsett 1918) Sími 14099 leysir vandann. ^ Svefnbekkir frá 2800,— 3500.— 4300,— Svefnstólar, 2ja manna svefnsófar, Símastólar, sjónvarpsborð, teborð, sófaborð, blómakassar og blómasúlur, rennihrautir, vegghúsgögn, kommóður, skrifborð, skatthol, Saumaborð, eins manns svefnsófar og m. fl. Útborgun 1000 kr. út, 1000 kr. á mánuði. Ný gerð af sófasettum, svefnherbergishúsgögn. Sjónvarpsstólar. Klæðum húsgögn. Hagkvæmir greiðsiuskilmálar. Sendum gegn pós'tkröfu. - MINNING Framh. af bls. 18 kennara, Bjama Braga hagfræð- ing, deildarstjóra í Efnahags- stofnun íslands, kvæntur Rósu Guðmundsdóttur, Sigríði stúdent starfar í Seðlabanka íslands og Svövu er dó tvítug að aldri, var þá við nám. Börnum og barnabörnum sín um var Jón góður faðir og afi, enda var hann sérstaklega góð- ur við öll börn, og mátti segja aS hann hændi að sér böm og unglinga, svo eðlishlýr og veit- andi var hann, og verður þeim mörgum mikill söknuður í hug við fráfall Jóns. Þá munu og sundlauga gestir sakna, að sjá ekki hinn daglega syndandi og árrisula félaga. Allir sem þekktu Jón bezt sakna hans mikið- Við leiðarlok er margs að minnast. Við hjónin þökkum þér margar skemmtilegar samverustundir er við áttum með þér, þú heimsótt- ir okkur svo oft, er þú áttir leið um, þá munum við sakna þess að fá þig ekki í heimsókn um næstu jól, eins og svo oft áður. Ég þakka þér upphringinguna 20. janúar sl., er þú hringdir til að minnast afmælis föður míns, en það hafðir þú gjört svo oft áð- ur, við þökkum þér heimboðið að Seljum 16. maí þó að það verði nú að bíða nokkra stund. Kæri vinur. Báðir trúðum við á líf eftir brottförina héðan, það ræddum við oft saman. Því lit ég á þig sem burtfluttann héðan til nýs lífs, á landi lifenda, þar sem bíði þín nýtt starf og ný saga. Þess vegna kveð ég þig, með þínum eigin orðum er rituð eru hér að framan. „Fögur verði þín framtíðarlönd og farsæl þín ókomna saga.“ Sigurður Árnason. í DAG er gjörð útför Jóns Hall- varðssonar, hæstaréttarlög- manns, en hann andaðist 13. þ.m. Bar andlát Jóns mjög óvænt að, því hann bar aldur sinn vel og virtist ekki kvillasamur. Hann var jafnan árrisull og byrjaði flesta daga með sundi sér ti] hressingar og heilsubótar, áður en annir dagsins hófust. Fæddur var Jón 16. maí 1899 að Hvítarnesi í Kolbeinsstaða- hreppi. Foreldrar hans voru Hall varður bóndi Einvarðsson I Hvítanesi og kona hans Sigríður Gunnhildur Jónsdóttir bónda þar. Jón varð stúdent frá Mennta- skóianum í Reykjavík vorið 1920 og lauk embættisprófi í lög- um frá Háskóla íslands árið 1925. Eftir það gegndi hann lög- fræðistörfum alla æfi, ýmist við málflutning eða, dómstörf og 1965 veitti Hæstiréttur íslands hohum réttindi hæstaréttarlög- manns, án prófraunar, sem við- urkenningu fyrir vel unnin og margþætt lögfræðistörf. Sama árið og Jón lauk em- bættisprófi kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Ólöfu Bjarna dóttur læknis Jenssonar. Varð þeim fjögurra barna auðið. Jón Hallvarðsson var höfðing- legur maður, mikill á velli og fríður sýnum. Hann var góðum gáfum gæddur, starfhæfur og starfsglaður. Rökföst hugsun og meðfædd réttlætiskennd létti honum lögmannsstarfið . Kynni okkar Jóns hófust á skólaárunum og þótt hann væri nokkrum árum eldri, þá tókst með okkur góður kunningsskap- ur, sem hélst æ síðan. En þrjú síðustu árin höfum við sem starfsfélagar verið daglega í sam, vistum og því lengur sem við unnum saman og því betur sem ég kynntist Jóni, að sama skapi varð vinátta okkar traustari. Þessvegna sakna ég nú vinar í stað. Við starfsfélagar Jóns Hall- varðssonar sendum ættingjum og vinum hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ólafur Þorgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.