Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1968 M. Fagias: FIMMTA MVIV hagsmunasvæði sitt, og nú hefur okkur Ungverjum tekizt að bora svolítið gat á það tjald. Nú vak- ir aðeins eitt fyrir félaga Krús- éff — að fylla upp í það gat, hvað sem það kostar. Honum er fjandans sama um reiði Vestur- landa, en hann hefur áhyggjur af gatinu á járntjaldinu. Alexa kom inn með kaffi, rist- að brauð, sultu og þrjá bolla og diska á bakka. — Má ekki bjóða yður bolla með okkur? spurði hún Nemetz með húsmóðurrödd. — Þetta er alvörukaffi. Skrítið er þetta ástand, hugs- aði Nemetz — hér sitjum við öll þrjú eins og gamlir kunn- ingjar í svefnherbergi, sem ekki er búið að taka til í. — Þakka yður fyrir. Ekki get ég afþakkað það. Það ilm- ar yndislega, sagði hann. — Og brauð og sulta, hélt hún áfram. — Sultan er dá*am- leg. Hún er frá Skotlandi. Það stendur að minnsta kosti á glas- inu- Hvernig í ósköpunum nær fólk í þetta? — Þú hefðir heldur átt að spyrja hana Önnu um það, sagði læknirinn hlæjandi. Röddin var ofurlítið ögrandi. — En nú fá- um við ekki að vita það héðan- af. — Spyrjið þið hann Imre Kel err; hann hlýtur að vita það, sagði Nemetz. Svo sneri hann sér að Alexu. — Ég held ég verði að þiggja eina brauðsneið, þakka yður fyrir. Læknirinn lagði frá sér te- skeiðina. — Hver er Imre Kelen? — Vitið þér það ekki? Nemetz leit á hann með undrunarsvip. OLIVETTE RAFRITVÉL PRAXIS 48 SAMEINAR CÆÐI, STYRKLEIKA OC STÍLFECURÐ, VERÐ KR. 17,500 m. s. sk. FULLKOMIN VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTA, TRYCCIR LANCA ENDINGU G. HELGASON & MELSTED HF. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644. Výjar sendingar Alundco jerseykjólar, terylenekjólar, crimplenekjólar. Tízkuverzlunin Cju&nín, Rauðarárstíg 7 Hann var eitt af svartamarkaðs- samböndum konunnar yðar. Halmy hleypti brúnum. — Þér gangið sannarlega beint að efn- inu, fulltrúi, sagði hann. — Þér eruð strax búinn að komast að því, sem ég hef enga hugmynd haft um. En vitanlega . . . það var nú heldur ekki mitt verk að gera innkaupin. Og sannast að segja, þá borðaði ég ekki svo oft heima, að ég tæki eftir neinu sérstöku í sambandi við matinn. Kannski var hann af- leitur, því að Anna kunni alls ekki að matbúa, og Lilla var ekki mikið skárri. Hann hló og benti á Alexu. — Og hún er ekki mikið betri. — Nei, það er ég hrædd um, andvarpaði hún. — Ég næ alltaf í skakkt kven fólk, bætti Halmy við. — Hún kann ekki að búa til mat og hún er klaufi í öllu húshaldi. Alveg afleit. Hefur ekkert eftir- lit með neinu. Svo að ég veit. ekki, hvernig okkur á að geta komið samán. — Er það ætlun yðar að standa fyrir heimilinu hjá Halmy lækni? spurði Nemetz. 39 — Já, svaraði hún. Ég flutt- ist hingað í gær. Og ég er feg- in. Einkalíf er merkasta upp- finning siðmenningarinnar. Og ég hef aldrei fyrr haft af því að segja. Ég var í íbúð með níu manns. Herbergið mitt var við hliðina á baðherberginu. Stundum var tvennt í baðinu í einu, til þess að spara vatnið. Guð minn góður. Þér getið ekki trúað, hvílík blessun þetta er. — Það er að minnsta kosti gott, að þér skulið ekki trúa á drauga, ungfrú Meheley, sagði Nemetz. Hún starði lengi á hann og setti svo frá sér bollann, hægt og hægt. — Yður finnst það hræðilegt af mér að sofa í rúm- inu hennar — hennar, sem var , ekki einusinni búin að vera dauð í fjóra daga? spurði hún hóg- lega. — Nei, það finnst mér ekki, sagði Nemetz og hristi höfuðið. — En einhverjum öðrum gæti fundizt það. — Vitanlega skipti ég um lök, sagði hún með háðslegu brosi. — Ég fann að minnsta kosti tvær tylftir af nýjum amerísk- um lökum í skúffu. Ónotuðum. Þau voru enn í umbúðunum. Hún stóð upp og seildist efir boll- anum hans. — Meira kaffi, herra fulltrúi? Hún gat ekki blekkt Nemetz. Honum var það vel ljóst, að hún var sýnilega að reyna að láta hann halda, að hún væri harð- lynd og gjörspillt. Og upplýs- ingarnar, sem Kaldy hafði út- vegað honum um fortíð hennar, nægðu vel sem gruridvöllur und- ir það álit hans. Engu að síð- ur orkaði hún á Nemetz eins og lítil stúlka, sem kastar sandi á foreldra sína, af því hún hefur reiðst heimi hinna fullorðnu, en samtímis getur hún varla haldið niðri í sér grátinum. Og þessi nýbakaði ekkill í kínversku silkináttfötunum, sem ekki voru notuð nema við há- tíðleg tækifæri, keðjureykjandi vindlingana sem hann hafði erft eftir konuna sína, var alls ekki þessi veraldarvana og kæru- lausa manntegund, sem hann vildi gefa í skyn. Og fyrsta nóttin þeirra í stóra, mjúka rúm- inu hefði sennilega ekki verið eins æsilega ástríðufull og kodd- arnir, sem voru út um allt, gáfu tilefni til að halda. Frekar hafði hún verið fyrstu hálfhræddu faðmlög hans og Grétu. ■*- Nei, þakka yður fyrir, sagði Nemetz og stóð upp. — Kaffið var ágætt, en ég held, að ég verði heldur að snúa mér að alvarlegri hlið málsins. Hann þagnaði andartak, en hélt síð- an áfram. — Við höfum komizt að því, að lík frú Halmy var flutt að horninu á hjólbörum. Læknirinn rétti snögglega úr sér. — Á hjólbörum? át hann eftir efablandinn. — Og kona flutti það, sagði Nemetz. — Roskin, hávaxin kona með svuntu. Heimild okkar herm ir. að hún hafi litið út eins og kona af heldra taginu. Getið þér hugsað yður nokkra, sem þessi lýsing gæti átt við? Nemetz hafði búizt við, að læknirinn mundi bregðast við þessu eins og glæpamaður gerir, þegar hinir samseku koma upp um sig, en á andliti læknisins unga var ekkert að sjá arínað en ósvikna undrun. — Nei, það get ég ekki, taut aði Halmy. — Eruð þér viss um þessi „heimild“ yðar hafi ekki verið að gabba yður, eða verið full? — Já, það er ég viss um. Heimildin var eins góð og þær gerast beztar. — Roskin kona, sem ekur hjólbörum með líki á um miðja nótt? Halmy hristi höfuðið tortrygg inn. — Þér verðið að afsaka, en þessi saga finnst mér í hæpn ara lagi. — Ég hef áður spurt yður, hvort frú Halmy hafi átt óvini, sagði Nemetz eftir nokkra þögn. — Þér gátuð ekkert hjálpað okkur, svo að við urðum að leita fyrir okkur sjálfir. Við er um þegar búnir að yfirheyra tvo menn. Halmy sýndi engan sérstakan áhuga á þessu. — Hafið þér það? sagði hann og seildist eftir vindlingnum. — Við höfum rannsakað kring umstæður Bartha og Kleins — og þeir virðast báðir saklausir. — Hvaða menn eru það? Það var alveg greinilegt, að lækn- irinn hafði ekki heyrt þá nefnda fyrr en nú. — Þeir eru báðir skóarar og báðir viðskiptavinir konunnar yðar. — Þér eigið við, að hún hafi verið vjðskiptavinur þeirra? leið rétti Halmy hann. — Nei, öfugt. Og síðan skýrði Nemetz í fáum orðum frá svarta markaðsbraski frú Halmy. — Ég hef enga hugmynd haft um allt þetta, sagði læknirinn og var raunverulega steinhissa. 23. apríl Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þér hættir til að mikla hlutina fyrir þér og gera úlfalda úr mýflugu. Reyndu að temja þér meira jafnlyndi. Vertu heima í kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí Þér er nauðsyn að afla þér frekari upplýsinga, áður en þú aðhefst nokkuð í málinu. Kynntu þér gaumgæfilega allar stað- reyndir Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Ef þú hefur sýnt náunga sinum nærgætni og túlit að undan- förnu muntu nú fá það endurgoldið á óvæntan og ánægjulegan hátt Krabbinn 21. júní — 22 júlí Erfiði þitt að undanförnu fer nú að skila góðum arði. Vertu þó útsjónarsamur enn um sinn og þú skalt alls ekki lifa um efni fram. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst ÞÚ ert framúrskarandi dyntóttur og erfiður í umgengni þessa daga og það er heimskulegt, þar sem flest hefur gengið þér í haginn Jómfrúin 23. ágúst — 22. september í dag er heilbrigðara jafnvægi milli starfa og leika Þú getur notið hvoru tveggja og trúlegt er að þú efnist óvænt á næstunni. Vogin 23. september — 22. október Þú skalt afla þér staðbetri þekkingar á ýmsum málum og muntu komaist að því að margt er enn, sem þú getur lært. I kvöld skaltu njóta góðrar skemmtunar með vinum þínum. Drekinn 23. október — 21. nóvember Dagurinn verður bæði ánægjulegur og skapandi. Störf þín að undanfömu hafa tekið hug þinn allan, en ekki skaltu vanrækja vini þína, sem vúja njóta samvista við þig Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Þú færð frjóar og góðar hugmyndir í dag og það sem meira er, má búast við að þær færi þér býsna mikið í aðra hönd Stundaðu líkamsæfingar í kvöld þér tú hressingar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Tækifærin streyma tú þin í dag, og allir virðast vilja gera þér allt tú geðs Vanmettu ekki vináttuna. Skrifaðu fjarstöddum vini þínum bréf. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Annríki hefur verið mikið síðustu vikur en þú skalt gæta þess að ofreyna þig ekki Of margt hefur hvílt á þér ogskaltu reyna að fá hjálp ættingja þinna. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Góður dagur til hvers konar fjárfestingar, húsakaupa eða bif- reiðakaupa. Þó skaltu kynna þér kjörin vandlega og látahvergi ginnast af girnilegum boðum, sem standast ekki við nánari íhugun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.