Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAI 198«. Frá aðalfundi Eimskipafélagsins: Rekstrarhalli á síöasía ári —Verðum að horía til framtíðarinnar með bjart- sýni, segir í skýrslu stjórnar Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands var haldinn í gser. f skýrslu stjórnar félagsins kem- ur fram, að halli hefur orðið á rekstrinum á árinu 1967, sem nemur rúmum 24 milljónum króna, en þá hafa verið afskrif- aðar rúmar 32 milljónir af eign- um þess. Á fundinum fór fram stjórnarkjör og verður stjórn ó- óbreitt næsta starfsár. Ákveðið var að úthluta 7% ársarði til hluthafa. í gær klukkan 13.30 hófst að- aflifundur Eimskipafélags íslands í Kaupþingssalnum í Eimskipafé- Jagshúsinu. Fundurinn var fjöl- sóttur og sátu hann meðal ann- arra dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og -full/trú ar hluthafa í Vesturheimi, þeir Grettir Eggertsson og Grettir Jóhannæon, og fluttu þeir kveðj ur Vestur-íslendinga. Fundar- fltjóri var Lárus Jóhannesson, hrl., og^ fundarritari Eggert P. Briem. í upphafi flutti stjórnar- formaður félagsins Einar B. Guð inundsson, hrl., skýrslu og fara kaflar úr henni hér á eftir: Rekstrarafkoma félagsins. „Svo sem reikningar Eim- skipafélagsins bera með sér, hef- ir orðið halli á rekstri félags- ins á árinu 1967, samtals að fjárhæð kr. 24.457.026.44, en þá hefir verið afskrifað af eignum þess kr. 32.567.323.94. Hagnað- ur af rekstri skipa varð á árinu 1967 kr. 63.841.301.72, og hagn- aður af rekstri leiguskipa og þóknun vegna afgreiðslu er- lendra skipa kr. 669.571.84. Hins vegar varð halli á rekstri vöru- afgreiðslu kr. 2.883.805.91. Orsakir hins mikla tap- reksturs Eimskipafélagsins á ár- inu 1967 má rekja til margra óviðráðanlegra atvika, og verða hin helztu þeirra nú rakin. Er þess þá fyrst að geta, að erfiðleikar þeir, sem hérlend at- vinnufyrirtæki áttu við að etja á árinu 1967, höfðu að sjáíf- sögðu veruleg áhrif á rekstrar- afkomu Eimskipafélagsins, sem lýsti sér í minni vöruflutningum en verið höfðu á árinu 1966. Vöruflutningar á því ári urðu 423 þús. tonn en á árinu 1967, 367 þús. tonn. Minnkun vöru- flutninga nam þannig 56 þús. tonnum, þar af útflutningur um 31 þús. tonn og innanlandsflutn- ingur um 19 þús. tonn. Farþeg- um milli landa fækkaði nokkuð, úr 7.928 árið 1966 í 7.462 á ár- inu 1967, eða um '66. Á árinu 1967 hækkaði allur rekstrarkostnaður mjög veru lega, bæði innanlands og utan. í árslok 1966 var öllum, sem eitthvað þekkja til viðskipta, ljóst, að atvinnurekstur í land- inu hlyti að stöðvast nesma því aðeins, að gerðar yrðu róttæk- ar ráðstafanir til að vinna bug á hinni sívaxandi verðbólgu. Með lögum nr. 86, 23. des. 1966, um heimild til verðstóðv- unar, voru reistar miklar skorð- ur gegn hækkun á vöruverði og seldri þjónustu. Giltu þessar hömlur frá 15. nóv. 1966 til 31 okt. 1967. Þessi lög, sem sett voru af brýnni þjóðarnauðsyn, höfðu þau áhrif fyrir Emskipafélagið, að félagið varð að sæta sömu flutningsgjöldum, uppskipunar- gjöldum og þóknun fyrir ýmis- konar þjónustu og áður, þrátt fyrir mjög aukinn rekstrarkostn að, sem einkum varð erlendis. Framh. á bls. 20 **iA -töS&' D,Estrees við Ægisgarð Frönsk herskip hér í reynsluferð Fengu of mikinn hafís og of litla ísingu TVÖ frönsk herskip éru í Reykjavíkurhöfn 600 lesta frey- gátan Suffren liggur úti á ytri höfinni og d'Estrees sem er3000 lesta tundurspillir, liggur við Ægisgarð. Bæði skipin eru í reynzluferð undir stjórn Salo- mons aðmíráls. Freygátan er al- veg ný og tundurspillirinn ný- uppgerður og endurútbúinn full komnustu tækjum. Átti einkum Tónleikar Kamstier- músikklúbbsins Gullfoss á siglingu. Bridge: Sveit íslands í 3ja sæti iÐ fimm umferðum loknum á rlorðurlandamótinu í bridge sem fram fer þessa dagana í Gauta- borg, eru fslendingar og Svíar jafnir og efstir. fslenzku sveit- unum gekk fremur illa í 4. um- ferð, hlutu aðeins tvö stig, en í 5. umferð hlutu íslenzku sveit- irnar níu stig. í 4. umferð urðu úrslit þessi: Danmörk 2 —Noregur 1 Svíþjóð 1 — Finnland 1 Svíþjóð 2 — Danmörk 1 Finnland 2 — fsland 2 Noregur 2 — ísland 1 Úrslit í 5. umferð: Noregur 2 — Finnland 1 Danmörk 1 — Finnland 2 Noregur 1 — Svíþjóð 1 ísland 2 — Danmörk 2 Svíþjóð 2 — fsland 1 Að fimm umferðum er staðan þessi: 6—2 8—0 8—0 6—2 8—0 5—3 8—0 7—1 6—2 5—3 loknum Svíþjóð ísland Danmörk Noregur Finnland Mótinu lýkur í dag. 44 stig 44 stig 42 stig 40 stig 29 stig Síðustu fréttlr: í sjöttu umferð fóru leikar þannig: Svíþjóð 2 vann ísland 2 8—0 ísland 1 vann Noreg 1 5—3 Að sex umferðum loknum er staðan þessi: Svíþjóð 60 stig Danmörk 52 stig fsland 49 stig Noregur 43 stig Finnland 38 stig Isvestia illyrt Moskvu, 23. maí — NTB MÁLGAGN Sovétstjórnarinnar, ízvestia, réðist í gær harðlega á utanríkisstefnu Kína og segir hana gersamlega i molum. Kín- verska stjórnin er og ásökuð fyr ir að hindra raunhæfa hernaðar- Iega og efnahagslega aðstoð við N-Vietnam og að Kína reyni á allan máta að draga styrjöldina á langinn. Greinin er sðgð sú harðskeytt- asta sem birzt hefur í sovézkum blöðum. í>á er gefið í skyn, að Kína ætli að innlima Kóreu og Burma og nokkrar japanskar eyjar, sem blaðið segir að hafi aldrei legið undir Kína. f Moskvu er litið svo á, að greinin sé enn ein staðfesting á því, að samband Sovétríkjanna og Kína sé nú erfiðara en nokkru sinni áður. A MÁNUDAGINN kemiur verða fyrstu tónleikar Kammermúsik- klúbbsin.s á þessu ári í Kennara- skólannm og hefjast kl. 9 e.h. Nokkrir kennarar og nemendur Tónlistarskólans flytja Diverti- mento eftir Mozart og sjötta Brandenburgarkonsertinn cftir Bach. Að hausti eru ráðgerðir þrenn. ir tónleilkar og verður þeim í að- alatriðum hagað sem hér segir: 1. Rögnvaldur Sigurjónsson og streragjakvartet munu flytja pí- anókvintetta. 2. Gísli Magnússon, Pétur Þor- valdsson og Jósep Magnússon flytja barok-tónlist. 3. Lokið verður flutningi Branderaburgarkonsertanraa. Kammermúsikklúbburinn get- ur enn tekið á móti nokkrum nýjum félögum og geta þeir inn- ritað sig í Kennaraskólanum nk. máraudagskvöld áður en tónleik- arrair hef jast. að gera tilraunir með skip og tæki í ísingu og kuldum í Norð- urhöfum, og komu þau hingað frá Jan Mayen á leið heim í skipakvína, þar sem lokið verð- ur við þau endanlega. Skipin verða til sýnis kl. 9-12 á há- degi í dag, og Suffren var það í gær kl. 2.30 til 5, en þau fara héðan síðdegis. Salomón aðmíráll skýrði blaða mönnum frá skipunum báðum í gær. Suffren var byggt á þessu ári, en d'Estrees fyrir 6-7 árum. Hefur því nú verið mikið breytt og það útbúið fuMkoimnustu tækjum. Eru Frakkar að Játa endurbúa 6 slik skip og einnig byggja systurskip Suffren. Skip in eru sérstaklega útbúin vopn- um til varnar gegn kafbátum og flugvélum og hafa bæði byssur og fiugsikeyti. Suffren hefur 100 mm byssur og flugskeyti sem bæði er skotið í lofti og í sjó, og sérstök tundurskeyti á kaf- báta, auk mikils tækjaútbúnað- ar til að stjórna þessum vopn- um og skipinu sjáliu. Hinn mikli belgur, sem sést bera við himin Framh. á bls. 20 Ho vill berjast til lykta Hvott er til enn harðari baróttu gegn USA í Hanoi í dog Hanoi, 24. maí. — AP-NTB HO CHI MINH, forseti N- Vietnam, og aðrir leiðtogar landsins lýstu yfir þeirri ein- dregnu ákvörðun sinni í dag, að halda baráttunni gegn Bandaríkjunum áfram. „Það er betra að deyja en lifa eins og þræll. Ekkert er verðmæt- ara en sjálfstæði og frelsi," sagði Ho í ræðu við opnun n-vietnamska þjóðþingsins. Hanoi-útvarpið skýrði frá því, Jarðskjálftar ú Nýia Siálandi Wellington, 24. maí. NTB-AP SNARPUR jarðskjálfti varð í Nýja Sjálandi í gær og fannst hann um nær alla eyna. Vitað er að ein kona beið hana og allmargir slös- uðust. Jarðskjálftinn mældist 6.5 á Richter-kvarða. Samkvæmt fréttum frá Jarð- skjálftamælingastöðinni í Well- ington voru upptök hræringanna nokkuð fyrir norðan borgina Westport á vesturströndinni. Járnbrautarferðir lögðust að mestu niður, þar sem skriður féllu víða á teinana. 1 kolanám- um 150 m undir yfirborði fund- ust jarðhræringarnar greinilega og tvær námur eru lokaðar vegna hruns í göngum. Eitt þorp, Inanghua, er ein- angrað vegna jarðskjálftans og hefur verið lýst yfir neyðar- ástandi á því svæði. Þar hrundu til grunna um 70% bygginga. Björgunarleiðangur hélt á stað- inn í þyrlum. að við sama tækifæri hefði for- sætisráðherrann, Pham Van Dong, sagt, að N-Vietnamar mundu berjast til hins síðasta, þar til Bandaríkjamenn væru að fullu sigraðir og burtreknir frá Vietnam. Þá sagði forsætisráð- herrann, að Bandaríkin verði að stöðva loftárásir á N-Vietnam skilyrðislaust áður en hægt verði að hefja nokkrar viðræð- ur að gagni milli fulltrúa N- Vietnama og Bandaríkjamanna í París. Pham Van Dong ræddi' fyrst um útvíkkun stríðsins í S-Viet- nam eftir Tet-sóknina miklu í janúar og sagði, að Bandaríkja- menn væru nú í varnaraðstöðu í Vietnam. Hann sagði ennfrem- ur, að sigrar kommúnista í S- Vietnam hefði stappað stálinu í N-Vietnama og nú hyggðust þeir berjast harðar en nokkru sinni fyrr. Hins vegar varaði hann við of mikilli bjartsýni. Talsmaður bandarísku sendi- nefndarinnar í París, William J. Jorden, sagði í dag, aðspurður um þessi ummæli n-vietnamskra leiðtoga, að Bandaríkjamenn hefðu ekki aukið loftárásirnar á N-Vietnam að undanförnu. Er Jorden var bent á, að n- vietnamska sendinefndin í París hefði sagt, að Averill Harriman, aðalsamningamaður Bandaríkj- anna, væri „þrjózkur og svik- ull", sagði hann: „Okkur finnst ekki við vera þrjózkir. Við vit- um að við erum ekki svikulir. Við erum að reyna að finna svör við alvarlegum vanda málum, sem fólk um heim allan hefur áhyggjur af og því fyrr sem menn hætta að strá um sig lýsingarorðum þeim mun fyrr fá um við einhverju áorkað." Stjarna á sýningu Kaupmannahofn, 24. maí ÖNNUR íslenzka unghryssan, sem Margrét prinsessa og Hen rik prins fcngu í brúðkaupsgjöf frá íslenzku þjóðinni, verður sýnd á árlegri dýrasýningu í Hilleröd dagana 25. og 26 maí. Hér er um að ræða Stjörnu, sem íslendingurinn Gunnar Jóns son, verkfræðingur, hefur haft í hirðingu á búi sinu í Steinholti við Hilleröd í N-Sjiálandi. Gunn ar tók í hriðingu báða íslenzku hryssurnar, Stjörnu og Perlu, sem fluttar voru til Danmerfcur fyrir brúðkaupið í júní í fyrra. Perla hefur nú verið flutt til veðhlaupabrautarinnar í Krist- jánsborg í Kaupmannahöfn, þar sem hún er tamin með hliðsjón af því að geta borið börn. Búist er við, að hún verði í framtíð- inni eign barna dönsku ríkiaerf- ingjanna. Stjarna er nú fylfull og mun að líkindum kasta í byrj- un ágúst. Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.