Morgunblaðið - 25.05.1968, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.05.1968, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 19'6S. rB/£Al£iSAM 'Ö7& Rauðarárstlg 31 Slmi 22-0-22 MAGINÚSAR Iskipholti21 símar21190 I eftir lokunsimi 40381 "" Hverfisgötu 103. Sími eftir iokua 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræt} 11—13. Hagstaett leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM StMl 82347 Skolphreinsnn Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. TIL SÚLU Volvo 144 órgerð 1967 S^^g^JbíIaaala GUO N/1LJfsi D/XF? BergþOrucðtu 3. Sbnar 19*32, 29*7*. Opnum kl. 6 í fyrramálið. Drekkið morgunkaffið hjá okkur á H-daginn. BRAUDHUSin SNACK BAR Laugavegi 126. Sími 24631. ■Jt Vitaverði þakkað „Loftskeytamaður“ sendir eftirfarandi bréf frá Noregi. „Odda í Noregi, 11. maí 1968. Nú sl. vetur og reyndar enn hefur hinn forni fjandi lands- ins, hafísinn, verið við strend- ur landsins, norðan, vestan og austan og valdið miklum erfið- leikum til sjós og lands. Við farmenn höfum ekki farið var- hluta af þeim vandræðum, sem hafísinn veldur, og höfum orðið fyrir miklum töfum, og skip jafnvel skaðazt í átökum við ís- inn. Sigling hefur verið mjög varasöm á íssvæðinu, og skipa- félögin hafa orðið fyrir mjög miklum aukakostnaði vegna tafa skipanna, og hafa menn með hálfum hug lagt skip sín í þá tvísýnu til að bjarga lands- byggðinni úr hreinustu vand- ræðum vegna skorts á neyzlu- vörum, kjarnfóðri og olíu. Megintilgangurinn með þess- um línum var að þakka það, sem vel er gert, og á ég þar við hjálpsemi og óeigingjarnt starf eins kunningja okkar sjó- manna, Jóhannes Pétursson vita varðar á Hornbjargsvita. Hann hefur á þessu ís-tímabili sýnt okkur framúrskarandi lipurð í hvívetna við að lefðbeina skip- um um hagstæðar siglingaleiðir í íssvæðinu við Horn, svo sem aðstæður leyfa, og er það jafnt á nóttu, sem degi, en hann send ir veðurfregnir til veðurstof- unnar á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn, og höfum við þá gjarnan haft tal- stöðvarsamband við hann á ein hverjum þeim tímum, og reynd ar oftar ef óskað er, og er hann alltaf jafn fús til að veita skip- unum þær upplýsingar, sem hann getur, um ástand íssins í þáð og það skiptið, og um færar siglingaleiðir í gegnum hann, ef um einhverjar er að ræða. I fyrsta sinn er ég fór fram á aðstoð hans að nóttu, og bað hann jafnframt afsökunar á ó- næðinu, fékk ég það svar, sem lýsir manninum mæta vel: Mitt starf er í þágu sjómannanna, sem vitavörður, svo tölum við ekki meira um neitt ónæði. Jó- hann hefur ekki látið sig muna um að ganga á fjöll, þegar skyggni er allgott og bjart orð- ið, til áð fá sem bezta útsýn yfir ísbreiðumar og gá að opn- um rennum fyrir skipin, þó að ferðin taki allt að tveimur klukkustundum í góðri færð. I góðu skyggni sér hann vítt yfir til norðurs, austurs og suð- austurs, og allt austur á Óðins- boða og Andrewsboða-svæðið og súður að Geirólfsgnúpi, en á þessum slóðum eru oftast mestu erfiðleikarnir fyrir skipin, aftur á móti er takmarkað, sem hann sér til vesturs, vegna bjargsins, sem skyggir á frá athugunar- stöð á vesturleiðina. Eftir þess- ar athuganir verður vitavörður- inn vitanlega að ganga niður að vitanum aftur til að hafa sam- band við skipin í gegnum tal- stöð sína, með upplýsingar um ástand íssins og horfur. Mikill munur vaeri það nú fyrir þenn- an ágætis mann að hafa litla og lipra talstö'ð með sér í þessar könnunarferðir með 40 til 50 mílna langdrægni, og mætti í því sambandi nefna V.H.F.- sendi eða eitthvað hliðstætt tæki. Þá gæti hann haft sam- band við skipin frá bezta útsýn isstaðnum og leiðbeint skipun- um þeim mun betur og nákvæm ar, því að ísástandið er oft fljótt að breytast af straumi og vindi. Slíkt þarfatæki mundi spara tíma og fyrirhöfn og mörg spor in. Ég vildi með þessum fáu lín um, og ég veit að þar tala ég fyrir alla þá sem notið hafa að- stoðar hans, þakka Jóhanni Péturssyni vitaver'ði fyrir alla þá miklu aðstoð, sem hann hef- ur veitt íslenzkum skipum þetta erfiða ístímabil, og er ekki að sjá, að því sé enn lokið. Að svo mæltu sendi ég Jóhanni kveðju mína og viðurkenningu, sem ein um traustasta útverði okkar lands. Loftskeytamaður“. Fær hvergi þjóðbúning „Ein fjórtán ára“ skrifar: „Herra Velvakandi! Nú er eitt vandamálið enn, og það er um okkar fallega þjóð- búning. Hvers vegna vilja ís- lenzkar konur ekki þjóðbúning, eða eru ekki í honum yfirleitt? Er þa'ð vegna þess að hann er ekki nógu faUegur? Nei, það getur varla verið, að þeim finnist hann ljótur. Mér finnst hann reglulega fallegur. Ég er nýbúin að fá upphlut, sem lang amma mín átti. Ég á bara vesk ið, húfuna og beltið. Svo var ég að fara í búðir, þar sem íslenzk ar vörur fást, handprjónaðar ullarpeysur og alls konar skinn. Spudðist ég fyrir um þjóðbún- ing í þeim, en hann fékkst hvergi, og var ekki einu sinni til sýnis. Mér var sagt að ég yrði að láta sauma hann, og eru það bara sérstakar konur, sem sauma hann. Og ekki vissu stúlkurnar einu sinni, hverjar það væru. En á einum sta'ð var til sölu notaður þjóðbúningur, og var ekki hægt að fá að sjá hann, fyrr en forstöðukona búðarinn- ar kæmi. Það er sko ekki sem bezt að fá sér þjóðbúning, það er auð- ráðið á öllu. Mér finnst sjálf- sagt að vera í þjóðbúningi, og eru örugglega fleiri á sama máli. Þjóðbúningurinn mundi gera svip á landið. En hvers vegna er hann ekki almennings vara? Og hveming á ma'ður að finna þessar ákveðnu sauma- konur, sem sauma þjóðbúning? Ein 14 ára,“ + Athugasemd Á uppstigningardag birtist hér bréf undir fyrirsögninni „Á að hengja bakara fyrir smið?“ Þar féll niður athugasemd frá Velvakanda, sem átti að koma neðan vi'ð bréfið. Bréfritarinn gerði að umtalsefni dóminn í smyglmáli, og fannst honum ó- réttlátt, að báturinn, sem til smyglsins var notaður, skyldi gerður upptækur. Deildi hann á dómarann fyrir að kveða upp slíkan dóm. Nú er það vitanlega svo, að dómarar verða að dæma eftir lögunum og engu öðru. Það væri þokkalegt, ef hver dómari mætti dæma eftir prívat laga- reglum, skoðunum og tilfinn- ingum. Þá er ég hræddur um, að líti'ð réttaröryggi yrði í land inu. Nei, dómarinn verður vita skuld að halda sér við lands- lög, þegar hann kveður upp dóma sína, og skiptir þá engu, hvort honum gæti stundum fundizt, að þau mættu vera á annan veg. Hann hefur ekki leyfi tii þess að breyta þeim. Ýmsum finnst, að hér sé dæmt eftir harkalegum laga- ákvæðum, þegar skip er dæmt af eiganda vegna þess, að það var notað til smygls, að honum óafvitandi, eins og hann hefur haldið fram, og ekki er ástæða til að rengja. Uppruni þessa lagaákvæðis mun hins vegar vera sá, að á bannárunum, þeg ar mestu var smyglað, var talið, að ýmsir óhlutvandir skipaeig- endur létu skip sín starfa að smygli. Kæmist upp um smygl- ið, þóttust þeir ekkert hafa um það vitað; skipshöfnin hefði tek ið þetta upp hjá sjálfri sér. Mannskapurinn á þessum smygl koppum gat hins vegar aldrei borgað eyri í sektir, því að hann var eignalaus upp til hópa. Blöskraði mönnum, þegar alræmdir brennivínssalar gátu auðgazt með þessum hætti, án þess áð lögum yrði yfir þá kom ið, og því var troðið svona ræki lega upp í þetta gat á lögunum. Með því var einnig talið, að ábyrgð útgerðarmanna ykist; þeir leigðu skip sín ekki hverj- um sem væri og fylgdust vel með siglinum þeirra. En nú er semsagt svo komið, að lög þessi eru talin koma saklausum í bölvun. Samtaka nú Klukkan sex í fyrramálið gengur hægri umferðin í gildi. Nú ríffur á, aff allir Ieggi sig fram um aff gera breytinguna sem auffveldasta fyrir sjálfa sig og aðra. Þetta fer allt vel, ef við ætl- um okkur affeins meiri um- hugsunartíma og affgætni í um- ferðinni, og síffast en ekki sízt verffum viff aff muna eftir að sýna öðrum tillitssemi, — meiri en hingaff til. Milli tíu og tuttugn þjóðir hafa skipt yfir í hægri umferð á síðustu árum (engin frá hægri til vinstri). Breytingin hefur þótt takast vel hjá þelm öUnm. Þvi skyldum við þurfa að verða eftirbátar þeirra? Garðeigendur Fjölbreytt úrval: Garðrósir, tré og runnar, brekku- viðir, gljávíðir, rauðblaðarós, fagurlaufamispill, birki og fleira í limgerði. Garðyrkjustöðin GKÍMSSTAÐIR Hveragerði. Bazar Bazar og kaffisöhi heldur kvenfélagið Esja að að Fóikvangi Kjalarnesi á H-daginn 26. maí kl. 3 eftir hádegi. Bazarnefndin. Fonl-Memiry 1955 Til sölu er Mercurý 1955, 2ja dyra hardtop 8 cyl. sjálfskiptur, nýsprautaður og á góðum dekkjum. Verður til sýnis á verkstæði okkar Sólvallagötu 79 í dag og mánudag. Bifrciðastöð Steindórs Simi 11588. Frímerki Nokkur 1. dags umslög með Surtseyjarseríum, stimpluð í Surtsey á útgáfudegi til sölu. Heildarupplag var 4 þús. umslög. Tilboð sendist til Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „Surtsey — 8058“. Húsmæður athugið! Síldina á kvöldverðarborðið, fáið þér hjá okkur. BRAUBORG, Njálsgötu 112, simi 18680, 16513.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.