Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. ús- 1 „Islendingar og hafi Glæsileg sýning og margfróðleg opnuð í gær Sýnii'fiin íslendingar og hafið var opnuð fjölda gesta í gær kl. 5. Meðal gesta voru: for- seti íslands herra Ásgeir Ás- geirsson, sem er verndari sýn- ingarinnar, ráðherrar, sendiherr ar og forsvarsmenn íslenzks sjáv arútvegs. Sýningin, sem er yfirgrips- mesta s.vning, sem haldin hefur verið á fslandi er í íþrótta- höllinni í Laugardal og verð- ur opnuð almenningi í dag kl. 10 fyrir hádegi, og mun hún verða opin í um hálfan mán- uð daglega frá kl. 10—10. Formaður stjórnar sýning- arinnar, Pétur Sigurðsson a.l- þingismaður flutti ræðu við op" un sýningarinnar og ræddi að- draganda hennar, undirbúning og markmið. Þá tók sjávarút- vegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson til máls og opnaði sýninguna. Um 80 sýningaraðilar sýna á sýningunni og hefur verið unn- ið nótt við dag síðustu sólar- hringa. Undirbúningur hófst fyr ír nokkrum mánuðum á skipu- legan hátt og síðan hefur herzt róðurinn við uppsetninguna Við innaksturinn að fþrótta- höllinni er viti með ljósum og baululúðri, sem blæs á míniútu fresti. Við anddyri sýningarinnar er svo teinæringur ævagamall frá Eyrarbakka og er hann með fullum seglum og öHum útbún- aði fyrir róður. Þegar komið er inn í anddyri sýningarinnar er fyrst komið í sögusýninguna, sem flLest þau tæki, sem sjómenn á íslandi hafa notað við sjósókn og fiskvinnslu. Sögusýningin er samsafn muna víðsvegar að af landinu. í sögudeildinni verða sjómenn úr Hrafnistu við tóvinnu og veið- arfæragerð. í anddyri eru einn- ig deildir frá Sementsverk- smiðju Ríkisinis, Orkustofnun- inni og Byggðarsafni Vestmanna eyja, en í þeirri deild eru um 70 tegundir uppsettra fiska. Einn ig eru í anddyri ýmsar tegundir fiskvinnsluvéla, sem islenzkir uppfyndingaimenn hafa fundið upp. Þegar komið er inn i aðal- sýningarsalinn er gengið með- fram röð sýningarbása hinna ýmsu aðila og kennir þar margra grasa. Auðsætt er að mikið hefur verið til sýningar- innar vandað og liggur mikil vinna að baki uppsetningarinn- ar og allrar gerðar sýningar- bása. í lofti aðalsalar hefur ver- ið komið upp fiskitrolli og er það í sömu stöðu og þegar troll- að er í sjó. Einnig hefur verið komið fyrir flöggum og veifum í lofti salarins. í kjallara hússins eru einnig sýningarbásar fjölmargra aðila. Á vegum sýningarinnar verða daglega kvikmyndasýning ar í Laugarásbíói kl. 19 og gild- ir aðgönguimiði sýningarinnar á þær sýningar. í sýningarhöllinni er veitinga stofa sem rúmar um 200 manns í sæti og þar er allt á boðstól- um, sem almenn veitingastofa þarf að hafa. Á sýningunni verður efnt til happadrættis og vinningar eru t.d. hraðbátur með utanborðsvél og snjóvélsleði. Mjög vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út og er hún um 200 blaðsíður á stærð og kostar 35 kr. í sýningarskránni eru drög úr fornri sögu báta- útgerðar, upplýsingar um alla sýningaraðiilia, kort yfir skipu- lag sýningarsala og margt fleira. Einstaka kvödd sýningar- tímans munu skemmtikraft- ar koma fraim og einnig munu nokkrir kaupstaðir hafa sér- staka skemmtidagskrá á sýning- unni. Einnig munu nokkrir aðil- ar kynna vörúr sýnar og frarn kvæmdir sérstaklega og má þar nefna Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins sem mun kynna fiski- pylsur og kexkökur úr síldar- og loðnumjöli, en þær kökur eru mjög ljúffengar. Búizt er við að 40-50 þúsund gestir komi á sýninguna og ugglaust mun fóik skoða hana oftar en einu sinni. í stjórn sýningarinnar eru: Pétur Sigurðsson, formaður, Guð mundur H. Garðarsson, Guð- mundur H. Oddsson, Gunnar Friðriksson og Ingimar Einars- son. Framkvæmdastjóri er Her- steinn Pálsson og aðstoðarfram- kvæimdastjóri er Tómas Guð- jónsson. Kjartan Guðjónsson er skipulagsstjóri sýningarinnar og ráðunautur varðandi sogu- sýningu er Lúðvík Kristjánsson. Kjörorð sýningarinnar er „Brimrúnar skalt kunna", og seg ir svo um það í sýningarskré:" Einkunnarorð sýningarinnar: Brimrúnar skalt kunna, eru gerð ar að fyrirmynd lOdu vísu Sig- urdrífumiála í Sæmundar-Eddu, þar sem segir: Brimrúnar skaltu rista, er þú vilt borgið hafa á sundi seglmörum. Á stafni skal rista og á stjórnblaði von um öryggi á hafinu, leit, sem enn er haldið áfram- Brimrúnar 20ustu aldar eru með öðrum hætti en fyrir þuS' und árum. f stað blindrar galdra trúar og tilbeiðslu verndarelds- ins er komin þekking, sem sprott ið hefur af hinni löngu leit. Nú ;ru tæki komin í stað rúnarist- unnar og verndareldsins. Kunn átta og þekking sitja í fyrir- rúmi, og árvekni bjargar nú „á sundi seglmörum" og færir heiii af hafi. - Einkunnarorðin tengja nútíð við fortíð og boða nýja framtíð með auknu öryggi og heillum handa sæfarendum á grundvelli stöðugrar leitar. Við aðalinnganginn á sýninguna Islendingar og hafið er komið fyrir teinæring bakka með seglum og öðrum útbúnaði. Á myndinni eru seglin á skipinu rifuð. Eyrar- ^- og leggja eld í ár. Era svo brattur breki né svo bláar unnir, þó kemstu heill af hafi. í einni garð Völsungasögu, þar sem þessi vísa Sigurdríf umála er tilfærð, stendur: „Brimrúnar skaltu kunna." í upphafi sjóferða norrænna manna var það þekking á rún- um, sem bjarga skyldi „á sundi seglmörum", hinum seglbúnu hestum, skipunum. Rúnirnar átti að rista á stafn skipsins og stjórnblað. Það voru brimrúnar og um leið bjai'grúnar, en einn- ig varð að „leggja eld í ár." í þessum orðum geymist hinn forni átrúnaður á varndareldinn. Með því að marka með eldi á tæki sín, bægðu menn frá illvættum: og enn tíðka sjómenn í Noregi þetta. Þessi ráð norrænna sæfarenda eru þúsund ára gömul. Með þéim töldu þeir sig kömast heila af úfn.u og hyldjúpu hafinu, sem mörgum, er heima sátu, stóð óttablandin ógn af. Með þessum hætti hófst leit að þekkingu jj-^ Friðarviðræiur í Kampala — Kampala, 24. maí — AP-NTB FRIBARVIÐRÆÐUR milli full- trúa Nígeríu og aðskilnaðarrík- isins Biafra, sem lýsti yfir sjálf- stæði sínu fyrir 11 mánuðum, hófust í gær, fimmtudag, í Kampala, höfuðborg Uganda. Báðir aðilar hafa lýst sig fylgj- andi vopnahléi, en eru ósam- mála um hvenær vopnahléið á að ganga í garð. Á fyrsta við- ræðufundinum, sem haldinn var fyrir opnum dyrum, sagði full- trúi Nígeríu, að Nígeríu-stjórn hafi fyrst óskað eftir samninga- viðræðum, síðan vopnahléi. Stjórnin í Biafra heldur því hins vegar fram, að fyrsta skrefið í friðarátt hljóti að vera stöðvun bardagaaðgerða þegar í stað. Stjórnirnar í Biafra og Níge- ríu hafa lýst sig staðráðnar í að binda endi á hina ofsafengnu borgarastyrjöld, sem geisað hef- ur í landinu og hefur kostað tug- þúsundir, ef til vill hundruð þús unda manna lífið og gert ennþá fleiri heimilislausa. Forseti Uganda, Milton Obote, opnaði formlega fundinn í Kampala og hvatti stríðsaðifla eindregið til að sýna lipurð í komandi við- ræðum til þess að koma á ný á friði í Nígeríu, sem „var stolt Afríku áður en harmleikurinn hófst". Aðalsamningamaður Nígeríu- stjórnar í Kampala er Anthony Enahoro, upplýsingamálaráð- herra lands síns, en af hálfu Biafra leiðir sir Louis Mbanefo, hæstaréttarlögmaður, viðræðurn ar. Enahoro sagði í byrjun fund- arins, að ekki væri hægt að stöðva bardagana nema ræða þau miklu málefni, sem barizt hefur verið um. Sir Louis sagði hins vegar, að tilraun til að þvinga Biaframenn til að sam- einast Sambandsríkinu aftur væri svipað og að neyða Gyð- inga, sem flúið hefðu til ísraels, að snúa aftur til Þýzkalands nazismans. * „íslendingar og hafið" var opnuð að viðstöddum fjölda gesta í gær. Á myndinni sjást gestirnir virða fyrir sér sýningarbása. Á myndinni eru m.a. forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Ljósm.: Mbl. Kr. Ben. Germaníusýning í FRÉTT í Mbl. um kvikmynda- sýningu hjá Genmaníu var rang- lega skýrt frá sýningardeginurn. Kvikmyndasýningin fór fram 11. maí, en í frétt í blaðinu sagði, að sýningardagurinn væri 18. maí. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.