Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 10
</*• 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. „Hef mestan áhuga á aö starfa að rannsókn- um í þágu nýrra atvinnuvega á íslandi" Rœtt við Dr. Vilhjálm Lúðvíksson, er lokið hefur doktorsprófi frá efnaverk frœðideild háskólans í Wisconsin Madison, Wisconsin, 16. maí. VILHJÁLMUR Lúðvíksson, verk fræðingur, varði í dag doktors- ritgerð við efnaverkfræðideild Háskólans í Wisconsin. Fjallaði ritgerðin um „flóðeiginleika þunnra vökvalaga". Luku próf- dómendur miklu lofsorði á rit- gerðina. Dr. Vilhjálmur er fæddur í Reykjavík árið 1940 sonur hjón- anna Lúðvíks Á. Jóhannssonar, forstjóra Sameinuðu bílasmiðj- unnar og konu hans, Ingibjargar Vilhjálmsdóttur. Hann lauk stúd entsprófi frá Verzlunarskóla ís- lands vorið 1960 og árið eftir nam hann við stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og lauk viðbótarprófi (stúdents- prófi) þaðan 1961. Það haust hélt hann til Bandaríkjanna og hóf efnaverkfræðinám við Háskól- ann í Kansas. Dr. Vil'hjálmur lauk BS prófi frá þeim skóla vor- ið 1964, Magna cum Laude. Sama haust hóf hann framhaldsnám við Wisconsinháskóla í Madison. Hann lauk meistaraprófi vorið 1965 og forprófum til doktors- náms veturinn 1966. Að þeim prófum loknum hóf hann að vinna að undirbúningi sjálfrar ritgerðarinnar og var jafnframt aðstoðarkennari við efnaverk- fræðideildma. Dr. Vilhjálmur er kvæntur Áslaugu Sverrisdóttur Sigurðssonar í Sjóklæðagerðinni og konu hans, Ingibjargar Guð- borðsspennu. Gerði ég síðan til- raunir, sem komu algerlega heim við hinar fræðilegu niður- stöður. Niðurstöður þessar hafa ann- ars margþætt hagnýtt gildi ann- að en að skýra fyrirbrigðið í koníaksglasinu. T.d. hafa skyld fyrirbrigði grundvallarþýðingu fyrir verkan eldsneytisrafsella eins og þeirra, sem notaðar voru í Gemini-geimförunum og reynd- ar spannast verkefnið mitt út frá rannsóknum, sem gerðar voru vegna þeirra á vegum General Electric fyrirtækisins. Prófessor- inn, sem ég hef starfað fyrir er ráðgefandi verkfræðingur hjá General Electric að aukastarfi og rakst hann á þetta verkefni í sambandi við starf sitt. Þess má kannski geta, að Rúss- ar hafa sýnt niðurstöðum okkar áhuga og höfum við fengið beiðnir frá þeim um endurprent- anir á ritgerðum, sem við höfum birt í tæknitímaritum í sam- bandi við rannsóknirnar og niður stöður þeirra. — Hvað tekur nú við að námi loknu? — Við erum nú að pakka sam- an hafurtaski okkar, en talsvert hefur safnazt fyrir á 7 ára úti- vist og síðan ætlum við að taka fyrsta skip heim. — Svo þú ætlar að starfa heima? — Já, það er nú meiningin, ef maður fær einhvers staðar inni. — Hefur þú eitthvað sérstakt i huga? — Því er ekki að neita, að ég hef mikinn áhuga á vissum verk- efnum, en ekki leggur ljóst fyrir hvernig úr rætist. Ég starfaði með Baldri Líndal, efnaverkfræð ingi, að undirbúningsrannsókn- um viðvíkjandi sjóefnavinnslu, — Hefur þú sjálfur einhverjar sérstakar hugmyndir í þessu sam bandi? — Ég álít að sjóefnavinnsla sé næsta stórverkefnið, sem vinna beri að, en auðvitað eru aðrir verkefnamöguleikar, sem þarf að kanna. Ég var t.d. að lesa nú um daginn í efnaverkfræðiriti þar sem skýrt er frá yfirvofandi brennisteínsskorti í heiminum Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson og kona hans, Áslaug Sverrisdóttir. þegar ég var heima sumarið 1966 og hefði ég mestan áhuga á að geta unnið að rannsóknum í þágu nýrra atvinnuvega á ís- landi og þá eðlilega helzt á sviði efnavinnslu. Það er engum vafa bundið að það eru talsverðir möguleika á þessu sviði á fslandi og er Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn eitt gott dæmi. vegna þess að hreinar brenni- steinsnámur eru að renna til þurrðar og hefur verð brennistein hækkað um 100% af þessum sök- um á sl. ári. Fyrir nokkrum ár- um voru gerðar rannsóknir á ís- landi til að kanna möguleika á brennisteinsvinnslu, sem sýndu þá að slík vinnsla yrði ekki hag- kvæm en það er ekki að vita mundsdóttur. Undirritaður hitti þau hjón að heimili þeirra í Arnarhæðum í Madison að doktorsvörninni lok- inni og ræddi við þau í tilefni þessa merka áfanga. Eftir að hafa óskað þeim til hamingju, spurði ég dr. Vilhjálm, hvort hann gæti sagt mér frá efni rit- gerðarinnar stuttlega og á al- þýðlegu máli, þannig að allir gætu skilið hvað væri á ferðum. Hló hann dátt við og sagðist skyldu reyna. „Ritgerðin fjallar almennt um flóðeiginleika þunnra vökva- laga en sérstaklega um áhrif breytinga á yfirborðsspennu vökvans á flóðeiginleikana. Al- geng dæmi um slík fyrirbæri má sjá í glasi af góðu víni, sér- staklega koníaki, því að ef hlið- ar glassins eru vættar með því að halla því og rétta síðan við, þá sér maður vökvann flæða upp á við í þunna laginu, sem eftir verður og loks mynda þykka rönd eða hrygg við efri rönd vökvalagsins, sem síðan fellur aftur niður í stórum drop- um. Þetta uppflæði vökvans er gagnstætt þyngdarlögmálinu ef ekki kæmu til breytingar á yfir- borðsspennu, sem virkar eins og kraftur upp á við. Skýringin er sú, að þegar áfengið gufar upp úr vökvalaginu þunna, þá hækk- ar yfirborðsspenna þess og yfir- borðið dregst saman. Tilfærsla yfirborðsins upp á við dregur með sér vökvann undir yfirborð- inu og getur þannig myndazt vökvaflæði upp, þótt þyngdarafl ið leytist við að draga vökvann niður. Sama fyrirbrigði getur valdið sjálfkrafa úfcbreiðslu á vökva- lögum yfir fasta fleti. Þannig má skýra hversvegna olíudósir verða allar fitugar að utan ef þær eru látnar standa opnar og það að olíudropar hafa tilhneig- ingu til að breiðast út. Þessi fyrirbrigði hafa aldrei fyrr verið rannsökuð frá flóð- fræðilegu sjónarmiði, en mér tókzt að leiða út jöfnur, sem lýsa sambandinu milli flóðhraða, út- breiðsluhraða, þykktar vökva- lagsins og breytingar á yfir- Hátíöahöld sjómannadagsins — við Hrafnistu og nýju sundiaugina HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins' á sunnudag fara að mestu fram við Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og við nýju sundlaugina í Laugardal, auk kvöldskemmt- ana í hótelum borgarinnar. Hafa hátíðahöld áður verið færð úr Miðbænum, bæði ve‘gna þess að fólk sækir eins annað O'g að það gleður nærri 400 vistmenn á Hrafnistu og ættingja þeirra, er halda sjómannadag með þeim. í þetta sinn verður ekkert við höfnina, því vegna Hádagsins, þótti öru'ggara að láta stóra hópa ekki þjóta milli bæjarhluta. Mannfjöldinn verður nú við Hrafnistu, sundlaugina í Laug- ardal og síðan við hinu miklu sýningu „íslendinga og hafið“ í sýninigarhöllinni í Laugardaln- einnig eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sig- urðar Þórðarsonar. Að afloknum hátiðahöldum er heimilið að Hrafnistu til sýnis, en til þess hefur runnið ágóði fyrri sjó- mannadaga. Kl. 16 verða hátíðahöld i nýju sundlaugunum í Laugardal, sem samanstanda af björgunarsundi, | stakkasundi, reiptogi, kappróðri1 á einsmanns bátum, sýnd með- ferð björgunarbáta, skemmti- atriði og fleira. Um eftirmiðdaginn verður haldinn uniglingadansleikur í Lídó. En kvöldskemmtanir á vegum sjómannadagsins verða á Hótel Sögu, í Lídó, Loftleiða- hótelinu, Glaumbæ og gömlu dansarnir í Ingólfskaffi. Allan daginn verða kaffiveitingar í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal í sam'bandj við sýn- inguna „íslendingar og hafið“. Afgreiðisla á merkjum dagsins og Sjómannadagsblaðinu verður í flestum barnaskólum borgar- innar og viðar. Greidd verða há sölulaun. 30 hæstu sölubörnin fá verðlaun, sjóferð um Faxaflóa. En öll þau, sem selja fyrir 200 Sýning Jónasar um. Hátíðahöldin hefjast með því að fánar eru dregnir að húni á skipum í höfninni kl. 8. Kl. 9 hefst sala á merkjum sjómanna- dagsins og Sjómannadagsblað- inu, sem er mjög vandað og myndarlegt. Kl. 11 er hátíðar- messa í sal Laugarásbíós, sr. Grímur Grímsson predikar og Kristinn Hallsson syngur, en við orgelið er Kristján Sigtryggsson. Kl. 13.30 leikur Lúðrasv. Reykja- víkur sjómanna- og ættjarðarlög við Hrafnistu og leikur lúðra- sveitin einnig kl. 5 við sýningar- höllina. Kl. 14 verður minningarat- höfn. Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup minnist drukknaðra sjó- manna og Kristinn Hallsson syngur við undirleik lúðrasveit- arinnar. Þá verða ávörp. Eggert Þorsteinsson, sjávarútvegsmála- ráðherra, Baldur Guðmundsson, útgerðarm. og Gunnar Friðriks- son, forseti Slysavarnafélagsins. Heiðursmerki sjómannadagsins afhendir Pétur Sigurðsson, for- maður Sjómannadagsráðs og Kristinn Hallsson syngur og Guðvardssonar í BOGASAL Þjóðminjasafnsins stendur um þessar mundir yfir málverkasýning ungs Hafnfirð- ings ættuðum frá Sauðárkróki líkt og nokkrir velmetnir má'lar- ar okkar eru einnig. Þetta er fyrsta sýning Jónasar Guðvarðs- sonar, frumraun hans sem sjálf- stæðs málara í myndlistarlífi höfuðborgarinnar. Sýningin ber þess einnig nokkur merki, því verkin eru mjög misjöfn að gæð um eins og oft vill vera á fyrstu sýningu ungra málara og nokk- urs óróleika óbeizlaðrar tjáning argáfu verður vart í verikum ihans. Það er líka greinilegt, að þegar Jónas vinnur í einföldum formum, þar sem hann spennir litina hóflega, nær hann beii- steyptustum árangri í samruna lita og forma og nefni ég í því samibandi myndir eins og nr. 10 „Kyrrð“, nr. 14 „Hrímklettar" og nr. 15 „Héiðarhlámi". Nr. 14 þyk ir mér sterkasta málverk sýn- ingarinnar. f annan veg spennir hann litina til hins ýtrasta og formin fá á sig óróleikablæ líkt og í mynduim nr. 17 „Gl'áma", nr. 18 „Á rauðri ströndu“ og nr. 26 „Glóð“. í þessum myndum kemur greinilega fram reynslu- leysi hins unga manns sem mái- ara og kunnáttuskortux sem enn háir honum. Þá er liturinn oft á mörkum þess að verða of falleg- ur, fær þá gjarnan á ®ig skraut- leikablæ og þá er málarinn kom inn á hálan is. En þetta eru hlutir sem hver einasti málari verður að yfir- vinna og leikur mér svo hugur, að Jónas geti það, leiti hann meiri skólunnar og beiti sig meiri aga. Jónas er greinilega undir áhrifum ýmsra af abstrakt-ex- hver útkoman yrði ef niðurstöð- urnar yrðu endurskoðaðar nú með tilliti til breyttra viðhorfa í markaðsmálum. Þá má einnig nefna möguleika á vinnslu postu- línsleirs, biksteins o.fl. Persónulega tel ég, að kæmist sjóefnavinnsla í framkvæmd þá gæti hún orðið undirstaða mikils og víðtæks efnaiðnaðar. Mér hef- ur lika skilizt af fréttum og blaðaskrifum að heiman, að hin óheillavænlega þróun í útflutn- ingsverzlun okkar hafi sýnt fram á mikilvægi þess að rannsóknum og framkvæmdum á þessu sviði verði hraðað sem mest, og vildi ég mjög gjarnan geta lagt fram minn skerf í því máli. — Þið hjón eruð sem sagt ákveðin í að halda heim. Nú hef- ur það verið allalgengt undan- farið, að íslenzkir verkfræðingar hafi ekki snúið heim að loknu námi og gefið fyrir því ýmsar ástæður, m.a. betri starfsskilyrði og laun. Hafa þér ekki borizt at- vinnutilboð hér? — Mér hafa borizt margar beiðnir frá fyrirtækjum og stofn- unum hér í Bandaríkjunum um atvinnuviðræður, en ég hef sagt þeim að ég hefði þegar ákveðið að fara heim. Ég fékk tilboð um rannsóknarstöðu við Berkeley- háskóla í Kaliforníu með 700 þús kr. árslaun. Þetta er auðvitað freistandi, en við viljum heldur vera heima. Ég hef trú á því, að ég geti látið eitthvað gagnlegt af mér leiða óg það yrði mér meiri persónuleg fullnæging, ef ég gæti nýtt starfskrafta mína og námsþekkingu í þágu íslands. — Að lokum spyr ég frú Ás- laugu hvort ekki sé léttir að þessu sé nú lokið. — Jú, svarar hún brosandi, því verður ekki neitað. En dvölin hérna hefur líka verið mjög ánægjuleg. Bezt af öllu er þó að vera á heimleið. — Ihj. kr. eða meira, fá aðgöngumiða að kvikmyndasýningu í Laugar- ásibíó. Allur ágóði sjómannadagsins rennur að venju í uppbyggingu á Hrafnistu, en í þetta sinn er sérsta'kt áták gert til að safna fyrir væntanlegt sumarheimili fyrir sjómannabörn. Hefur verið rekið slíikt hedmili á Laugalandi í Holtum, en Sjómannadagsráð á jörð í Grímsnesi og er ætlunin að reisa sumardvalarheimili þar eða annars staðar. Nú þegar Dvalarheimili aldraðra sjómanna er risið, verður sérsta'klega safn- að í það. En næsti áfangi dval- arheimilisins eru smáhús fyrir aldraða, sem reisa á í brekkunni fyrir neðan Hrafnistu. Mun borgin einnig ætla að reisa smá- hýsi austan í Laugarásnum og fær gamla fólkið í þessum smá- hýsum þá þjónustu í Hrafnistu. pressjónistunum okkar og þá einkum þeim ljóðrænu, því það er velmerkjanlegur ljóðrænn blær yfir sumum verka hans, — þó verður vart við persónu- lega strengi í myndum hans, einkum þó í litnum, en Jónas þarf að aga formskyn sitt bet- ur. Vafalítið getur listamaður- inn hagnýtt sér þessi áhrif ann- arra málara til enn frekari árang urs, en það er undir honum sjálf um komið og því, hvernig hann muni vinna í málverksins stranga skóla. Það verður varla mikið ráðið um framtíð Jónasar sem málara af þessari sýningu, en sýningin er hressileg og þarna eru lagleg verk sem bera hæfileikum málarans glöggt vitni, og þá er ekki annað að gera en að bíða og sjá hvernig Jónasi tekst að hagnýta sér þessa hæfileika — honum fylgja góðar óskir mínar 1 þeirri glímu sinni. Sýningin er vel þess virði að hún sé skoðuð, því hvað framtíðina snertir — hver veit? Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.