Morgunblaðið - 25.05.1968, Side 12

Morgunblaðið - 25.05.1968, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 195«. Aldarafmæli sr. Friöriks Friðrikssonar Helztu ævlágrip SÍRA Friðrik Friðriksson fædd- ist 25. maí 1868 að Hálsi í Svarf- aðardal. Námshneigð kom snemma í ljós hjá honum. Við ótrúlega erfiðar aðstæður brauzt hann í því að fara mennta veginn. Hann lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum í Reykjavík árið 1893. Sigldi til Kaupmanna- hafnar sama ár og hóf nám í læknisfræði. Hætti við það og lagði stund á málfræði árin 1894-97. Hvarf frá háskólanámi það ár og hélt heim til íslands og hóf nám við Prestaskólann. Á öðru námsári sínu í Höfn kynntist Fr. Fr. starfi K.F.U.M. þar í borg og varð svo gagntek- inn af því, að hann gaf sig allan að starfinu meðal Kaupmanna- hafnardrengja. Vakti hann þá þegar athygli á sér fyrir sér- staka hæfileika til starfs meðal unglinga. Komu þeir hæfileikar hans glögglega í ljós þá áratugi, sem hann var leiðtogi þess kristi- lega félagsskapar, sem hann stofnaði hér á Iandi. K.F.U.M. í Reykjavík stofnaði hann 2. jan. 1899 og K.F.U.K. í aprílmánuði sama ár. Var hann lífið og sálin í þeim samtökum og hafði mikil áhrif á fjölda einstaklinga og innan kirkjunnar. Hann var ein- arður og ákveðinn í boðskap sín- um. Heitur trúmaður. Hámennt- aður og skemmtilegur fræðari. Persónuleiki hans, sem einkennd- ist af óvenjulegri hjartahlýju og glaðri lund, skóp honum sér- stöðu meðal þeirra, sem á vegi hans urðu. Hann var skipaður prestur við Laugarnesspítala og vígður til þess starfs árið 1900. Aðal- starf hans var alla tíð í KFUM og KFUK, en hann gegndi um stutt- an tíma prestsþjónustu í forföll- um í nokkrum prestaköllum. Ár- Brautryðjandi í AÐBIN'S elztu Reykvíkingar geta gert sér í hugarlund hvílík- ur reginmunur var á bæjarbrag í Reykjavík rétt fyrir síðustu aldamót og nú er. Kyrrlótur bær með sárafá tækifæri til skemmt- ana eða tómstundaiðju. Félagslíf fábrotið. Æskulýðsfélög engin að heitið gæti og því síður félags- skapur fyrir börn, nema hvað barnastúkur voru að hefja göngu sína. f>að má því geta nærri, að það hefur vakið umtal og áhuga drengja, er það spurðist, að ung- ur stúdent væri nýkominn til bæjarins og myndi hafa í hyggju að stofna félag fyrir drengi og pilta. Hefði hann margt að segja frá slíku starfi úti í heimi, þar sem voldug og vaxandi krisileg æskulýðs'hreyfing færi sigurför um löndin. Væri ætlan þessa prestaskólanema að athuga, hver tök væru á því að hefja slíkt starf hér á landi. Drengja- og unglingafélag í Reykjavík árið 1897 eða 98! Hví- lík fjarstæða! Það var heldur ekki spáð vel fyrir þeim félags- skap, sem Friðrik Friðriksson stofnaði í Framfarafélagshúsinu við Vesturgötu þann 2. janúar 1899. Ekki sízt af þeim, sem töldu sig þekkja til sumra þeirra drengja, sem hann tók sem stofn- endur kristilegs félags. Fáir vissu hvílík tímaskipti voru að gerast í félagsmálum og kristilegu starfi, er þessi fátæki stúdent stofnaði fyrsta KFUM-félagið á íslandi. Nú, tæpum 70 árum síðar, er auðvelt að sjá, að þessi ungi brautryðjandi kom á hentugasta tíma. Jarðvegurinn var óplægð- ur. Enginn sinnti þeim aldurs- flokki, sem hann sneri sér sér- staklega að. Og drengirnir, sem oft voru í mestu vandræðum með, hvað gera skyldi við tím- ann og hvar leita skyldi sam- félags, hópuðust að þessum in 1913-1916 starfaði hann meðal íslenzkra safnaða í Vesturheimi. Auk þess starfaði hann oft um lengri og skemmri tíma í Dan- mörku. Þar var hann mikils met- inn og átti ótrúlegan fjölda vina víðsvegar um landið. Hann ritaði fjölda greina í inn- lend og erlend blöð og tímarit. Var um skeið ritstjóri Æskunnar og „Mánaðarblaðs K.F.U.M.“. Hann var skáldmæltur og orti mikið fyrir starfið meðal æsku- lýðsins. Hann samdi og þýddi fjölda sagna, bæði smásagna og lengri sagna. í óbundnu máli hafa verið gefnar út eftir hann m.a. skáldsögurnar „Sölvi“ (tvö bindi), „Hermundur jarlsson", „Keppinautar“, „Drengurinn frá Skern“. í þýðingu: „Litli lávarð- urinn“ og „Bók náttúrunnar". Tvö ræðusöfn hafa verið gefin út eftir hann: „Guð er oss hæli og styrkur“ og „Sjö fösturæður“. Auk þess voru fjölmargar ræður gefnar út eftir hann í sérútgáf- um. — Sjálfsævisaga hans var gefin út í þrem bindum. Hafði hann lokið við að rita hana fram að þriðja tug þessarar aldar. — Hann ritaði einnig ævisögu sína í tveim bindum á dönsku. (Min livsaga). Síra Friðrik var sýndur margs konar sómi af samferðamönnun- um. Hann varð riddari Fálka- orðunnar árið 1924 og sæmdur stórkrossi sömu orðu með stjörnu árið 1938. Kjörinn heiðursdoktor af Háskóla íslands árið 1946. Loks má geta þess, að honum var í lifanda lífi reistur minnisvarði, sem Sigurjón Ólafsson, mynd- höggvari, gerði. Stendur minnis- varðinn við Lækjargötu í Reykja vík. Síra Friðrik Friðriksson and- aðist 9. marz 1961. æskulýðsstarfi unga, sviphreina stúdent með svarta skeggið og hárið. Mildur og hreinn svipurinn — og um- fram allt ljómi augnanna — dró þá að honum. Og svo var hann auk þess foringi, búinn þeim eig- inleikum, sem þeir skildu og þráðu. Lifandi, litríkur. Brenn- andi í áhuganum svo, að hann kveikti í öðrum. Herforingi, sem gat látið hlýða sér. Stjórnaði með myndugleika. Fól þeim verk efni. Lét þá fylkja liði og ganga að hermanna sið. Sívakandi í margs konar starfi. Róandi á bát sínum um höfnina til þess að heimsækja sjómenn um borð í kútterum. Hafði opið hús fyrir þá, er hann hafði komið sér fyrir í félagshúsinu, að loknu guð- fræðiprófi. Stóð vörð við drykkju krár bæjarins til þess að reyna að fá unga menn og heimilsfeð- ur til þess að leggja ekki leið sína þangað inn. Hafði fræðandi fundi. Gat sagt sögur, svo að drengirnir héldu niðri í sér and- anum. Gat talað út frá Guðs orði þannig, að ungu hjörtun tóku að brenna. Þeim fjölgaði, sem skildu það, sem hann sagði og ákváðu að ganga þann veg, sem hann benti þeim á. Þeir völdu að vera vitandi vits lærisveinar þess Drottins, sem hann kallaði þá til fylgdar við og trúar á. « Og umhverfis hann óx hver starfsgreinin af annarri. Á tím- um takmarkaðrar skólagöngu fyr ir alla nema nokkra útvalda bauð hann upp á fræðandi fyrir- lestra hæfra manna eða upplest- ur úr úrvals bókmenntum. Bók- menntahringir mynduðust. Tafl- flokkur. Bindindisflokkur. Söng- sveit. Lúðrasveit. Göngufélag. Knattspyrnuflokkur. Karlakór. Útilífsflokkur, sem var svo ná- skyldur skátahreyfingu, að hann varð síðar fyrsti skátahópurinn (Væringjar). Og tuttugu og fimm árum eftir að Friðrik Frið- riksson stofnaði drengjafélag Sr. Friðrik ræðir við lítinn vin. sitt, hófst starfið í fyrstu sumar- búðum fyrir drengi hér á landi. Nú leggur ljóma af minningum um dvöl í Vatnaskógi í hugi mörg þúsund íslenzkra drengja og fullorðinna karlmanna. Séra Friðrik hrynti þessu ekki öllu í framkvæmd sjálfur. Sumu átti hann allan hlut í, en í öðru kveikti hann eldinn með því að benda á verkefnið og hvetja þá, sem umhverfis hann voru til að hefjast handa. Ótrúlega marg- þætt og lifandi hreyfing óx upp umhverfis hann og starf hans. Og hún starfar enn marggreinótt og lifandi. Hann markaði stefn- una og mótaði svo, að enn býr að. Friðrik barnavinur SJÖ ÁRA snáði er á gangi niður Bankastræti. Þegar kemur að Bernhöftsbakaríi, kemur skeggj- aður maður út um dyrnar. Hann er með bréfpoka í annarri hendi. Vafalaust eitthvert góðgæti, sem hann var að kaupa. Hann horfir á drenginn. Brosir. Lyftir hendinni upp að svörtum kúluhattinum og tekur ofan fyr- ir snáðanum. Svo beygir hann sig eilítið, tekur hendinni um höku drengsins og spyr hann að nafni. Svo klappar hann honum á kinn. Síðan segir hann eitthvað, sem kemst ekki inn í meðvitund drengsins. Að minnsta kosti ekki svo, að það festist í minni. Til þess er undrun drengsins of mik- il yfir því, að þessi fíni, broshýri maður með harða hattinn skyldi taka ofan fyrir honum. Slíkt hafði hann aldrei getað hugsað sér. Og hver getur lýst undrun hans, er maður þessi opnar pok- ann, tekur úr honum glóðvolga rúsínubollu og gefur honum. Með fylgir nýtt klapp á vang- ann. Aðra drengi bar þar að, sem sáu, hvað fram fór. Þeir fengu einnig sinn hlut. Samfundunum lauk með því, að skeggjaði mað- urinn fór aftur inn í bakaríið. Hann þurfti sennilega að kaupa nýjan skerf, því það, sem í pok- anum hafði verið, var allt horf- ið til drengja, sem leið áttu fram hjá. Þegar heim kom, sagði snáðinn frá því, sem við hafði borið. „Þétta hefur verið hann Friðrik barnavinur", sagði móðir hans. Það voru þeirra fyrstu kynni og ylja enn, áratugum síðar. Þessi þáttur í fari séra Frið- riks Friðrikssonar mun vera mörgum ógleymanlegastur og erf iðast verður að skila komandi kynslóð svo, að hún fái skilið. Þó var það einmitt persóna hans — ylurinn, sem frá honum stafaði — sem varpaði ljóma á allt ann- að, sem hann sagði og gerði. Það gátu verið á fimmta- hundrað drengir á fundi í yngri deild hjá honum. Þá gat hann staðið við útgöngudyrnar og tek- ið í höndina á hverjum dreng, sem út úr salnum fór. Horft í augu hans. Strokið vanga á þeim, sem hann þekkti sérstaklega eða vöktu athygli hans. Ungiingadeildarfundir voru fásóttari. Þar var unnt að gefa sér betri tíma, þegar piltarnir fóru. Séra Friðrik stóð á stiga- pallinum. Hver og einn fékk hlýtt handtak. Allir fengu þakkir fyrir komuna. Sumir nokkur aukaorð — og einstaka koss. í þeim efnum var hann af gamla skólanum. Hjartahlýja hans yljar enn. Hann var alveg einstæður á þessu landi í þeim efnum. Hafði alltaf tíma til að heilsa drengj- um, sem á vegi hans urðu, og reyndi að senda yl inn í hjörtu þeirra. Hann gat ekki annað. Þetta var ekki gert til að minna á sjálfan sig. Hann gekk um í sömu vitund og heilagur Franz frá Assisi er sagði: „Eg er kallari hins mikla konungs“. Séra Friðrik var það ekki aðeins á prédikunarstól. Hann vildi boða kærleik Krists í lífi og um- gegni við aðra. Einkanlega æskuna. Allir fundu þetta. Því var það, er hann fór til starfa í Vesturheimi árið 1913, að sagt var frá því í einu blaðanna í Reykjavík, að Friðrik barnavin- ur hefði tekið sér far til Eng- lands með togara. Og síðan var spurt, hvernig Reykjavíkur- drengir færu nú að. í þessari spurningu felst sú staðreynd, að í Reykjavíkurborg hefur aldrei verið sá maður, sem í sama mæli og séra Friðrik Friðriksson náði til allrar æsku bæjarins og helgaði henni jafnt hjarta sitt, huga og hönd. Sjálfur sagði hann, er hann gegndi prestsstörfum um skeið á Akranesi, árið 1931, að Reykja- vík væri orðin ofstór fyrir sig. Hann næði ekki lengur til allra drengja í bænum. Það gæti hann þá á Akranesi, og því fyndist honum hann lifa þar á ný gamla góða daga úr Reykjavík. Fróðleiks- gjafi ungra og gamalla HVERJUM öðrum en séra Frið- rik hefði dottið í hug, að hafa Oedipusar óð sem fundarefni fyrir unglinga 14-16 ára? Eða alvarlegustu og mergjuðustu þaettina úr Manfreðs þýðingu Maifcthíasar? Eða nota sögu Jó- hannesar Jörgenisen „Den ytt- ersfce dag“ sem framhaldssögu fyrir 13-16 ára pilta í U.D.? Og þó gerði hann þetta oft — með ráðnum hug. Unglingarnir áttiu að kynnast gimisteiniuim — og læra að hugsa Hverjum hefði svo hins vegar dottið í hug að segja sumar þær einföldu frásogur, sem séra Frið rik gat borið á borð fyrir full- orðna? Þeir fengu auðvilfcað sinin skerf að fróðleik hans, en einn- ig hversdagslegustu frásagnir. Hann var húmanisti aif gamia skólanum- Ekbert mannlegt var honum óviðkomandi. Hann fylgdiist vel með i vísindalegum nýj'úngum. Fyrstu fréttir uim heim atómanna heyrðum vér ýms iir á U.D. fundi hjá honum — og það í kringum 1930—33. Nýj- ungar í stjörnufræði og eðlis- fræði, í margis konar náttúru- fræði voru honium hugleilmar. Hann var þannig gerðuir, að hann þurfti að gera aðra hlut- takandi í því, sem vakti áhuga hans. Hvort sem um var að ræða það, sem nú mundi teljast tál raunvísinda eða fagurfræði- legra hluta. Hann gat einnig gætt þeim, sem umhverfis hann voru það sinni, á æsispennandi bardagasögum eða mergjuðustu draugasögum. KvöM eftir kvöM gat hann setið með vinum sín- um og sagt frá. Oft voru það minningar — en einnig oft marg háittaður fróðleikur, að ógleymd um ljóðum. Tvennt heyrðum vér hann aldrei tala um: Stjórnmál — og ávirðingar annarra. Hann vissi sjálfsagt nóg um hvort tveggja, ef út í Slíkt væri farið. Það var samt ekki á umræðiulisba hans. Það er einikennilegt fyrir ýmsa um það að hugsa, að þessi mað- Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.